Skessuhorn


Skessuhorn - 31.01.2002, Side 6

Skessuhorn - 31.01.2002, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 31. JANUAR 2002 Birgitta Þura Birgisdóttir tók á dögunum þátt í Meistarakeppni ungmenna í keilu. Þrátt fyrir að vera aðeins búin að æfa keilu í skamman tíma gerði Birgitta sér lítið fyrir og hafnaði í öðru sætd í mótinu. Skagamenn hafa ekki verið frægir fyrir afrek sín í keilusalnum en hver veit nema Birgitta eigi efdr að landa nokkrum Islandsmeistartitlum fyrir IA í ffamtíðinni. Birgitta er gestur Skráargatsins þessa vikuna. Birgitta Þura Birgisdóttir Nafn: Birgitta Þura Birgisdóttir Fæðingadagur og ár: 23. apríl 1989 Starf: Nemi í Brekkubœjarskóla Fjölskylduhagir: Mamma, pabbi, afi og Mattifrændi Hvemig btl áttu: Mamma ogpabbi eiga Nizzan Micra Uppáhalds matur: Kjöt í karrý Uppáhalds drykkur: Islenskt vatn Uppáhalds sjónvarpsefni: Coldfeet Uppáhalds sjónvarpsmaður: Þorsteinn Joð Uppáhalds leikari innlendur: Jón Gnarr Uppáhalds leikari erlendur: Jim Carrey og Brad Pitt Besta bíómyndin: Rock Star eða The Wedding Planner Uppáhalds íþróttamaður: Uavid Beckham Uppáhalds íþróttafélag: ÍA, besta liðið Uppáhalds stjómmálamaður: Davíð Oddsson Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Páll Oskar og Páll Rósinkrans Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Robbie Williams Uppáhalds rithöfundur: Kristín Steinsdóttir og Eðvarð Ingólfison Attu gsm síma-.Já, 3310 Besta vinkona: Bryndís Ottesen Hvað meturðu mest ífari annarra: Að þeir séu með heiðarlegan húmor Hvaðfer mest í taugamar á þér tfari annarra: Að þeir séu óheiðarlegir Hver þinn helsti kostur: Eg læt aðra dœma um það Hver er þinn helsti ókostur: Draslari Hvemer hyrjaðir þú að æfa keilu: Fyrir u.þ.b. 3 vikum Hvað <efir þú oft í viku: Tvisvar í viku Æfir þú aðrar íþróttir: Já, badminton Hefurþú unnið pabba þinn t keilu: Já, tvisvar Eitthvað að lokum: Takkfyrir Fljótlegt ogferlega gott uppáhaldspasta - Helgu Bjarkar Bjamadóttur í Símenntunarstöð Vesturlands í Borgamesi Það eru margir sem troða í sig hefð- bundnum þorramat af áfergju um þess- ar mundir, en sumum hreinlega býður við því að halda í þær hefðir að snæða þetta gamalgróna fæði okkar á þessum árstíma. Hvemig sem á það er litið er gott að hafa eitthvað annað, fljótlegt en gott úr öðrum menningarheimum, til að grípa til þegar hinar þungu fomu ís- lensku þorravenjur em að sliga okkur. Helga Björk segir að þessi réttur komi ffá gömlum vinnufélaga og hafi verið í töluverðu uppáhaldi hjá fjölskyldunni síðustu ár. Hún segir að pastarétturinn sé oft á borðum, ekki síst þegar Svein- björg vinkona hennar kemur í heim- sókn - enda fljódegur og ferlega góður réttur. Helga Björk Bjamadóttir Pastaskrúfur eða slaufur soðnar samkvœmt leiðbeiningum ápakka ogsíðan sigtaðfrá. 1 rauð paprika I grœn paprika Nýir sveppir 2-3 hvítlauksgeirar Allt saman steikt uppúr slatta af ólífuolíu og stðan tekið af pönnunni. 1 bréfbeikon 1 bréfskinka Beikonið og skinkan steikt saman og síðan tekið af pönnunni. 1 lítill hreinn rjómaostur 1 peli rjómi Osturinn bræddur saman við rjómann á pönnunni og síðan er öllu bætt við ásamt pastanu. Loks er allt kryddað með salti, aromati og season all-kryddi. Boriðfram með góðu hvítlauksbrauði ogfersku salati. Verði ykkur að góðu. Skagamaður gerir það gott í New York Jón Tiyggvi býr til krabbameinslyf - Það er efrirspurn efrir fólki með mína þekkingu hér Það vekur jafhan athygli og aðdá- un Islendinga þegar fféttist af af- rekum landa þeirra á erlendri grundu. Jón Tryggvi Njarðarson er ungur Skagamaður sem notið hefur mikils velgengis í ffæðum sínum, efhafræði, síðustu árin og vinnur nú krefjandi og skemmtilegt starf í heimsborginni, New York, við þró- un efha til lyfjaframleiðslu fyrir krabbameinssjúklinga. Þegar það spurðist að Jón Tryggvi hefði á síðasta ári hlotnast doktorsnafnbót í efhaffæði hvarfl- aði hugur blaðamanns Skessuhoms samstundis aftur í tímann, í kennslustund í lífrænni efnafræði hjá Hannesi Þorsteinssyni í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi fyrir um 12 áram, en þá var sessu- nautur hans einmitt téður Jón Tryggvi. Var þá strax bersýnilegt að efnaffæðin átti mjög vel við hann og sætti furðu meðal sessunauta hans hversu áreynslulaus lærdóm- urinn var honum. En var Jón Tryggvi strax þá búinn að ákveða að helga líf sitt efhafræðinni? Efiiafræðin varð fagið en sagnfræðin tómstundir „Nei ég hafði aldrei neina sér- staka köllun varðandi það að fara í langt efnafræðinám en var þó búinn að ákveða það fyrir löngu að ég myndi fara langskólaveginn en þeg- ar að því kom að taka ákvörðun langaði mig til að læra stærðffæði, sögu eða efnaffæði. Þegar ég fór að velta þessu frekar fyrir mér þá fannst mér ég ekki hafa hæfileika til að ná langt í stærð- fræðinni og ákvað því að besta lausnin væri að fara í efhafræði því þá gæti ég haft söguna með sem tómstundargaman," segir Jón Tryggvi. Hann bætir við að hann muni vel eftir áfanganum hjá Hannesi Þorsteinssyni í FVA forð- um daga. „Eg hafði mjög gaman af þessum áfanga hjá Hannesi, hann notaði áhugaverða bók, sem var á ensku og var mjög skipulagður í sinni ffamsetningu.“ Eftirspum eftir fólki með mína þekkingu Þegar blaðamaður hafði samband við Jón Tryggva í New York var „kolbrjálað" að gera hjá honum, eins og hann orðaði það. „Núna þarf ég að standa mig enn betur næstu mánuði vegna þess að í haust stefhi ég að því að sækja um störf í akademíunni í Bandaríkjunum. Þannig er bæði í nógu fyrir mig að snúast í rannsóknunum og svo einnig við undirbúninginn fyrir haustið,“ en störfin við akademíuna sem Jón Tryggvi nefnir era aðstoð- arprófessorsstöður við bandaríska háskóla sem verða lausar nk. haust. „Það er ekki hægt að plana allt of mikið varðandi ffamtíðina því sam- keppni er mikil og maður veit ekki hvaða skólar era að leita þetta árið fyrr en bara um haustið og þá þarf skólunum að sjálfsögðu að lítast á mann og hvað maður hefur fram að færa. Ef svo vel vill til að manni er sýndur áhugi þá er það þó alls eng- in trygging fyrir því að maður fái prófessorsstöðu. Það er því ómögu- legt að sjá fyrir um það hvað eigi effir að koma út úr þessu og lítið annað hægt að gera, þegar búið er að senda inn umsóknir, en að bíða og sjá hvað setur. Ef þessi áætlun mín gengur ekki eftir, þá er lítill vandi fyrir mig að fá vinnu í lyfja- iðnaðinum í Bandaríkjunum, því það er eftirspum hér eftir fólki með mína þekkingu.“ Doktor frá Yale Jón Tryggvi varði doktorsritgerð sína í efnafræði við hinn virta bandaríska Yale-háskóla, í New Haven í Connecticut. „Það var hálfgerð tilviljun að ég for til Yale. Eftir að hafa lokið efhaffæðinni í Háskóla íslands vann ég á Raunvís- indastofnun og var að velta fyrir mér að fara í doktorsnám í efha- ffæði í Evrópu - og þá líklega í Þýskalandi. Mér virtist ekki vera nein þörf á að sækja allt of snemma um í Evrópu en tveir vina minna úr efnafræðinni höfðu farið í nám til Bandaríkjanna haustið á trndan og sögðu mér að þar þyrfti að sækja mjög snemma um, auk þess sem taka þyrfti ýmis próf. Eg ákvað þó að prófa þennan möguleika líka og fór í prófin og sendi inn margar umsóknir án þess að vita mikið um skólana. Síðan fóra að berast bréf frá Bandaríkjunum þar sem mér var veitt skólavist í hinum og þessum skólum, auk þess sem mér vora boðin laun fyrir sem dygðu fyrir húsnæði, fæði og öðram nauðsynj- um og að skólagjöld yrðu felld nið- ur. Þetta kom mér skemmtilega á ó- vart og ég fór fljótlega í kynnisferð til Bandaríkjanna til að heimsækja skóla. Að lokum leist mér best á Yale háskólann - og ekki spillti fyr- ir að hann er mitt á milli New York og Boston. Mér líkaði vistin þar mjög vel. Það er stórkostlegt að kynnast fólki hvaðanæva úr heimin- um og vinna auk þess við það sem maður hefur gaman af.“ Nýt lífsins í „Stóra eplinu“ Jón Tryggvi hefur búið og starfað í New York síðan hann flutti ffá New Haven í sumar. „Eg vinn hér við Sloan-Kettering krabbameins- stofnunina sem er staðsett á „upp- er east side“, eða nánar tiltekið á horni sextugasta og sjötta strætis og yorks/fyrstu breiðgötu. Eg er að vinna við efnasmíði á krabba- meinslyfjum, sem eru svo í sam- vinnu við aðra vísindamenn í stofn- uninni prófuð til að kanna virkni þeirra og aðra eiginleika. Þessi stofnun er mjög rausnarleg, því hún útvegar mér íbúð rétt hjá stofn- uninni í ffábæra hverfi auk þess sem hún niðurgreiðir leiguna svo hægt sé að ná endum saman. Pró- fessorinn sem ég vinn fyrir er einnig prófessor við Columbiahá- skólann og því hef ég aðgang að öllu apparatinu þar, auk þess sem helmingurinn af rannsóknarhópn- um er staðsettur þar. Annars er stórkostlegt að búa í New York og ég get ekki hugsað mér betra umhverfi. Hér hef ég allt til alls og get nálgast og kynnt mér ýmislegt sem væri manni ekki að- gengilegt á öðram stöðum. Mögu- leikarnir til dægradvalar hér era óendanlegir, mér finnst stundum eins og þeir takmarkist einungis af hugmyndaflugi manns, og að sjálf- sögðu tíma og peningum. Eg er í skemmtilegri vinnu og umhverfið er yndislegt, en hinir óhugnanlegu atburðir 11. septem- ber höfðu mjög mikil áhrif á mig - sérstaklega þar sem við horfðum á atburðarásina eiga sér stað ffá svöl- unum á stofnuninni sem ég vinn hjá. En lífið hér hefur nú færst nokkurn veginn í sama far og áður.“ „Smíðar“ krabba- meinslyf Og ekki nóg með að Jón Tryggvi hafi komið sér ffamarlega í flokk ungra efhaffæðimanna í New York heldur hafa rannsóknir hans göfug markmið. Hann hóf rannsóknir á þrótrn krabbameinslyfja í Yale og hefur haldið því áffam í heimsborg- inni. „Rannsóknir mínar era á sviði lífrænna efhasmíða. Líffæxm efha- smiður er allt í senn arkitekt, verk- fræðingur og byggingameistari því hann hannar og planar hvernig efiiasambandið er búið til, auk þess sem hann býr það til sjálfur. I Yale vann ég við efnasmíðar á flóknu náttúralegu efhasambandi sem er virkt gegn krabbameini, en er of flókið til að hægt sé að hagnýta það. Eg starfa einnig við rannsóknir á krabbameinslyfjum hér við Sloan- Kettering krabbameinsstofhunina í New York. Ég hef mjög gaman af þessum rannsóknum og að sjálf- sögðu vona ég að eitt af þeim lyfj- um sem ég smíða eigi eftir að koma einhverjum til góðs,“ segir Jón Tryggvi að lokum og bætir því við að hann verði hið minnsta í eitt og hálft ár til viðbótar í Bandaríkjun- rnn. Ég verð hér í New York í eitt og hálft ár í viðbót og vil helst ekki líta lengra fram í tímann. Það er um að gera að njóta líðandi stundar og svo sjáum við hvað setur.“ smh Jón Tryggvi Njarðarson, framsækinn efnafræðingur og Skagamaður í Nev> York, nýtur hér lífsins í Central Park.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.