Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 29.11.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 29.11.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 29. NOVEMBER 2001 ouúsunu.^ J Leikskólar Borgar- byggðar stækkaðir Væntanlega verður farið í stækkun á tveimur leikskólum Borgarbyggðar á nýju ári. Leik- skólinn Hraunborg á Bifröst er orðinn of lítill en þar hefur þörf- in verið að aukast ár frá ári enda uppbygging og vöxtur Viðskipta- háskólans gífurlegur síðustu misserin. Að sögn Stefáns Kalm- anssonar bæjarstjóra Borgar- byggðar liggur fyrir að leikskóla- plássum á Bifröst verði fjölgað og einnig er fyrirhugað að stækka og breyta leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi. Stefán segir það þó ekki fyrirhugað að fjölga plássum þar heldur að stækka matsalinn og aðra að- stöðu fyrir leikskólabörn og starfsmenn. „Þegar leikskólinn var byggður var ekki gert ráð fyrir að svo mörg böm væru í há- degismat eins og raun ber vitni enda aðstæður kannski breyttar. Þess vegna er mötuneytisaðstað- an fyrir löngu sprungín ef svo má segja,“ segir Stefán. GE Eldurí einbýlis- húsi á Hellissandi Seinnipart sl. mánudagsins varð eldur laus í kjallara einbýlis- húss á Hellissandi. Barst slökkvi- liðinu í Olafsvík tilkynning um eldsvoðann á sjötta tímanum. Mun einn maður hafa verið í húsinu þegar eldurinn kom upp og komst hann út óslasaður. Skemmdir á húsinu munu vera minniháttar. Ekki er ljóst hvað olli eldsvoðanum. Akranes: Ný sjoppa Ný sjoppa tók til starfa nýver- ið við Skólabraut 30 á Akranesi. Sjoppan hefur fengið nafhið Kósý en auk hefðbundinnar sæl- gætissölu verður einnig starf- ræktur spilasalur á sama stað. Kósý fékk nýverið samþykkt nætursöluleyfi af bæjaryfirvöld- um og mun nætursala hefjast strax um næstu helgi. HJH Köríuboltalið SnæfeHinga í íýluferð Á dögunum lentu leikmenn Snæ- fells í körfubolta í þeirri óskemmti- legu reynslu að fara fyluferð til Isa- fjarðar þar sem þeir hugðust leika .við heimamenn í 1. deildinni. Er málið allsérkennilegt en samkvæmt heimildum Skessuhoms virðist sem stjórn Körfuknattleikssambands Islands hafi gert ákveðin skipulags- mistök í aðdragandanum að um- ræddum leik. Leikurinn var settur á þann 9. nóvember sl. og hélt körfuknatt- leikslið Snæfells úr Stykkishólmi þá með Baldri yfir Breiðafjörðinn til Brjánslækjar og hugðist þaðan aka sem leið liggur til Isafjarðar. Þegar að Þingeyri var komið bámst þau skilaboð frá formanni Snæfells sem staddur var í Stykkishólmi að dóm- ararnir kæmust ekki til Isafjarðar með flugi og því þyrfri að ffesta leiknum. Vora Snæfellingar ekki á því að snúa við á Þingeyri heldur freistuðu þess að keyra til Isafjarðar í þeirri von að hægt væri að útvega dómara með einhverjum ráðum. Þegar til Isafjarðar var komið, um klukkan þrjú, varð KKI-mönnum ekki haggað þrátt fyrir tillögur Snæfellinga í þá vera að hægt væri að leika leikinn með því að útvega dómara frá Patreksfirði og Isafirði eða að dómaramir sem áttu að koma með flugi kæmu landleiðina. Isfirðingar höfðu gengist inn á það að útvega dómara frá Patreksfirði og Isafirði en ákvörðun KKI - manna stóð. Þetta þýddi að Hólmarar þurftu að keyra heim á leið og voru komnir til síns heima um miðnættið og verið á ferðalagi í um fjórtán klukkustundir. Leikur- inn var síðan settur á aftur næsta sunnudag! En vegna mótmæla Hólmara var honum frestað, enda til of mikils ætlast af þeim að fara strax í viðlíka ferðalag snemma á sunnudeginum, og fór hann því loks fram sl. föstudag. Þá var dóm- urum gert að keyra á Isafjörð en skýringamar sem Pétur Hrafri Sig- urðsson, framkvæmdarstjóri KKI, gaf í Morgunblaðinu þann 23. nóv- ember sl. varðandi ástæður þess að dómararnir keyrðu ekki í fyrra skiptið voru að kostnaðurinn hefði verið mun meiri (ferðakostnaði dómara er dreift á milli liða í deild- inni), auk þess sem KKI hefði enga dómara fyrir vestan sem gætu dæmt. Mun hið síðarnefnda vera rétt, þar sem annar nefridra dómara fyrir vestan hafði ekki tilskilin rétt- indi til að dæma. Má ætla að mótlæti Snæfellinga hafi hert baráttuanda þeirra því þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu KFI örugglega 84-93. smh Vatnsútfhitningur írá Rifi Samningur liggur fyrir Á sunnudaginn sl. komu erindrekar bandaríska fyrirtækisins Iceland Intemational til Islands til að líta á samningsdrögin sem bæjarstjóra Snæ- fellsbæjar, Kristni Jónassyni, varfaliðað gera vegna fyrirhugaðs vamsútflumings fyrirtækisins ffá Rifi á Snæfellsnesi. Eins og komið hefur ffam í Skessuhomi mun vera gert ráð fyrir því í samningi bæjarins og útflutningsaðilanna að vamsverk- smiðja verði staðsett á hafriarsvæðinu á Rifi en vatnið verður tekið úr jökullóni Snæfellsjökuls sem er jafriframt vamsból Rifs og Helhssands. Mun samningurinn einnig fela það í sér að hið bandaríska fyrirtæki fái einkarétt á nýtingu jökul- vamsins til útflutnings. Að sögn Kristins munu hinir banda- rísku erindrekar ekki hafa farið vestur í Snæfellsbæ á ferð sinni til Islands, en ein- ungis haft samninginn affur með sér til Bandaríkjanna til að yfirfara hann. Hann segir að ekkert sé ömggt ennþá í þessu máli vegna þess að árið 1994 hafi einnig legið fyrir samningur við þessa aðila en ekkert varð þá úr undirritun. Kristinn segir að þeir hafi auk vamsútflumingser- inda sinna hér á landi verið að sinna ein- hverjum öðrum erindum sem honum sé ekki kunnugt um hver em. mh Einkennileg staðsetn- ing á holræsi. Eitthvað hafa starfsmennirnir sem unnu við gerð þessa hol- ræsis á Akrnaesi mis- reiknað sig þegar að þeir þurftu að færa til holræs- ið vegna nýrrar hraða- hindranar á Suðurgöt- unni. Eins og sjá má á myndinni þjónar holræs- ið tæpast tilgangi sínum á þeim stað sem það er núna á nema vatnið renni upp í móti. Maður veit aldrei! Framkvœmdir við stœkkun mrrðurgarðs Grundarjjarðarhafnar eru nú að komast á lokastig. Búið er aðþilja og er keyrslu uppjýllingar- ejhis í jramlenginguna að verða lokið. Verkið hófst á vordögum og verður stnekkunin 40 x 100 m og alls mun um 50.000 m3 af uppfyll- ingarejhi fara í framkviemdina. Aietlað var að verkinu lyki 1. desember á þessu ári. Mynd: smh Orkuverð lækkar á Akranesi íbúar Akraneskaupstaðar mega eiga von á töluverðri lækk- un á reikningum sínum frá Akra- nesveitu strax f upphafi næsta árs. Ný gjaldskrá tekur gildi 1. desember nk og vegna þessa hef- ur aflestur orkumæla verið í gangi undanfarna daga. Reiknað er með að meðallækkun á heitu vami verði um 34% en verð á raforku lækkar að meðaltali um 11% til heimila en um 5% til fyrirtækja. Vegna samrana Akra- nesveim við Orkuveitu Reykja- víkur samþykkti Bæjarstjóm Akraness, á fundi sfnum 20. nóv- ember sl., nauðsynlegar breyt- ingar á reglum veimnnar svo og gjaldskrá og söluskilmálum. Þá mun nýja fyrirtækið heita Orku- veita Reykjavíkur sf. Fyrir þá sem vilja kynna sér málið enn- frekar era nánari upplýsingar á bæjarskrifstofunni eða á vef Akraneskaupstaðar. HJH Varðveit- um vegum Kerlingar- skarð Á aðalfundi Héraðsnefridar í Laugagerðisskóla, Eyja- og Miklaholtshreppi, þann 17. nóv- ember sl., var samþykkt að styðja framlagða álykmn Eyja- og Miklaholtshrepps frá 5. nóvem- ber um að fallið verði ffá því að afriema veginn um Kerlingar- skarð, en sveitarstjóm Eyja- og Miklaholtshrepps telur að tölu- vert gagn megi hafa af honum. Er þar tiltekið að hann megi nota sem reiðveg um fjallgarð- inn, til landgræðslu, útivistar, smalamennsku og annars - og því vanhugsað að aftná veginn. smh Byggðasafiti Snæfell- inga og Hnappdæla Hugað að jól- um í Norska húsinu og Pakkhúsinu Jólaskraut til sýnis í gær opnaði Elínborg Kjart- ansdóttir sýningu á koparrismm, glerverkum og skartgripum í Norska húsinu í Stykkishólmi. Mun sýningin standa til 20. des- ember og samhliða henni mun fara fram sýning á jólaskrauti frá ýmsum tímum. I Pakkhúsinu í Olafsvík verður sömuleiðis hald- in sýning á jólaskrauti ffá ýmsum tímum en þessa dagana er verið að koma því í jólafötin því verið er að skipta um klæðningu að utan. Þá er jólatréð komið á sinn stað við hlið Pakkhússins. smh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.