Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2002, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 26.06.2002, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. JUNI 2002 SSESSSÍH©BK( Marteinn Njálsson, bóndi og hesta- maður á Vestri-Leirárgörðum, er gestur í skráargati vikunnar en hann var á dögun- um kjörinn oddviti Leirár- og Mela- hrepps. Marteinn Njálsson Nafit: Marteinn Njálsson. Fteðingardagur ogár: 4. október 1949. H<eð: Eg er nú ábyggilega farinn að ganga eitthvað saman en þegar e'g var upp á mitt besta held ég að ég hafi náð 169 cm. Starf: Bóndi og umsjónarmaður ígrunnskólanum Heiðarskóla. Svo er ég nýorðinn oddviti líka. Fjölskylduhagir: Maki minn er Dóra Líndal Hjartardóttir. Við eigum þrjú böm. Uppáhalds matur: Lambainnlœrisvöðvi, rétt matreiddur. Uppáhalds drykkur: Islenskt vatn. Uppáhalds sjónvarpsefni: Það eru fréttimar, það er helst að ég horfi á þær og svo einhverja hestaþætti. Uppáhalds leikari innlendur: Hilmir Snær. Uppáhalds leikari erlendur: Kevin Costner. Besta bíómyndin: Eg lifi. Uppáhalds íþróttamaður: Um þessar mundir erþað líklega Om Am- arson, sundkappi. Uppáhalds íjrróttafélag: FH. Uppáhalds stjómmálamaður: Það er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Sigrún Eðvaldsdóttir. Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Luciano Pavarotti. Hvað meturðu mest í fari annarra: Eg met nú mest hreinskilni og heiðarleika. Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra: Grobb ogfals. Þinn helsti kostur: Eg vil nú meina að ég sé heiðarlegur og hreinskil- inn. Eg held ég geti haldið þvífram að það séu mínir kostir. Þinn helsti ókostur: Ostundvísi. Mottó: Léttleiki og að halda mér frtskum. Eitthvað að lokum: Eg vil hvetjafólk tilþess að horfa björtum augum tilframtíðarinnar! Kjúklingaréttur Katla Guðlaugsdóttir, af- greiðslukona í versluninni Ozone á Akranesi, er þekkt fyrir flest annað en eldamennsku en þrátt fyrir það lumar hún á ýmsum góðum uppskriftum. Þennan kjúklingarétt segist hún hafa fengið hjá tengdamóður sinni á Isafirði en sjálf hefur hún aðeins eldað hann einu sinni. Hún segir hann bæði auðveldan og bragð- góðan auk þess sem hann sé bráð- hollur. Katla Gwílaugsdóttir Kj úklingaréttur 1 stór kjúklingur eða tveir litlir Karrý 2 súputeningar 6 bollar soðin hrísgrjón 1/2 dós sveppa- eða kjúklingasúpa 1/2 dós sveppir 1/2 dós aspas 6 matskeiðar majrnes Gott er að bera með snittu- brauð, maísbaunir og ferskt salat. Kjúklingurinn er kryddaður með kjúkhnga- og paprikukryddi og steiktur í 1 - 1 1/2 klst, við 170-200°C. Aspassoðið hrært í majonesið, kryddað með karrý og súputeningarnir leystir upp. Sveppir og aspas hrært saman í skál með kjúklingnum og hrís- grjónunum. Allt hrært saman og sett í eldfast mót með rifnum osti yfir. Hitað við 200°C í 20 mínút- ur. Verði ykkur að góðu! Fréttavefur Vesturlands www.skessuhom.is Verið velkomin Fólkið þreytt og þráir frið segir Sr. Þorbjörn Hlynur Arnason sem nýkominn er frá átakasvæðunum í Israel Að loknumjúndi með Yasser Arafat. Átökin sem geysað hafa milli Israelsmanna og Palestínumanna á undanfömum misserum og ámm hafa varla farið framhjá mörgum Is- lendingum enda hefur varla liðið sá fréttatími í nokkmm fjölmiðli í langan tíma að ekki sé minnst á þær hörmungar sem þar eiga sér stað. Þeir em hinsvegar færri sem kynnst hafa þessu ástandi af eigin raun en einn þeirra er Þorbjörn Hlynur Amason sóknarprestur á Borg á Mýram og prófastur í Borgarfjarð- arprórfastdæmi. Þorbjörn Hlynur fór í þessum mánuði í viku ferðalag til Israel á vegum Lútherska heims- sambandsins en hann á sæti í ffam- kvæmdastjórn þess. Tilgangur ferðarinnar var að ræða við stjómvöld í Israel um mál- efni sjúkrahúss sem Lútherska heimssambandið rekur í Ausmr Jerúsalem og einnig að heimsækja Lúthersku kirkjuna í Palestínu. Upphaflega stóð til að senda alla stjómina í þessa ferð en hún telur 48 manns. Auk þess áttu að vera með í för starfsmenn sambandsins og fréttamenn eða alls um 100 manna hópur. I ljósi ástandsins eins og það hefur verið að undanförnu var ekki talið ráðlegt að fara með svo stóran flokk manna inn á svæð- ið og því var niðurstaðan að ein- ungis framkvæmdanefndin og nokkrir embættismenn fóm til Isr- ael, eða 12 manna hópur. „Mitt hlutverk í framkvæmda- nefnd Lútherska heimssambands- ins er að vera formaður Mannrétt- inda- og alþjóðanefndar og sem slíkur fékk ég það hlutverk að fara á undan hópnum, ásamt Peter Prove forstjóra mannréttindaskrifstofu sambandsins, og taka út ástandið. Við fóram þremur dögum á undan hinum og hitmm meðal annars fulltrúa ýmissa mannréttindasam- taka, ekki aðeins palestínskra held- ur einnig ísraelskra því margir Isra- elsmenn láta sig varða þau mann- réttindabrot sem þama era framin og það ófremdarástand sem þama ríkir.“ Hjartahlýtt fólk I vettvangskönnun sinni fóru Þorbjörn Hlynur og Peter meðal annars með með lækni og hjúkrun- arfólki frá sjúkrahúsi Lútherska heimssambandsins í lítið þorp utan við Ramallah og þar kynnmst þeir af eigin raun þeirri heftingu á ferðafrelsi sem Palestínumenn mega búa við. „Sjúkrahúsið veitir þessa þjónustu í nokkram þorpum og sendir þangað lækni og hjúkran- arfólk einu sinni í viku en það er eina læknisþjónustan sem þetta fólk á kost á í dag. Það tók okkur tvo tíma að komast til þorpsins en þangað era ekki nema örfáir kíló- metrar. Mesti tíminn fór í eftdrlit á varðstöðvum Israelsmanna sem era út um allt. Á einni varðstöðinni þurftum við að bíða í hálftíma á meðan verið var að fara í gegnum okkar pappíra og þaulspyrja um okkar erindi. Við slíkar aðstæður verður að sýna þolinmæði en ef menn verða pirraðir eða reiðir, get- ur farið illa. Þegar við komum til þorpsins sá læknirinn til þess að við færam þar um í fylgd heimamanna þar sem hann taldi að annars væri hætta á að við yrðum teknir fyrir Israelsmenn og að skotið yrði á okkur. Okkur var hinsvegar tekið eins og þjóðhöfðingjum þrátt fyrir að fólkið væri blásnautt. Þetta er gestrisið og hjartahlýtt fólk sem á lítið en er tdlbúið að gefa allt. Fólk- ið í þessum þorpum skrimtir á eig- in sjálfsþurftarbúskap, matjurtum sem það ræktar í sínum garðholum og fáeinum húsdýram. Um áttatíu prósent karlmanna í þessu þorpi sem við heimsóttum höfðu starfað í Jerúsalem en í dag fá engir karl- menn yfir 15 ára aldri að fara í gegnum varðstöðvarnar utan við þorpið, sérstaklega ekki ef þeir era á leið til Jerúsalem. Skorturinn þama er mikill og verður æ meiri eftir því sem lengra líður.“ I rústum höfuðstöðva Arafats Liður í formlegri heimsókn framkvæmdastjórnar Lútherska heimssambandsins var fundur með palestínskum og ísraelskum stjóm- völdum. Fyrst hittu nefndarmenn Yasser Arafat og ráðherra úr heima- stjórn Palestínu. Þegar fram- kvæmdanefndin kom til Israels var nýafstaðin árás Israelsmanna á höf- uðstöðvar Arafats í Ramallah sem var hefhdaraðgerð vegna sjálfs- morðsárásar Palestínumanna í norður Israel. Aðeins ein bygging var uppistandandi af höfuðstöðvum Arafats og þar fór fundurinn ffam. Það má segja að þessi fundur hafi verið haldinn við nokkuð einkenni- legar aðstæður, allavega ffá okkar sjónarhóli sem þekkjum ekki stríðs- átök af eigin raun. Þarna var allt á tjá og tundri, sandpokar og vopn- aðir hermenn um allt. Þetta var engu að síður góður fundur þar sem við hlýddum á sjónarmið Arafats og komum okkar skilaboð- um á framfæri. Arafat sagði á þess- um fundi að ef heimsbyggðin æd- aði að horfa aðgerðarlaus á Israels- menn, með aðstoð Bandaríkja- manna, búta í sundur Vesturbakk- ann og koma þar fyrir landnema- byggðum þá byði það heim þeirri hættu að ófriður breiddist út víðar um miðausturlönd. Almenningur í Sr. Þorbjöm Hlynur með hópi palestínskra skólabai

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.