Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 12.07.2001, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 12.07.2001, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12.JULI 2001 Ættarmót í minningu Kristjáns á Þverá Um aðra helgi í ágúst næst- komandi munu afkomendur Kristjáns Jörundssonar bónda og hreppstjóra á Þverá í Eyjahreppi, fyrri konu hans, Sigríðar Bene- diktsdóttur og síðari konu hans, Helgu Þorkelsdóttur, halda ætt- armót í Laugargerðisskóla á Snæ- fellsnesi. Kristján fæddist árið 1849 og lést 1947. Hann var Dalamaður að uppruna, en er hann fullorðn- aðist lá leið hans suður á Mýrar, þar sem hann bjó um nokkurt árabil. Lengst af bjó hann þó á Þverá eða hálfan fjórða áratug sem gildur bóndi og hreppstjóri Eyhreppinga. Gert er ráð fyrir að þeir móts- gestir sem lengst hyggjast dvelja á staðnum byrji að koma þegar líður á föstudaginn, en laugar- dagurinn 11. ágúst verður aðal- dagur ættarmótsins. Setning þess fer fram kl 13:30, en eftir það verður fjölbreytt dagskrá með margvíslegu sniði allt til nætur. Aðstaða til mótshalda sem þessa er hin ágætasta í Laugar- gerði og ýmsir áhugaverðir staðir frá náttúrunnar hendi á næstu grösum. Auglýsing um mótið mun nú á næstunni fara að berast niðjum Kristjáns hreppstjóra, en forgöngu um mótshaldið hefur dóttursonur hans, Kristján Helgi Guðmundsson á Minna-Núpi í Arnessýslu. Fréttatilkynning Engin afsökun lengur fyrir eiginmenn Rauðvín og rósir í Grundarfirði Nú geta eiginmenn ekki lengur skotið sér undan því að færa kon- um sínum blóm. ATVR áformar nú að opna útibú í blómabúð í Grundarfirði, á næstunni, sem heitir Verslunin María. Hefur ÁTV'K lagt fram beiðni um að fá inni í búðinni og samkvæmt heimildum Skessuhorns þá er búið að samþykkja þá beiðni, að- eins á eftir að handsala samning. Hefur ATVT sent sveitarstjórn Grundarfjarðar erindi og vil hún fá þeirra afstöðu í málinu. Byggðarráðsfundur mun fjalla um málið í vikunni og gefa álit. Ef að líkum lætur verða nú hæg heimatökin fyrir eiginmenn að blíðka konur sínar um leið og þeir verða sér úti um brjóstbirt- una. smh Afkoma sveitarsjóðs Eyrar- sveitar versnar Miklum framkvæmdum m.a. um að kenna Ársreikningur Eyrarsveitar var lagður fram og samþykktur á 10. sveitarstjórnarfundinum á dögun- um. Skatttekjur sveitarsjóðs hækk- uðu á milli ára um 3% og nárnu rúmum 230 milljónum króna eða 214 þúsund á íbúa. Fasteignaskatt- ur hækkaði um 18% umfram verð- lagsbreytingar en aðrir tekjuflokkar hækkuðu mun minna. Hefur af- koma sveitarsjóðs vegna reksturs málaflokkanna versnað. Námu út- gjöld vegna málaflokka 79,4% af skatttekjum en sambærileg hlutföll frá árunum 1997 til 1999 voru á bil- inu 72 til 75 prósent. Af málaflokk- um sveitarfélagsins tóku fræðslu- málin mest til sín eða tæpar 92 milljónir króna. Nettó kostnaður við fram- kvæmdir sveitarsjóðs voru 83,4 milljónir á síðasta ári eða 41% af skatttekjum og hækkaði um 10 milljónir milli ára. Framkvæmdar- kostnaður á vegum hafnarsjóðs nam 12,7 milljónum króna brúttó á árinu, en framlag ríkissjóðs á móti var 6,8 milljónir og komu því 5,9 milljónir í hlut hafnarsjóðs að greiða. Kom rekstur hafnarsjóðs nánast út á núlli að framkvæmdum loknum. Framkvæmdarkostnaður vatnsveitu var einnig nokkur á ár- inu eða um 4 milljónir króna og var halli rekstrarins um 700 þúsund krónur. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er orðin neikvæð um 52,4 milljónir króna og versnaði á árinu um 46 milljónir. Skuldir eigin fyrirtækja Eyrarsveitar við það nema 46 millj- ónum króna og hafa lækkað úr 50,8 milljónum frá síðasta ári. I bókun fundarins kemur fram að rekstur samstæðunnar sveitarsjóðs, hafnarsjóðs Grundarfjarðarhafnar, Vatnsveitu Grundarfjarðar, Félags- legra íbúða og Ibúða aldraða sé í jafnvægi enda þótt ráðstöfun fjár umfram tekjur hafi numið 72 millj- ónum króna en hafi verið 32 millj- ónir umfram tekjur árið á undan. Er í sömu bókun hermt að muninn megi rekja til meiri framkvæmda og fjárfestinga og sé hallinn nær allur fjármagnaður með nýjum lang- tímalánum. smh Neysluvatnslögn í Brákarey Nú standa yfir framkvæmdir við lagningu neysluvatnsæðar út í Brák- arey frá Bjamarbraut í Borgarnesi. Eru það kafaramir Árni Kópsson og Kjartan J. Hauksson sem era verk- takar að þessari framkvæmd fyrir Hitaveitu Borgamess. Fór fyrri lögn í sundur í vetur og mun hún hafa skorist í sundur af ís en hún lá ofan á bominum. Að sögn Kjartans mun nú verða grafið fyrir lögninni til að koma í veg fyrir að hún verði fyrir hnjaski. Verið var að undirbúa gröft þegar ljósmyndara bar að garði en á- ædað er að búið verði að grafa í lok þessarar viku. Ætlunin er nota prammann sem hér sést á myndinni til að sigla gröfunni. smh MALA BÆINN RAllÐAN, EBA í HVAÐA LIT SEM 1>Ú VlLl Alhliöa málninqaverktaki BRYNjÓLFUR Ó. EINARSSON málari CSM: 894 7134 Heimasími: 435 1447 Lundi II - Lundarreykjadal -311 Borgarnesi SENDIBÍLL **- * með lyftu Tek að mér alla alhliða flutninga. Þorsteinn Arilíusson, Borgarnesi Símar: 861 0330 og 437 1925 '/rwrófofíz ^Peáhcr/ccnclá Útfararstjóri: Þorbergur Þórðarson Heiðargerði 3, Akranesi Símar: 431 1835 / 855 0553 og 696 8535 Símboði: 845 9312 Fax: 431 1110 JÁRNSMÍÐAR ska'rði9VarSS°n’ ÖRMERKINGAR Lundarreykjadal se“Srfl'hSÚg Sími/Fax 435-1391 - ,.u Netfang: skard@aknet.is Ormerki hross. '■> Vesturgötu 14 • Akranesi Símí; 430 3S60 • Fánimi: 893 6975 Bréfsími: 430 3666 BÚVÉLA VWGERÐIR GÓÐ TÆKITRYGGJA Ingvar Helgason hf. Toyota Hekla B&L Suzuki Ræsir Jöfur Ðráttariiíii á staömítit L 437-2020/ 3rákarbraut 20 - Borgamesi * Einangrunargler Öryggisgler * Speglar Fljót og góð þjónusta Sendum á staðinn GLER s ÖLLIN Ægisbraut 30 • Akranesi • Sími 431 2028 • Fax 431 3828 & Búsáhöld * Gjafavara Leikföng Verslið við heimamenn. VÖRUFLUTNINGARi kVESTURLANDS bf Sólbakka 7-9 S: 437 2030 - Fax: 437 2243 Afgreiðsla í Reykjavík: Vöruflutningamiðstöðin. HAUKS Sími 437 1125

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.