Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2002, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 26.06.2002, Blaðsíða 5
§U[lSSIi'ÍtöM:3 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 5 Nýr veitingastaður í Tungu í Svínadal Skessubrunnur og Skessusæti Hjónin Linda Guðbjörg Samú- elsdóttir og Guðni Þórðarson í Tungu í Svínadal opnuðu á dögun- um nýjan veitingastað sem fengið hefur nafnið Skessubrunnur. Stað- urinn er hinn glæsilegasti og er staðsettur í nýju húsi sem byggt er á gömlum grunni. Linda segir að þau hjón hafi ákveðið að fara út í þessar framkvæmdir þar sem þau hafi fundið að mikil þörf væri fýrir slíkan stað. „Við erum búin að vera með þessa hugmynd í kollinum í mörg ár og ákváðum að láta af þessu verða núna. Héðan er stutt í marga fjölmenna staði svo sem Reykjavík, Akranes, Borgarnes og sumarbústaðahverfin. Hér hafa einnig verið haldin ættarmót og allt vantaði þetta fólk einhverja þjón- ustu. A staðnum eru tjaldstæði, skáli sem við leigjum t.a.m. fyrir ættarmót, lítil hestaleiga og heitir pottar auk þess sem við höfum selt veiðileyfi og jafnvel aðgang að golf- vellinum hérna á Þórisstöðum. Við vorum hér áður með hestabúskap en ákváðum að hætta honum þar sem valið stóð á milli þess að halda því áfram eða opna þennan veit- ingastað. Það var ómögulegt að vera með hvort tveggja þar sem ekki er hægt að hlaupa í útihúsin á milli þess að taka á móti ferðafólki." Loft þar sem áður var baðstofa Þau hjónin ákváðu að leita ekki langt yfir skammt eftir nafni á stað- inn. „Hér eru Skessubrunnar inni í fjalli, Skarðsheiðinni. Við köllum salinn Skessusæti en það er líka að finna í fjallinu. Okkur fannst skemmtilegt að nafnið hefði teng- ingu við svæðið og þar fyrir utan heitir enginn staður þessu nafhi.“ Eins og áður sagði er Skessubrunnur hinn glæsilegasti staður en Guðni, eiginmaður Lindu, smíðaði húsið með aðstoð annarra. Húsið er í raun byggt við gamlan bæ og þar sem nú er nokkurs konar loft var áður baðstofa. Linda segir að miðað hafi verið við að hafa hús- ið svolítið í þeirri mynd sem gamli bærinn var. Húsgögnin eru hins vegar öll ný en þau eru sérsmíðuð og innflutt. Þau eru mikið til handútskorin og í útskurðinum má sjá mikið af hestum. A einhverjum þeirra stendur Island auk þess sem á þeim er kort af landinu. „Við leit- uðum mikið að réttu húsgögnun- um, það tók marga mánuði. Okkur langaði að gera eitthvað sem væri alveg eftir okkar höfði og fengum það að lokum.“ Skessubrunnur er opinn virka daga frá klukkan 17-21 og föstudaga og laugardaga frá klukkan 23-03. SÓK Vinabæja- mót á Akranesi I kvöld (miðvikudag) verður sett vinabæjamót á Akranesi en þetta er í fjórða sinn sem slíkt mót er haldið í bænum. Yfir hundrað gestir frá bæjunum Tönder í Danmörku, Vastervik í Svíþjóð, Narpes í Finnlandi, Bamble í Noregi, Sörvági í Fær- eyjum og Qaqortoq á Græn- landi munu dveljast á Akranesi á sextíu heimilum í eina fimm daga. Hópurinn mun taka sér margt fyrir hendur meðan á ferðinni stendur. A fimmtudag verður farin ferð á Snæfellsnes þar sem siglt verður um Breiðafjörð. Síðar sama dag verða Hraun- fossar skoðaðir, ekið í Húsafell og snæddur kvöldverður við Andakílsárvirkjun. A föstudag verður gestunum skipt í hópa sem fara á námskeið m.a. um umhverfis- og skólamál. Þeir Gunnlaugur Haraldsson og Ari Trausti Guðmundsson munu svo kynna Akranes og Island og loks verður farið í reiðtúr á rammíslenskum hestum. Einnig verður gengið á Akrafjall og um Akranes og loks farið í sjóstangaveiði. Svona mætti lengi telja en dagskránni lýkur á sunnudag með messu í Akranes- kirkju. Tilgangur þessara vinabæjar- móta er að efla gagnkvæm kynni, vináttu og skilning meðal þjóðanna en þau eru haldin á þriggja ára ffesti og því eru ein fimmtán ár þangað til aftur kemur að Akurnesingum að vera í gestgjafahlutverkinu. SOK Aðalfimdur Sauðfjáiræktarbœnda var haldinn á Bifi'öst sl. mámidag og þriðjudag. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS) 2|a daga oplð mðt á Bárarvelli í Grundarfirði, laugardaginn 29. júní & á Víkurvelli í Stykkishólmi, sunnudaginn 30. júní Keppnisfyrirkomulag: Punktakeppni með 7/8 forgjöf í karla, kvenna og unglingaflokki. Alls leiknar 36 holur á 2 dögum (18 á hvomm velli). Ræst út frá kl. 9:00 báða dagana. Vegleg heildarverðlaun fyrir 5 efstu sœtin í hverjum flokki auk teiggjafar og fjölda nándarverðlauna. Skráning hafln í síma 4381075 Nánari upplýsingar í símum: 897 6279, Ríkharður 860 4141, Þorvarður Mótanefndir GVG & GMS ATVINNA! Okkur hjá Þ.Þ. Hreingerningum vantar heilsuhraust fólk til starfa við þrif (afleysingar og framtíðarstarf) Við leitum að einstaklingum sem búa yfir: Sjálfstæðum vinnubrögðum Vandvirkni Helst ekki undir 20 ára aldri Samviskusemi Umsóknir og frekari upplýsingar hjá Dísu í síma 861-8693, Gunnlaugsgötu 6 Borgarnesi í tilefni af sextugsafmœli mínu þann 30. júní nk. verður heitt á könnunni í Samkomuhúsinu við Þverárrétt eftir kl. 17:00 þann dag. Með kveðju Þórarinn frá Hamri Kynningarfundur um deiliskipulagstillögu, Ægisbraut Bobað er til kynningarfundar um deiliskipulagstillögu Ægisbrautar í Stjórnsýsluhúsinu, Stillholti 16-18, 3. hæð, miðvikudaginn 3. júlí n.k. kl. 19:30. Á fundinum verður fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga kynnt. Allir eru velkomnir, en þeir sem eiga eignir innan deiliskipulagsreitsins eða telja sig eiga sérstakra hagsmuna að gæta varðandi tillöguna eru sérstaklega hvattir til að sækja fundinn. Ólöf Gubný Valdimarsdóttir Skipulaqsfulltrúi Rafiðnaðarmenn ■■■■■.■ ''■■■■ ■ Vinnuflokkadeild Orkuveitu Reykjavíkur óskar eftir að ráða rafiðnaðarmann til starfa á Akranesi. Við leitum að dagfarsprúðum og duglegum einstaklingi sem á gott með mannleg samskipti. Starfið felst í vinnu við rafdreifikerfi Orkuveitunnar á Akranesi, uppsetningu, tengingu og viðhaldi á rafoúnaði fyrir háspennu og lágspennu. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2002. Upplýsingar um starfið gefa : Röðull Bragason flokkstjóri, sími 840 6385 Guðjón Jónsson deildarstjóri, sími 5856527. Orkuveita Reykjavíkur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.