Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2002, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 03.07.2002, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 -miiH.,. ■ WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akronesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 Skrifstofur blaðsins eru OPNAR KL. 9- 16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og óbm: Gísli Einorsson 892 4098 ritstjori@skessuharn.is Blaðamenn: Sigrún Ósk Kristjónsdóttir 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Sigurður Mór Harðarson 865 9589 smh@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Prófarkalestur: Sigrún Ósk Kristjúnsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir augl@skessuhorn.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Skessuhorn kemur út allo fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent ó að panta auglýsingaplóss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til úskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. ó mónuði en krónur /50 sé greitt með greiðslukorli. Veið í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Áferð Þótt það lýsi óumdeilanlega miklum hroka að vitna í sjálfan sig þá ætla ég samt sem áður að geta þess að það rifjaðist upp fyrir mér í vikunni að fyrir margt löngu mun ég hafa þusað um það á þessum stað hversu lítil afþreying væri í boði á Vestur- landi yfir sinnartímann, akkúrat á þeim tíma sem ferðamenn eru helst á ferðinni. Því þótt margir aki þvers og kruss um landið til að sjá þúfur og grjót þá eru þeir einnig margir sem ekki láta sér það nægja að dást að fegurð landsins heldur vilja hafa eitthvað fyrir stafni. Landslag breytist aukinheldur lítið á milli ára, sem betur fer, og ekki víst að allir séu tilbúnir til að fara aftur og aftur á sama blettinn til að horfa á sama fjallið. Hinsvegar er afþreying af ýmsu tagi og hverskyns viðburðir og uppákomur um margt líklegri til að fá ferðamenn í áskrift ef þannig má að orði komast. Þessu virðast ferðaþjónustuaðilar og stjórnendur sveitarfé- laga á Vesturlandi í auknum mæli vera að átta sig á og er það vel. Eg tek það fram að þrátt fyrir fyrrnefhdan hroka þá er hann þó ekki það takmarkalaus að ég reyni að halda því fram að umræddir aðilar hafi tekið mark á því sem ég setti niður á blað fyrir einhverjum árum síðan. Það er aftur á móti eðlilegt og sjálfsagt að geta þess sem vel er gert og það má líta á þess- ar línur sem tilraun til þess. Afþreyingarmöguleikum fýrir ferðamenn á Vesturlandi hef- ur fjölgað til muna á stuttum tíma og óvíða á landinu er að finna meiri ljölbreytni á því sviði. Þar má nefna jöklaferðir, gönguferðir fyrir þá sem á annað borð finna hjá sér löngun til að þramma upp um fjöll og firnindi, sjóferðir af öllu mögu- legu tagi og hestaferðir. Söfnum hefur fjölgað til muna og þau vaxið að umfangi auk þess sem sýningar þar eru orðnar að- gengilegri og líflegri. Sundlaugar af öllum stærðum og gerð- um er að finna vítt og breitt um Vesturland og önnur aðstaða til íþróttaiðkunar og útivistar er á stöðugri uppleið. Margt fleira mætti nefna bæði stórt og smátt en ekki má gleyma þeim fjölmörgu viðburðum sem eru á dagskrá allt sumarið. Flestar helgar er boðið upp á ýmiskonar hátíðir sem eru allt ff á því að vera fyrir einstaka sérvitringa eða fyrir alla fjölskylduna. Hæst ber þar hátíðir sem einstök sveitarfélög standa fyrir í sam- vinnu við fyrirtæki og félagasamtök. Hólmarar eru brautryðj- endur á því sviði með sínum Dönsku dögum síðla sumars. Nýafstaðin er Borgfirðingahátíð sem heppnaðist vel og ffamundan eru Færeyskir dagar í Olafsvík og Irskir dagar á Akranesi. Síðar í mánuðinum er síðan hátíð Leifs heppna í Dölunum, Sandaragleði á Hellissandi og góðir dagar í Grundarfirði. Uppákomur af þessu tagi eru góð auglýsing fyrir viðkom- andi sveitarfélög og til þess fallin að styrkja ímynd þeirra útá- við og ekki síður upplyffing fyrir heimafólk. Þótt endalaust megi gera betur á öllum sviðum þá er enginn vafi á því að ferðaþjónusta á Vesturlandi er á réttri leið. Gísli Einarsson, ferðamaður Gísli Einarsson, ritstjóri. Rannsóknarverkefiii hjá Náttúrustofu Vesturlands Hagamýs og dýrasvif Þrír stúdentar við Háskóla Islands hlutu nýverið styrki úr sjóðnum „Þekking stúdenta í þágu þjóðar“ til rannsókna við Náttúmstofú Vestur- lands í Stykkishólmi. Sjóðurinn var stofnaður að frumkvæði Stúdenta- ráðs Háskóla Islands til eflingar rannsókna á landsbyggðinni en Byggðastofhun og valin sveitarfélög lögðu fjármagn til sjóðsins. Verkefnin þrjú hlutu samtals styrki að upphæð kr. 500.000, sem varið verður til að rannsaka haga- mýs á eyjum og dýrasvif í stöðu- vötoum. Verkefinin verða unnin í sumar og næsta vetur. Margrét Ösp Stefánsdóttir hlaut styrk vegna verkeffdsins „Hagamýs í eyjum á Breiðafirði" en markmið þess er að afla ffumupplýsinga um útbreiðslu og þéttleika hagamúsa, auk þess sem könnuð verða áhrif stærðar eyju og búsetusögu á út- breiðsluna. Verkefnið verður unnið í samvinnu við Líffræðistofnun Há- skólans. Bryndís Stefánsdóttir hlaut styrk vegna verkefnisins „Erfða- ffæðilegur samanburður hagamúsa- stofha við Breiðafjörð“ en markmið verkefnisins er að kanna hvort hagamúsastofn úr eyju sé erfða- fræðilega frábrugðinn hagamúsa- stofhi á meginlandinu. Verkefnið verður unnið í samvinnu við Til- raxmastöð Háskóla Islands í meina- ffæðum að Keldum. Vegna verkefh- anna verða mýs veiddar í lífgildrur á völdum eyjum í ágúst, þær merktar og sýni tekin úr þeim. Davíð Tómas Davíðsson hlaut styrk vegna verkefnisins „Ahrif bleikju á samsetningu dýrasvifs í stöðuvötoum á Snæfellsnesi.“ Dýra- líf Baulárvallavams á Snæfellsnesi er óvenjulegt að því leyti að í því finnst urriði en ekki bleikja. Bleikja lifir að mesto á dýrasvifi en urriði frekar á homsílum og botndýrum. Kannað verður hvaða áhrif þetta hefur á samsetoingu dýrasvifs í vatninu með því að bera það saman við nálægt vato, Selvallavatn. Verkefnið verður unnið í samvinnu við Lífffæðistofn- tm Háskólans og Náttúmfræðistofu Kópavogs. Stúdentamir og vinna þeirra er velkomin viðbót við starfsemi Nátt- úmstofunnar og eykur fjölbreytni þeirra rannsókna sem þar era stund- aðar. Talið er líklegt að þetta til- raunaverkefhi Stúdentaráðs verði endurtekið á næsta ári. Hinir norrœnu gestir renndu m.a. fyrir Norrænt vinabæjamót Yfir hundrað marnis í heimsókn á Akranesi Síðastliðið miðvikudagskvöld var norrænt vinabæjamót sett á Akranesi í fjórða sinn en yfir hundrað gestir frá sex vina- og frændþjóðum sóttu Skagamenn heim. Gestirnir komu frá bæjun- um Tönder í Danmörku, Vastervik í Svíþjóð, Narpes í Finnlandi, Bamble í Noregi, Sörvági í Færeyjum og Qaqortoq á Grænlandi og dvöldust á sextíu heimilum í eina fimm daga. Um 25 gestir era frá hverjum vinabæj- anna, en þó aðeins tveir frá Græn- landi og fjórir frá Færeyjum. Liðin era 40 ár síðan bæjar- stjórn Akraness og Norrænafélag- ið á Akranesi ákváðu að gerast þátttakendur í Norrænni vina- bæjakeðju og eignaðist bærinn þannig vinabæina Tönder, Vástervik, Nárpes og Bamble. Síð- ar tók Akranes upp vinabæjatengsl við Qaqortoq og enn síðar Sörvág. Tveir síðastnefndu bæirnir eru ekki hluti af vinabæjakeðjunni sem stendur fyrir vinabæjamótunum, en sjálfsagt þótti að bjóða fulltrú- um þeirra að vera viðstaddir mót- ið á Akranesi. Ánægðir gestir og vel heppnuð dagskrá Gísli Gíslason, bæjarsq'óri, segir alla hafa verið afskaplega ánægða með hvernig til tókst. „Dagskráin var mjög viðamikil og gestirnir snera á- nægðir til síns heima. A fimmtudag var farin ferð xim Vesturland og á föstudag funduðu ýmsir hópar m.a. um sveitarstjórnarmál, umhverfis- mál, skólamál og málefhi Norrænu- félaganna á stöðunum. Þá var einnig boðið upp á gönguferðir um bæinn og á Akrafiall, sagt ffá sögu bæjarins, landið kynnt, rennt fyrir fisk og skroppið á hestbak. A laugardag var kv'öldverður fyrir gesti og gestgjafa og á sunnudag var mótinu slitið í Akraneskirkju. Gestirnir dvöldu á heimiltim Akxmiesinga sem keyrðu fólkið auk alls þessa vítt og breitt um landið, t.d. að Gullfossi og Geysi, í Bláa lónið og á Þingvelli.“ Gísli segir samskipti bæjanna hafa verið með ýmsu móti í gegnum tíð- ina. „Skagamenn hafa verið nokkuð iðnir við að sinna þessu samstarfi og Skagaleikflokkurinn er til að mynda að fara í heimsókn til Færeyja í stun- ar þar sem hann sýnir Þrymskviðu.“ Skorar á sjúkrahúss- stjóm að ráða félagsráðgjafa Stjóm Krabbameinsfélags Akraness og nágrennis hefur sent stjórn Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi bréf þar sem skorað er á sjúkrahússtjóm að ráðinn verði félagsráðgjafi sem fyrst til starfa við SHA. Samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni S. Brjánssyni, ffam- kvæmdastjóra SHA, hafa stjórnendur sjúkrahússins ósk- að eftir fjárheimild til að ráða megi félagsráðgjafa í mörg ár. „Þetta hefur verið á döfinni í nokkurn tíma,“ segir Guðjón. „Hér hefur aldrei verið starf- andi félagsráðgjafi en hugsað er til þess að hann myndi starfa bæði á sjúkrahúsinu og heilsu- gæslxinni. Menn hafa leitað til félagsráðgjafa í bænum varð- andi þau atriði sem upp hafa komið en þeir hafe sjálfir nóg að gera.“ Guðjón segir að- spurður um hvort félagsráð- gjafer séu starfandi á sjúkrahús- um af svipaðrí stærðargráðu og SHA að þeir séu starfendi á Ak- xu-eyri og í Reykjavík. „Þetta er nauðsynlegur þáttur í nútíma samfélagi þar sem reglugerðar- frumskógurinn er alltaf að þéttast og fólk veit ekki alltaf rétt sinn og þá hvernig á að ná til réttra aðila. Félagsráðgjafi tekur á ýmsum vandmeðföm- um persónulegum máleínum en megininntakið er að þeir hjálpi fólki til sjálfshjálpar. Á heilsugæslustöðinni gæti fé- lagsráðgjafi tekið á málefhum sem varða vemd barna og ung- linga, áfengis- og vímuvamir, atvínnuleysi og kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi og veitt aðra almenna ráðgjöf, m.a. ýmis atriði sem lúta að tryggingamálum. Á sjúkrahús- inu hafe hjúkrunarfræðingar og Iæknar verið að vinna í ýmsum málefnum tengdum útskrift- um, persónulegum atriðum sjúklinga og fjölskylduvanda- málum ýmiss konar. Þetta eru atriði sem fagfólkið okkar á deildunum hefúr mikið þurft að taka að sér en félagsráðgjafi myndi annars geta sinnt í sam- starfi við starfsfólk deildanna." Guðjón segist ekki geta sagt til um hvenær og hvort félags- ráðgjafi komi til starfe við SHÁ. „Þetta hefur verið tekið fyrir í fjárlagabeiðnum og sent ráðuneyti í 2-3 ár. Við gerð rekstraráætlunar fyrir árið 2003 munxun við reyna eins og við getum að finna leiðir til að kosta þessa stöðu, en við reikn- um með hálfu stöðugildi fyrst um sinn.“ SÓK Leiðréttíng í frétt um veitinga- og skemmtistaðinn Skessubrunn í Tungu í Svínadal í síðasta blaði var ranglega hermt að staðurinn væri opinn frá 23.00 - 03.00 um helgar. Hið rétta er að staðurinn er opinn um helgar frá 11.00 á morgnana til 03.00 að nóttu. Við biðjumt velvirðingar á þess- um mistökum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.