Skessuhorn


Skessuhorn - 10.01.2002, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 10.01.2002, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2002 ^áessunuw. Af Goðaniálum Allt frá liðnu sumri hefur ýmislegt verið rætt og ritað um málefni þess fyrirtækis sem áður hét Goði en heit- ir nú Kjötumboðið. Það er þekkt fyrirbæri við aðstæður eins og skap- ast hafa við hrun þessa fyrirtækis að fair verða tdl að verja málstað þess sem er að tapa, en því fleiri eru til- búnir að lýsa vanþóknun sinni og skömm á klúðrinu. Þetta er bæði eðlilegt og sjálfsagt ffá hendi þeirra sem verða fyrir tjóni og í þessu trilfelli eru „tjónþolarnir" fyrst og ffemst bændur, fyrirtæki þeirra, þ.e. kaupfé- lögin, og síðast en ekki síst starfsfólk fyrirtækisins vítt og breitt um landið sem hefur mátt þola óvissu um af- komu sína og ffamtíð. Þó ekki sé ástæða til að eltast við allt sem sagt er finnur undirritaður sig knúinn til að fara yfir nokkur at- riði sem hafa verið áberandi í um- ræðunni um Goða og hafa ýmist verið byggð á hæpnum forsendum, misskilningi eða eru alger upp- spuni. Þeir fjölmörgu sem málið varðar eiga heimtingu á því að fá að vita staðreyndir máls. Samstarf kaupfélaganna og Dalabyggðar I fyrsta lagi hefur kaupfélög- unum verið núið um nasir van- efndir á samningi við Dalamenn um samstarf í útflutningi dilka- kjöts. Það er rétt, kaupfélögin buðu upp á samstarf við útflutning. Reyndar var það svo að kaupfélög- in lögðu alla samninga milli sín og Kjötumboðsins á borðið fyrir sveitarstjóra Dalabyggðar og buðu fulla aðild að öllum þáttum hans, m.a. samstarf í sölu á afurðum inn- anlands og utan. Sveitarstjórinn afþakkaði þetta tilboð og kaupfé- lögin létu gott heita. Þann 18. ágúst samþykktu sveit- arstjórn Dalabyggðar og Kaupfé- lag Borgfirðinga viljayfirlýsingu þar sem m.a. kom fram vilji þessara aðila til að semja um leigu slátur- hússins í Búðardal og að vinna saman að lausn útflutningsskyldu. A grundvelli þessarar viljayfirlýs- ingar var síðan gerður samningur um húsaleigu en ekkert frekar að- hafst í útflutningsmálunum og þau mál ekki rædd frekar. Samkvæmt reglum um útflutningsskyldu ber sláturleyfishöfum að tilkynna til Bændasamtaka Islands fyrir 1. október með hvaða hætti þeir hyggjast leysa útflutningsskylduna. Kaupfélagshópurinn gat ekki að öllu leyti uppfyllt sína útflutnings- skyldu sjálfur og varð að leita til annarra sláturleyfishafa um kjöt- skipti. Að þeim málum var unnið í lok september og fyrirkomulagið tilkynnt til Bændasamtakanna á til- settum tíma. Ekkert heyrðist frá samningsaðilum í Dölum og því gert ráð fyrir að þar væri búið að ganga frá þessum málum, enda hafði sláturleyfishafinn þar til- kynnt í dreifibréfi til bænda að út- flutningsmál væru frágengin. Svo ber það við að í byrjun október berst bréf til kaupfélagsmanna frá sveitarstjóranum í Dölum dagsett 3. október þar sem hann óskar eft- ir viðræðum um fyrirkomulag á út- flutningi!!! Samkvæmt orðalagi bréfsins er sveitarstjóranum á þess- um tíma fullljóst að enginn samn- ingur er fyrir hendi um útflutning. Þetta var hins vegar einfaldlega of seint fram komið, ekki síst í því ljósi að fresturinn var útrunninn og kaupfélögin áttu ekkert útflutn- ingskjöt afgangs. Hefði þessi ósk komið fram á tilsettum tíma hefði henni örugglega verið vel tekið enda aldrei annað ætlunin af hálfu kaupfélaganna en að vinna sam- kvæmt viljayfirlýsingunni eins og þeim mögulega væri unnt. I þessu máli er því verið að brigsla kaupfé- lögunum um vanefndir á samning- um sem aldrei voru tril. Undirboð Sá kvittur hefur verið á kreiki að Kjötumboðið hafi í haust verið að ryðja út á markaðinn gömlu lamba- kjöti á lágu verði. Þetta er einfald- lega rangt. Birgðir félagsins frá fyrra ári hafa eingöngu verið seldar til eins fyrirtækis, þ.e. Norðlenska og alls ekki á neinu útsöluverði. Aðrir aðilar sem boðið var slíkt kjöt í haust hafa afþakkað, einhverjir með þeim rökum að þeir geti feng- ið kjöt frá síðasdiðnu hausti á lægra verði!! Og ekki kemur það kjöt frá kaupfélögunum því þeim gengur hægt að selja vegna þess að þau neita að hækka afslætti. Varðandi óuppfyllta útflutningsskyldu skal upplýst að aðeins einn sláturleyfis- hafi á landinu mun nú hafa uppfyllt útflumingsskyldu frá árinu 2000. Hagsmunir bænda Það hefur verið áberandi í þessu máli að menn hafa haldið fram hags- munum sveitarfélaga, afurðastöðva, starfsfólks í kjötvinnslum og fleiri aðila en alltaf kallað það „hagsmuni bænda.“ Allt frá því í sumar hafa þær raddir heyrst að best væri „fyrir bændur“ að gera Goða gjaldþrota. Þorvaldur T. Jónsson Það er undarleg rökfærsla að segja við alla þá bændur sem eiga inni hjá fyrirtækinu að það sé betra fyrir þá að tapa inneigninni allri heldur en að fa kannski helminginn greiddan. Jafhffamt hefur það verið gagnrýnt að leigufjárhæðin, þær 75 milljónir sem greiddar voru til Kjömmboðs- ins fyrir leigu slámrhúsanna í haust- slátrun, væri of há sem aftur bimaði á möguleikum sláturleyfishafa til að greiða hærra verð til bænda. Þessi tala var einfaldlega sú lægsta sem stjórnendur Kjötumboðsins gám samþykkt án þess að eiga á hættu að vera sakaðir um lögbrot gagnvart lánardrottnum, þar með töldum bændum, lánasjóði þeirra og sam- tökum. Þá má bæta því við vegna þess að Kaupfélögunum hefur verið núið um nasir að gleyma hagsmunum bænda að ákvörðun þeirra um að taka slámrhúsin á leigu af Goða í haust, var eingöngu tekin með hagsmuni bænda í huga. Kaupfé- lögin lim einfaldlega á það sem skyldu sína gagnvart félagsmönnum að forða sláturtíðinni frá því upp- námi sem annars var fyrirsjáanlegt. Kaupfélag Borgfirðinga mun a.m.k. ekki hafa krónu upp úr krafsinu þar sem sauðfjárbændum var gefið það loforð að öllu söluandvirði afurða skyldi skilað til þeirra þegar búið væri að greiða beinan útlagðan kosmað vegna sláturtíðar og selja afurðirnar. Víða í atvinnulífinu væru stjórnendur fyrirtækis senni- lega reknir fyrir svona „góðgerðar- starfsemi". Að Goða gengnum Nú er ljóst að Goði gamli verður með einhverjum hætti lagður til hinsm hvílu og þessa dagana er ver- ið að vinna að því að koma þeim sláturhúsum fyrirtækisins sem mögulegt er talið að reka áfram í hendur heimaaðila í hverju héraði. Ekki skal reynt að þræta fyrir það hér að þessi tilraun til að búa til eitt öflugt kjötiðnaðarfyrirtæki úr mörgum smáum hefur snúist upp í hið mesta klúður. Þeir sem tapa mesm eru bændur í hefðbundnum búgreinum sem áfram mega sætta sig við að afurðasölufyrirtæki þeirra séu mörg og smá í harðri innbyrðis samkeppni um hylli smásölunnar sem sífellt er á færri höndum. Hrakfarir kaupfélaga og annarra afurðasölufyrirtækja undanfarin mtmgu ár sýna með óyggjandi hætti að þessi atvinnugrein á við viðvarandi vanda að etja og ástæða í ljósi sögunnar til að óttast að sá vandi sé ekki leystur. Ekki er hægt að afgreiða taprekstur og gjaldþrot fjölda fyrirtækja í þessari grein vítt um land yfir mtmgu ára tímabil með því einu að segja að það hafi bara verið asnar og afglapar sem stjómuðu þeim þó ekki skuli útilok- að að slíkir finnist innanum. En í íslensku samkeppnisumhverfi nú- tímans er auðvelt að rökstyðja að mikilvægasta leiðin í kjarabarátm sauðfjárbænda sé að þjappa sér sam- an um slátran og sölu afurða sinna. •^Písnahornið Vits er börfbenn víða ratar Gleðilegt ár lesendur mínir. Sá ágæti maður Þorsteinn Guðmundsson á Skálpastöðum orti einhverntíma um þetta leyti árs : Burtu okkur ekurfrá ár sem var að líða eftir hverju er að sjá og eftir hverju að bíða. Mörgum verður það fyrir um áramót að velta því fyrir sér sem þeir ætluðu að framkvæma á nýliðnu ári en dróst yfir einhverra hluta vegna en þá er bara að endurbyggja fögra áformin eft- ir því sem verða má. Eftir Gunnlaug Pétursson frá Selhaga er þessi vísa: Dug mig brestur, daufur, sljór, dreg égflest á langinn. Lítið nesti, skakkir skór, skópu lestaganginn. Um áramótin bætist gjarnan í þann flokk í póstinum sem kallaður er gluggabréf og ég vil láta banna algjörlega þar eð slíkur pósmr ógnar yfirleitt bæði minni andlegu og veraldlegu velferð. Þó eru víst ekki allir mér sammála um það frekar en annað enda kvað Olafur Gunnars- son: Gluggabréfer gott aðfá, gleðurþað mitt sinni, allir sjá að eg er þá enn í veröldinni. Reikna ég þó með að ekki séu allir sammála Olafi frekar en mér enda ekki æskilegt að allir séu alltaf sammála um alla hluti. Kvótakerfi á ýmsum sviðum hafa fest sig í sessi á undanförn- um árum en þegar verið var að innleiða kvóta- kerfið í landbúnaði stóð svo á að Hólaskóli var ekki starffækmr og fengu þeir Matthías Egg- ertsson og Sigtryggur J. Björnsson sem höfðu verið kennarar við skólann þann starfa að reikna út framleiðslukvóta bænda á Norðurlandi vestra. Rósberg Snædal var þá staðarmaður á Hólum og fyrsm vikuna sem þeir félagar dvöldu við þennan starfa sendi hann þeim eina vísu á dag til andlegrar hjálpar og hughreystingar. A sunnudegi áður en verkið skyldi hefjast fengu þeir þetta veganesti: Skakkar eru skýrslur allar, skuldum vafðir bœndur spóla en móppudýr og kerfiskallar kúra inni í bandaskóla. llKu: 1 .: Á mánudegi barst þeim síðan eftirfarandi: Upp í móti eeviveg allir hljóta að svamla. Eftir kvótakerfi ég keyri Skódann gamla. Þriðjudagsvísan var á þessa leið: Nú mun þrjóta næturvinna nú má hrjóta opnum munni. Lítinn kvóta kvenna sinna karlar hljóta í lokrekkjunni. Á miðvikudegi þótti Rósberg nóg um að- gangshörku þeirra félaga við bændur: Reisa löppum riða á rollan slöpp og kýrin. Bændum kröppu kjörin Ijá kvóta-möppudýrin. Ekki tók svo betra við á fimmmdag: Við kerfiskörlum bölvum og kveðum svofast að orðum: Nii totta þeir bændur með tölvum sem tilberi og snakkur forðum. Loks á fösmdegi fór að koma mýkri tónn í Rósberg: Lukkufýrar letrað geta lögin skýr á eyðublað. Ær og kýr og merar meta möppudýr á Hólastað. Kveðjuskeytið kom svo á laugardeginum og virtist þá Rósberg vera farinn að dala: Alltafverð ég minni og minni, máttvana t lífsins brasi. Ég er ekki einu sinni ærgildi hjá Matthíasi. Það er ekki von að bændur þykist ofhaldnir af sínu en svo hefur raunar sjaldnast verið. Jón Ein- arsson í Miðhúsum mætti manni sem var að koma úr kaupstað og hafði sá orð á að maður sem var skammt á eftir honum væri aðeins með dót í tómum pokum á einum reiðingshesti. Jón kvað: Huga skjótum Fomafrá fréttir þjóta í stórum rokum. Hesti Ijótum Einar á er með dót í tómum pokum. Margir hafa velt fyrir sér eilífðarmálunum og hvort innkaupapokar okkar verði jafntómir hinumegin og verður víst ekki úr því skorið hérna megin grafar. Friðrik Bjömsson frá Hofs- ósi orti: Eins ogþoka eyðist ský og okkur hverfur staður. Hvað við tekur þá úrþví það veit enginn maður. Sveinbjörn heitinn Beinteinsson hafði ein- hverntíma þessi orð um eitthvað sem honum líkaði ekki allskostar: Fólkið málugt metur hér meira prjál en arðinn. Reitt er kálið, arfinn er einn um sálargarðinn. Að líkindum er hér aðeins um glens að ræða því ekki var Sveinbjörn dómharður maður jaffi- an en Baldvin Halldórssyni varð að orði eitt sinn er hann var kenndur í kaupstað: Falla dómar hjals um haf heims þar rómur gellur, ef vorum sóma akri af eitthvert blómið fellur. Sá er þó ekki snauður sem á einhvem sóma til að missa en ekki virðist Magnús Oskarsson fyrr- verandi borgarlögmaður hafa álitið að svo væri ástatt um þá sem hann helgaði eftirfarandi lim- rur: Vits er þörfþeim víða ratar m ég veit ekki til þess að kratar eða framsóknarmenn hafifattað það enn aðfara eftir kompás og radar. Egfór að athuga eitt og sá það gat mgu breytt fyrir framsóknarmenn aðfara í eitt skiptið enn að missa vitið, sem var aldrei neitt. Með þökk fyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S435 1367

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.