Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 12.07.2001, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 12.07.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 12. JULI 2001 jntsainui. Höfitiuðu húsnæði fyrir slökkviliðið ........ - " „T- _______3__________wœ_________ lillafl Mikið hefur verið rætt og skrifað undanfarið um þann húsnæðis- vanda sem Slökkvilið Akraness stendur frammi fyrir, en núverandi húsnæði á Laugarbraut er ekki nægilega stórt. A dögunum var bæjarráði boðið húsnæði til kaups en á síðasta fundi var samþykkt að bæjarráð væri ekki reiðubúið að semja um kaup á húsnæðinu á grundvelli hugmynda eigenda en þó var samþykkt að ræða málið frekar á næsta fundi. Að sögn Jóns Pálma Pálssonar, bæjarritara, er um að ræða húsnæði við Dalbraut 2 sem hýsir nú meðal annars bifreiðaverkstæði og körfu- bílaþjónustu. „Bæjarráð kannaði hagkvæmni þess að setja slökkvilið- ið þarna inn og það kom til greina af hálfu eigenda að selja eignirnar.“ Jón Pálmi segir að aðstæður hafi verið skoðaðar í umræddu húsnæði og athugað hvort dæmið gengi upp með tilliti til stærðar og kostnaðar. „Miðað við það verðmat sem lá fyr- ir og þær breytingar sem þurfti að gera var niðurstaða bæjarráðs sú að halda ekld áfram með málið. Hús- inu er skipt í þrjár einingar og nauðsynlegar breytingar voru það miklar að skynsamlegra þótti að ráðast í byggingu nýs húsnæðis.“ Jón Pálmi segir að ekki sé víst hvar sú nýbygging yrði reist ef til kæmi en að ólíklegt væri að hún yrði staðsett á Laugarbraut þar sem slökkvistöðin er nú. „Menn hafa verið að horfa á þann möguleika að byggja á Þjóðbraut þar sem Rauði krossinn hefur aðsetur sitt. Eg geri ráð fyrir að húsnæðið á Laugar- braut yrði rifið eða nýtt undir aðra starfsemi þegar þar að kemur.“ Jón Pálmi tekur fram að engar ákvarð- anir liggi fyrir enn sem komið er þótt nauðsynlegt sé að fara að huga að málinu. „Það er vont að hafa svona viðkvæm tæki utanhúss og seint í haust fáum við nýjan slökkvibíl sem nauðsynlegt er að hafa pláss fyrir. Hann kemst að vísu inn í húsið en það þýðir að eitthvað annað þarf að fara þaðan út. Pláss- þörfin er fyrir hendi og það er að- kallandi að fara að gera eitthvað í þessum málum.“ Ráðning leikskólastýra á Krilakot Ný leikskólastýra hefur verið ráðinn við Krílakot í Olafsvík og heitir heitir hún Gunnlaug E. Friðriksdóttir. Var ráðningin handsöluð í júní en Gunnlaug mun hefja störf í ágústmánuði. Hefur Gunnlaug verið búsett á Hvamms- tanga síðustu þrjú ár þar sem hún hefur verið aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Asgarði. Mun hún flytjast fljótlega til Olafsvíkur á- samt eiginmanni sínum, Daníel Freyjónssyni, en hann mun kenna þar við grunnskólann. Gunnlaug, sem útskrifaðist úr Fóstruskólan- um í Reykjavík árið 1994, lýsti yfir tilhlökkun sinni með starfið á Krílakoti í stuttu samtali við Skessuhorn: „Eg hef verið að kynna mér starfsemina á Hell- issandi og í Olafsvík, líst vel á það sem ég hef séð og hlakka til að hefja störf.“ stnh Myndlist á matstofu Tiltekt er heiti myndlistarsýn- ingarinnar sem Gunnars Gunnars- son opnaði á fimmtudaginn sl. í Matstofunni í Borgarnesi. Gunnar er menntaður sálfræðingur en hóf að stunda mvndlist er hann dvaldi í Portúgal árið 1994. Síðan hefur hann haldið tvær samsýningar (1994-1996 í Portúgal og 1997 í Nýlistasafninu), afmælissýningu í Kópavogi (1999) og tvær einkasýn- ingar. I júnímánuði, fyrr á þessu ári, opnaði hann einkasýningu í Listacafé í Laugardal og er helm- ingur þeirrar sýningar kominn í Borgarnes á Matstofuna. Gunnar er fæddur árið 1949 og á ættir að rekja í Borgarnes. Varð amma hans, Guðrún Bergþórsdóttir, elsti Borg- nesingurinn í nokkur ár og náði 102 ára aldri. Sýningin mun standa til 19. júlí. svih Frá Leifshátíð ífyrra Leifshátíð að Eiríksstöðum um helgina Tilgátubærinn að Eiríksstöðum í Haukadal var formlega öpnaður á Leifshátíð í ágúst í fyrra. Hátíðin heppnaðist með ágætum og ákveð- ið hefur verið að viðhalda henni sem sérstakri menningarhátíð á Ei- ríksstöðum. Nú er komið að hátíðinni í ár en hún verður haldin um helgina. Þar verður horfið aftur til tíma víkinga og'valkyrja en dagskrá hefst klukk- an 13 á laugardag og lýkur á sunnu- dag klukkan 17. Um er að ræða fjölskylduhátíð með léttu yfir- bragði, fræðslu og ýmiss konar af- þreyingu. Um 30 íslenskir og sænskir víkingar verða með vík- ingabúðir þar sem unnið verður handverk í líkingu við það sem talið er að unnið hafi verið á víkingatím- anum. Auk þess munu víkingar sýna og segja frá víkinga- og í- þróttaleikjum, sýna fangabrögð, ríða til orrustu, sýna vopnfimi, myntslátt og spjaldvefnað og elda að víkingasið. Sagnagöngur verða um söguslóðir í Haukadal með staðkunnugum leiðsögumönnum og ratleikur verður fyrir alla fjöl- skylduna. Eiríksstaðir verða opnir fyrir almenning og þar verður Þjóðhildur að vefa á vefstað sínum. Hún mun fræða gesti urn bæinn og fornleifauppgröftinn. Auk alls þessa verður frítt að veiða í Haukadals- vatni þessa daga. SOK Gaman á Vallarseli Tvær ungar snótir syngja lag með táknum við undirleik Gísla S. Einarssonar. Þeir sern ekki höflu ábttga á söngnum róluðu se'r í takt við tónlistina. Það var aldeilis glatt á hjalla á leikskólanum Vallarseli á Akranesi fyrir skömmu þegar foreldra- ráðið stóð þar fyrir allsherjar „húlluinhæi“. Börn- in og foreldrar þeirra mættu á staðinn. Hoppukastalar voru á lóð leikskólans og í boði voru grillaðar pylsur eins og hver gat í sig látið. Hápunktur dagskrárinnar var svo þegar Gísli S. Einarsson mætti með harmonikku og spilaði Hókí-pókí, Höfuð, herðar, hné og tær, Sértu glað- ur skaltu klappa höndunum og fleiri góð lög. SÓK Til hægri: Gísli S. Einarsson spilaði og söng, spilaði og söttg.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.