Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 29.11.2001, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 29.11.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 29. NOVEMBER 2001 ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - Haustmót HSH í frjálsum íþróttum Mikil fjöldi ungmenna tók þátt í frjáisíþróttamóti HSH á dögunum. Skipulag mótsins var á léttu nótunum. Góöur árangur hjá SA Sundfólkiö frá Akranesi stóð sig mjög vel í Bikarkeþþni SSÍ sem fram fór um síöustu helgi. Sundfélag Akra- ness endaöi í 4. sæti og bætti árang- ur sinn um 823 stig á milli ára og fengu alls 22.883 stig. Fimm Akra- nesmót voru sett á mótinu. Ágúst Júlíusson setti tvö þeirra; í 100 m baksundi sveina og í200 m baksundi sveina. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir stóö sig vel aö vanda og setti tvö Akranesmet í 100 m flugsundi kvenna og 100 m skriösundi kvenna. Að auki var hún í A-kvennasveit ÍA sem setti Akranesmet í 4x100 m skriðsundi kvenna. Árangur IA þykir hafa farið fram úr björtustu vonum en fyrirfram var SA spáð fimmta sætinu. Bættur stigalegur árangur frá árinu á undan er einnig athyglisveröur í Ijósi þess aö notast var viö nýja stigatöflu en hún er uþpfærö á fjögurra ára fresti eöa í kjölfar hverra Ólympíu- leika. Næstkomandi sunnudag fer síðan fram Akranesmeistaramótið í Jaðarsbakkalaug og þar gefst Skagamönnum tækifæri til að berja augum þá hæfileikaríku sundmenn sem Sundfélag Akraness hefur á að skipa. HJH ÚRVALSDEILDIN í KÖRFUBOLTA Skallagrímur vs. Stjarnan Fimmtudagskvöldið 29.nóvember kl. 20 í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi Afffr ó' vöftfnn' Haustmót HSH í frjálsum íþrótt- um var haldið í íþróttahúsinu í Ólafsvík þann 18. nóvember sl. Um 120 keppendur á aldrinum 7- 16 ára mættu til leiks, en töluverð aukning hefur orðið á iðkendafjölda í frjálsum íþróttum á Snæfellsnesi undanfarin misseri. Var lagt upp úr því að hafa skipulag mótsins á léttu nótunum og nýbreytni var höfð á með veitingu viðurkenninga. Ekki var um stigamót að ræða og fengu allir keppendur endurskins- merki frá VÍS og penna merktan fimmta Unglingalandsmóti UMFÍ sem verður haldið í Stykkishólmi í ágústmánuði á næsta ári. smh Huggulegheit í Stykkishólmslaug Nú hefur skemmtilegri nýjung verið komið á í sundlaug Stykkis- hólms. í nokkur skipti, þegar svo hefur viðrað, hefur laugin verið opin lengur en vanalega eða til klukkan 22:30 og er þá aldurs- takmark 18 ár eftir kl. 20:00. Eru þá engin venjuleg útiljós logandi nema í lauginni sjálfri en friðar- kertum er dreift um sundlaugar- svæðið og skapar það notalega stemningu. Þá hafa stundum ver- ið óvæntar uppákomur á sund- laugarbakkanum. Á dögunum mætti t.a.m. kirkjukórinn á svæð- ið og hóf upp raust sína við mik- inn fögnuð laugargesta. Eins hefur verið boðið upp á kaffiveit- ingar og konfekt. Að sögn Vignis Sveinssonar, forstöðumanns í- þróttamiðstöðvar Stykkishólms, er ætlunin að bjóða reglulega upp á huggulegheitin þegar aðstæður skapast en vegna óvissu í ís- lensku vetrarveðri er ekki hægt að skipuleggja þessi kvöld með löngum fyrirvara. Hefur þessi nýjung mælst vel fyrir meðal bæjarbúa enda sjálf- sagt að breyta drunga skamm- degisins í huggulegheit þegar þess gefst kostur. smh Snæfell á toppinn Snæfell virðist til alls líklegt í 1. deildinni í körfuknattleik. Drengirnir sitja nú í efsta sæti með 10 stig en næstu lið eru KFÍ, Þór Þorlákshöfn og Valur, öll með 8 stig. I síðustu tveimur leikjum Snæfells hafa þeir einmitt lagt bæði KFÍ og Þór, hið fyrr- nefnda í umtöluðum frestuðum leik á ísafirði þann 9. nóvember sl. en Þórsaramir voru lagðir í íþróttahús- inu í Stykkishólmi sl. sunnudag. Leikurinn gegn KFÍ var besti leik- ur Snæfells á leiktíðinni og unnu þeir sannfærandi 84-93. Stiga- hæstu menn liðsins voru Ólafur Guðmundsson með 21 stig, Helgi Guðmundsson með 18 stig og Or- lando Donaldson einnig með 18 stig. Leikurinn gegn Þór var því úr- slitaleikur liðanna um það hvort þeirra settist á topp 1. deildarinnar. Snæfellingar héldu sínu striki frá leiknum gegn KFÍ og sigruðu einnig með níu stiga mun 77-68. Þjálfari Snæfellinga, Bárður Eyþórsson, fór fyrir sínum mönnum í þessum leik og gerði 27 stig. Ólafur Guðmunds- son gerði 18 stig og Orlando 12. Næsti leikur Snæfellinga verður í kvöld (fimmtudag) gegn ÍS í Kenn- araháskólanum. smh Helgi verður framkvæmda- stjóri HSH Helgi Guðmundsson er nýr fram- kvæmdastjóri Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu, HSH, og leysir Valgerði Laufeyju Guðmundsdóttur af hólmi. Helgi tók við stjórnartaumunum þann 20. nóvember sl. og mun sitja fram í september á næsta ári eða fram yfir Landsmót Ungmennafélags ís- lands 2002, sem haldið verður í Stykkishólmi í byrjun ágúst. Helgi, sem er 21 árs stúdent frá Fjölbrautaskóla Vesturlands, hefur getið sér gott orð sem knatt- spyrnumaður með HSH og körfuknattleiksmaður með Snæ- felli. Segist hann hlakka til að starfa sem framkvæmdastjóri HSH, en fyrsta mál á dagskrá hjá honum sé að útvega embættinu húsnæði því sem stendur sé það innan veggja heimilis hans. „Sum- arið verður annasamt enda Lands- mót UMFÍ í vændum í Stykkis- hólmi og ég kem eflaust til með að vinna náið með framkvæmda- stjóra mótsins sem er það langstærsta sem HSH hefurstaðið fyrir, “ segir Helgi. Molar Eins og Skessuhorn greindi frá á sínum tíma var íslandsmeisturum ÍA boðið til Bandaríkjanna af þar- lendu atvinnumannaliði í haust. Hryðjuverkin 11. september komu hinsvegar í veg fyrir að af ferðinni gætiorðið. Nú hefur aftur komið fyr- irspurn frá Bandaríkjunum um hvort Skagaliðið vilji þekkjast boð um að koma og spiia við atvinnumannalið, nú í Flórída. Málið er enn á frum- stigi en ferðin ku vera fyrirhuguð í febrúar. Keilulið ÍA er sem stendur í 10.-11. sæti, af 12 liðum, í l.deild íslands- mótsins með 20 stig eftir átta um- ferðir, líkt og Stormsveitin. Skaga- menn mættu Lærlingum í síðustu viku og máttu þola stórtaþ, 0-8. Næsti leikur ÍA er á laugardaginn í sal Keilufélagsins við Vesturgötu en þá taka þeir á móti Keiluvinum. Meistaraflokkur ÍA tekur þátt í inn- anhússmóti sem fram fer í Þorláks- höfn nk. sunnudag. Mótið er haldið til minningar um fyrrum leikmann Ægis en hann lést af slysförum sl. sumar. Auk ÍA og Ægis taka KR og Fram þátt í mótinu. Eftir tvo tapleiki í röð situr Körfuknattleiksfélag ÍA í þriðja neðsta sæti Ldeildar karla. Skaga- menn heimsóttu lið ÍG í Grindavík í síðustu viku og töpuðu naumlega með þriggja stiga mun 91-88. Brynjar Karl Sigurðsson var, eins og oftast áður í vetur, stigahæstur Skagamanna, en hann gerði hvorki fleiri né færri en 45 stig. Sl. föstu- dag máttu Skagamenn síðan þola rassskellingu á heimavelli gegn Val, 52-86. Næsti leikur Skagamanna er föstudaginn 7.desember á Akra- nesi en þá taka heimamenn á móti Þór frá Þorlákshöfn. Islandsmeistararnir byrja gegn nýliðunum. Dregið hefur verið í töfluröð fyrir íslandsmótið í knatt- spyrnu næsta sumar. íslandsmeist- arar munu hefja titilvörn sína á heimavelli gegn nýliðum Þórs frá Akureyri. Líkt og á síðasta tímabili eru erkifjendurnir úr Vesturbænum, K.R., mótherjarnir íannarri umferð- inni. Síðasti leikur ÍA í íslandsmót- inu verður síðan á heimavelli gegn Fylki. íslandsmótið innanhúss í l.deild hjá meistaraflokki karla fer fram dagana 12.-13. janúar. Dregið varí riðla nýverið og lentu Skagamenn i riðli með Breiðablik, ÍBV og Völs- ungi. Víkingur Ólafsvík spilar í 2.- deild og eru þeir í riðli með Hvöt, Víði og Létti. Bruni og Skallagrímur leika í 3. deildinni og verður mótið hjá þeim sunnudaginn 13. janúar. Bruni er í riðli meö Leikni R., Fram- herjar og Grótta. Mótherjar Skalla- gríms verða hinsvegar Fjöinir, Úlf- arnir og Árborg. HJH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.