Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 01.11.2001, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 01.11.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 1. NOVEMBER 2001 ^■kCssum/k. Góð afkoma rekstrarfélaga knattspyrnufélags ÍA 4,6 milljónir í hagnaö af meistaraflokki Fimmtíu prósent hagnaður af kvennaboltanum Góður árangur meistaraflokks átti sinn þátt í að snúa dæminu við. Mynd: Fréttir, Vestmannaeyjum Gunnar Sigurðsson formaður rek- strarfélags meistaraflokks og 2. flokks KFÍA Rekstrarfélag meistaraflokks og 2.flokks ÍA skilaði rúmlega 4,6 milljóna króna hagnaði fyrir árið 2001. Þetta var kunngert á aðal- fundi félagsins sem var haldinn sl. sunnudag en þá voru ársreikning- ar félagsins lagðir fram. Þetta er gífurlegur viðsnúningur frá árinu á undan en þá nam tapið tæpum 15 milljónum. Á framhaldsaðalfundi Knatt- spyrnufélags ÍA sem haldinn var ( febrúar 2001 var rekstrarformi knattspyrnudeildarinnar breytt með þeim hætti að stofnuð vom þrjú rekstrarfélög hvert með sína fimm manna stjórn; ein sá um rekstur meistaraflokks og annars flokks, önnur sá um kvennaboltann og sú þriðja um yngri flokkana. Sú síð- astnefnda hafði reyndar starfað sjálfstætt í nokkurn tíma á undan. Yfir öllum þessum rekstrarfélög- um var síðan yfirstjórn félagsins. Allar þessar deildir skiluðu hagnaði nema unglinganefndin en tapið þar nam tæpum sex hundruð þúsund krónum. Athyglisvert er að skoða ársreikninga kvennanefndarinnar en þar nam hagnaðurinn rétt rúm- um tveimur milljónum. Þetta er sérstaklega athyglisvert í Ijósi þess að velta nefndarinnar var ein- ungis helmingi meiri eða fjórar milljónir. Fram úr allri bjartsýni Mestu umsvifin voru að sjálfsögðu í kringum rekstrarfélag meistara- flokksins og þaðan var beðið eftir niðurstöðum ársreikningsins með hvað mestri eftirvæntingu. 4,6 milljóna króna hagnaður er tölu- vert betri niðurstaða en bjartsýn- ustu menn þorðu að vona. Gunnar Sigurðsson er formaður rekstrarfé- lags meistaraflokksins.“Ég hafði gert mér vonir um að hagnaðurinn yrði í kringum tvær milljónir eða þeim' upphæð sem tekjurnar af Evrópukeppninni næmi. Góður ár- angur hjá meistaraflokki félagsins gerði það hinsvegar að verkum að við fengum mun fleiri áhorfendum á heimaleikina í sumar heldur en árið á undan.“ Auknar auglýsingatekj- ur og tekjur frá íslenskum get- raunum voru einnig hærri heldur en reiknað var með. Þá hljóðaði af- reksstyrkir fyrir sumarið upp á 1,4 milljón króna, þar af um 800.000 krónur fyrir að vera íslandsmeist- arar frá aðalstyrktaraðila mótsins. Ekki slegið af Gunnar segir að þrátt fyrir góða út- komu á sumrinu þá verði ekki dregið úr þeim aðhaldsaðgerðum sem hafa verið á rekstri félagsins í sumar. „Það verður ekkert hlaupið upp til handa og fóta við að reyna að eyða þessum peningum. Ennþá verður haldið áfram við að byggja á heimamönnum og ekki er á stefnuskránni að kaupa leikmenn til félagsins í stórum stíl.“ Þrátt fyriraðreksturfélagsins hafi geng- ið mjög vel í sumar er útlitið jafnvel enn betra. Undanfarin ár hafa tekjur af þátttöku ÍA í Evrópu- keppninni verið bókfærðar ári áður en þær koma til félagsins en frá því er fallið í ár. „Við vildum gera sem minnst til að skekkja raun- verulega afkomu félagsins og því voru aðeins þær tekjur sem aflað var í sumar bókfærðar. Þá er stutt í að samningar um sölu á sjón- varpsrétti fyrir leiki ÍA í Evrópu- keppninni verði undirritaðir og þar er um að ræða umtalsverðar fjár- hæðir fyrir félagið" Nýjar reglur hjá Knattpyrnusambandi Evrópu sem tóku gildi 1 .september sl. kveða á um að uppeldisfélög leikmanna eiga rétt á hlut af kaupverði leik- manns þar til hann er orðinn 23 ára. Þessi nýja regla þýðir að 2. deild karla farin af stað Vígalegur Vestur- landsriðill 2. deild karla í körfubolta er farin af stað, og er í vetur leikið í svæðisskiptri deild. í Vestur- landsriðlinum eru 5 lið. Þau eru lið ÍA C sem er skipað að mestu leyti gömlum kempum úr boltan- um eins og Elvari Þórólfssyni og Garðari Jónssyni. Þá eru Grund- firðingar með öflugt lið heima- manna sem og Reynir frá Hell- issandi. Þá sendir Héraðssam- bandið Hrafnaflóki sitt lið til keppni af Barðaströndinni og ná- grenni. Svo má ekki gleyma C liði Skallagríms sem sendir lið valin- kunna manna. Grundfirðingar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina, lögðu fyrst Reyni H. 58-64 og síðan Skallagrím C 55- 57 í Borgarnesi. ÍA C hefur einnig 4 stig eftir að hafa lagt Skallagrím og Hrafnaflóka. Gaman verður að fylgjast með þessari keppni í vet- ur, en Skessuhorn mun fylgjast með gangi máli og flytja fregnir af helstu úrslitum. R.G Skagamenn eiga rétt á hlut af söluverðinu á Jóhannesi Karli Guð- jónssyni sem nýlega var seldur á milli liða í Evrópu. „Við höfum í samstarfi við KSÍ sent UEFA bréf þar sem við óskum eftir að okkur verði greiddur sá hlutur sem við teljum okkur eiga rétt á sam- kvæmt þessari nýju reglugerð UEFA. Þetta er upphæð sem nem- ur allt að 15 milljónum. Það eru miklir peningar fyrir svona lítinn Karfan: Ósigur á Skagamenn máttu þola tap þegar þeir heimsóttu ísfirðinga í síðustu viku, lokatölur urðu 92-63 KFf í vil. Þrátt fyrir að tæplega 30 stig skildu liðin að þegar upp var staðið, byrjuðu Skagamenn leikinn ágætlega og voru yfir í hálfleik 32-33. Eitthvað fór hléið illa í leik- menn ÍA því í síðustu tveimur leik- hlutunum skoruðu heimamenn 60 stig á móti 30 stigum gestanna. Spilandi þjálfarinn, Brynjar Karl Sigurðsson, var bestur leikmanna ÍA í leiknum og skoraði flest stig allra á vellinum eða 25. Brynjar er því búinn að skora 71 stig í síðustu tveimur leikjum ÍA. Aðrir leikmenn spiluðu undir getu. Eftir þrjá leiki á íslandsmótinu í vetur hafa Skagamenn unnið einn leik og tapað tveimur og eru með tvö stig í 5.-9. sæti. Næsti leikur liðsins er annaðkvöld í íþróttahúsinu við Vesturgötu gegn ÍS og hefst leik- urinn klukkan 20. HJH klúbb eins ÍA.“ Á aðalfundinum voru allar stjórn- irnar endurkjörnar en nýjir for- menn tilnefndir yfir tveimur rekstrafélögum. Sólveig Reyniss- dóttir tekur við af Kristni Reimars- syni sem formaður kvennanefndar og Björn Kjartansson leysir Gylfa Þórðarson af hólmi sem formaður unglinganefndar. HJH Fjórða tapið í röð I fjórða leik Skallagríms á þessu tímabili spiluðu þeir gegn Þór. Um miðjan annan leikhluta náðu Norðanmenn 12 stiga forystu og leiddu í hálfleik 47-41. Áfram hélst Þórsurum forystan í þriðja leikhluta og komust þá 14 stigum yfir. Þá byrjuðu Skallagrímsmenn að beita svæðisvörninni sem hefur virkað svo vel í vetur og náðu að minnka forskotið í 5 stig. Undir lokin gat sigurinn þó dottið hvorum megin sem var og Larry Florence átti síð- asta skot leiksins í stöðunni 75-73, en knötturinn rúllaði af hringnum og því sigur heimamanna stað- reynd, þó naumur væri. Hlynur Bæringsson var öflugastur í liði Skallagríms og skoraði 26 stig. Borgnesingar hafa nú tapað fyrstu fjórum leikjum sínum og það verð- ur því á brattann að sækja á sunnudag þegar Haukar koma í heimsókn. Þar kemur ekkert ann- að en sigur til greina ætli Skallarn- ir sér eitthvað annað en fallbaráttu í vetur. R.G HALLÓ-HALLÓ Til sölu vel með farinn Suzuki Sidekick JLXI sport, árgerð ’96 4x4 I800cc Ekinn 9I þúsund km. Beinskiptur, 5 dyra, vökvastýri, útvarp/segulband, samlæsing, rafmagn í rúðum og speglum, plussáklæði, dráttarkrókur, sumar- og vetrardekk, smurbók frá upphafi fylgir. Aðeins tveir eigendur frá upphafi. Verð aðeins 900.000 kr.- staðgreitt. Upplýsingar í síma 587 0084 og 437 1580

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.