Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2002, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 03.07.2002, Blaðsíða 11
SBgssIiBiei2Kj MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 11 ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - Skagamenn komnir í 8 liða úrslit Góður bikarsigur í bragðdaufum leik Jón Þór Hauksson Ellert Jón Björnsson færi litu dagsins Ijós hjá Skaga- mönnum í seinni hálfleik. Hjörtur Hjartarson fékk tvö þeirra en brást bogalistin í bæði skiptin. Varamaðurinn Jón Þór Hauksson lét mikið að sér kveða þær 15 mínútur sem hann var inná. Jón fékk tvö ákjósanleg færi, í fyrra skiptið varði markvörðurinn skot- ið frá honum en í það síðara þrumaði Jón boltanum yfir mark- ið. Síðasta korterið í leiknum sóttu Grindvíkingar stíft án þess þó að skapa sér nokkurt umtalsvert færi. islandsmeistarar iA tryggðu sér farseðilinn í 8 liða úrslit bikar- keppni KSÍ með góðum 1 -0 sigri á Grindvíkingum á Akranesvelli í gærkvöld. Það var Ellert Jón Björnsson sem skoraði markið um miðjan fyrri hálfleikinn. Leikurinn fór rólega af stað og bar þess merki að liðin hugsuðu fyrst og fremst um það að halda markinu hreinu án þess þó að leggjast algjörlega í vörn. Grind- víkingar voru heldur meira með boltann en það voru Skagamenn sem fengu færin. Það fyrsta fékk Hjörtur Hjartarson þegar hann vippaði yfir markið úr sannkölluðu dauðafæri. Skömmu seinna varði Ólafur Þór naumlega hörkuskot í þverslána og í kjölfarið bjargaði Reynir Leósson á marklínu. Á 26. mínútu skoraði Ellert markið sem skildi liðin að þegar að upp var staðið. Líkt og í flest- um mörkum hjá Skagamönnum undanfarið átti Bjarki Gunnlaugs- son stóran þátt í því. Bjarki gaf glæsilega sendingu milli tveggja varnarmanna innfyrir vörn Grind- víkinga þar sem Ellert afgreiddi boltann glæsilega 1 fyrstu snert- ingu í fjærhornið. Þær mínútur sem eftir voru af hálfleiknum voru tíðindalausar. Seinni hálfleikur spilaðist líkt og sá fyrri, Grindvíkingar voru með boltann en Skagamenn fengu færin. Eigi færri en fjögur dauða- Þó að Skagamenn hafi ekki verið að spila eins vel og gegn ÍBV um daginn þá náðist það markmið sem lagt var upp með fyrir leikinn, það er að komast í næstu umferð. Ánægjulegt er að sjá að sterkasti hluti liðsins frá því í fyrra, vörnin, virðist loks vera bú- inn að finna taktinn. Gunnlaugur og Reynir stigu vart feilspor í leiknum og hleyptu engu í gegn. Fyrir aftan þá félaga stóð Ólafur í markinu og varði það sem á markið kom. Ellert og Bjarki áttu einnig góðan dag og voru arki- tektarnir að flestum upphlaupum Skagamanna. Þá var Jón Þór sprækur þær mínútur sem hann spilaði. AMÍ 2002 ÍA í þriðja sæti Þrír íslandsmeistarar Aldursflokkameistaramót ís- lands í sundi (AMÍ 2002) fór fram á Laugarvatni um síðastliðna helgi. SH sigraði í stigakeppni fé- laga með 1379 stig eftir 76 grein- ar. í öðru sæti varð íþróttabanda- lag Reykjanesbæjar með 1145 og Sundfélag Akraness hafnaði í þriðja sæti með 657 stig. Lið SA hefur tvöfaldað stigatölu sína á tveimur árum og er þetta besti ár- angur sem liðið hefur náð á AMÍ frá árinu 1993. Þrír einstaklingar urðu íslands- meistarar í sínum aldursflokki og ein boðsundsveit. Aþena Ragna Júlíusdóttir náði einna bestum ár- angri en hún varð stigahæsta meyjan á mótinu með 1566 stig og íslandsmeistari í meyjaflokki í 100 m skriðsundi auk þess sem hún setti Akranesmet í 100 m fjór- sundi og 200 m skriðsundi. Gunnar Smári Jónbjörnsson varð íslandsmeistari í piltaflokki þegar hann sigraði í 1500 m skriðsundi og Leifur Guðni Grétarsson varð íslandsmeistari í sveinaflokki þeg- ar hann sigraði í 100 m bringu- sundi. Auk þessa varð A-sveina- sveit (A íslandsmeistari í 4x50 m skriðsundi og A-meyjasveit liðs- ins lék sama leikinn. Mótið þótti heppnast í alla staði mjög vel þrátt fyrir að veðurguð- irnir hafi ekki verið sundfólkinu mjög hliðhollir. SÓK Skagamenn sýndu sínar bestu hliðar fslandsmeistarar ÍA sýndu loks hvers þeir eru megnugir þegar þeir tóku Vestmannaeyinga í bakaríið, 4-1 á Akranesvelli í 8.umferð Símadeildarinnar. Skagamenn léku við hvurn sinn fingur og hefði sigurinn get- að orðið mun stærri. Ólafur Þórðarson breytti leik- skipulagi liðsins frá undanförn- um leikjum á þann hátt að nú pressaði liðið andstæðinginn hátt uppi á vellinum í stað þess að liggja til baka og notast við skyndisóknir. Þetta herbragð Ó- lafs sannaði tilverurétt sinn strax á annarri mínútu. Leikurinn var ekki nema rétt rúmlega 90 sekúndna gamall þegar Bjarki Gunnlaugsson skor- aði fyrsta markið, sitt fjórða í þremur leikjum. Hjörtur Hjartar- son gaf sendingu inn fyrir vörn ÍBV þar sem Ellert Jón Björnsson var fyrstur á boltann. Ellert gaf boltann fyrir markið þar sem Bjarki var á réttum stað og kom knettinum yfir línuna af stuttu færi. í kjölfar marksins drógu Skagamenn sig heldur aftarlega á völlinn án þess að gestirnir sköpuðu sér nokkur færi, þau fengu íslandsmeistararnir. Á 27. mínútu kom fallegasta mark leiksins. Hjörtur og Bjarki léku laglegt þríhyrningaspil út við hliðarlínu áður en Bjarki sendi glæsilega stungusendingu á Hjört sem lék að marki ÍBV og þrumaði boltanum upp í þaknet- ið úr þröngu færi. Síðasta færi hálfleiksins fékk Kári Steinn Reynisson en Birkir, markvörður ÍBV, varði skot hans frá vítapunkti. Staðan í leikhléi var því 2-0. Skagamenn hófu síðari hálf- leikinn á sama hátt og þann fyrri, með marki. Á annarri mínútu hálfleiksins sendi Ellert boltann fyrir markið þar sem Kári Steinn vann skallaeinvígi við varnar- mann, boltinn datt fyrir fætur Hjartar sem var einn á auðum sjó og skaut knettinum framhjá markverðinum í netið. Við markið róaðist leikurinn nokkuð enda úrslitin nánast ráð- in. Skagamenn héldu þó áfram frumkvæðinu í leiknum þó að marktækifærin létu á sér standa. Tólf mínútum fyrir leikslok skoraði varamaðurinn Hermann Geir Þórsson laglegt mark með hnitmiðuðu skoti úr vítateignum eftir góða sendingu Andra Kar- velssonar. Það eina sem skyggði á ágæt- an dag fslandsmeistaranna var klaufalegt mark sem þeir fengu á sig þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leik- tíma. Þeim tókst því ekki að halda hreinu í annað skipti í sum- ar en í 18 leikjum í fyrra tókst andstæðingum Skagamanna að- eins að skora í 9 þeirra. í fyrsta skiptið í sumar má segja að Skagaliðið hafi spilað af fullum krafti í 90 mínútur. Allir leikmenn lögðust á eitt og minnti spilamennskan og kraftur leik- manna á frammistöðu liðsins síðasta sumar. Eftir slæm úrslit í leiknum á undan rifu íslandsmeistararnir sig upp úr meðalmennskunni og sýndu og sönnuðu að þegar hugarfarið er rétt og viljinn fyrir hendi eru fá lið í deildinni sem standast þeim snúning. Koma Bjarka Gunnlaugssonar gerir mikið fyrir liðið og er óhætt að segja að sóknarleikurinn hafi tekið stakkaskiptum. Bjarki á- samt Hirti voru bestu menn leiks- ins auk þess sem Pálmi Haralds- son lék nánast óaðfinnanlega all- an leikinn. Staðan í 2. deild karla í knattspyrnu Félag LU J T Mörk Stig 1 HK 7 6 1 0 15:6 19 2 Njarðvík 7 4 2 1 17:4 14 3 Víðir 7 4 0 3 10:11 12 4 KS 7 3 2 2 13:11 11 5 Selfoss 7 3 1 3 17:16 10 6 Völsungur 7 2 3 2 15:12 9 7 Tindastóll 7 3 0 4 15:14 9 8 Léttir 7 3 0 4 10:16 9 9 Leiknir R. 7 2 1 4 15:18 7 10 Skallagr. 700 7 6:25 0 Molar Hermann Geir Pórsson skoraöi sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hann skoraði fjórða mark Skaga- manna gegn ÍBV. Þá skoraði Hjörtur Hjartarson 100. mark ÍA gegn ÍBV í efstu deild þegar hann kom boltanum framhjá Birki í markinu í annað sinn í leiknum. Bjarki Gunnlaugsson skoraði sitt 27. mark í efstu deild og er hann þar með orðinn markahæstur í efstu deild af þeim leikmönnum ÍA sem nú spila með liðinu. Ellefu mörk af þessum 27 skoraði hann fyrir KR. Liðsmenn Bruna gerðu góða ferð til Vestmannaeyja á mánudag þegar þeir heimsóttu heimamenn í KFS. Bruni tapaði nýverið fyrir þessu liði á heimavelli 1-5 og því ekki líklegt að hagstæð úrslit myndu nást úti í Eyjum. Bruna- menn byrjuðu leikinn vel og komust yfir með marki Sveinbjörns Hlöðverssonar strax á 10. mínútu. Heimamenn svöruðu hinsvegar með þremur mörkum á næstu 40 mínútum og útlitið orðið dökkt hjá gestunum. Brunamenn gáfust hinsvegar ekki upp og tókst að jafna leikinn. Ágúst Hrannar Vals- son minnkaði muninn úr víta- spyrnu tólf mínútum fyrir leikslok og tíu mínútum síðar skoraði einn leikmaður KFS sjálfsmark og þar við sat. Lokatölur því 3-3, úrslit sem Brunamenn mega vera sáttir við eftir að hafa verið tveimur mörkum undir um tíma. Siguröi Halldórssyni gengur vel með flokkana sína tvo hjá ÍA, en hann þjálfar 2. og 3. flokk karla. Báðir flokkarnir sigruðu örugglega íleikjum sínum um helgina og sitja þeir báðir í efsta sæti í sinni deild. 2. flokkur er með fullt hús stiga eft- ir fimm umferðir og 3. flokkur er með 19 stig af 22 mögulegum. Skallagrímur mætti Selfyssingum á heimavelli þeirra síðarnefndu síðastliðinn föstudag í annarri deild karla í knattspyrnu. Heima- menn sigruðu þar með sjö mörk- um gegn fjórum og sitja Skalla- grímsmenn því enn á botni deild- arinnar með 0 stig eftir 7 umferðir. Næsti leikur Skallanna er gegn Völsungi á Skallagrímsvelli á laug- ardag, 6. júlí. íslandsmeistarar ÍA hafa sótt um undanþágu til UEFA um að fá að spila heimaleikinn í forkeppni meistaradeildarinnar á Akranes- velli. fíeglur UEFA kveða á um að þeir vellir sem eru notaðir í keppn- inni skuli minnst hafa sæti fyrir 1000 manns en einungis 670 sæti eru í stúkunni á Jaðarsbökkum. Vallarstarfsmenn Akranesvallar bættu nýverið við um hundrað sætum og tekur stúkan því nú um 800 manns. Völlurinn sem leikið verður á í Bosníu er stærsti leik- vangur landsins og tekur 37 þús- und manns, alla í sæti. Staðan í úrvaldsdeild karla í knattspyrnu Félag LU J T Mörk Stig 1 Fylkir 8 4 3 1 16:10 15 2 KR 8 4 2 2 10:8 14 3 KA 8 3 3 2 9:7 12 4 Grindavík 8 3 2 3 14:15 11 5 Fram 7 2 3 2 12:11 9 6 ÞórA. 8 2 3 3 14:16 9 7 FH 7 2 3 2 9:11 9 8 Keflavík 8 2 3 3 11:15 9 9 ÍA 8 2 2 4 14:14 8 10 ÍBV 8 2 2 4 11:13 8 Staðan íA-riðli 3. d. karla í knattspyrnu Félag LU J T Mörk Stig 1 KFS 7 6 1 0 23:7 19 2 Fjölnir 75 1 1 18:13 16 3 Bruni 7 2 3 2 13:16 9 4 Árborg 6 1 2 3 11:16 5 5 HSH 6 0 4 2 5:8 4 6 Ægir 7 0 1 6 6:16 1

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.