Skessuhorn


Skessuhorn - 10.01.2002, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 10.01.2002, Blaðsíða 12
i TOYOTA salurinn Borgarnesi PÓSTURINN WKHttKT* jSKSKMEKPM www.postur.is Þú pantar, Pósturinn afhendir. Heimsending um allt land Engjaási 2, 310 Borgames, síml 437 2300, fax 437 2310 * * Þúsund málum fleira hjá Borgameslögreglu Þyrfti að fjölga lögreglumönnum um þrjá segir sýslumaður Heildar málafiöldi hjá lögreglunni í Borgamesi var um 2700 mál á síð- asta ári sem er fjölgun sem nemur um þúsund málum milli ára. "Það hefur fjölgað í öllum málaflokkum hjá okkur en mesta fjölgunin er í umferðarlagabrotum og þá sérstaklega hrað- akstri," segir Stefán Skarphéðinsson sýslu- maður í Borgamesi. Hann segir að skýringin á þessari geysilegu fjölgun mála sé þó líklega ekki sú að glæpa- hneigð Borgfirðinga hafi aukist skyndilega. "Umferðarefdrht hefur verið gert skilvirkara og samvinna lögregluembættanna á Vesturlandi hefur skilað góðum árangri. Aukn- ingin er mest yfir sumarið enda hef- ur umferð verið að aukast ár ffá ári," segir Stefan. Þarf fleiri menn Þrátt fýrir mikla aukningu mála hefur lögreglumönnum ekki fjölgað og fjárffamlög til embættisins hafa heldur ekki hækkað. Atta lögreglu- þjónar em starfandi við embættið, þar af era lögreglustjóri og einn maður sem sinnir toll- gæslu en sex lögreglu- þjónar em á þrískipmm vökmm. Stefán segir íjarri því að það sé nóg. "Við höfum gagnrýnt að fjöldi lögregluþjóna stjórnist eingöngu af fólksfjölda en kannanir hafa sýnt að fólksfjöldi í Borgarfjarðarhéraði margfaldast yfir sumar- tímann en það er vitað að hér em allt að mtmgu þúsund manns sumar helgar með sumar- húsagestum. Þá er ótalin öll umferð- in í gegnum héraðið. Ef vel á að vera þá þyrftu að vera hér níu lögreglu- þjónar á vöktum í stað sex. Það er ekkert sem bendir til að þeim verði fjölgað á næstunni en við fylgjumst vel með hvað gerist á Selfossi en þar má segja að verið sé að kljást við sömu vandamál og hér. Við höfum hinsvegar von um að staða tollgæslu- manns verði tekin út úr og hann ekki skilgreindur sem lögregluþjónn við embættið sem er óeðlilegt þar sem hans starfssvið tengist fyrst og ff emst höfninni á Grundartanga. Það mun vonandi breytast þegar Grundar- tangahöfn verður aðaltollhöfn," seg- ir Stefan. GE Stefán Skarpbéðinsson sýslumaður Skagamenn í basli í körfunni Erlendur og Brynjar í Skaflagrím Á ýmsu hefur gengið f leikmanna- málum Skagamanna í 1. deildinni í körfuknatdeik á yfirstandandi leik- tíð. Síðusm tíðindi em þau að Er- lendur Ottesen og Brynjar Sigurðs- son skiptu yfir í úrvalsdeildarlið SkaOagríms nú strax effir áramót, en þeir hafa verið byrjunarliðsmenn hjá Skagamönnum í allan vemr. Að sögn Sævaldar Bjamasonar, þjálfara Skagamanna, hefiir Brynjar spilað með Skagamönnum í fjölda ára og verið nokkuð farsæll. Hann segir Erlend Ottesen mjög efnilegan leik- mann og að hann hafi verið einn besti maður Skagamanna á tímabil- inu. Sævaldur segir að hann hafi ekki vitað um ástæður félagaskipta þeirra félaga fýrr en þau hafi verið afstaðin, en þá hafi sagst vilja reyna sig aftur í úrvalsdeild og Erlendur vildi færa sig yfir í eitthvað stærra umhverfi þar sem áskorunin væri meiri, en þetta hafi komið mikið á óvart. Áður hafði Svanur Svansson hætt snemma tímabils, Ægir Hrafh Jónsson skipt í Val og Brynjar Karl Sigurðsson hættd bæði að leika og þjálfa með Skagamönnum vegna ógreiddra launa. Hann þjálfár þó enn yngri flokka félagsins. Sævaldur tekur undir að vænting- ar til liðsins hafi verið nokkrar í upp- hafi tímabilsins og miðað við þann mannskap sem var til staðar í upp- hafi hefði mátt gera eitthvað meira en raun ber vitni. Hann aftekur þó að það sé einhver uppgjafarandi í herbúðum Skagamanna því það séu þrátt fyrir allt 8 leikir efidr og skástd leikur liðsins (þar sem einungis náð- ist í sjö manna lið) hafi verið sl. sunnudag gegn toppliði Snæfellinga. „Staðan er sú að hugsanlega verður sameinað a-lið Skagamanna og svo c-Mð (1. flokkur) eða þá að einhverj- ir leikmenn koma til með- að spila með a- liðinu. Við skulum því bara bíða og sjá en ég er ekki hættur og þeir sem eftir era æda vissulega að gera allt í sínu valdi til að halda þessu liði uppi," segir Sævaldur að lokum. smh Fyrsta bam ársins Fyrsta barn ársins á Vestur- landi lét' bíða eftir sér og kom ekki í heiminn fyrr en á sjötta degi ársins. Það reyndist vera drengur úr Árdal í Borgarfjarð- arsveit en hann fæddist á Sjúkra- húsi Akraness kl. 4.15 þann 6. janúar. Vóg hann rúm 4200 grömm og var 54 cm á lengd við fæðingu. Foreldrar drengsins era þau Anna Sigríður Hauksdóttir og Kristján Ingi Pétursson. Á myndinni situr stóra systir, Svava Sjöfh, undir snáðanum. Erlendur Ottesen * Núna þarft þú ekki aöfara lengra! Ný þjónusta gleraugnaverslunarinnar Sjón í Borgarfirð. Gleraugnaverslunin Sjón verður hjá fasteignasölunni Eign.is, Egilsgötu 2, fimmtudag, 17. janúar og föstudaginn 18. janúar frá kl. 10:00 - 18:00. Hringdu í síma 511 6699 fyrir nánari upplýsingar. Gleraugnaverslunin Sjón veitir öllum viðskiptavinum núna 30% afslátt af nýjum gleraugum. Verðum meöyfir 500 umgjörðr á staðium, eingöngu það allra nýjasta. 2002 línan er komin! Spennandi úrval. Lesgleraugu « göngugieraugu • margskípt gleraugu (Varílux gier) • línsur • sölgleraugu meðstyrkieika SlBEjEEBEBBOE Sjón - alltaf betri þjónusta. Laugavegi 62 101 Reykjavik sími 511 6699 fax 511 6699 markus@sjon.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.