Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 12.07.2001, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 12.07.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. JULI 2001 ^aiasimuk.. Ur Tælandi í Búðardal taka þátt í því. Ég vissi af þessu gisti- heimili, sem þá hafði verið lokað og staðið autt í þónokkurn tíma, og fékk það leigt yfir helgina til að fjöl- skyldan hefði einhvern samastað. Þá fékk ég þá hugmynd að opna hér veitingastað, fá vínveitingaleyfi og opna bar. Ég ætlaði að vera í ár og sótti um ársleyfi en er hér enn sex árum síðar. Svo fer ég örugglega aft- ur til Tælands úr Dölunum. Er það ekki alltaf svoleiðis? Það er samt ekkert fyrirhugað, en kemur ekki alltaf að þeim tímapunkti að maður vill gera eitthvað annað? Ég verð hér kannski í eitt til tvö ár í viðbót en það getur orðið styttra og það getur orðið lengra. Maður veit aldrei.“ SÓK Vilhjdlmur Astráðsson rekur Pöbhinn Vilhjálmur Astráðsson hefur rek- ið Gistiheimilið Bjarg við Dalbraut í Búðardal í sex ár með góðum ár- angri. Skessuhorn leit inn á „Pöbb- inn“ þar sem Vilhjálmur býður upp á veitingar auk gistingarinnar. I júnímánuði bætti hann svo inter- netcafé við og segir hann erlenda ferðamenn nýta sér það mikið. Lítið af ferðamönniun í ár „Hér koma margir útlendingar en þeir stoppa stutt og halda áfram vestur úr. Það hefur verið sérlega rólegt hér í ár myndi ég segja. Ég hugsa að ferðamaðurinn haldi sig mestmegnis fyrir austan og á Suð- urlandi þetta árið.“ Eins og áður segir hefur Vilhjálmur rekið gisti- heimilið í sex ár nú í ágúst og segir hann sumrin yfirleitt hafa verið mjög góðan tíma. ,Júní hefúr yfir- leitt verið með betri mánuðum en í ár hefúr ferðamönnum hér fækkað um 50% miðað við sama tíma í fyrra. Ég verð líka var við mikla minnkun það sem af er júlí. En þetta virðist vera sama sagan um allt land. Menn höfðu búist við minnkun en ekki svona mikilli.“ Vilhjálmur er með sjö herbergi og gistiaðstöðu fyrir 14 manns. „Það hefur aukist áberandi mikið að fólk óski eftir svefnpokaplássi. Fyrst þegar ég byrjaði var ég bara með eitt herbergi sem ég notaði undir svefnpokapláss, svo urðu þau tvö og eru núna þrjú. Liðið virðist ferðast meira núna upp á ódýra gistingu heldur en það gerði.“ Presleykvöld á Pöbbnum Vilhjálmur segist þó aðspurður aldrei hafa verið í vandræðum með að reka gistiheimili og skemmtistað í svo litlu plássi sem Búðardalur er, en þar búa um 300 manns. „Ég er búinn að gera það í ein sex ár svo það segir sig sjálft. Eg er með trúbadora, hljómsveitir, diskó- tek og nú síðast bauð ég gestum upp á Elvis Presley kvöld. Fólk er yfirleitt ólatt við að mæta. En þetta er eins og gengur, upp og ofan. Stundum er fullt út úr dyrum.“ V'úhjálnmr sagði að það hejði reynst tímafi'ekt að fií að setja upp skilti. Þess vegua ákvað hami að láta merkja þennan forláta bíl sem blasir við öllum sem koma í Búðardal. Betri en nokkurt skilti! Ætlaði að vera í ár Því fer fjarri að Vilhjálmur hafi búið í Dölunum alla tíð og það var í raun tilviljun sem réði því að hann settist þar að. „Móðir mín var úr Laxdalnum og hér var ég alltaf sem krakki og unglingur í sveit og svona. Ég bjó í Tælandi í sex ár áður en ég fluttist hingað og starfaði þar fyrir ýmsar ferðaskrifstofur. Fyrsta ættar- mót minnar fjölskyldu var haldið hér í Dölunum og ég kom heim til að ^Písnahornið______________________________ Svo mikill og almennur sem ættfræðiáhugi Islendinga er fer vart hjá því að ort sé um ætt- fræði eins og annað og að sjálfsögðu bæði til lofs og lasts. Ungur maður sem leit afa sinn augum í fyrsta sinn hvíslaði að föður sínum þegar sá aldraði heyrði ekki til: I huga mér laust þeirri hugmynd niður sem hefja nnm líklega frægð okkar lands að þú sért hinn tapaði tengiliður sem talinn er milli apa og manns. Hér er að vísu vikið að sneggri framþróun en Darwin gerir ráð fyrir enda hafa Islendingar jafnan verið röskir í betra lagi. Margt liggur vissulega í ættum og fyrir allmörgum árum þeg- ar ungur maður utan af landi sótti um starf hjá opinberri stofnun skrifaði forstjóri hennar kunningja sínum í nágrenni piltsins og spurðist fyrir um væntanlegan starfskraft. Kunninginn gaf piltinum sín bestu meðmæli enda stæðu að honum tvær þekktustu ættir héraðsins. For- stjórinn skrifaði aftur og lét þess getið að mein- ingin hefði nú verið að nota piltinn til skrif- stofústarfa en ekki til undaneldis. Því miður veit ég ekki hver orti þessa skemmtilega kvikindis- legu vísu en ekki hefur hann verið í vafa um uppruna yrkisefnisins. Víst hefur drottinn gert vel gripinn, gleytndist ekki nokkttr lína. Dalamamm sauðarsvipinn sveið hann inn í ásýnd þína. Til að mýkja Dalamenn aðeins er rétt að birta einnig vísu Magnúsar á Vöglum sem stundum hefur ranglega verið eignuð Dala Jóa: Vors er talar tunga á ný takast skal að sanna að lifnarfalinn eldur í ceðum Ðalamanna. Löngum hefur verið viðloðandi rígur á milli héraða víða á landinu og ekki síst milli Hún- vetninga og Skagfirðinga. Fyrir margt löngu ljóðaði Húnvemingur á Skagfirðing: Þú munt hljóta harðan dóm, heimskur jafiian þykja. Er á þínum skáldaskóm Skagafjarðarmykja. Skagfirðingurinn svaraði: Eflaust myndi ásjóna ykkarfegri þykja ef heimskusvipinn Húnvetnska hyldi kúamykja. Eyfirðingar og Þingeyingar hafa sömuleiðis gjarnan strítt hverjir öðrum góðlátlega og Bald- ur Eiríksson frá Dvergsstöðum orti um kunn- ingja sinn af þingeyskum ættum: Oft með pyngjufer hann flott fljóðin syngur kringum er með hringað uppbrett skott, aiffrá Þingeyingum. Þingeyingurinn svaraði: Þingeysk snilli ogþelið gott þatf ei tyllibóta né láta illa lagað skott lafa millifóta. Óneitanlega kalla þessar vísur fram í hugann aðra sem er að ég best veit algjörlega þeim ó- tengd og sem höfund finnst mér ég hafa heyrt nefndan Jóhann Garðar Jóhannsson frá Öxney og væri útaf fyrir sig gaman ef einhver gæti annað hvort leiðrétt það eða staðfest: Garmurinn að mér gerir spott, gjarn er stöku að senda. Hann er eins og hundlaust skott hringað í báða enda. Utlitslegur breytileiki mannskepnunnar er vissulega töluverður þó skaparinn hafi nú mót- að okkur öll í sinni mynd en hann var nú líka að flýta sér: Margt hefrr drottinn tnisjafrt skapt mjög til verka hraður. Þarna sérðu Þorstein kjaft. - Það er Ijótur maður! A líkum nótum yrkir Stefán Stefánsson frá Móskógum: Ymsu að trúa æði er valt eins þó standi í guðspjöllonum. Skaparinn sjálfrr ekki er allt ef að Páll er líkur honum. Þessi tilhneiging manna að bera saman lík- amlegt og vitsmunalegt atgervi bæði einstak- linga, ætta og íbúa heilla héraða hefúr orðið til- efni margskyns kveðskapar. Jóhannes Benja- mínsson spurði séra Helga Tryggvason á Þing- eyingamóti á' Akureyri: Gaman værifræðslu aðfá og njóta, finnst mér rétt að svari guðfræðingar, hvorir munifleiri boðorð brjóta Borgfirðingar eða Þingeyingar. Séra Helgi svaraði: Þetta mjög að líku vil ég leggja og leiði hjá mér rannsókn innst í hjana. Tíu boðorð brjóta hvorir tveggja, - Borgfirðmgar þó ífleiri parta. Höskuldur Einarsson sem við Borgfirðingar og raunar flestir landsmenn kenna gjarnast við Vatnshorn í Skorradal var Þingeyingur í báðar ættir og orti svo um sýslunga sína: A Þingeyinga þegar égyrði þá er ég alveg bit. Þeim erflestum þyngslabyrði þeiira eigið vit. Séra Helgi Sveinsson lýsti Þingeyingum svo: Hvemig þekkist Þingeyingur? Þöif er ei á neinum leitum. Hann veit allt sem enginn veit um upp á sína tmfingur. Svo endum við þessa umfjöllun um Þingey- inga, ættfræði og héraðaríg á vísu Egils Jónas- sonar: Sést á mónnum ærið oft ætternið í verki. Það er í mér þiýstiloft - Þingeyskt vórumerki. Með þókkfyrir lesturinn Dagbjartur Daghjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 ^Beygflrðshornið Kröfur sem konur gera til karlmanna Upprunalegi listinn (22 ára) 1. Flottur 2. Sjarmerandi 3. Efhaður 4. Nennir að hlusta 5. Fyndinn 6. Vel vaxinn 7. Vel klæddur 8. Aldrei ruddalegur 9. Kemur alltaf á óvart 10. Hugmyndaríkur, róman- tískur elskhugi Endurskoðaður listi (32 ára) 1. Lítur þokkalega út (helst með hár á hausnum) 2. Opnar bílhurðir og réttir stóla 3. Hefur efni á að bjóða reglu- lega út að borða 4. Hlustar meira en hann talar 5. Hlær að bröndurum 6. Getur auðveldlega borið fulla innkaupapoka 7. A a.m.k. eitt bindi 8. Kann að meta góðan heima- tilbúinn mat 9. Man eftir aftnælisdögum og brúðkaupsdegi 10. Er rómantískur a.m.k. einu sinni í viku Endur-endurskoðaður listi (42 ára) 1. Ekki mjög ljótur (má vera sköllóttur) 2. Keyrir ekki í burtu áður en maður nær að setjast inn í bílinn 3. Er ekki alveg hættur að bjóða manni út að borða 4. Kinkar kolli þegar maður tal- ar 5. iVIan oftast endann á brönd- urum sem hann byrjar að segja 6. Er nógu hraustur til að geta fært húsgögn 7. Notar skyrtu sem hylur mag- ann nokkum veginn alveg 8. Veit að maður kaupir ekki kampavín með skrúfuðum töppum 9. Vlan eftir að setja niður kló- settsetuna 10. Rakar sig flestar helgar Endur-endur-endurskoðaður listi (52 ára) 1. Klippir reglulega hár úr nefi sínu og eyrum 2. Klórar sér ekki neðanbeltis á almannafæri 3. Biður ekld oft um pening 4. Sofnar ekki meðan maður talar 5. Segir ekki sama brandarann mjög oft 6. Er nógu hraustur til að geta staðið upp úr sófanum eftir helgar 7. Ef oftast í samstæðum sokk- um og hreinum nærfötum 8. Kann að meta tilbúinn ör- bylgjumat 9. Man hvað maður heitir 10. Rakar sig sumar helgar Endur-endur-endur-endur- skoðaður listi (62 ára) 1. Hræðir ekki lítil börn 2. Man hvar klósettið er 3. Þarf ekki mikla peninga 4. Hrýtur ekki mjög hátt 5. Man hvers vegna hann hlær 6. Er nógu hraustur til að geta gengið hjálparlaust 7. Er yfirleitt í fötum 8. Kann að meta mjúkan mat 9. Man hvar hann skildi tenn- urnar eftir 10. Man að það er komin helgi Endanlegur listi (72 ára) 1. Andar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.