Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 13.09.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 13.09.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 ðncssuhu^ WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 Skrifstofur blaðsins eru OPNAR KL. 9- 16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tiðindamenn ebf 431 5040 Ritstjóri og ábm: Gísli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamenn: Sigrón Kristjánsd., Akranesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Sigurður Mór, Snæfellsn. 865 9589 smh@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Prófarkalestur: Sigrún Kristjánsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir augl@skessuhorn.is Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Af konum og kindum Þessa dagana hef ég aðeins tvennt til að gleðjast yfir og reyni því að njóta þess til fullnustu. Fyrr skal telja glæsilegan árangur íslenska kvennalandsliðisns í knattspyrnu þegar þær sigruðu ítalskar meyjar á Laugardalsvellinum um síðustu helgi. Seint bjóst ég að vísu við því, að ég sem knatt- spyrnuáhugamaður, þyrfti að leggja allt mitt traust á konur á þess- um vettvangi en íyrst allt annað er um þrotið þá var ekki í önnur hús að venda. Skemmst er að minnast þess að verðandi Islandsmeistarar Skagamanna voru niðurlægðir af nýbúum í Grindavík um helgina, stórlið Halifaxhrepps hefúr ekki séð til sólar það sem af er þessu keppnistímabili þrátt fyrir að Njáll frá Rauðsmýri (Neil Redfearn), fjallkóngur í Kaldadalsskíri hafi tekið við stjórn liðsins. Þá var ís- lenska karlalandsliðið í knattspyrnu haft að háði og spotti af Irum. Verri niðurlægingu er vart hægt að hugsa sér og má sjálfsagt líkja því við að Skallagrímur á Borg hefði þurft að lúta í gras fyrir þrælum sínum á Granastöðum í denn. Að vísu var því borið við að landsliðs- mennirnir hefðu fengið sér svo hressilega í annan fótinn eftir sigur- inn á Tékkum að ekki hafi verið við miklu að búast. Það er engin afsökun. „Þá er öldur best að aftur um heimti hver sitt geð gumi,“ segir í Hávamálum. Ég minni á að sá danski Preben Elkjer drakk og reykti dag hvern og lét knattspyrnuiðkun sína ekki trufla sig neitt við það og því er hann og verður minn uppáhaldsíþróttamaður. Það er með öðrum orðum íslenska kvennalandsliðið sem eitt hef- ur sýnt einhverja karlmennsku inni á knattspyrnuvellinum að und- anförnu. Það var hinsvegar eftir öðru að það þyrfti að spilla gleðinni yfir góðum árangri með fjaðrafoki út af frumlegri og skemmtilegri markaðssetningu. Eins og fyrr eru það konur sem eru konum verst- ar og lét framkvæmdastjóri jafnréttisstofu hafa eftir sér að auglýsing með mynd af hinum fjallmyndarlegu knattspyrnukonum á sundföt- um væri sorgleg. Talið hún jafnframt að slagorðið stelpuslagur gæfi kynferðislegan undirtón. Sjálfsagt hefði það ekki verið eins sorglegt og ffekar viðurkennt af jafhréttisstofu ef landsliðskonurnar hefðu setið fyrir á upphlut eða með svuntu og skuplu. Eg veit hinsvegar ekki hvort það hefði skilað sér í sama áhorfendafjölda. Hitt sem gleður mitt geð í dag eru yfirvofandi göngur og réttir. I þessum töluðu orðum er ég að róta í öllum skúmaskotum í leit að föðurlandinu og hnakktöskunni og í lok þessa pistils mun ég leggja af stað með glænýja fagurrauða lambúshettu upp á öræfi í leit að lausafé. Fátt er vænlegra til sáluhjálpar og andlegrar upplyftingar en smalamennskur með tilheyrandi slarki. Það er líka með það eins og annað að það er eðlilegt að njóta þess meðan það er. Ovíst er hversu lengi fé verður enn smalað af fjalli þar sém þeim fækkar óðum þeim sérvitringum sem leggja sér til munns ketið af þessum skepnum. A- hugi íslenksra neytenda virðist beinast að flestu öðru og vilja Isiend- ingar frekar leggja sér til munns flestar skepnur fiðraðar, kanínur og jafnvel hunda samkvæmt nýjustu fregnum. Hvað sem því líður þá er eins og ffam kemur hér að ofan alltaf hægt að finna eitthvað sem veitir manni einhverja gleði í lífinu. I mínu tilfelli eru það konur og sauðkindur í dag. Gísli Einarsson, smali. Frá opnun akranes.is. Rag)iheiður Þórðardóttir, Rake/ Öskarsdóttir og GuSmundur Páll Jónsson Akraneskaupstaður opnar nýja vefsíðu Ný vefsíða Akraneskaupstaðar var formlega tekin í notkun fimmmdaginn 6. september síðast- liðinn. Það var formaður bæjarráðs, Guðmundur Páll Jónsson, sem opnaði vefinn. Undirbúningur að nýjum vef hófst í vor þegar Akraneskaupstaður gerði samning við íslenska upplýsingatækni um kaup á vefumsjónarkerfinu Nepal. Þær Rakel Oskarsdóttir og Ragn- heiður Þórðardóttir hafa síðan haft veg og vanda af því að setja inn upplýsingar á síðuna, en eftir því sem næst verður komist þá veitir ekkert bæjarfélag á landinu jafn- miklar upplýsingar og þjónustu á heimasíðu sinni og Akranes. Slóðin á nýja vefinn er sú sama og á hinn eldri, www.akranes.is. HJH Grundfirðingar húðflúraðir I síðustu viku var húð- flúrari úr Reykjavík á ferð í Grundarfirði. Vincent Pálsson heitir maðurinn og dvaldi hann í tvo daga við það að skreyta líkama heimamanna og var full- bókað hjá honum allan tímann. Vincent segir að líklega hafi um 20 manns látið húðflúra sig í Grund- arfirði enda hafði hann lát- ið til leiðast og komið Þeir Hreinn Snœvar Jónsson og Friðfinnur Níelsson eru ánægóir með húðflúrin sín. Upplýsinga- og starfsmanna- stefiia Akraneskaupstaðar Á síðasta fundi bæjarráðs Akra- ness var samþykkt tillaga að upp- lýsingastefnu Akraneskaupstaðar. Að sögn bæjarstjóra er upplýsinga- stefinan stefinumörkun bæjarstjórn- ar og viljayfirlýsing varðandi upp- lýsingamál. „Það er vilji manna að aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum hjá bænum verði sem best og að starfsmenn bæjarins Vetrarstarf er nú hafið við Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri. Nemendur eru á annað hundrað, bæði í starfsnámi og á þremur námsbrautum í háskólanámi, Bú- fræði-, Landnýtingar- og Um- hverfisskipulagsbraut. Nokkrir nýir starfsmenn hefja nú störf við skól- ann. Auður Sveinsdóttir og Susanne Greef hafa verið ráðnar lektorar beiti sér einnig í því að koma upp- lýsingum til almennings og innan bæjarkerfisins.“ Á fundinum var einnig til um- fjöllunar starfsmannastefna bæjar- ins og ákvað bæjarráð að óska eftir umsögn starfskjaranefndar um til- lögu að þeirri stefnu. Slík stefna hefur verið í gildi en verið er að endurskoða nokkur atriði. SÓK við Umhverfis- og skipulagsdeild og Björn Garðarsson hefur störf sem kennslustjóri þann 1. október n.k. Eyjólfúr Kr. Örnólfsson hefur verið ráðinn sem kennari við Bú- fjárdeild og Vífill Karlsson lektor við Bútækni- og rekstrarfræðideild. Guðrún Jónsdóttir hefúr verið ráð- in sem Upplýsinga- og kynningar- fulltrúi skólans. GE þangað þegar hann frétti að eftir- spurnin eftir húðflúrum væri mikil þar. Segir Vincent að ferðir hans út á land séu eins konar útgerð og ætl- unin sé að safna fjármagni til að koma sér upp vinnuaðstöðu í Reykjavík. smb Unnið að menningar- stefiiu fyrir Vesturland Menningarmála- og safna- nefnd Akraness ákvað á síðasta fundi sínurn að halda áfram að vinna að sérstakri menningar- stefnu fyrir Vesturland en þeirri vinnu hefur lítt þokað í sumar. Helga Gunnarsdóttir, menning- ar- og skólafulltrúi, segir ástæð- una fyrir því einfaldlega vera að sumarið sé óheppilegur tími til að ná saman fólki. „Málið er á fyrstu stigum og ljóst er að þess- ari stefnumótun mun ekki ljúka fyrr en á næsta ári. Hugmyndin er að draga upp framtíðarsýn í menningarmálum, finna út hvað sveitarfélög á ÁLsturlandi geti unnið saineiginlega og hver verður sérstaða hvers svæðis.“ Það var stjórn Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) sem átti frumkvæðið að stefnumótuninni og bauð hún hverju sveitarfélagi að senda fulltrúa til að vinna að sameigin- legri stefnumótun í menningar- rnálum fyrir Vesturland. „Hug- myndin var sú að kvrtna þessa stefnumörkun fyrir mennta- málaráðuneytinu með það í huga að fá stuðning ráðunejms- ins til að framkvæma stefnuna,“ segir Helga. SÓK Leiðrétting í umfjöllun um réttir í síðasta blaði var sagt að Svarthamars- rétt á Hvalfjarðarströnd hæfist kl. 10.00 mánudaginn 17. sept- ember. Hið rétta er að réttin hefst um kl. 13.00. Nýtt starfsfólk við Landbún- aðarháskólann á Hvanneyri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.