Skessuhorn


Skessuhorn - 10.01.2002, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 10.01.2002, Blaðsíða 7
 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 7 Landbúnaðarháskólinn semur við Heilsujurtír Rannsóknir á Hvanneyri - framleiðsla í Búðardal Magmís B. Jámsrn rektor og Sigmundur Guðbjamason prófessor Undanfarin ár hefur Sigmundur Guðbjarnason prófessor við Há- skóla Islands, Steinþór Sigurðs- son samstarfsmað- ur hans og fleiri starfsmenn við há- skólann unnið að rannsóknum á lækningamætti ís- lenskra jurta. Þess- ar rannsóknir hafa verið styrktar af Rannsóknarráði Is- lands, af Bændasamtökunum, þ.e. bæði af Framleiðnisjóði landbúnað- arins og sérstöku átaksverkefni sem nefnist Aform og af Háskóla Islands. Þessar rannsóknir hafa skilað það góðum árangri að fyrir tveimur árum var að frumkvæði Sigmundar hafinn undirbúningur að stofnun fyrirtækis til þess að nýta þessar nið- urstöður til ffamleiðslu náttúruvara úr íslenskum lækningajurtum. Fyrir- tæki sem nú heitir SAGAMEDICA - Heilsujurtir ehf. var stofnað í júm' árið 2000. ara aðila. Samningurinn felur í sér að við Landbúnaðarháskólann verður komið á fót miðstöð til tilraunarækt- unar, hráefhisöflunar, þurrkunar og gæðaeftirlits á hráefni sem aflað verður til ffamleiðslu SAGAMED- ICA-Heilsujurta ehf. á náttúruvör- um úr íslenskum lækningajurtum. Fullvinnsla afúrðanna fer síðan ffam hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal. Afurðimar verða jurtaveigar, töfl- ur og mixtúmr með hin virku nátt- úruefni, sem hafa reynst vel við kvefi, flensu og magakvillum og til að auka orku, kraft og ffamtakssemi. Jurtaveig úr ætihvönn Fyrsta afúrð fyrirtækisins, jurta- veig úr ætihvannaffæjum, er ffam- leidd hjá Mjólkursamlaginu í Búðar- dal og kemur hún á markað í janúar. Varan verður seld undir heitinu Angelica, sem er latneska heiti jurt- arinnar. Tilraunanotkun 15 einstak- hnga á árinu 2001 á jurtaveiginni Angelicu hefur leitt í ljós nýja og ó- vænta virkni. Gott eftirht með gæðum hráefnis- ins skiptir miklu máh fyrir ffam- leiðsluna. Því leituðu forsvarmenn SAGAMEDICA-Heilsujurta ehf. til Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri um samstarf við tilraunaræktun og leiðbeiningarþjónustu við bændur, og til þess að annast gæðaeftirlit með því hráefhi sem berst til ffamleiðsl- unnar. Þetta samstarf hefur nú stað- ið yfir í tvö ár og er verið að ganga ffá formlegum samningi mihi þess- Rannsóknir og leiðbeiningar I upphafi verður lögð áhersla á nýtingu vallhumals og ætihvannar en fleiri tegundir koma á eftir. Einnig er í samningnum kveðið á um að Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri muni annast rannsóknir á líffænni ræktun og meðhöndlun æti- hvannar og vallhumals og á seinni stigum fleiri tegundum eftir því sem ffamkvæmdastjóm verkefnisins á- kveður. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri mun annast ffæðslu og leiðbeiningar fyrir ræktendur um ræktun, þurrkun og aðra meðhöndl- un lækningajurta fyrir samstarfsaðila SAGAMEDICA-Heilsujurtir ehf. Unnið verður að því að koma á fót gæðakerfum í ræktun og meðhöndl- un hráefnis. Þurrkun, flokkun og gæðaeftirliti hráefhisöfltmar verður stjómað ffá Hvanneyri. Verðlaun fyrir bestu skreytingamar Nýlega voru veittar viðurkenning- ar Orkuveitu Reykjavíkur á Akra- nesi fyrir bestu jólaskreytingamar á Akranesi. Valið var erfitt líkt og síðasdiðin ár og taldi dómnefhd að xnargir einstaklingar og fyrirtaeki hefðu staðið sig vel í að koma bæn- uin í fellegan jólabúning. Akveðið var að veita verðlaunin þeim einstaklingi sem kæmi inn með áhugaverðustu nýjungamar, þó svo erfitt hafi verið að ganga ffam hjá Verölaunahafamir þeim aðilum sem ár eftir ár hafi skrýtt hús sín á smekklegan og eftirminni- legan hátt og fengið fyrir það viður- kenningar síðustu ára. Niðurstaða dómnefndarinnar, sem skipuð var starfsmönnum Orkuveit- unnar, þeim Hannesi Fr. Sigurðssyni, Kristrúnu Líndal Gísladóttur og Sig- rúnu A. Amundadóttur var effirfar- andi. Viðurkenning fyrir skreytingu í- búðarhúss: Leynisbraut 1.: PéturÞór Lámsson og Kristín Bergþórs- dóttir. Viðurkenning fyrir skreytingu fyrirtækis: Café 15: Anna Kjart- ansdóttir. Orkuveita Reykj avíkur þakkar Akumes- ingum fyrir ljós- um prýddan bæ og óskar bæjarbú- um öllum gæfú á nýju ári. Gisti- og veitingastaður í Hafnarskógi Simi4372345 Þrjár tegundir af síld, ný sviðasulta, súr lundabaggi, hangikjöt, heitur pottréttur, smjör, hákarl, kartöflumús, súrir hrútspungar, súr svínasulta, súrir bringukollar, súrar grísatær, saltkjöt, magall, flatkökur, ítalskt salat, (súrar lambalappir), súr sviðasulta, ný svínasulta, súr lifrapysla, soðin svið, gróf hrossabjúgu, harðfiskur, rúgbrauð, rófustappa og kjúklingabitar Starfsmaður óskast Sjóvá-Almennar óska eltir að ráða ■- þjónustufulltrúa í útibúlð á Akranesi. Umsækjandi þarf að hafa staðgóða tölvukunnáttu og ríka þjónustulund. Ekki er krafist vátryggingalegrar þekkingar en umsækjandi mun fá kennslu á því sviði og fær tækifæri til að eflast og þróast í starfi. Skriflegum umsóknum skal skilað í útibúið að Garðabraut 2 fyrir 19. janúar nk. SJOVA ALMENNAR Akranesumbob • Carðabraut 2 • Sími 431 2800

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.