Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.11.2001, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 01.11.2001, Blaðsíða 11
 FIMMTUDAGUR 1. NOVEMBER 2001 11 Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vesturlands Tillaga um stofiiun Ferðamálaráðuneytis Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vesturlands var haldinn í Reykholti miðvikudaginn 24. október sl. Var kosið í nýja fimm manna stjórn á fundinum og bomar upp breyting- artillögur á samþykktum félagsins ffá 1997. Lúta þær aðallega að fyrir- huguðum kjördæmabreytingum og nýjum fjáröflunarleiðum, m.a. vænt- anlegum föstum ríkisstyrkjum. Á fundinum var samþykkt að senda á- skomn til Sæmundar Sigmundsson- ar, sérleyfishafa á Vesturlandi, sam- gönguráðherra, og Sambands sveit- arfélaga á Vesturlandi áskorun um myndun heilsteyptrar ferðamála- stefnu fyrir Vesturland. I áskorun- inni er bent á mikilvægi þess að komið verði á umferðarmiðstöð í Borgamesi sem stuðlað geti að sam- ræmdum áætlunarferðum til að bæta almenningssamgöngur innan Vest- urlands og við aðra landshluta. Þá samþykkti aðalfundurirm eftir- farandi ályktun þeirra Skúla Alex- anderssonar, Helbssandi, Snæfells- bæ, Guðlaugs Bergmanns, Hellnum, Snæfellsbæ og Ola Jóns Olasonar, Reykholti, Borgarfjarðarsveit: Ályktun Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vesturlands haldinn 24. október 2001 í Reykholti beinir því til ríkis- V stjómar Islands að hún stofnsetji Ferðamálaráðuneyti í Stjómarráði Islands. Greinargerð: Þar sem ferðaþjónusta er nú önn- ur stærsta útflutningsgrein landsins og auk þess sú atvinnugrein sem reiknað er með að vaxi hvað mest á komandi ámm telja ferðaþjónustu- aðilar á Vesturlandi brýnt að at- ♦ vinnugreinin öðlist sem fyrst sér- stakt ráðuneyti til að styðja við vöxt og ffamgang hennar. Ályktunin sendist tdl: Ríkisstjómarinnar Samrit sendist tdl: Ferðamálaráðs Islands Ferðamálasamtaka Islands Samgönguráðherra smh Aflabrögð síðustu viku 20. - 28. október Akraneshöfii Haraldur Bö. 103.924 1 Botnv. Stapavík 19.510 5 Skelpl. Ebbi 3.861 3 Lína Felix 3.084 2 Lína Hrólfúr 7.209 5 Lína Leifi 786 3 Lína Maron 4.360 2 Lína Þura II 430 1 Lína Bresi 551 2 Net Keilir 1.430 2 Net Sigrún 1.337 3 Net Síldin 513 1 Net Sæþór 1.074 4 Net Víkingur 348.748 3 Nót Samtals 496.817 Stykkishólmshöfh Denni 1.274 3 Handf. Fjarki 2.127 3 Handf. Hólmarinn 234 1 Handf. Kári 1.592 1 Handf. Rán 1.509 3 Handf. Snót 1.606 2 Handf. Bjami Svein 41.637 5 Skelpl. Gísli G. II 29.098 5 Skelpl. Grettir 49.834 5 Skelpl. Kristinn Fr. 55.034 5 Skelpl. Þórsnes 51.724 5 Skelpl. Arnar 17.130 5Krabbag. Pegron 9.650 5Krabbag. Elín 1.086 1 Lína Elín 1.086 1 Lína Guðlaug 3.908 3 Lína Margrét 4.169 4 Lína María 2.481 1 Lína Ársæll 2.165 1 Net Röst 150 1 Net Samtals 277.494 Grundarfj arðarhöfii Helgi 44.417 1 Botnv. Hringur 80.232 1 Botnv. Sóley 36.420 1 Botnv. Bára 3.390 4 Handf. Þorleifur 1.320 2 Handf. Farsæll 45.427 5 Skelpl. Haukaberg 35.817 4 Skelpl. Garpur 18.490 5Krabbag. Birta 10.210 4 Lína Magnús í F. 6.485 3 Lína Már 4.165 2 Lína Milla 7.087 4 Lína Pétur Konn 1.737 1 Lína Grundfirð. 20.919 2 Lína Röst 451 2 Lína Samtals 316.567 Ólafsvíkurhöfh Benjamín G. 1.330 2 Dragnót Friðrik Berg. 6.803 3 Dragnót Gunnar Bjar. 7.781 3 Dragnót Hugborg 598 2 Dragnót Ingibjörg 2.328 2 Dragnót Leifur Halld. 5.166 2 Dragnót Ólafur Bjam. 8.403 4 Dragnót Steinunn 7.507 4 Dragnót Svanborg 6.870 3 Dragnót SveinbjömJ. 4.464 3 Dragnót Valur 854 1 Dragnót BjörgólfurP. 858 2 Handf. Glaður 1.137 2 Handf. Hólmar 2.144 2 Handf. Inga Ósk 1.635 2 Handf. Kló 1.093 2 Handf. Skjöldur 2.684 3 Handf. Vísir 1.341 2 Handf. Þöstur 204 1 Handf. Ásthildur 1.433 2 Handf. Fanney 3.205 3 Handf. Geisli 575 1 Handf. Geysir 1.087 1 Handf. Gísli 7.809 4 Handf. Glaður 21.061 4 Handf. Goði 2.306 2 Handf. Gunnar Afi 8.343 4 Handf. Gæjir 894 1 Handf. Jóhanna 2.583 3 Handf. Kristinn 9.110 4 Handf. Magnús Ing. 1.972 3 Handf. Njör.KE-110 2.998 4 Handf. Sæfinnur 1.648 2 Handf. Ýr 6.340 3 Handf. Þórheiður 1.397 2 Handf. Þrándur 1.797 1 Handf. Atlavík 940 2 Net Bjöm Krist. 3.663 4 Net Gussi 144 1 Net Klettsvík 1.067 1 Net Linni 4.940 7 Net PéturJacob 2.330 4 Net Samtals 150.842 Rifshöfii Hamar 24.285 1 Botnv. Rifsnes 24.731 1 Bomv. Bára 10.277 3 Dragnót Esjar 5.004 3 Dragnót Rifsari 13.583 4 Dragnót Þorsteinn 13.592 4 Dragnót Heiðrún 6.283 2 Handf. Bjössi 4.449 3 Lína Bliki 3.163 3 Lína Faxaborg 54.394 3 Lína Guðbjartur 10.973 4 Lína Jóa 2.340 3 Lína Sæbliki 2.233 2 Lína Þerna 4.069 3 Lína Bugga 1.517 5 Net Hafnartindur 5.031 5 Net Lidi Hamar 4.516 2 Net Óli Færey. 2.688 6 Net Saxhamar 8.183 3 Net Stormur 2.511 3 Net Örvar 15.057 3 Net Samtals 218.879 Mannakom með tónleika á Akranesi Fjöldi fólks lagði leið sína í Bíó- höllina á Akranesi á fimmtudags- kvöldið til að hlýða á tónleika með hljómsveitinni Mannakorn. Mannakornsmenn þótm fara á kostum með þá Magnús Eiríksson og Pálma Gunnarsson fremsta í flokki. Ellen Kristjánsdóttir söng nokkur lög með þeim félögum og brást ekki ffekar en fyrri daginn. Þess má geta að Skagamaðurinn Davíð Þór Jónsson leikur á hljóm- borð með hljómsveitinni sem er ferð um landið til að halda upp á 2 5 ára starfsafmæli Mannakoms. HJH Gamla Héraðsskólans minnst Gamli Héraðsskólinn í Reykholti Þann 7. nóvember n.k. verða 70 ár liðin frá vígslu Héraðsskólans í Reykholti, sem á sínum tíma hafði gríðarlega þýðingu fyrir menntun og uppbyggingu atvinnulífs á Vest- urlandi. Hinna merku tímamóta verður minnst af Snorrastofu með sérstakri dagskrá laugardaginn 3. nóvember 2001 í Hátíðarsal gamla skólans, sem ber yfirskriftina „Draumur um nýja tíð“. Hefst dag- skráin kl. 14:00 og lýkur kl. 16:00. Frá því í sumar hefúr staðið yfir sýning á Hótel Reykholti um sögu skólans, þar sem til sýnis er töluvert magn ljósmynda af skólanum á byggingarstigi og frá fyrstu áram hans, ásamt munum og húsgögn- um. Sýningin, sem Borgarfjarðar- sveit styrkti með myndarlegum hætti, var sett upp af Snorrastofu. Fyrsta skrifstofa Snorrastofu var einmitt í gamla Héraðsskólanum, en eins og flestir vita var ástand hússins mjög bágborið þegar skóla- haldi var hætt vorið 1997. Vegna komu varaeintakasafns Landsbóka- saffis Islands - Háskólabókasafns í þetta húsnæði hefur það verið gert upp með myndarlegum hætti fyrir forgöngu menntamálaráðuneytis- ins. Að auki er búið að innrétta þar sérstakan hátíðarsal í gömlu sund- laugarálmunni og aðstöðu á hæð- inni fyrir ofan þann sal, sem nýtist Reykholti undir funda- og ráð- stefnuhald, en þar er búið að koma fyrir málverkum, ljósmyndum, hús- gögnum, lágmyndum og brjóst- myndum, úr eigu skólans. Að utan- verðu hefur byggingin verið færð til upprunalegs horfs. I dagskránni þann 3. nóvember verður höfuðáherslan lögð á að kynna þjóðfélagslegar forsendur stofnunar skólans á sínum tíma, ásamt því að rætt verður um upphaf skólastarfs. Fyrirlesarar fyrir hlé verða Ivar Jónsson, félagshagffæð- ingur og dósent við Viðskiptahá- skólann á Bifröst og nefnist fyrir- *• lestur hans „Héraðsskólarnir í ljósi nýrrar byggðastefnu“ og Jón Þór- isson, fyrrverandi kennari við skól- ann, mun fjalla um stofnun skól- ans. Eftir hlé mun síðan Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, flytja fyrirlesturinn ,Jónas frá Hriflu og héraðsskólarnir“. I kjölfar þess verður hugsanlega tími fyrir pall- borðsumræður. Stjórnandi dag- skrárinnar verður Þórunn Reyk- dal, aðstoðarskólastjóri á Klepp- járnsreykjum. ýjr Fólk er hvatt til að koma í Reyk- holt og taka þátt í áhugaverðri dag- skrá. Aðgangur er ókeypis, en kaffi- veitingar verða til sölu í hléi. (Fréttatilkynning)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.