Skessuhorn


Skessuhorn - 10.01.2002, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 10.01.2002, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 SKgssiniOisíS Stykkishólmur Slökkviliðið og björgunarsveit undir sama þak A síðasta bæjarráðsfundi Stykkishólms þann 3. janúar sl. voru lögð fram bréf Vinnueftir- lits ríkisins og Brunamálastofn- unar vegna húsnæðis Björgun- arsveitarinnar Berserkja í Stykkishólmi, að Nesvegi 3, sem nú styttist óðum í að verði fokhelt. I kjölfarið hefur bæjar- ráð Stykkishólms samþykkt að fela bæjarstjóra, Ola Jóni Gunnarssyni, að gera samning um kaup eða leigu á húsnæði fyrir slökkviliðið í bænum. Eins og komið hefur fram í Skessu- horni hafa viðræður um að slökkviliðið deili húsnæðinu að Nesvegi 3 með björgunarsveit- inni átt sér stað síðan ráðist var í byggingu hússins. Oli Jón sagðist í samtali við Skessuhorn reikna með því, ef allt gengi effir, að hann gæti lagt samning um framtíðarstaðsetningu slökkviliðsins á fundi bæjar- stjómar 17. janúar næstkom- andi. Þorbergur Bæringsson, slökkviliðsstjóri í Stykkishólmi, hafði á bæjarráðsfundi lýst yfir vilja sínum til að fara með slökkviliðið inn í bygginguna yrðu matskýrslur fyrrnefndra stofnana jákvæðar. Að sögn Þorbergs hefur ekki verið rætt við hann nýlega um málavexti og vildi hann því ekki tjá sig um málið að svo stöddu. smh Sýslumannsembættið á SnæfeUsnesi Laus staða yfir- lögregluþjóns Þann 1. janúar sl. varð form- lega Iaus staða yfirlögregluþjóns hjá sýslumannsembættinu á Snæfellsnesi. Fráfarandi yfirlög- regluþjónn er Eðvarð Amason, en hann baðst sjálfur lausnar ffá störfum fyrir nokkra og var staðan ómönnuð í nokkurn tíma á síðasta ári. Að sögn sýslu- mannsins á Snæfellsnesi, Olafs Olafssonar, mun staðan verða auglýst laus til umsóknar á allra næstu vikum. smh Loftorka og Sól- fell byggja fyrir Bifrestinga Munnlegt samkomulag hefur tekist með Viðskiptaháskólanum á Bifföst og Loftbrku í Borgar- nesi um byggingu nýrra nem- endagarða fyrir skólann og er þar um 14-16 fjölskylduíbúðir í tveggja hæða fjölbýlishúsi að ræða. Að sögn Runólfs Agústs- sonar, rektors, mun verða geng- ið formlega frá samningum á næstu dögum og ffamkvæmdir strax í kjölfarið. Aður hefur skólinn samið við Sólfell um byggingu á tveggja hæða fjölbýli með einstaklingsíbúðum. Run- ólfur segir að samtals muni þess- ar byggingar hýsa um 40 manns og mæta þannig húsnæðisefrir- spurninni fyrir næsta skólaár, en áætlað er að þessar framkvæmd- ir kosti um 200 milljónir króna. smh Stjóm Verkalýðsfélags Borgamess telur aðkomu Norðlenska með eindæmum Á stjómarfundi Verkalýðsfélags Borgamess 3. janúar 2002 var að- almálið á dagskrá umfjöllun og skoðun á starffækslu sláturhúss og kjötvinnslu í Borgamesi. I fréttatilkynmngu frá félaginu seg- ir. "Hér í þessu tnikla Iandbúnað- arhéraði hefur tun margra áratuga skeið verið rekið sláturhús og kjötvinnsla. Við Borgfirðingum blasir nú sú staðreynd að Norð- lenska matborðið ehf. lauk síðasta starfeári með því að segja upp öll- um starfemönnum fyrirtækisins í Borgamesi, samtals 37 manns." Með eindæmum Stjómarmenn vora á einu máli um það að aðkoma Norðlenska mat- borðsins ehf. hafi verið með ein- dæmum. í fréttatilkynningunni seg- ir: "Þetta fyrirtæki, sem mvm að stofrii til vera í eigu Kaupfélags Ey- firðinga eða afkomenda þess, tók yfir rekstur stórgripasláturhúss og kjöt- vinnslu fyrir hálfu ári síðan og gerði þá bindandi 3ja ára leigusamning við Goða (Kjötumboðið) eftir úttekt á húsnæði og tækjum. Því er ekki ó- eðlilegt að spurt sé hvað hafi breyst á þessu ca. 6 mánaða tímabili: Hefrir á- stand húsnæðisins versnað svo snar- lega við komu Norðlenska að ekki er lengur unnt að reka hér kjötiðnað? Er það komið í ljós á þessum stutta tíma að starfeemin hér í Borgamesi valdi þessum mikla hallarekstri sem í reynd virðist vera á heildarrekstri norðanmanna til margra ára, a.m.k. í þessari grein? Eða er það kannski stefria norðanmanna að hér í Borgar- nesi, í næsta nágrennis aðalmarkaðs- svæðis landsins, leggist af allur kjöt- iðnaður til að minnka val neytenda enn ffekar varðandi kjötvörur?" Ályktun I lok stjómarfundarins var eftirfar- andi ályktun samþykkt einróma: "Stjóm Verkalýðsfélags Borgamess harmar lítt grundaðar uppsagnir alls starfefólks Norðlenska matborðsins ehf. í Borgamesi í lok nýliðins árs. Jafriffamt fagnar stjómin jákvæð- um og skjótum viðbrögðum heima- aðila við vandanum sem þessar upp- sagnir hafa í för með sér og vonar að sú vinna sem farin er í gang leiði það af sér að hér verði áffam rekin slátr- un og öflugur kjötiðnaður." GE Margar kenntiöliir á fáum árum Um nokkurt skeið hefur ríkt ó- vissa um framtíð kjötvinnslu í Borgamesi og hefur þessi atvinnu- grein lengi átt erfitt uppdráttar þrátt fyrir að vera einn af aðal at- vinnuvegum bæjarins. Á síðustu áram hefur ítrekað verið reynt að snúa þeirri þróun við og byggja at- vinnugreinina upp en án árangurs. Allnokkur fyrirtæki hafa haft með reksmr afurðastöðvanna í Borgamesi að gera þótt Kaupfélag Borgfirðinga hafi lengst af verið stærsti eigandi þeirra. Til glöggv- unar fyrir lesendur er eigendasag- an hér rifjuð upp í örstutw máli. GE 1920: Sláturfelag Borgfirðinga stofriað. 1930: Sláturfélag Borgfirðinga sameinast Kaupfélagi Borgfirðinga. 1993: Afurðasala Borgamess sem var í eigu KB, Borgarbyggðar og bænda tekur við rekstri sláturhúsa og kjötvinnslu KB. 1998 (janúar) Þrjú hlutafélög stofriuð um rekstur Afurðasölunnar. Borgames kjötvörur yfirtaka kjötvinnslu. Sláturfé- lagið Brákarey tekur yfir slátrun. AB mjöl tekur yfir kjötmjölsverksmiðju. KB átti allt hlutafé í öllum þessum hlutafélög- um. Afurðasala Borgamess er áfram til sem eignarhaldsfélag og á fasteignir sem tilheyra slátrun og vinnslu í Brákarey 1998 (ágúst) Sláturfélag Vesturlands (I eigu Norðvesturbandalagsins, KB ofl.) yfitekur slátrun sauðfjár og stórgripa í Brákari. 1999: Afurðasala Borgamess fer í nauðarsamninga og nafrii hennar er breytt í Eignarhaldsfélagið Brákarey.. 2000 (1. júlí) Eignarhaldsfélagið Brákarey og Borgames kjötvörur sameinast inn í Goða. Sláturfélag Vesturlands sam- einaðist hinsvegar aldrei Goða hf en Goði eignaðist öll hlutabréf í félaginu. AB mjöl var áfram í eigu KB. 2001 (júlí) Norðlenska matborðið leigir stórgripasláturhús og kjötvinnsluna í Brákarey af Goða hf. og yfirtekur rekst- urinn. 2001. (september) Kaupfélag Borgfirðinga leigir rekstur sauðfjárslámrhúss af Kjötumboðinu hf. Sem áður hét Goði hf. 2001 (30. desember) Norðlenska matborðið segir upp öllum starfemönnum kjötvinnslu og stórgripasláturhúss í Borg- amesi. Alls 37 manns. 2002 ???? Enn óvíst hver eignast Sælingsdalstungu Engin rök fyrir að neyta forkaupsréttar segir Guðjón Smári Agnarsson Eins og Skessuhom sagði frá fyrir skömmu tapaði Dalabyggð máli fyrir Héraðsdómi Vesturlands þar sem úrskurðað var um réttmæti þess að nýta forkaupsrétt vegna sölu á jörðinni SælingsdalsWngu í Sælingsdal. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að sveitarfé- Iagið hefði ekki verið í rétti til að nýta þann forkaupsrétt sem sveit- aifélögum er áskilinn. I samtali við Skessuhom s.l. mánudag sagði Haraldur Líndal sveitarstjóri Dalabyggðar að eklri hefði enn verið tekin ákvörðim um hvort málinu yrði áfirýjað til Hæstaréttar. Væri löngu fluttur Guðjón Smári Agnarsson bóksali í Reykjavík hafði gert samning um kaup á jörðinni þegar Dalabyggð á- kvað að neyta forkaupsréttar. Hann sætti sig ekki við þau rök að það þjón- aði hagsmunum byggðarlagsins að sveitarfélagið eignaðist jörðina en hann ekki. Dalabyggð greip inn í eðlileg fasteignaviðskipti á ffjálsum markaði. Hann skaut því málinu fyr- ir dómstóla eftir að landbúnaðar- ráðuneytið hafði úrskurðað Dala- byggð í vil. "Við gerðum strax í upp- hafi grein fyrir okkar áformum sem era að rækta þama skóg og stunda jarðrækt ásamt ferðaþjónusw. Við gerðum einnig grein fyrir því að við ætluðum að eiga þarna heimili þannig að ég fæ ekki skilið hvemig það á að þjóna frekar hagsmunum byggðarinnar að sveitarfélagið kaupi jörðina og brytji niður í sumarbú- staðalóðir eins og sveitarstjóm hefrir áformað," segir Guðjón Smári. "Lög um forkaupsrétt sveitarfélaga eiga að mínu viti að hafa þann tilgang að tryggja ef hægt er að jarðir séu í byggð og nýttar á eðlilegan hátt. Við ætluðum að búa þama og life af því sem jörðin gefur en höftim jafriffamt aðra möguleika til að stunda atvinnu og færðum gild rök fyrir því. Ég hélt að það þjónaði hagsmunum sveitar- félagsins að þangað flytjist fólk. Eg veit ekki betur en það hafi verið um- talsverð fólksfækkun í Dalabyggð á undanfömum árum og ég hélt að menn vildu snúa þeirri þrótm við en það virðist ekki vera." Ekki hættur við Guðjón Smári segir að hann hafi enn í hyggju að flytja vestur eftir að kaupin eru frágengin. "Við hefðum flutt síðasta vor ef þessi málaferli hefðu ekki komið til og höfðum gert okkar áætlanir miðað við það. Við ætlum enn að flytja og áffýi Dala- byggð málinu ekki steftium við að því að flytja í sumar. Ef Dalabyggð á- kveður hinsvegar að áfrýja þá tefet það enn frekar og óvíst hvort málið verður til lykta leitt fyrr en seint á þessu ári eða byrjun þess næsta. Sennilega tefur það fyrir okkur um eitt ár í viðbót. Við vonum hinsveg- ar það besta," segir Smári. Dalir Sameiningar- nefnd skilar af sér Nefnd sem skipuð var af Dalabyggð, Saurbæjarhreppi og Reykhólasveit til að kanna grandvöll fyrir sameiningu þess- ara sveitarfélaga hélt sinn síðasta fund í gær og lagði fram tillögur til viðkomandi sveitarstjórna. Nefndin leggur til að gengið verði til kosninga meðal íbúa sveitarfélaganna innan tíðar um hvort sameina skuli sveitarfélög- in. Það kemur síðan í hlut hverr- ar sveitarstjórnar fyrir sig að taka afstöðu til þess en ekki verður búið að funda í öllum sveitarstjómunum fyrr en í lok mánaðarins. GE Þunga- takmarkanir Það er frekar óvenjulegt að þungatakmarkanir séu á vegum á þessum árstíma en samkvæmt upplýsingum ffá lögreglunni í Borgamesi hefur að undanfömu verið strangt eftirlit með að þær séu virtar þar sem vegir hafe víða spillst vegna bleyW. Þá hef- ur úrfellið síðusw daga og vilcur valdið skemmdum í malbiki á stöku stað og að sögn lögreglu bárust fjórar tilkynningar um tjón á bílum vegna skemmda í malbiki við Grundartanga um helgina. GE Sjúkrahús Akraness fær íbúð í arf Sjúkrahús Akraness hefur fengið íbúð að Höfðabraut 8 á Akranesi í arf ffá Sigurði Péwrs- syni, en hann lést þann 22. sept- ember á síðasta ári. Sigurður á- nafriaði arfinum sérstaklega til uppbyggingar fæðinga- og kvensjúkdómadeildar. Með í- búðinni fylgir biffeiðageymsla að Höfðabraut 12a. Var skiptayfirlýsing, dagsett 21. nóvember 2001, lögð ffam á fundi stjómar Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akra- nesi þriðjudaginn 18. desember 2001. Stjóm sjúkrahússins hefur á- kveðið að bjóða aðstandendum Sigurðar til móttöku til að tjá þakklæti sitt og virðingu. smh Unnið að stofn- un kjötvinnslu Eins og fram kom í síðasta tölublaði Skessuhoms var að framkvæði Verkalýðsfélags Borgamess stoftiaður vinnuhóp- ur til að skoða og móta hug- myndir um áffamhaldandi starf- rækslu kjötvinnslu í Borgamesi. Atvinnuráðgjöf Veswrlands stýrir þeirri vinnu og að sögn Hrefriu B. Jónsdótwr atvinnu- ráðgjafa hafa verið stöðug fund- arhöld í gangi og standa vonir til að innan fárra daga verði hægt að leggja fram tillögur um hugs- anlega stofnun fyrirtækis. Hún sagði hinsvegar að enn væri of snemmt að segja til af eða á hvort grundvöllur væri fyrir slíku eða í hvaða formi slíkt fyrirtæki gæti orðið. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.