Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2002, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 26.06.2002, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2002 SfiaeSSlöSÖE!?! WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Freyjukórinn í Borgarfirði Vel heppnað ferðalag til Austurríkis og Ungverjalands Útgefandi: Tíðindamenn ehf Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson Bloóomenn: Sigrún Ósk Kristjónsdóttir Sigurður Mór Harðarson Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson Prófarkalestur: Sigrún Ósk Kristjónsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins HM 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is 862 1310 sigrun@skessuhorn.is 865 9589 smh@skessuhorn.is 864 3228 hjortur@skessuhorn.is augl@skessuhorn.is Gísli Einarsson, ritstjóri. Freyjukórinn í Borgarfirði lagði land undir fót 14. júní sl. er kórinn ásamt fylgifiskum hélt til Ung- verjalands í kórferðalag. Kórinn hélt þrenna tónleika, eina í Vínarborg og tvenna í Ung- verjalandi. I Vínarborg voru ættjarðarlög sungin undir berum himni á 17. júní skemmtun Islendingafélagsins i Austurríki. Einnig var tíminn í Vín notaður til að skoða fallegar byggingar og fræðast um sögu Austurríkis. Þegar komið var til Ungverja- lands var haldið til í Búdapest en þaðan fór kórinn í stuttar ferðir, bæði til skemmtunar sjálfum sér og öðrum. Sungið var í Sissýarhöllinni í Gödöllö og í borginni Zseget, sem er heimaborg Zsuzsönnu Bu- dai kórstjóra. Félagar úr danshópnum Sporinu dsamt Elínu trúa Snœfellsbœjar. Söngur, kvæði, dans og þjóðleg skemmmn var yfirskrift Pakkhús- dags sem haldinn var í Ólafsvík laugardaginn 15. júní. Dagskráin hófst með lestri sagna og kvæða fyr- ir yngsm kynslóðina, kirkjukór Ó- lafsvíkur söng nokkur íslensk lög og lifandi harmonikkuleikur og ilmur af nýbökuðum vöfflum laðaði inn gesti og gangandi. Þjóðdansar voru hápunktur dagsins enda áttu þeir vel við í þessu gamla húsi. Það var danshópurinn Sporið úr Borgarfirði Freyjukórinn var með þessu ferðalagi sínu að stíga sín fyrstu spor á erlendri grundu en hann er skipaður um 40 konum sem koma víðsvegar að úr Borgarfirði. Hann var stofnaður af Bjarna Guðráðs- syni, Nesi, Reykholtsdal sem stjómaði kómum þangað til 1998 er Zsuzsanna Budai tók við. Hápunktur góðrar ferðar var heimboð í lítið þorp, Pillizanto, þar sem lúðrasveit bæjarins og kvenna- kór tóku vel á móti ferðalöngum, með söng og dansi og fengu kórfé- lagar að gæða sér á nýslátraðu svíni sem hafði lagt sitt af mörkum fyrr um daginn til að gera hann sem skemmtilegastan. Vill Freyjukórinn koma þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg og hjálpuðu til við að gera þessa ferð mögulega. GBF sem dansaði við mikla hrifningu Pakkhúsgesta. Pakkhúsið er gamalt versltmarhús, byggt árið 1844, og hýsir Byggðasafn Snæfellsbæjar. í húsinu er einnig rekin öflug upplýs- ingamiðstöð fyrir ferðamenn, byggðasafn, krambúð og hand- verksverslun. Listasýningin Sam- bönd Islands sem samanstendur af verkum erlendra listamanna sem túlka tilfinningar sínar og tengsl við Island, er nú til sýnis í Pakkhúsinu og verður ffam til 4. júlí. Framkvæmdir við SHA Samningar loks unclir- ritaðir Næstkomandi föstudag verða undirritaðir verksamningar í lista- setrinu Kirkjuhvoli um endurbæt- ur á hluta fyrstu og annarrar hæð- ar Sjúkrahúss og heilsugæslu- stöðvarinnar á Akranesi að við- stöddum tveimur ráðherrum og bæjaryfirvöldum. Sem kunnugt er var undirritun samninganna ffestað um miðjan maí síðastliðinn með skömmum fýrirvara vegna samþykktar sem gerð var á ríkis- stjómarfúndi um að öllum undir- skriftum skyldi ffestað ffam yfir kosningar. Samningurinn tekur til við- gerða og málunar á norð-austur- álmu sjúkrahússins, innréttingar á feðinga- og kvensjúkdómadeild á annarri hæð, innréttingar fyrir sótthreinsun í kjallara og endur- bóta í eldhúsi og aðliggjandi rým- um á fyrstu hæð. Utanhússffam- kvæmdir era þegar hafiiar en að sögn Guðjóns S. Brjánssonar, ffamkvæmdastjóra SHA, hefjast aðrar framkvæmdir af þunga í haust. Áætlaður heildarkostnaður er um 167 milljónir króna, en ríkið greiðir 85% af þeírri upphæð á móti 15% ffá Akraneskaupstað. Samkvæmt samningunum er áæd- að að verklok verði á árinu 2005. SÓK Bar sigurorð afErki Nool Eins og greint var frá í síðasta tölublaði Skessuhoms var Sigur- karl Gústavsson úr UMSB í hópi þeirra sem valdir vora til þess að keppa fyrir íslands hönd á Evr- ópubikarmótinu í frjálsum íþrótt- um sem haldið var í Tallin í Eist- landi. Lokastaðan varð sú að Island hafnaði í 6. sæti í bæði karla- og kvennaflokki með 74 og 75 stig. Irland sigraði í kvennaflokki en Hvíta-Rússland í karlaflokki. Sigurkarl keppti í 4x100 m boðhlaupi þar sem hann náði góðum árangri, varð þriðji af átta keppendum í mark og náði að bera sigurorð af frjálsíþrótta- kappanum Erki Nool. „Það var gríðarleg stemmning innan hóps- ins á mótinu og þetta var mjög gaman. Við fengum ágætis ffí- tíma til að skoða okkur um en á mánudag var að vísu einhvers konar frídagur í Eistlandi og allt lokað af þeim sökum. En við gát- um að sjálfsögðu skoðað bæði bæinn og húsin." SÓK Elliði með síld til Noregs Elliði GK fyllti sig af norsk-ís- lenskri síld um helgina og fór með rúm 800 tonn til löndunar í Bodö í Noregi. Aflann fékk skipið í nót. Góð veiði hefur verið undanfama daga um 150 sjómflur NV af Bjamarey og er fjöldi íslenskra skipa að veiðum á svæðinu. Sfldin er nú komin mjög langt norður eða um 750 sjómflur ffá Aust- fjarðahöfnum og tekur siglingin þangað tæpa þrjá sólarhringa að því er kemur ffam í ffétt á hb.is. SÓK Þótt það liggi máske ekki alveg í augum uppi þá vill svo skemmtilega til að undirritaður er afburðamaður á sviði knattspyrnuíþróttarinnar. Einhverjir kunna hugs- anlega að véfengja þau orð en þeir hinir sömu hafa þá væntanlega fallið í þá gryfju að láta blekkjast af mínum knattspyrnuferli sem kann á yfirborðinu að virðast ífá- hrindandi. A það skal þó bent að þrátt fyrir að ég hafi að mestu gefið upp von um landsliðssæti hef ég ekki látið deigan síga og mæti ótrauður á árlegar knatt- spyrnuæfingar. Eg hef ekki einu sinni látið síendurtek- in hnjösk knýja mig til að leggja skóna á hilluna. Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með íþróttafréttum síðustu misseri má rifja það upp að á 2001 æfingunni var ég rif- beinsbrotinn með skipulögðu áhlaupi og á æfingu þessa árs varð ég fyrir alvarlegum hnjámeiðslum þegar ég æfði fögn. Til viðbótar má neína fjölmörg fingurbrot ffá fyrri árum, axlartognun, hælsæri, harðsperrur og margt fleira sem orðið hefði til að eyðileggja feril minni íþróttamanna. Þrátt fyrir allt þetta hef ég aldrei efast um mína yfir- burði á knattspyrnusviðinu enda felast þeir ekki í minni fótafimi heldur ótrúlegu innsæi og yfirgengilegri þekk- ingu á þessari göfugu íþrótt. Þrátt fyrir það hef ég mátt þola háð og spott allt ffá fæðingu ffá þeim sem skortir skilning og innsýn í heim knattspyrnunnar. Líkt og Jó- hanna Sigurðardóttir hef ég samt trúað því, sama hversu fáránlega það hefur hljómað, að minn tími muni koma. Það sem skilur okkur aftur á móti að er að minn tími kom. Minn tími kom á yfirstandandi heimsmeistaramóti sparkenda fyrir austan. Þótt atburðir þar eystra hafi verið túlkaðir á misjafhan hátt er það sem hæst ber tví- mælalaust sigur þeirrar stefnu sem ég hef verið tals- maður fyrir. Það er svokölluð aumingjadýrkun. Hún felst í því að fylgja þeim að málum sem líklegastir eru til að verða sjálfum sér og öðrum til skammar og að berjast gegn því að betra liðið vinni. Nautnin sem í því felst er hinsvegar ekki sú að gleðjast yfir sigri heldur að hlakka yfir óförum þeirra sem töldu sig eiga sigurinn vísan og yfir það hafna að vinna fyrir honum. Það sem upp úr stendur í umræddri heimsmeistara- keppni er að pínulitlir og verðlausir knattspyrnukallar hafa gert flottustu fótboltastjörnurnar að fíflum. Gísli Einarsson, knattspymukappi. Styrlár ffá kvenfélaginu 19. júní Á fondi í Kvenfélaginu 19. júní í Borgarfirði, þann 11. júní s.l. vora afhentir styrkir til Björgunarsveitarinnar Oks og Bæjarkirkju. Björg- unarsveitin fékk kr. 60.000,- tdl endurnýjunar á búnaði sínum og sóknamefnd Bæj- arkirkju kr. 40.000,- til að fegra kirkjugarðinn. Styrk- fjárhæðin er ágóðinn af hinu árlega bingó kvenfélagsins sem fram fer á Hvanneyri, í byrjun desember ár hvert. A myndinni eru fidltrúar styrkþega, Bjami Guö- mundsson, gjaldkeri Björgunarsveitarinnar Oks og Sigríður Blöndal, formaður sóknamefndar Bœjar- kirkju ásamt formanni kvenfélagsins Jóhönnu Guðjónsdóttur og ritara þess Svövu Kristjánsdóttur. Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímaniega. fllaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Vefð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Pakkhúsdagar í Olafsvík Unu Jónsdóttur.; lista- og menningarfull-

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.