Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.11.2001, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 01.11.2001, Blaðsíða 15
 FIMMTUDAGUR 1. NOVEMBER 2001 15 Það er spuming??? Ertu búin/n að setja nagladekkin undir bílinn? Ingunn Kristín Barðadóttir - Nei. Gunnar Sigurðsson - Nei ekki strax. Hildur Sigvaldadóttir - Nei, ég er á heilsársdekkjum Ólafiir Þórðarson - Nei, ég mta ekki nagladekk Stefanía Sigurðardóttir - Nei, ég er ekki búin aS því. w ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - Ótrúleg spenna í Kjörísbikarnum Fyrsti sigur Skallagríms í vetur dugði ekki til Hún var hreint óbærileg spenn- an á lokamínútum seinni leiks Skallagríms og ÍR í Kjörísbikarnum í Borgarnesi s.l. fimmtudag. ÍR sigraði í fyrri leiknum með 6 stigum og þess vegna varð Skallagrimur að sigra með 7 stigum í þeim síðari til að komast áfram. Samanlagður ár- angur liðanna úr leikjunum tveim gildir. Það benti hins vegar fátt til þess á upphafsmínútum leiksins að heimamenn ættu einhverja mögu- leika. ÍR-ingar byrjuðu af feiknar- krafti og komust í 8-2. Borgnes- ingar voru alveg heillum horfnir í vörninni og hvert þriggja stiga skot gestanna rataði í körfuna, eða alls 5 í fyrsta leikhluta. Staðan eftir leik- hlutann var 12-23 gestunum í hag. ÍR-ingar héldu forystunni í öðrum leikhluta og lítið gekk upp hjá Sköll- unum. Gestirnir höfðu 14 stiga for- ystu í hálfleik 26-40 og því samtals 20 stiga forystu í leikjunum tveim- ur. Alexander Ermolinskij þjálfari Skallagríms hlýtur að hafa gefið pilt- unum sínum vænan lýsissopa í hálfleik og lesið vel yfir hausamót- unum á þeim, því þeir komu eins og grenjandi Ijón inn í þriðja leik- hluta. Eftir nokkurra mínútna leik í seinni hálfleik höfðu Borgnesingar minnkað muninn í 34-45. Þá tók Larry Florence til sinna ráða og tróð með slíkum tilþrifum að áhorfendur gjörsamlega ærðust í íþróttahúsinu. Skallagrímsmenn beittu svæðis- vörn með góðum árangri. Þeirskor- uðu hverja körfuna á fætur annarri og minnkuðu muninn jafnt og þétt. ÍR-ingar misnotuðu 13 skot í röð í 3. leikhluta og staðan var jöfn eftir leikhlutann 46-46, hreint ótrúlegur viðsnúningur það. Breiðhyltingar skomðu aðeins sex stig í leikhlutan- um og hittu úr 2 af 16 skotum sín- um. Borgnesingar héldu upptekn- um hætti í síðasta leikhlutanum og náðu fljótlega forystunni. Hittni gestanna var áfram hræðileg, en varnarleikur Ermolinskij og félaga var geysilega þéttur. Þegar innan við 20 sekúndur lifðu leiks höfðu Skallagrímur 9 stiga forystu og virtust með pálmann í höndunum. Þá náðu ÍR-ingar boltanum og brunuðu fram, Halldór Kristmanns- son skaut þriggja stiga skoti í þann mund sem tíminn rann út og Borg- nesingum til mikillar gremju fór knötturinn beint ofan í. Fram að þessu höfðu Breiðhyltingar misnotað 11 þriggja stiga skot í röð og þetta var í raun þeirra eina þriggja stiga karfa í öllum síðari hálfleiknum. Staðn var því 65-59 og samtals jafnt í báðum leikjum. Því þurfti að grípa til framlengingar. í framleng- ingunni virtust heimamenn sterkari og náðu fljótlega 11 stiga forskoti. Lykilmenn gestanna fóru að tínast út af með 5 villur og eftirleikurinn virtist auðveldur. En þá var eins og Skallarnir yrðu bensínlausir og Breiðhyltingar söxuðu á forskotið. Lokatölur leiksins urðu 75-74, sem nægði ÍR ingum til að komast í næstu umferð. Allt ætlaði um koll að keyra undir lok leiksins og líktist leikurinn um tíma helst grísk-róm- verskri glímu, þegar Hlynur og Cedric Holmes lentu í stympingum undir körfunni. Jón Örn Guð- mundsson þjálfari IR-inga var eitt- hvað tæpur á tauginni í síðari hálf- t leik og barði hvað eftir annað í aug- lýsingaskilti sem var við hlið vara- mannabekkjar þeirra ÍR-inga. Svo reiður varð hann þegar upp úr sauð að hann braut blessað skiltið og var í raun heppinn að sleppa ómeiddur því hann kveinkaði sér við þennan miður gáfulega gjörning. Larry Florence átti mjög góðan leik í liði Skallagríms, skoraði 29 stig og tók 9 fráköst, Hlynur gerði 15 stig og tók 10 fráköst. Hjá gestunum gerði Cedric Holmes 17 stig. R.G Árni Gautur norskur meistari Valinn markvörður ársins og undir smásjánni hjá stórliðum Evrópu Skaga- maðurinn Árni Gautur Arason varð norskur meistari meðBði sínu Ros- enborg síðastliðinn sunnu- dag. Rosenborg tryggði sér þar meist- aratitilinn tíunda árið röð en Árni Gautur hefur verið í herbúðum liðs- ins frá 1998. Árni Gautur þótti standa sig frábærlega á tímabilinu og spilaði hann lykilhlutverk í meistaraliðinu. í samtali við Skessu- horn sagði Árni að keppnin um norska meistaratitilinn hafi verið harðari núna en undanfarin ár, þar sem Rosenborg hefur haft mikla yfirburði. „Mótið var spennandi allt fram í síðasta leik og það gerði sigur- inn líklega enn sætari en áður“. En hvað um hans eigin frammistöðu á tímabilinu? „Tímabilið hjá mér í fyrra var að mörgu leyti betra held- ur en tímabilið í ár. Ég var stöðugri sem markvörður yfir allt tímabilið í fyrra á meðan ég er í raun að „toppa“ núna í haust“. Tímabilið hjá Rosenborg er reyndar ekki á enda þó norska deildin fari nú í vetrarfrí því Rosen- borg er enn að keppa í Meistara- deild Evrópu. Hugsanlegt er þó að þátttöku þeirra í keppninni hafi lok- ið í gær en síðasti leikurinn í riðla- keppninni var ekki hafinn þegar blaðið fór í prentun. Á mánudaginn hlotnaðist Árna svo þann heiður að vera valinn markvörður ársins í norska boltanum fyrir árið 2001. Árni var einnig tilnefndur til sömu verðlauna í fyrra en þá féllu þau í skaut annars leikmanns. Árni sagð- ist alveg eins hafa átt von á því að vera valinn. „Það vom tveir aðrir markmenn tilnefndir auk mín og því taldi ég mig eiga alveg jafna möguleika og þeir. Hugsanlega hefur það hjálpað mér eitthvað að liðið varð meistari og þá í kjölfarið vakið enn meiri athygli á mér.“ Árni hefur undanfarið ár eða svo fest sig í sessi sem markvörður númer eitt hjá ís- lenska landsliðinu og hefur framm- staða hans þar, svo og með Rosen- borg, vakið áhuga stórliða um alla Evrópu.“Ég hef nú ekkert heyrt ennþá af þessum áhuga annarra liða. Ég vissi til þess að einhverjir karlar frá Arsenal voru á leik hjá okkur um daginn en það hefur ann- ars ekkert gerst sem ég hef heyrt af. Það þarf að vera mjög freistandi tilþoð ef ég á að skipta um lið á næstunni. Mér líður mjög vel hjá Rosenborg og er nýbúinn að fram- lengja samning minn um tvö ár“. Árni hefur ekki setið auðum hönd- um á meðan atvinnumannaferlin- um hefur verið sinnt af krafti því samhliða knattspyrnunni hefur hann stundað lögfræðinám og kem- ur til með að útskrifast næsta vor. Þess má til gamans geta að vara- markvörður Rosenborgar stundar nám í læknisfræði og þegar þvi lýk- ur er óhætt að fullyrða að Rosenborg hafi yfir að ráða menntuðustu mark- vörðum álfunnar! HJH Staðan í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik Félag Leik U T Stig 1. KR 4 4 0 380:333 8 2. Keflavík 4 3 1 372:326 6 3. ÞórAk. 4 3 1 366:340 6 4. Tindastóll 4 3 1 330:326 6 5. ÍR 4 2 2 330:320 4 6. Haukar 4 2 2 317:328 4 7. Hamar 4 2 2 354:363 4 8. UMFN 4 2 2 346:339 4 9. UMFG 4 2 2 341:336 4 10. Breiðabl. 4 1 3 329:360 2 11. Skallagr. 4 0 4 291:329 0 12. Stjarnan 4 0 4 291:347 0 Staðan í 1. deild karla í körfuknattleik Félag Leik U T Stig 1. Valur 3 2 1 278:205 4 2. KFÍ 2 2 0 177:126 4 3. Þór Þorl. 3 2 1 230:236 4 4. Snæfell 3 2 1 257:265 4 5. IG 3 2 1 205:258 4 6. ÍA 3 1 2 225:256 2 7. ÍS 3 1 2 215:216 2 8. Selfoss 3 1 2 270:278 2 9. Reyn ir S. 3 1 2 256:252 2 10. Árm./Þr. 2 0 2 150:171 0 Árni Gautur Arason Molar Mínútuþögn. Fyrir leik Skalla- gríms og ÍR í síðustu viku var einn- ar mínútu þögn. Með því vildu Skallagrímsmenn votta Sigfúsi Sumarliðasyni sem lést á þriðju- dag virðingu sína. Sigfús var um árabil sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu sem lengi hefur stutt *. frábærlega vel við körfuknattleiks- deild Skallagríms. Þórður í KA. Þórður Þórðarson markvörðurinn knái af Skaganum leikur að öllum líkindum með KA í úrvalsdeildinni í knattspyrnu næsta sumar samkvæmt upplýs- ingum Skessuhorns. Þórður lék í marki ÍA til 1999 þegar hann hélt utan í atvinnumennsku en á síð- asta keppnistímabili lék hann með Val og féll sem kunnugt er með þeim í 1. deildina. Á tímabili var rætt um að Þórður kæmi aftur á Skagann þar sem það hafði kvis- ast út að Ólafur Þór Gunnarsson væri á förum til Bandaríkjanna. Ó- lafur Þór, sem átti feykigott tímabil * með ÍA í sumar hefur hinsvegar gert tveggja ára samning við félag- ið eins og fram hefur komið í Skessuhorni. Valdimar áfram. Væntanlega verður samið við Valdimar Kr. Sig- urðsson um áframhaldandi þjálfun meistaraflokks Skallagríms í knatt- spyrnu. Einar Skarphéðinsson og Sverrir Heiðar Júlíusson hafa hins- vegar tekið að sér þjálfun yngri flokka félagsins í vetur. Þess má geta að þátttaka er góð í öllum flokkum, ekki síst meðal stúlkn- anna og svo virðist sem áhugi — kvenþjóðarinnar á knattspyrnu sé að stóraukast á ný í Borgarnesi. Þá hefur verið afar góð þátttaka í knattspyrnuæfingum gamalmenna og örugglega fá íþróttafélög sem geta státað af þvílíkum kílóafjölda á knattspyrnuæfingum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.