Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2002, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 26.06.2002, Blaðsíða 7
 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 7 löndunum í kring verður æ her- skárri og spurningin er hvað leið- togar þeirra þjóða halda lengi út gagnvart pressu frá sínu fólki. Það er enginn að mæla bót sjálfs- morðsárásum Palestmumanna. Þær eru viðurstyggilegar og skaða mál- staðinn. Rót vandans er hinsvegar að Palestínumenn fá ekki að stofha eigið ríki. Landnemabyggðir Isra- ela taka um 40% af Vesturbakkan- um en slíkt landnám er gjörsamlega ólöglegt á hemumdu landi. Annað sem kom fram hjá ráð- hermm Arafats var að ef ísraelar fæm inn á Gazasvæðið yrði þar alls- herjar blóðbað. Gazasvæðið er eitt þéttbýlasta svæði í heimi. Það er að flatarmáli álíka og Borgarpresta- kall, svo dæmi sé tekið, en þama búa um 800 þúsund manns.“ Þorbjörn Hlynur segir að það hafi í raun komið sér á óvart að hann hafi ekki fundið fyrir því hatri sem ætla mætti að einkenndi átök á borð við þau sem geysað hafa í ísr- ael og Palestínu. „Maður skynjaði ekki hatur og reiði hjá þeim Palestínumönnum sem við töluðum við, hvort sem var hjá ráðamönnum eða almenningi, heldur fyrst og fremst harm, skelf- ingu og ótta. Það er í raun ótrúlegt hvemig þetta fólk hefur komist af miðað við þær þrengingar sem það hefur mátt búa við. Eg er hræddur um að ef slíkar hörmungar væra leiddar yfir okkar fólk væram við búin að gefast upp en það er krafta- verk hvernig Palestínumönnum hefur tekist að komast af og lifa líf- inu við þessar ömurlegu aðstæður." íslendingar að störfum Eftir fúndinn með Arafat heim- sótti framkvæmdanefndin systur- kirkjur Lúthersku kirkjunnar í Beit Jala og í Betlehem. Þar fengu gest- irnir meðal annars að sjá þær skemmdir sem unnar vora í árásum Israelshers í mars og apríl. Þor- bjöm Hlynur segir það hafa verið átakanlega sjón en aðeins helgi- dómurinn sjálfur fékk að vera í friði. Safnaðarheimili og munaðar- leysingjahæli kirkjunnar vora mikð skemmd og brotnar og svmdur- skotnar hurðir blöstu við augum gestanna. I ferðinni hitti Þorbjöm Hlynur tvö íslensk ungmenni sem verið hafa á mannréttindavakt á vegum Lútherska heimssambandsins og Hjálparstarfs kirkjunnar, þau Svölu Jónsdóttur og Aðalstein Þorvalds- son. Þess má geta að hinn síðar- nefndi er Borgfirðingur, ættaður frá Ambjargarlæk í Þverárhlíð. „Eg er mjög stoltur af þessu unga fólki sem þarna er að vinna mjög þýð- ingarmikið starf. Það er mjög mik- ilvægt að þarna sé fólk sem fylgist með og lætur finna fyrir sér.“ Fundað með Perez A síðasta degi heimsóknarinnar fengu nefndarmenn loks fund með Shimon Perez, utanríkisráðherra Israels en á tímabili óttuðust þeir að ekkert yrði af fúndinum þar sem fundartíma hafði verið breytt fram og til baka, margoft, á meðan á heimsókninni stóð. „Tilgangurinn með því að hitta Perez var að ræða alvarlega stöðu sjúkrahúss Lúth- erska heimssambandsins, Augusta Viktoria, sem stendur á Olífuhæð- inni í Jerúsalem. ísraelsk stjórnvöld hafa gert þá kröfu að við greiðum 12% launaskatt aftur í tímann en upphæðin væri um 4 milljónir doll- ara miðað við stöðu dagsins í dag, og síðan 300 þúsund dollara á ári. Það er ljóst að ef því verður haldið til streitu höfum við ekki bolmagn til að reka þennan spítala áfram. Þetta er stofúun sem fyrst og fremst þjónar fátæku fólki og sem dæmi um mikilvægi hans má nefna að þar er eina nýmavélin sem Palestínu- menn hafa aðgang að og þetta er eini staðurinn þar sem þeir eiga kost á meðferð við krabbameini. Það var fullyrt í okkar eyra að þessar aðgerðir væra liður í að úti- loka Palestínumenn frá allri þjón- ustu en við höfum engar sannanir fyrir því að þarna sé verið að beita vísvitandi mannvonsku. Hinsvegar er það þekkt að í stríði nota menn öll tiltæk ráð, lögleg eða ólögleg. Við fengum engin svör við okkar erindi á þessum fundi önnur en þau að Perez lofaði að koma á fót samn- ingaviðræðum um lausn á vanda sjúkrahússins. Málið er komið fyrir dómstóla en við viljum ffekar ljúka því með samkomulagi og vonandi tekst það.“ Okkar vandamál smávægileg Þorbjöm Hlynur segir það hafa verið mikla lífsreynslu að vera staddur á miðju stríðsátakasvæði. „Þetta var undarleg tilfinning fyrir mann sem kemur frá friðsælu landi og þá hugsaði maður um hvað okk- ar vandamál era smávægileg í raun. Við búum í hreinni paradís saman- borið við það fólk sem lifir í stöð- ugum ótta og býr við skort líkt og þarna er. Við urðum að vísu ekki vör við vopnuð átök þar sem við fóram um en spennan í loftinu var mikil. Við voram eilíflega að sýna skilríki og lentum hvað eftir annað í yfir- heyrslum. A flugvellinum í Tel Aviv á leiðinni heim vakti það tortryggni öryggisvarðanna að þeir fundu í farangri mínum kort, skýrslur og fleira sem tengdust palestínskum mannréttindaskrifstofum. Það kostaði þriggja kortera yfirheyrslu þar sem orðbragðið var orðið held- ur ógeðfellt í lokin. Eg var spurður aftur og aftur sömu spurninganna og ég þurfti aftur og aftur að end- urtaka sömu svörin.“ Fólkið þráir frið Flestir Islendingar hafa fýlgst með fréttum af átökum Israels- manna og Palestínumanna í fjöl- miðlum en óneitanlega hlýtur það að vera önnur upplifun að sjá á- standið með eigin augum. Að- spurður um hvort eitthvað hafi komið honum á óvart segir Þor- björn Hlynur: „Maður vissi að sjálfsögðu hvernig ástandið var og þekkti allar tölur og staðreyndir. Það sem kom mest á óvart var að sjá hvað Palestíúumenn á Vesturbakk- anum era innilokaðir í sínum þorp- um eins og ég gat um áðan. A inn- an við hundrað kílómetra leið getur fólk þurft að fara í gegnum 4 -5 varðstöðvar og þar er eintóm bið. Það skiptir engu máli þótt þú eigir deyjandi föður eða móður hinum megin við hliðið. Þú gætir verið lát- inn bíða tímunum saman eða verið vísað til baka. Það lýsir kannski á- standinu best að stór hluti palest- ínskra barna fæðist við þessar varð- stöðvar því sængurkonur á leið á sjúkrahús fá engu skárri meðferð en aðrir. Það sem orkaði hvað sterkast á mann var að sjá hvað almenningur beggja vegna, jafút Palestínumenn sem Israelsmenn er orðinn lang- þreyttur á ástandinu og þráir bara fxið. Hræðslan og óttinn er það sem einkennir þeirra líf dag frá degi.“ Kraftaverkin gerast Þorbjörn Hlynur telur að heim- sókn fulltrúa Lútherska heimssam- bandsins hafi skilað ágætum ár- angri. „Hún skilaði allavega þeim árangri að við komum okkar sjón- armiðum á framfæri við palestínsk og ísraelsk yfirvöld. Við náðum að sýna samhug og samstöðu með systurkirkjum okkar sem búa við miklar þrengingar og lögðum okk- ar lóð á vogarskálarnar hvað varðar hina pólitísku hlið málsins. Við sem þarna voram komum úr öllum heimshlutum og við munum fjalla um þetta ástand hver á sínum vett- vangi. Hin pólitíska lausn liggur í því að Evrópuríkin taki sig saman og krefjist réttlátrar niðurstöðu, sérstaklega gagnvart Bandaríkja- mönnum. Israelar era algjörlega háðir Bandaríkjamönnum og ef skrúfað væri fyrir fjárstuðning það- an myndi þetta ríki hrynja á einni nóttu. Það var svolítið einkennileg til- finning að fara þarna á milli stríð- andi fylkinga og skynja þá hyldýpis- gjá sem þar er á milli. Það eykur vissulega ekki von um frið á þessu svæði en kristnir menn geta hins- vegar leyft sér að trúa á kraftaverk því þau gerast,“ segir Þorbjörn Hlynur að lokum. f imnjjMy ILBBLBLEI Borgarbraut 61 310 Borgarnes Simi: 437-1700 Fax: 437-1017 INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali NÝTTÁ SÖLUSKRÁ EGILSGATA19 íbúð á 2. hæð, 71 ferm. Nýlega innréttuð og hús tekið í gegn að utan. Stofa parketlögð, 1 herb. dúklagt, eldhús parketlagt, viðarinnr. Baðherb. og þvottahús flísalagt. Geymslur. Verð: kr. 8.700.000. HÖFÐAHOLT 4 Einbýlishús á 2 hæðum 209 ferm. og bflskúr 55 ferm. Á neðri hæð er forstofa, stofa parketlögð, 4 herb. 3 dúklögð en 1 parketlagt. Eldhús dúklagt, viðaiinnr. Baðherb. flísalagt. Þvottahús og geymsla. Á efri hæð (risi) em 2 herb. dúklögð, hol og snyrting. Skipti á minni eign koma til greina. Verð: kr. 17.000.000. ÞORSTEINSGATA 4 Einbýlishús á 2 hæðum 103 ferm. og bflskúr 39 ferm. Á neðri hæð er dúklögð forstofa, flísalagt hol, baðherb. flísalagt, sturta. Tvö svefnherb., annað dúklagt og hitt parketlagt. Á efri hæð er parketlögð stofa, dúklagt eldhús og geymsla. Verð: kr. 10.700.000. ÞÓRUNNARGATA 9 Einbýlishús 118,7 ferm. og bflskúr 36 ferm. Flísalögð forstofa, hol og gangur með korkflísum, stofa teppalögð, baðherb. flísalagt. Eldhús dúklagt, viðarinnr. Þvottahús og búr. Gottútsýni. Verð: kr. 13.500.000. Óskum eftir að ráða bifreiðastjóra í vöruflutninga Mikil vinna VÖRURJUTNMGARi iVESTURLANDS e* Sími 437 2030 Norska húsið í Stykkishólmi 170 ára afmæli í sumar í tilefni af því erum við í afmælisskapi og laugardaginn 29. júní n.k. kl. 14.30 bjóðum við upp á skemmtun í og við Norska húsið með sönghópnum "Sex í sveit" frá Grundarfiröi, leikurum úr leikfélaginu Grímni í Stykkishólmi, danshópnum "Sporinu" frá Hvanneyri o.fl. í gráa salnum opnar Guðfinna Hjálmarsdóttir myndlistarkona sýningu sem hún vann út frá Norska húsinu og fyrstu íbúum þess og í eldhúsinu sýna Snjólaug Guömundsdóttir vefnað og flókamyndir og Ólöf Sigríður Davíðsdóttir glerverk. Við bjóðum alla velkomna að fagna með okkur afmælinu Norska húsib GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.