Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2002, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 26.06.2002, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 26. JUNI 2002 SHSSiíMOaKi Vöruvalsmótið í Vestmanna- eyjum Thelma Ýr Gylfa- dóttir efinilegust og best Vöruvalsmótið fór fram í Vestmannaeyjum nýverið og kepptu 37 stúlkur úr 4. og 5. flokki fyrir hönd IA á mótinu. Hópurinn samanstóð af fjórum liðum, A og B liðum úr báðum flokkum. Arangur stelpnanna á mótinu var góður. A lið 4. flokks hafn- aði í öðru sæti eftir að hafa keppt til úrslita við Breiðablik og A og B lið 5. flokks höfnuðu bæði í 5. sæti auk þess sem 5. flokkur þótti vera með prúðasta lið mótsins. Thelma Ýr Gylfadóttir, leik- maður í 4. flokki, uppskar ríku- lega að móti loknu en hún náði þeim árangri að vera útnefnd besti leikmaður 4. flokks. Auk þess hlaut hún Lárusarbikarinn en hann er veittur efnilegasta leikmanni mótsins. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Thelmu og stelpunum. SÓK Ekki tókst að ljúka afgreiðslu nýrra hafnalaga á Alþingi í vor. Samgöngunefhd Alþingis hafði til afgreiðslu frumvarp til nýrra hafnalaga sem ég lagði fyrir þingið og mælti fyrir 7. febrúar sl. Frum- varpið áttd sér langan aðdraganda og var unnið í samstarfi við Hafnasamband sveitarfélaga, Landsamband íslenskra útvegs- manna, Samtök kaupskipaútgerða og Landsamtök smábátaútgerða. Þegar ég tók við sem samgöngu- ráðherra höfðu verið starfandi tvær nefndir, sem skoðuðu hvernig ætti að standa að breytingum á hafnalögum. Eg skipaði eina nefhd 9. desember 1999 til að vinna að málinu. Formaður þeirrar nefndar var Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður, en auk hans sátu í nefndinni Arni Þór Sigurðsson formaður Hafnasambands sveitar- félaga, Friðrik Arngrímsson fram- kvæmdastjóri LÍU, Hörður Blön- dal hafnarstjóri, Akureyri, Guð- mundur Bjarnason bæjarstjóri Fjarðabyggð og Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæ. Hvers vegna breytingar? Ur mörgum áttum hafa komið fram kröfur um breytingar á hafnalögum. Arum saman hefur Hafnasam- band sveitarfélaga ályktað um nauðsyn þess að hafnirnar yrðu sjálfstæðari og svigrúm þeirra og Iþróttadagar o g grill- veisla í Garðaseli Vikuna 18. - 21. júní voru hinir árlegu íþróttadagar í leikskólanum Garðaseli. Þá var hefðbundið starf brotið upp og boðið upp á íþróttir í staðinn. Börnin fóru í fótbolta, körfubolta, dans, keilu, frjálsar í- þróttir og gönguferðir svo eitthvað sé nefnt. Mátti sjá í hópnum marga efhilega íþróttamenn sem eiga von- andi eftir að styrkja íþróttalífið á Skaga síðar meir. Iþróttadagar eru hluti af starfi leikskólans sem tengist hreyfingu og er markmiðið að börn kynnist snemma þeirri ánægju og gleði sem hreyfing veitir þeim. Fimmtudaginn 20. júní bauð for- eldrafélagið tdl mikillar grillveislu þar sem saman komu foreldrar og systkini og jafnvel afar og ömmur barnanna í leikskólanum. Aætlað er að allt að 320 manns hafi mætt og tekið þátt í að gera daginn að þeirri ánægju sem hann varð. Rúsínan í pylsuendanum var síðan afar skemmtileg heimsókn frá Skralla trúð sem óhætt er að segja að hafi slegið í gegn. Orgeltónleikar í Reykholtsldrkju I tilefni af uppsetningu hins göf- uga orgels í Reykholtskirkju verður haldin röð orgeltóntónleika í kirkj- unni til styrktar orgelsjóði kirkjunn- ar. Orgelið var smíðað fyrir Dóm- kirkjuna í Reykjavík hjá Th Fro- benius & Co í Kaupmannahöfn árið 1934 og þjónaði henni til 1985. Sama verksmiðja gerði það upp á liðnu ári og var það vígt til notkun- ar í Reykholtskirkju á páskum 2002. Tónleikarnir eru skipulagðir í samvinnu við Félag íslenskra organ- leikara. Sex organistar munu leika sjálfvalin verk á tónleikunum sem verða haldnir á komandi laugardög- um og hefjast jafhan kl. 16.00. hefur hún í vetur sótt tíma hjá próf. Hans-Ola Ericsson í Tónlistarhá- skólanum í Pitea í Svíþjóð. Hún stóðst inntökupróf í konser- torganistadeildina þar og mun hefja nám við hana næsta haust. Lára Bryndís hefur haldið ein- leikstónleika í Langholtskirkju, Neskirkju, Hjallakirkju og í Hall- grímskirkju á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju, en þar hefur hún starfað sem aðstoðarorganisti síðast- liðin tvö ár. Auk orgelnámsins stundar Lára nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Olöfu Kolbrúnu Harðardóttur og hefur þar lokið 7. stigi. Lára Bryndís Eggertsdóttir mun leika á fyrsm tónleikunum sem verða n.k. laugardag 29. júní. A efh- isskrá hennar eru m.a. verk eftir Bach og Buxtehude. Lára Bryndís er fædd árið 1979. Hún lauk kantors- prófi ffá Tónskóla þjóðkirkjunnar ásamt 8. stigi á orgel vorið 2001 með hæsm einkunn sem gefin hefur verið, og lauk nú í vor einleikara- prófi á orgel með ágætiseinkunn. Orgelkennari Lám Bryndísar hefur verið Hörður Askelsson en auk þess Þann 6. júlí mun Friðrik Vignir Stefánsson, organisti í Grundarfirði leika. 13. júlí Guðný Einarsdóttir kantor (við firamhaldsnám í Kaup- mannahöfh), 20. júlí Haukur Guð- laugsson fv. söngmálastjóri, 3.ágúst Marteinn H. Friðriksson dómorganisti og 10. ágúst mun Kjartan Sigurjónsson organisti Digraneskirkju, formaður Félags ís- lenskra organleikara, ljúka tónleika- röðinni. (Fréttatilkynning) Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra: Afgreiðslu nýrra hafnalaga firestað ábyrgð á eigin rekstri og fjárfest- ingum yrði aukin. Samtök iðnað- arins hafa gert miklar athuga- semdir við gjaldskrá hafna og mis- munun milli atvinnuveganna og kært til samkeppnisyfirvalda. Sam- keppnisráð hefur gert athuga- semdir við samræmda gjaldskrá hafnanna, sem er talin koma í veg fyrir samkeppni og eðlilega við- skiptahætti. Innan stjórnkerfisins hefur verið bent á að gjaldskráin orki tvímælis og gjaldskráin upp- fylli ekki kröfur, sem gera verður til skatta og þjónustugjalda. I framvarpi til hafhalaga var leitast við að koma til móts við þessar at- hugasemdir að fullu. Fjárfestingar í höfnum hafa verið veralegar síð- ustu árin. Færð hafa verið fyrir því rök að nýfjárfesting gefi nú mjög takmarkaðan arð og jafhvel varla auknar tekjur til hafnanna en hafa aukið útgjöld þeirra. Dæmi hafa verið um að hafhir með neikvæða framlegð ráðist í stórfelldar fjár- festingar án þess að það standist fjárhagslegar forsendur. Flestir, sem þekkja til hafharmála eða hafa kynnt sér þau, hafa komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að breyta lögum og korna á eðlilegum viðskiptaháttum á þessu sviði. Engu að síður væri haldið til haga eðlilegum byggðasjónarmið- um og hagsmunum fiskihafna og þeirra sem þurfa að njóta þjónustu hafnanna. Víða í Evrópu er unnið að því sama og hafa nágrannaríki okkar verið að endurbæta löggjöf sína á þessu sviði. Afkoma hafnanna Afkoma íslenskra hafna er mjög mismunandi og hefur það komið skýrt fram í þeim skýrslum sem Hafnasambandið hefur látið vinna áram saman. Þær skýrslur hafa verið nýttar sem grundvöllur beiðna um hækkun gjaldskrár. Tekjur flestra fiskihafna hafa ekki staðið undir rekstri, hvað þá þeirri fjárfestingu sem farið hefur verið í. Afkoma Reykjavíkurhafhar hefur hinsvegar verið mjög góð og skap- að henni sérstöðu sem er einstök í íslensku atvinnulífi. Sú sérstaða er m.a. fógin í því að höfnin nýtur tekna af stóram hluta útflutnings og nær öllum sérvöra innflutningi til landsins og getur nýtt styrk sinn til þess að keppa við fiskihafnirnar sem hafa enga möguleika í þeirri ójöfhu samkeppni. Nýjum hafha- lögum var m.a. ætlað að skakka þennan ójafna leik, sem að öllu ó- breyttu dregur viðskipti hægt og bítandi frá fiskihöfnunum til stóra hafhanna á höfuðborgarsvæðinu. Helstu nýmæli og breytingar Mikilvægustu breytingar á rekstri hafhanna samkvæmt fram- varpinu voru þessar: 1. Samræmd gjaldskrá hafnanna verður aflögð og gjaldskrá hafn- anna gefin fijáls. 2. Opnað á mismunandi rekstrar- form hafna svo sem hlutafélaga- formið og höfnum gert að lúta samkeppnislöggjöfinni. 3. Hafnir verði virðisaukaskatt- skyldar 4. Ríkisstyrkir takmarkaðir 5. Minni fiskihafnir njóti áfram ríkisstyrkja til framkvæmda Beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga um frestun Eins og oft vill verða skömmu fyrir kosningar hafa komið upp deilur meðal sveitarstjórnarmanna um einstök atriði í framvarpi til hafnalaga. Utvegsmenn hafa nýtt sér það ástand og varað við kerfis- breytingu, sem leiði til hækkunar á tekjum hafhanna til þess að standa undir rekstri þeirra. Utvegsmenn virðast vilja halda áfram kerfi styrkja úr ríkissjóði og sveitarsjóð- um fyrir flestar hafnir landsins, sem skapar stóra höfnunum á- framhaldandi forskot. Slíkt er mikil skammsýni af þeirra hálfu því heilbrigt rekstraramhverfi í höfnum er þeim til hagsbóta þegar til lengri tíma er litið. Samband ís- lenskra sveitarfélaga óskaði eftir að afgreiðslu framvarpsins yrði frestað til hausts. Þrátt fyrir að langur tími hafi gefist til umfjöll- unar þótti mér rétt að verða við þeirri beiðni. Sumarið verður not- að til þess að ná meiri sátt um mál- ið. Mun ég óska eftir að Samband íslenskra sveitarfélga tilnefhi full- trúa í starfshóp er yfirfari fram- varpið og geri tillögur um breyt- ingar á því. Mikilvægt er fyrir hafhirnar að markmið frumvarps- ins nái fram að ganga. Ekki síst vegna þess að allar líkur era á að ó- breytt gjaldskrá standist ekki og afkoma sumra fiskihafnanna fari stöðugt versnandi. Að öllu ó- breyttu munu ýmsar fiskihafhimar lenda í þroti nema að sveitarfélög- in greiði áfram halla af rekstri þeirra með útsvarstekjum sínum. Slík staða getur vart verið ásættan- leg fyrir sveitarfélögin, auk þess sem það hlýtur að vera óforsvar- anleg staða fyrir útgerðina og þá sem njóta þjónustu hafnanna. Þrátt fyrir frestun á afgreiðslu nýrra hafnarlaga get ég, sem sam- gönguráðherra, ekki undan því vikist að láta endurskoða og breyta gjaldskrá hafnanna svo sem gild- andi hafnalög gera ráð fyrir. Fg mun á næstunni taka afstöðu til þess hvernig gjaldskrá hafhanna verður breytt, til samræmis við gildandi lög. Sú breyting getur ekki orðið í samræmi við það sem gert var ráð fyrir í tillögum haftia- laganefndarinnar. Sturla Böðvarsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.