Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 13.09.2001, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 13.09.2001, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2001 11 >i ontssunu^ Það er spuming??? Tekurðu slátur? Sæunn Jónsdóttír - Nei. Þórarinn Jónsson -Já ég tek slátur. Haraldur Blöndal - Nei það hef ég aldrei gert á ævinni. En ég borða það. Guðjón Skarphéðinsson - Nei, það geri ég ekki. Erla Theodórsdóttir - Já, ég tek slátur. ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR Skallarnir enduðu í 6. sæti 2. deildar Síðasti leikur Skallagrímsmanna í 2. deildinni á þessu sumri fór fram í Garðinum á laugardaginn sl. Náðu Skallarnir að sigra í leiknum 2-3 og tryggja sér þannig sjötta sæti deildarinnar. Komust heima- menn yfir en undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Helgi Pétur Magnússon með skalla. Almar Björn Viðarsson og Einar Eyjólfsson komu síðan Sköllunum í 1:3 en í lokin minnk- uðu Víðismenn muninn 2:3. Að sögn Valdimars Kr. Sigurðs- sonar, spilandi þjálfara Skalla- gríms, er ekki farið að ræða hvort framhald verði á því að hann þjálfi liðið. Hann segist sjálfur opinn fyrir því að halda áfram með liðið en það skipti miklu máli hvernig leik- mannamálin þróist á næstu vikum og mánuðum. Raunar er útséð með að Hilmar Hákonarson mun ekki leika með Skallagrímsmönn- um á næsta ári því hann hefur á- kveðið að leggja skóna á hilluna. Hann kórónaði góða frammistöðu með Skallagrími á síðustu árum með því að vera útnefndur leik- maður nýliðins tímabils á lokahófi meistaraflokks félagsins sem hald- ið var á Búðarkletti á laugardags- kvöldið. Á lokahófinu var Helgi Pétur Magnússon útnefndur efni- legasti leikmaðurinn, Björn Sólmar fékk viðurkenningu fyrir ástundun og Valdimar fyrir að vera marka- hæsti leikmaðurinn. Valdimar segist nokkuð sáttur við tímabilið enda hafi stefnan fyrst og fremst verið sú að halda sér uppi í deildinni. Hann segir að hann hafi verið með ungt lið og misst mikið af mönnum í meiðsli og veikindi og þegar upp er staðið sé frammi- staðan ásættanleg. smh Brotlending í Grindavík Skagamenn sáu aldrei til sólar gegn frískum Grindvíkingum í 16. umferð Símadeildarinnar sl. laugardag. Ef úrslit annarra leikja í umferðinni hefðu orðið hagstæð og ÍA sigrað hefðu Skagamenn verið komnir með níu fingur á íslandsbikarinn. Það fór hinsvegar allt á versta veg. Tap á meðan keppinautarnir í ÍBV sigruðu í sínum leik auk þess sem hinn væni markamunur sem ÍA hafði á ÍBV fuðraði nánast upp. Leikmenn ÍA voru varla búnir að klæða í takkaskóna þegar að Grindvíkingar skoruðu fyrsta markið. Grétar Hjartarson slapp einn inn fyrir vörn ÍA og átti ekki í vandræðum með að skora framhjá Ólafi í markinu. Þetta var eftir aðeins tæpar tvær mínútur. Sex mínútum síðar áttu Grindvíkingar aðra sókn sína í leiknum og skilaði hún marki. Sinisa Kekic lék upp að endamörkum og renndi boltanum út á Grétar sem var aleinn og skoraði auðveldlega. Tvö mörk eftir átta mínútur sló Skagamenn út af laginu og náðu þeir sér aldrei á strik eftir það. Leikmenn ÍA komu sér þó nokkuð oft í hálffæri en ávallt vantaði herslumuninn. Grétar Rafn Steinsson átti skalla sem var bjargað á marklínu um miðjan hálfleikinn. Skömmu síðar mátti litlu muna að Ellert J. Björnsson minnkaði muninn þegar hann fylgdi eftir föstu skoti Kára Steins Reynissonar sem markvörður Grindvíkinga hélt ekki, en varnarmenn heimamanna voru á undan í boltann. Fjölmargir stuðningsmenn ÍA á leiknum vonuðust til að Ólafur Þórðarson myndi ná að blása lífi í leikmennina í leikhléi. Það virtist ekki hafa gengið upp því í seinni hálfleik var allt við það sama. Skagamenn voru andlausir og hugmyndasnauðir á meðan Grindvíkingar börðust fyrir öllum boltum. Varla er hægt að telja upp nokkurt færi Skagamanna í síðari hálfleik, varla skottilraun sem hægt er að minnast á. Heimamenn sáu hinsvegar um markaskorunina í seinni hálfleik líkt og í þeim fyrri. Grétar Hjartarson fullkomnaði þrennuna eftir 70 mínútna leik með skalla af stuttu færi. Þar með voru úrslitin endanlega ráðin. Spurningin var aðeins hversu stór sigur heimamanna yrði. Sem betur fer fyrir Skagamenn var Ólafur Þór markvörður með lífsmarki og bjargaði Skagamönnum frá stærri ósigri með nokkrum glæsilegum markvörslum. Skagamenn voru óþekkjanlegir frá leikjunum á undan. Eftir sex sigurleiki í röð, þar sem andstæðingunum tókst aðeins að koma boltanum tvisvar í netið, kom stærsta tap Skaga- manna í deildinni síðan 1998. Þrátt fyrir slæman leik í Grindavík eru Skagamenn ennþá í bílstjóra- sætinu. Klári þeir sína leiki er titilinn í höfn, en til þess þarf spilamennska að vera önnur en sú sem sást í Grindavík á laugardaginn. GE Uppskeruhátíð UMFG Uppskeruhátíð Ungmennafélags Grundarfjarðar var haldin fimmtu- daginn 6.september sl. Voru þar veittar viðurkenningar fyrir mæt- ingu, prúðmennsku á vellinum og árangur, en viðurkenningarnar voru gefnar af Láka ehf. Á eftir var boðið upp á pizzur og kók. Viðurkenningar í knattspyrnu voru eftirtaldar: Besta mæting 7.flokkur: Sigurður Helgi Ágústsson. Prúðasti leikmaðurin í 7. flokki: Al- exandra Friðriksdóttir. Besta mæting í 6. flokki: Ingi Björn Ingason. Allur 6. flokkurinn var valinn prúð- asti þar sem ekki var hægt að gera upp á milli leikmanna. Besta mæting í 5. flokki: Arnar Dóri Ásgeirsson. Prúðasti leikmaðurinn í 5.flokki: Daníel Viðar Sigurjónsson. í 4. flokki fengu Hlynur Siguðar- son .Þorkell Guðnason og Atli Freyr Friðriksson allir viðurkenn- ingu fyrir mætingu. Besta mæting í 3. flokki kvenna: Margrét Sif Sævarsdóttir. Prúðasti leikmaðurinn í 3. flokki kvenna: Berglind Ósk Kristmund- ardóttir. smh Á myndinni má sjá þá sem fengu viðurkenningar í fjálsum og sundi. F.v. Diljá Dagbjartsdóttir (mæting í sundi), Harpa Rut Ketilbjarnardóttir (besti árangur í sundi), Hermann Haraidsson (mæting frjálsar), Vilborg Hrefna Sæmundardóttir (mæting frjálsar), Eva Kristín Kristjánsdóttir (árangur frjálsar: þrír íslandsmeist- aratiltlar á árinu!) og Hörður Óli Sæmundarson (árangur frjálsar). Steinþórsmótið í frjáisum Hið árlega Steinþórsmót í frjálsum íþróttum fór fram f Grundarfirði á dögunum. Er keppt um Silfur- skjöldinn sem gefinn var af brott- fluttum Grundfirðingum f ágúst 1943. Er mótið innanfélagsmót og hafa margir stigið sín fyrstu spor í frjálsum (þróttum með þátttöku í því. Varð stigakeppnin hörkuspennandi en að lokum stóð Geirmundur Vil- hjálmsson uppi sem sigurvegari með 2176 stig. Hörður Óli Sæ- mundarson varð annar með 2128 stig og Heiðar Geirmundsson þriðji með 2037 stig. Geirmundur hefur unnið þennan skjöld síðustu ár, en sýndi núna hvað góð tækni hefur að segja, þar sem hann var ný- komin úr hnéuppskurði og gat því ekki beitt sér sem skyldi. Efst i kvennaflokki varð Kolbrún Grétars- dóttir enhúner þekkt fyrir keppni á hestum með góðum árangri. Þá voru ve/ttt verðlaun fyrirbest- an árangur á árinu í frjálsum íþrótt- um og hlaut Eva Kristín Kristjáns- dóttir þau að þessu sinni fyrir þrjá meistaratitla; tvo í kúluvarpi og einn í spjótkasti. Hörður Óli Sæ- mundarson fékk einnig verðlaun fyrir meistaratitil og verðlaunasæti á mótum. Viðurkenningu fyrir bestu mætingu hlutu þau Vilborg Hrefna Sæmundardóttir og Hákon Ingi Haraldsson. smh Staðan í Símadeildinni Félag LU J T Mörk Stig 1 ÍA 1610 2 4 24:14 32 2 ÍBV 1610 2 4 19:12 32 3 FH 16 8 5 3 21:14 29 4 Fylkir 16 7 4 5 26:18 25 5 Grindav. 16 8 0 8 25:27 24 6 Keflavfk 16 5 5 6 22:24 20 7 Valur 16 5 4 7 17:22 19 8 Fram 16 5 2 9 22:23 17 9 KR 16 4 4 8 12:19 16 10 Breiðabl.16 3 2 11 14:29 11 Lokastaðan 2. deild Félag LU J T Mörk Stig 1 Haukar 1814 3 1 61:15 45 2 Sindri 1812 2 4 29:9 38 3 Aftureld. 1811 4 3 41:20 37 4 Selfoss 18 8 4 6 35:25 28 5 Léttir 18 7 2 9 31:39 23 6 Skallagr. 18 7 2 9 31:44 23 7 Víðir 18 5 4 9 23:33 19 8 Leiknir R. 18 4 6 8 26:29 18 9 Nökkvi 18 3 4 11 21:40 13 10 KÍB 18 3 1 14 27:71 10 Keila: ÍA í efstu deild Keilufélag Akraness tryggði sér sæti í efstu deild með þvf að sigra um helgina þriggja liða umspil efstu liða 2.deildar. Fyrirkomulagið var þannig að þrjú efstu liðin í 2,- deild, ÍA, Keiluböðlar og ET, léku sín á milli um eitt laust sæti í efstu deild. Leikið varheima og að heim- an. Þar sem að keilusalur Akur- nesinga er ekki tilbúinn spiluðu Skagamenn heimaleiki sína í keilusalnum í Mjódd. Yfirburðir Skagamanna voru töluverðir og eftir fyrstu þrjá leiki þeirra var Ijóst að hvorugt hinna liðanna gat náð þeim. Lokastaðan varð þannig að ÍA hlaut 22 stig, ET 12 og Keilu- böðlar ráku lestina með 6 stig. Þar sem keilusalurinn við Vesturgötu er ekki enn tilbúinn mun Keilufélag Akraness fyrst um sinn leika heimaleiki sína í Mjóddinni. Lið Skagamanna skipa þeir Guð- mundur Sigurðsson, Bjarni Jó- hannsson, Halldór Sigurðsson, Arnar Halldórsson og Ólafur Ólafs- son. í

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.