Skessuhorn - 10.01.2002, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 2002
„wnn...
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040
Fax: 431 5041
Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222
Skrifstofur blaðsins eru OPNAR KL. 9- 16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is
Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is
Sigurður Mór, Snæfellsn. 865 9589 smh@skessuhorn.is
Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is
Prófarkalestur: Sigrún Ósk Kristjúnsdóttir
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir augl@skessuhorn.is
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 ó þriðjudögum.
Auglýsendum er bent ó að panta auglýsingaplóss tímantega.
Bðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til óskrifenda oa í lausasölu.
riftarverð er 850 krónur með vsk. ó mónuöi en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð
í lausasölu er 250 kr.
431 5040
Afiiám
áramóta
Císli Einarsson,
ritstjóri.
Mig undrar það stórlega í þjóðfélagi sem snýst fyrst og ffemst um
að sameina alla hluti eða leggja þá niður nema hvortveggja sé, að
aldrei skuli hafa komið fram krafa um að afnema áramót eða sameina
árin þannig að áramót verði óþörf.
Eg fæ allavega ekki skilið hvað fólk sér við áramót svona almennt.
Sjálfur er ég andvígur áramótum og að öllum líkindum haldinn
nokkurs konar áramóta ofnæmi.
Ef ég ætti að útnefna eitthvað eitt sem veldur því að ég hef and-
styggð á áramótum þá held ég að mér vefðist tunga um tönn. Það er
ekkert eitt heldur miklu frekar aflt við áramót sem fer í taugamar á
mér.
Fyrst má telja flugeldana. Eg veit það að vísu að fjölmargir full-
orðnir og fílefldir karlmenn ærast af fögnuði um leið og tækifæri
gefst til að tendra í púðrinu og verða ölvaðir af barnslegri gleði einni
saman. Sjálfur hef ég ekkert á móti ölvun en mér stendur stuggur af
þessum frethólkum sem maður er skikkaður til að splundra með til-
heyrandi hávaða og lámm. Það er því ekki fyrr en börnin em farin að
hóta mér ofbeldi og spellvirkjum á verðmætum úr mínu lögbúi sem
ég drattast út á götu skjálfandi á beinum með stjörnuljós og kínversk
flugskeyti. Þetta eru einhverjar skelfilegustu stundir í lífi mínu því ég
er alltaf með það á bak við eyrað að þessi skaðræðistól breyti um
stefhu og hitti mig á bak við eyrað eða ráðist á nágrannana. Spreng-
ingarnar bergmála í eyrum mér næstu nætur og glæringarnar eru enn
fastar á sjáöldrunum þannig að það er yfirleitt liðið töluvert af janú-
ar áður en ég næ að festa svefn.
Næst má nefna nýársheitin en venjulegur sveitamaður eins og ég
getur varla risið undir öllum þeim kröfum sem gerðar eru til meðal
Islendings um hver áramót. Manni er gert að hætta einu og byrja á
öðru og helst snúa öllu lífsmynstrinu við eins og það leggur sig.
Hætta að reykja, drekka, éta og anda. Byrja að hlaupa, jórtra græn-
meti, stunda jóga og lesa heimspeki.
Yfirleitt hef ég látið mig hafa þetta í nokkra daga til að verða ekki
fyrir aðkasti en síðan bráir þetta yfirleitt af fólki og þá get ég líka
laumast til að hætta þessari vitleysu en ég er þess fullviss að ef ég
héldi þetta helv... út í heilt ár þá yrði krafa næstu áramóta að ég
myndi snúa öllu við aftur.
Eitt enn er val á hinu og þessu ársins. Það er valinn maður ársins,
jafnvel kona ársins, dýr ársins, íþróttamaður ársins og hitt og þetta.
Yfirleitt er þetta sama fólkið í mismunandi röð. Frægt fólk, fallegt
fólk, fyndið fólk o.s.frv. En ekki ég.
Væri ég skíðamaður dyggði mér að detta á rassinn á góðum milli-
tíma til að hljóta einhverjar vegtyllur en venjulegur meðaldrullu-
sokkur á aldrei séns.
Síðast en ekki síst ber að nefna Völvuspárnar. Þær eru sennilega
mest óþolandi. Um hver áramót eru dregnar fram einhverjar seið-
kerlingar og lámar segja fyrir í smáatriðum hvemig næsta ár á eftir
að verða nánast frá degi til dags. I árslok em síðan tiltæk á lager rök
fyrir því að þetta hafi í raun allt ræst beint og óbeint og hérambil
næstum því alveg. Þar með er búið að eyðileggja fyrir manni alla eft-
irvæntingu og ekkert sem gemr komið manni á óvart í heilt ár.
Því legg ég til að um næstu áramót verði engin áramót. Áfram
verði notað sama ártal og á eftir 31. desember komi fyrsti janúar b,
þá 2. janúar b. o.s.frv.
Megi komandi ár verða áramótalaus með öllu.
Gísli Einarsson, drlegur viðburður.
Fiskflutningaskipið Bravófrá Olafsvík
Fiskútflutningur
Bravó hafirm
Fyrsta ferð fiskflumingaskipsins
Bravó (áður Akurey) til Skotlands
var farin rétt fyrir jól og gekk hún
að óskum að sögn Agnars Norð-
fjörð Hafsteinssonar eins eiganda
skipsins, en Bravó er sem kunnugt
er í meirihlutaeigu útgerðarfyrir-
tækisins Snoppu í Olafsvík. I frétt
frá interseafood.com frá 18. des-
ember sl. kemur fram að 40 til 50
tonn af heilum fiski og fiskflökum
vom flutt frá Islandi til Peterhead í
Skotlandi og þaðan var fiskinum
ekið til kaupenda í Englandi og á
meginlandi Evrópu. Var flökunum
pakkað í frauðplastkassa og var að
öllu leyti gengið ffá þeim á sam-
bærilegan hátt og flökum sem send
em utan með flugvélum.
„í þessari fyrsm ferð voram við
aðallega að athuga hvernig okkur
tækist að koma fisknum sem
ferskustum og með sem mestum
gæðum til kaupenda. Siglingin frá
Þorlákshöfn til Peterhead tók rúma
tvo sólarhringa og þaðan var fisk-
urinn flutmr með flutningabílum
til kaupenda. Meðal ákvörðtmar-
staða vom London og Birmingham
í Englandi og eins fór nokkurt
magn til kaupanda á Spáni. Þar er
nýr markaður fyrir fersk flök ffá Is-
landi og ég er bjartsýnn á að þang-
að verði hægt að selja meira magn
þegar fram líða smndir því kaup-
andinn var mjög ánægður með
gæðin," segir Agnar.
smh
Mikil aukning á lönd-
uðum afla í Olafevík
Mikil aukning var á lönduðum
afla í Ólafsvík á milli áranna 2000
og 2001. Ársaflinn árið 2000 var
13.037.329 kgenífyrra 17.483.813
kg. Má fullvíst telja að um metafla
sé að ræða á land í Ólafsvík, í það
minnsta í langan tíma. Þá var land-
aður afli í desember síðastliðnum
968.832 kg en 483.293 kg x sama
mánuði árið 2000. smh
Stofiifimdur Mark-
aðsráðs Akraness
Boðað er til stofnfundar Markaðsráðs Akraness fimmmdagirm 10. janú-
ar. Á fundinum verður lögð frarn tillaga um nýjar samþykktir og lög fyrir
Markaðsráð Akraness (skammstafað MRA) en tilgangur þess verður að
endurvekja heildarsamtök atvinnulífsins á Akranesi (áður Átak Akraness).
Aðild að MRA geta átt öll fyrirtæki, félög, stofnanir og einstaklingar sem
sttmda atvinnureksmr á Akranesi. Aðild að MRA er frjáls, en bent er á að
einungis með aðild geta menn haft áhrif á framgang ýmissa hagsmunamála
sem að þeim snúa. I drögum að nýjum samþykktum og lögum MRA verð-
ur tilgangur samtakanna m.a. eftirfarandi;
1. Sameina krafta ólíkra fyrirtækja og þjónustuaðila á Akranesi.
2. Vinna sameiginlega að markaðssemingu á Akranesi.
3. Efla þá þjónusm sem fyrir er, hvort heldur sem um opinbera- eða einka-
rekna þjónustu er að ræða.
4. Standa fyrir ýmsum uppákomum og sýningum til að efla fyrirtæki bæj-
arins.
5. Efla kynningarstarf fyrirtækja til nærliggjandi byggðarlaga og stóriðju-
vera.
6. Auka samkeppnishæfni fyrirtækja á Akranesi með námskeiðahaldi,
morgunverðarfundum og kynningum á nýjtmgum, t.d. í markaðssetningu
og ýmsum þjónustuþáttum.
7. Efla innbyrðis tengsl og þekkingu fyrirtækja á Akranesi.
8. Vera sameiginleg málpípa, sem svarar neikvæðri gagnrýni og ýtir undir
jákvæða umfjöllun um samfélagið Akranes og fyrirtæki og stofnarúr sem
hér era. MM
Gjaldrot Sláturfélags
Vesturlands
Bændur og
kaupfélagið
tapa
Ljóst er að einstakir bændur og
kaupfélag Borgfirðinga tapa ein-
hverjum fjármunum vegna Slát-
urfélags Vesturlands sem gert var
gjaldþrota í desember s.l. Að sögn
Guðsteins Einarssonar, kaupfé-
lagstjóra Kaupfélags Borgfirð-
inga, sem er fyrrverandi eigandi
sláturfélags Vesmrlands tapar KB
um þremur til fjórum milljónum á
gjaldþrotinu.
Þá segir hann bamdur eiga eitt-
hvað inni hjá félaginu, aðallega
vegna svína og stórgripa. Ástæð-
una fyrir gjaldþroti sláturfélagsins
segir Guðsteinn vera þá að slátur-
félagið hafi átt mikla fjármuni inni
hjá Kjötumboðinu hf. Sem reynd-
ar var síðasti eigandi Sláturfélags-
ins. "Kjötumboðið greiddi ekki
fyrir kjöt ffá sláturfélaginu og því
fór sem fór. Það má segja að rekst-
ur Sláturfélagsins hafi verið kom-
inn í þokkalegt horf og það hafi
gengið sæmilega þangað tdl Kjöt-
umboðið fór að hafe full mildl af-
skipti af fyrirtækinu,” segir Guð-
steirm. GE
Útafkeyrslur
Tvö umferðaróhöpp urðu í
Borgarfirði á mánudag. Biffeið
fór út af þjóðvegi 1 við Graferkot,
rétt ofen Munaðamess en á þeim
slóðinn hafe orðið mörg óhöpp á
undanfömum áram. Einn maður
var í bílnum og slapp hann ó-
meiddur en bíllinn var óökufær.
Þá um kvöldið fór bifreið út af
veginum milli Síðumxílaveggja og
Lunda í Stafholtstungum. Bif-
reiðin rann til í krapa og hálku og
staðnæmdist ofen í skxxrði. Öku-
maður og farþegi sem í bílnum
voru sluppu ómeiddir en bifreiðin
er nokkuð skemmd. GE
Eyjamenn vilja
halda í Keikó
Ekki virðist útséð með að há-
hymingxxrinn heimsffægi, Keikó,
flytji til Stykkishólms næstkom-
andi sumar. I Fréttablaðinu var á
mánudag haft eftir Halli Hallssyiú,
talsmanni Ocean Futures samtak-
arrna á Islandi, að enn sé ekkert á-
kveðið með dvalarstað Keikós.
Segir Hallur þar að þó samtökin
hafi sett fram ósk um aðstöðu fyrir
háhyminginn í Stykldshólmi og að
bæjaryfirvöld hafi samþykkt hana
þá eigi enn eftir að fá samþykki
Dýravemdunarráðs og Breiða-
fjarðamefiidar fyrir flutningnum
frá Vestmannaeyjum. Bæjarráð
Vestmannaeyja mun vera að kanna
leiðir til að halda Keikó í Eyjum og
segist Hallur í Fréttablaðinu að
sjálfeögðu vera til viðræðna við
bæjaryfirvöld um þeirra hugmynd-
ir og hvort raunhæft sé að vera
með harm þar áffam.
Sem kunnugt er samræmast lax-
eldisáform Eyjamanna í Klettsvík
ekki því að Keikó sé hafður þar á-
ffam. Hallur gengst við því að
komið hafi til tals að firxna Keikó
arxnan samastað við Heimaey en í
Klettsvík og segir þá opna fyrir öll-
um góðum hugmyndum Eyja-
manna.
Skessuhom hefur greint ffá því
að skýrsla sem starfemenn Nátt-
úrastofu Vesturlands unnu fyrir
Ocean Futures samtökin er hlið-
holl flutrúngi Keikós að Baum-
tanga í Breiðafirði. smh