Skessuhorn


Skessuhorn - 10.01.2002, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 10.01.2002, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 ^aJUSUnui. Gott að sofa yfir góðri bíómynd Á þrettándanum opnaði nýtt kaffihús við Brúartorg í Borgamesi und- ir nafninu Vivaldi. Þessi nýi veitingastaður hefur hlotið goðar viðtökur á sínum fýrstu ævidögum þótt ekki fari á milli mála að mörgum þyki bjartsýni að opna nýjan veitingastað í Borgamesi á þessum síðustu og verstu... Skessuhorn kíkti í gegnum skráargatið hjá öðmm eiganda veit- ingastaðarins. Nafii: Halldóra Bergsdóttir Fæðingadagur og ár: 24. ágúst 1969 Starf: Nemandi í Viðskiptaháskólanum á Bifröst og veitingahússeigandi. Fjölskylduhagir: Gift Hafsteini Sævarssyni og við eigum þrjú yndisleg böm saman Hvemig bíl áttu: Skoda Octavia station Uppáhalds matur: Nautalundir og humar Uppáhalds drykkur: Gott Rioja rauðvín Uppáhalds sjónvarpsefni: Það er alltaf gott að sofa yfir góðri bíómynd Uppáhalds sjónvarpsmaður: Sigmundur Emir Rúnarsson (því miður hættur, þannig að e'g les þá bara DV) Uppáhalds leikari innlendur: Ingyar Sigurðsson Uppáhalds leikari erlendur: Tom Hanks Besta bíómyndin: Forrest Gump Uppáhalds íþróttamaður: Börnin mín sem æfafrjálsar íþróttir ogfótbolta með Skallagrími Uppáhalds íþróttafélag: Afram Skallagrímur Uppáhalds stjómmálamaður: Halldór Asgrímsson (afþví hann heitir svo fallegu nafni) Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Halli Reynis, Páll Oskar og svo er Bjöggi alltaf góður. Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Elton John Uppáhalds rithöfundur: Mary Higgins Clark Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjóminni: Hlutlaus Hvað meturðu mest ífari annara: Stundvísi og heiðarleika Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annara: Ostundvísi, óheiðarleiki ogyfirborðskennd Hverþinn helsti kostur: Það er annarra að dæma það Hver erþinn helsti ókostur: Hvar viltu að ég byrji??? Erþörffyrir kajfihús í Borgamesi: Já að mínu mati, ekki spuming Hvað verður í boði á Vivaldi: Við erum með léttan mat, gæða kajfi og meðlæti, bjór og vín, svo eitthvað sé nefnt. Hvemig hafa móttökumar verið: Þær hafa veriðframar bjönustu vonum. Afhvetju Vivaldi: Ætlunin er sú að vera með árstíðar þema í útliti, mat og drykk ogþað varjú Vivaldi tónskáldið fræga sem samdi árstíðimar fiórar þannig að okkur fannst þetta tengjast mjög vel. Eitthvað að lokum: Sérstakar þakkir fyrir þær stórkostlegu móttökur sem Vivaldi hefur fengið. Bjóðum Vestlend- inga sérstaklega velkomna sem og alla þá sem leið eiga um Borgames. Eygló Egilsdóttir Það er Eygló Egilsdóttdr, hótelstýra á Hótel Höfða í Ólafsvík, sem sýnir okkur hvað er að gerast í eldhúskróki hennar þessa dagana. Eygló ætlar sér á nýju ári að skipta aðeins um áherslur í matar- gerð sinni og ætlar sér að borða meira af léttum réttum á þessu ári, hreyfa sig meira og helst að létt- ast um 7 kg. Hún gefur okkur hér uppskrift af grænmetisböku sem hún segir að sé tilvalið að elda eftir allar steikumar um jólin og fari vel í maga líkt og margir aðrir slíkir réttir. Flatbökur (pizzur) em einnig oftast létt fæði en þann 4. desember sl. var opnaður pizzakrókur hjá Eygló inni á Hótel Höfða í Ólafsvík og segir Eygló að þar verði boðið upp á ekta ítalskar pizzur með þunnum botni. Eiga vafalaust margir eftir að fýlgja fordæmi Eyglóar og setja sér göfug markmið í mataræði á nýju ári og þá era grænmetisbökur, eins og sú sem Eygló gefur okkur uppskrift að, freist- andi kostur. Sveppabaka með rifnum osti. Uppskrift fyrir sex manneskjur. 70 g soðnar kartöflur 600 g nýir sveppir 50 g smjör 200 g rifinn ostur (þeir sem vilja geta notað parmaost) Salt Svartur pipar Söxuð steinselja Smjórdeigsbotn (fæst í bakaríum) Stráið osti í botninn á forminu og hyljið með sveppasneiðum og kryddið með salti, pipar og stein- selju. Setjið næst kartöflulag og kryddið aftur. Látið svo restina af sveppunum ofaná og kryddið. Dreifið smjörklípunni ofaná sveppina. Stráið osti yfir og bakið í um 15 mínútur á 180 gráðu hita. Gott er að hafa með þessu ferskt salat með fetaosti og svörtum olífum, rauðvínsglas skemmir ekki. Léttur réttur, auðveldur og fljótlegur. Upplagt er að nota afganga eða annað grænmeti eins og hver vill. Verði ykkur að góðu. Eigendur Mareindar f.v. Dagbjört Lína, Halldór, Þorsteinn B. Sveinsson og Kristín Pétursdóttir taka við framfaraverðlaunum úr höndum Gísla K. Halldórssonar, formanns Eyrbyggja. Mareind hlýtur framfara- verðlaun Eyrbyggja 2001 Eyrbyggjar, hollvinasamtök Gmndarfjarðar, veittu sl. laugardag svokölluð ffamfaraverðlaun, en það em verðlaun sem veitt era þeim að- ila sem þau telja að hafa staðið sig vel við eflingu atvinnulífs eða efl- ingar mannlífs og menningar í Grandarfirði. Er þetta þriðja árið sem Eyrbyggjar veita þessi verð- laun en venju samkvæmt era þau veitt í upphafi nýs árs. Að þessu sinni var einu fýrirtæki veitt fram- faraverðlaunin og komu þau í hlut Mareindar, fýrirtækis í Grandar- firði sem byggir starfsemi sína á þjónustu við sjávarútveginn þar sem um er að ræða sölu á ýmiss konar rafeindabúnaði, uppsemingu hans og viðhaldi. Stærstu viðskipta- vinir Mareindar era útgerðarfýrir- tækin og bátarnir. Hlýtur Mareind ffamfaraverðlatmin 2001 fýrir far- sæla uppbyggingu á fýrirtæki sem starfar á sviði sem ekki var áður til í byggðarlaginu.. Saga Mareindar Fyrirtæki> var stofna> í lok árs- ins 1993 af Halldóri K. Halldórs- syni núverandi framkvæmda- stjóra og Dagbjörtu Línu Krist- jánsdóttur. Markmið með stofhun fýrirtæk- isins var að þjónusta fiskiskipaflot- ann á Snæfellsnesi á sviði siglinga-, fjarskipta- og fiskileitartækja með sölu og viðgerðum á þeim tækja- búnaði. I upphafi árs 1994 tók fýrirtækið til starfa að Smiðjustíg 1 en ári síð- ar eða í febrúar 1995 fíutti Mareind að Sólvöllum 10. Það var síðan í apríl á síðasta ári að Mareind flutti í eigið húsnæði að Nesvegi 7, en það er 200 fermetra stálgrindarhús. Vorið 1999 var vendipunkmr í rekstri fýrirtækisins en þá seldu Halldór og Dagbjört helmingshlut í Mareind til Þorsteins B. Sveins- sonar og Kristínar Pémrsdótmr sem eru nú einnig starfandi hjá fýr- irtækinu. Markaðssvæði Mareindar á sviði sölu og þjónustu er allt Snæfellsnes en fyrirtækið þjónar einnig mörg- um viðskiptavinum á höfuðborgar- svæðinu, á suðurfjörðum Vestfjarða og á Sauðárkróki. I dag era fimm starfsmenn hjá Mareind smh/shg Til leigu Borgarbraut 59 - Gamla Esso Húsnæðið er u.þ.b. 140 fermetrar og leigist undir hvers konar verslunar- og þjónustustarfsemi. Áhugasamir hafi samband við Guðstein hjá KÐ Ðorgarnesi í síma 430-5502. KB Borgarnesi. Öli svör óskast send til gein@kb.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.