Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 13.09.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 13.09.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 ^&tasunuk. Kaffi- og menningar- húsið á Akranesi ✓ Aætlun um fjármögnun lögð Éram á næstunni Eins og fram hefur komið í Skessuhorni kom sú hugmynd upp í sumar að stofha kaffi- og menningarhús fyrir ungt fólk á Akranesi sem yrði þá staðsett í húsinu þar sem Vátryggingafé- lag Islands var áður til húsa. Starfshópur um verkefnið hefur skilað af sér skýrslu og nú hefúr bæjarráð Akraness falið bæjarrit- ara að leggja fram áætlun um fjármögnun í samráði við Rauða kross deildir á Vesturlandi sem líkur eru á að styrki verkefnið. Húsið er hugsað fyrir aldurs- hópinn 17-20 ára. SÓK Málþing um atvinnumál Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt að veita einni milljón króna til framkvæmdar mál- þings um atvinnustefnu og at- vinnumál og útgáfu auglýsinga- og kynningarblaðs að beiðni markaðsfulltrúa. Fjármögnun var vísað til endurskoðunar fjár- hagsáætlunar en málþingið hef- ur ekki verið tímasett. SOK Akranesveita Breytingar á eignarhaldi A síðasta stjórnarfundi Hita- veitu Akraness og Borgarfjarðar (HAB) gerði Gísli Gíslason, bæjarstjóri Akraness, grein fyrir fyrirhugaðri breytingu á eigna- haldi Akranesveitu og HAB, þar sem gert er ráð fyrir sameiningu Orkuveitu Reykjavíkur, Akra- nesveitu, Andakílsárvirkjtmar og 53,7% eignarhlut Akraneskaup- staðar í HAB verði þann 1. des- ember næstkomandi. Með þess- um breytingum er gert ráð fyrir að gerð verði tillaga um að framkvæmdastjórn fyrirtækisins verði færð til hins nýja fyrirtæk-; is. Viðræður eru í gangi milli Borgarbyggðar og OR. SÓK Forstöðu- maður Bíó- hallar hættir Starfstími Astþórs Jóhanns- sonar, forstöðumanns Bíóhallar- innar á Akranesi rennur út í lok þessa mánaðar en ekki hefur verið ráðinn maður í hans stað. Menningarmála- og safnanefnd Akraness hefur ákveðið að leysa málið til bráðabirgða um þriggja mánaða skeið. Samkvæmt upp- lýsingum frá nefndinni verður kvikmyndasýningum haldið á- fram í Bíóhöllinni og þar verða aðrir viðburðir sem tilefni gefst til að halda án þess að fastráða forstöðumann. Astþór hefur gegnt starfinu í rúmlega eitt ár en hann býr í Reykjavík og gegnir öðru starfi þar. SOK Kveikt í húsnæði Skóflunnar Slökkvilið Akraness var kallað út síðastliðinn sunnudag að hús- næði Skóflunnar við Faxabraut. Kveikt hafði verið í litlum skúr að utanverðu. Vel gekk að slökkva eldinn sem var lítill auk þess sem var úrhellisrigning. Inni í skúrn- um var ekki margt verðmætt en að sögn slökkviliðs hefði málið getað orðið slæmt þar sem eldurinn hefði getað borist í aðalhúsnæði Skóflunnar og ollið miklu tjóni. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. SÓK Nýja brunabótamatið hefiir lítil áhrif Að undanförnu heíúr mikið ritað og rætt um þær breytingar sem verða á brunabótamati fasteigna þann 15. september og ekki síst þá reglugerð félagsmálaráðuneytisins að nú geti veðhlutfall fasteigna numið allt að 85% af brunabóta- mati fasteignarinnar. Afram verður miðað við 65% eða 70% af kaup- verðinu. Daníel Rúnar Elíasson fasteignasali telur að töluverðs mis- skilnings hafi gætt hjá fólki í sam- bandi við þessa nýju reglugerð. „Margir telja að nú geti þeir fengið allt að 85% afverði húseignarinnar lánað frá Ibúðalánasjóði en það er ekki rétt. Það sem hefur kannski ekki komið nógu skýrt fram er að það verður miða við lægri töluna. Sem dæmi, ef íbúð kostar tíu millj- ónir og brunabótamatið er það sama, er lánað 65% eða 70% ,ef fólk er að kaupa í fyrsta sinn, af fasteignaverðinu. Það var því held- ur óvarlega farið þegar fasteignasal- ar í Reykjavík héldu því fram að út- sala á fasteignum væri á næstunni." Daníel sér ekki fram á að þessar nýju reglur komi til breyta miklu um fasteignaviðskipti á Akranesi þar sem að þeirrar skekkju sem oft gætir á höfuðborgarsvæðinu á milli brunabótamats og kaupverðs er ekki eins áberandi hér. Fasteigna- sala hefur verið nokkuð róleg að undanförnu en hefur þó verið að braggast upp á síðkastið. „Fólk hélt svolítið að sér höndum vegna verk- falla og þenslu í þjóðfélaginu en frá miðjum ágúst hefur salan verið mjög góð. Það skýrist kannski að hluta vegna þess að það færist sífellt í vöxt að brottfluttir Skagamenn flytji „heim“ en halda vinnu sinni í Reykjavík. Hinsvegar mætti fram- boðið vera meira, t.a.m. er núna að- eins ein þriggja herbergja blokkarí- búð á skrá hjá mér.“ HJH Sjúkrahús Akraness Ríkið leysi til sín eignar- hlut Akraneskaupstaðar Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt að leita eftir viðræðum við fjármála- og heilbrigðismálaráðu- neytin um að ríkið leysi til sín eignarhlut bæjarins í Sjúkrahúsi Akraness. I gegnum árin hefur Akraneskaupstaður greitt 15% í nýframkvæmdir og viðhald sjúkra- hússins samkvæmt lögum en nú hefur náðst samkomulag um það í höfuðborginni að ríkið leysi til sín hlut borgarinnar. Því þarf Reykja- víkurborg ekki að greiða þessi 15%. Gísli G í s 1 a s o n , bæjarstjóri, segir það eðlilegt að sama regla gildi um þessi mál á lands- byggðinni og því hafi verið óskað eftir viðræðum um málið. bæjarráðs verður ráðist í að verð- Ekki liggja fyrir upphæðir í málinu meta hlut bæjarins. en ef tekið verður jákvætt í erindi SOK Tveir krakkar úr Borgamesi í Noregsferð í síðustu viku fóru tveir krakkar úr Grunnskóla Borgarness, þau Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Olöf Erla Hauksdóttir nemend- ur í 10. bekk, fyrir hönd Islands til Noregs á vegum Norðurlandaráðs. Voru þau þar til laugardags við að gera kennslumyndband. Ferðin er hluti af samstarfsverk- efni Norðurlandanna sem Norður- landaráð stendur fyrir. Tveir ung- lingar frá hverju landi að meðtöldu Grænlandi eru valin í þetta verkefni sem byggist á samvinnu ungs fólks á Norðurlöndum þrátt fyrir ólíkt umhverfi þeirra og menningu. Krakkarnir eru því alls um 16 af mismunandi þjóðerni. I verkefninu munu þau gera kennslumyndband sem er um sam- starf og samvinnu á skipinu og eins myndir frá heimaslóðum þátttak- endanna. Myndbandið verður svo frumsýnt í tengslum við 50 ára af- mæli Norðurlandaráðs 8. apríl á næsta ári. Eftir það fer svo mynd- bandið í alla skóla á Norðurlönd- unum. „Auðvitað voru margir krakkar til að velja úr en þau þurftu að geta bjargað sér í tungumálunum og vera opin og tilbúin að gera ýmis- legt,“ sagði Kristján Gíslason skólastjóri Grunnskólans í Borgar- nesi. Krakkarnir munu gista í vík- ingaskipinu Gaiju í 2-3 nætur en hinar næturnar í víkingahúsum og gistiheimilum. „Það var nú bara tilviljun að Borgarnes var valið úr bæjum á ís- landi, en sjálfsagt hafa þeir sem skipulögðu þetta viljað fá krakka úr bæ sem er ekki alveg jafn stór og Reykjavík en samt ekki langt frá höfuðborginni.“ Seinna kemur svo hópurinn til íslands og þá verður tekið upp í Borgarnesi til að sýna krakkana í réttu umhverfi. Fólkið var nú farið að hlakka til en daginn áður en lagt var af stað hafði Guðmundur þetta að segja: ,Já, já auðvitað hlakka ég til en það verður bara að bíða og sjá til hvern- ig verður.“ B.Þ. (Það var Birgir Þórisson nemandi í Gnmnskóla Borgamess sem vann þessa frétt en hann er um tíma í starfsnámi hjá Skessuhomi) Slátrun hafin á Laxá Sauðfjárslátrun hófst þann 5. september s.l. hjá sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands við Laxá. Að sögn Brynjólfs Ottesen nýráðins sláturhús- stjóra fer slátrunin rólega af stað en reiknað er með að fara að keyra húsið á fullum afköst- um strax í næstu viku. Brynjólf- ur segir að slátrað verði um 22.000 - 25.000 dilkum í haust sem er með almesta móti. Þá verða um 7.000 - 10.000 dilkar fluttir á Selfoss. Brynjólfur seg- ir að vel hafi gengið að manna húsið eins og endranær en þar eru um 38 stöðugildi. Aðspurð- ur um vænleikann segir Brynjólfur útlit fyrir að hann verði í góðu meðallagi. GE Stjóm Höfða skorará eignaraðila Á síðasta fundi stjórnar dval- arheimilisins Höfða sem hald- inn var þann 3. september síð- astliðinn lagði Ásmundur O- lafsson, framkvæmdastjóri, fram rekstraryfirlit fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Stjórnin samþykkti í framhaldi af því að fela Ásmundi að skrifa eignar- aðilum bréf, þar sem gerð yrði grein fyrir stöðu mála hvað daggjöld á dvalardeild heimil- isins varðar. Staðan er nokkuð slæm þar sem heimilið telur sig ekki geta starfrækt deildina með núverandi tekjum og verði engar breytingar á tekjuþættin- um verður stjórninni nauðugur sá kostur að sækja um aukn- ingu á sjúkradeild heimilisins. Stjórnin skoraði á eignaraðila dvalarheimilisins að leggja mál- inu lið. SÓK Viðræðunefiid um málefiii fatl- aðra lögð niður Bæjarráð Akraness sam- þykkti á síðasta fundi sínum að leggja niður viðræðunefnd um málefni fatlaðra, en hún hafði verið starfandi í um það bil eitt ár. Ástæðan er sú að félags- málaráðuneytið treysti sér ekki til áframhaldandi viðræðna þar sem það hætti nýverið við að leggja fram ffumvarp um flutn- ing á málefnum fatlaðra til sveitarfélaganna. Ráðuneytið vill meina að sum sveitarfélög hafi ekki áhuga á málinu en Samband íslenskra sveitarfé- laga mótmælir því og segir að eHd hafi fundist lausn á fjár- mögnun. „Það er því ljóst að flutningur málefha fatlaðra til sveitarfélaganna er almennt ekki á dagskrá á næstunni,“ segir Gísli Gíslason bæjar- stjóri. „I því ljósi hefúr félags- málaráðuneytið sagt okkur að það treysti sér ekki til að gera nýja samninga um yfirtöku á málaflokknum.“ Auk Gísla sátu í nefndinni Sólveig Reynis- dóttir, Inga Sigurðardóttir, Á- gústa Andrésdóttir og Sæ- mundur Víglundsson. SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.