Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2002, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 03.07.2002, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 27. tbl. 5. árg. 3. júlí 2002________Kr. 250 í lausasölu Misjöfii útkoma úr samræmdum prófiim á Vesturlandi Eins og sagt var frá í Skessu- horni fyrir skömmu var útkoma vestlenskra skóla úr samræmdum prófúm 10. bekkjar undir lands- meðaltali. Nú hefur verið gefin út skipting einkunna eftir einstökum skólum og þar kemur fram að ár- angur er nokkuð misjafn eftir skól- um. I íslensku standa nemendur Heiðarskóla, Brekkubæjarskóla og Grunnskólans í Stykkishólmi sig best með meðaleinkunnina 5,3. I ensku eru nemendur Brekkubæjar- skóla, Grundaskóla og Grunnskól- ans í Stykkishólmi með bestu ein- kunnina 5,1. Kleppjárnsreykjaskóli er með bestan árangur í náttúru- fræði, 5,5 en hann, ásamt Grunn- skólanum í Borgarnesi voru einu Vestlensku skólarnir sem náðu landsmeðaltali í þeirri grein. Nem- endur Brekkubæjarskóla eru með besta einkunn í stærðfræði, 5,5 og í dönsku náðu nemendur Grunn- skólans í Borgarnesi bestum ár- angri, 5,5 Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi eru með besta meðaltal einkunna úr öllum fimm fögunum til samans en Grunnskólinn í Stykkishólmi, Kleppjárnsreykja- Fjöldi ísl Ensk Nátt Stær Dansk Meðalt Heiðarskóli 12 ... 5,3... 5,0 .. 3,3 ... 5,3 . 4,3 .... 4,64 Brekkubæjarskóli 31 .... 5,3... 5,1 .. 3,9 .... 5,5 4,3 .... 4,82 Grundaskóli 46 .... 4,9... 5,1 .. 3,8 .... 4,6 . 4,8 .... 4,64 Kleppjámsreykjaskóli 23 .... 5,1 .. 4,6 .. 5^5 .... 5,1 . 4^5 .... 4*96 Grunnskólinn Borgamesi 42 .... 5,1 .. 4,6 .. 5,0 .... 5,2 . 5,5 .... 5,08 Grunnskólinn Hellissandi 13 .... 3,5... 3,6 .. 3,9 4,2 . 4,0 .... 3,84 Gmnnskólinn Ólafsvík 11 ... 4*5... V... 4,0 . 4,1 .... 4,28 Gmnnskólinn Eyrarsveit 23 ... 3,6 .. 3,9 .. 4,9 .... 4,3 .. 4 1 .... 4,16 Gmnnskólinn í Stykkishólmi ... 17 ... ....5,3,... 5,1 . 3,9 .... 5,3 . 5,3 .... 4,98 skóli og Brekkubæjarskóli eru á svipuðu róli. Versta útkoman er hinsvegar í Grunnskólanum Hell- issandi en þar er meðaleinkunn lægst í öllum tilfellum nema einu. Ekki er gefið út meðaltal einkunna í skólum þar sem færri en tíu nemendur þreyta samræmd próf. Því eru Varmalandsskóli, Lauga- gerðisskóli, Lýsuhólsskóli, Grunn- skólinn í Búðardal og Grunnskólinn Tjarnarlundi ekki með í ofan- Fjölbrautaskóli Vesturlands Ekki íiramhaldsdeild í Ólafevík Bæjarráð Snæfellsbæjar harmar niðurstöðuna Framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Vesturlands í Olafsvík verður ekki starfrækt næsta vetur þar sem sá lág- marksfjöldi nemenda sem stefht var að náðist ekki. Framhaldsdeildin í Stykkishólmi verður starff ækt áff am. Bæjarráð Snæfellsbæjar hefur lýst því yfir að það harmi þessa niður- stöðu og það telji að þessi ákvörðun geti orðið til þess að erfitt verði að skapa þann stöðugleika sem þurfi að vera í þessari starfsemi. Ráðið telur jafnframt að rétt hefði verið að halda starfseminni áff am þrátt fyrir að lág- marksfjöldi nemenda hafi ekki náðst. Hörður Helgason, skólameistari FVA segir ekki fjárhagslegan grund- völl fyrir því að halda rekstri deildar- innar áffam. „Níu umsóknir bárust, þar af átta ffá nemendum sem luku 10. bekk í vor. Það voru alls 24 nem- endur sem útskrifuðust úr 10. bekk í Ólafsvík og á Hellissandi en þeir eru ekki nema 8 sem vilja nýta sér þessa framhaldsdeild. Eg skil mjög vel að fólk sé ekki ánægt með að hafa ekki skóla en það er ekki hægt að vera með skóla án nemenda. Til þess að grundvöllur væri fyrir því að halda þessu áfram núna, þyrffu að vera a.m.k. 15 nemendur í fullu námi.“ Akvörðun skólanefhdar verður end- urskoðuð við innritun á vorönn 2003. „Þetta er að sjálfsögðu mjög leiðinlegt og eitthvað sem verður að endurskoða síðar. Mannfæð hefur þó ekki bara bitnað á framhaldsdeildun- um heldur eru tvær brautir í skólan- um hér á Akranesi sem verða ekki í boði næsta haust af sömu ástæðu; rafeindavirkjun og vélvirkjun. Við höfum bara ákveðið fjármagn ffá ráðuneytinu sem miðast við nem- endafjölda í námshópum. Ef ein- hvers staðar eru fáir nemendur kem- ur það niður á öðru svo þetta verður allt að skoða í samhengi." SÓK Líkamsárás á Akranesi Arásarmaðurinn stakk af Ráðist var á mann um tvítugt á Akranesi á skemmtistaðnum Breið- inni á Akranesi laust eftir klukkan þrjú, aðfaramótt sunnudags. Ekki er ljóst hvað olli árásinni en árás- armaðurinn skildi fómarlamb sitt eftir meðvitundarlaust og yfirgaf vettvanginn en hann er ekki búsett- ur á Akranesi. Maðurinn sem ráðist var á var fluttur með sjúkrabiffeið á Sjúkrahúsið á Akranesi en hann reyndist ekki hafa hlotið varanleg meiðsli. Samkvæmt upplýsingum ffá lögreglunni á Akranesi hefur hún nokkuð góðar upplýsingar um hver árásarmaðurinn er en ekki hefur enn borist formleg kæra til lögreglu vegna málsins. SOK Um helgina voru haldnir svokallaðir bátadagar á Akranesi. Þessar ungu stúlkur skemmtu sér hið besta á Langasandi en fleiri myndir frá bátadögunum er aifinna á bls. 6-7.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.