Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2002, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 03.07.2002, Blaðsíða 5
..K-vinw... 1 MIÐVIKUDAGUR 3. JULI 2002 5 Grundarfj örður UTBOÐ Á FLUTNINGUM Auglýst er eftir tilboðum í sauðfjárflutninga fyrir sláturhús félagsins að Laxá í Leirársveit og Selfossi. Samið verður til tveggja ára. Útboðsgögn eru afhent frá og með 1. júlí 2002 og fást á starfsstöðvum félagsins á Hvolsvelli, Selfossi og Reykjavík. Tilboð skulu hafa borist eigi síðar en föstudaginn, 12. júlí 2002, kl. 11:00 og verða þau þá opnuð í starfsstöð félagsins á Selfossi í viðurvist þeirra bjóðenda sem viðstaddir verða. Sláturfélag Suðurlands, svf. Metár á Hótel Framnesi Ingibjörg Torfhildur Pálsdóttir hefur rekið Hótel Framnes í Grundarfirði síðastliðin fjögur ár á- samt eiginmanni sínum. Hún segir árið í ár vera algjört metár hvað gistingar á hótelinu varðar. „Það er búið að vera algjörlega brjálað að gera hér í allt sumar og við sjáum ekki fyrir endann á því. Það má eig- inlega líkja þessu við sprengingu.“ Ingibjörg segir það athyglisvert að þegar árin 2001 og 2002 eru borin saman kemur í ljós að gestum hefur ekki íjölgað heldur dveljast þeir gestir sem nú heimsækja Grundar- fjörð að meðaltali lengur en á síð- asta ári. „í síðasta mánuði komu hingað 362 gestir með 615 gistinætur. Ef við berum þetta sam- an við júnímánuð síðasta árs sést að gestimir vora fleiri, 380 talsins, en gistinæturnar 539.“ Ingibjörg segir gestina koma alls staðar að en fyrir utan íslendinga eru Bretar, Kanadamenn, Frakkar, Bandaríkja- menn, Svíar, Þjóðverjar og Sviss- lendingar mest áberandi. „Þetta er glæsilegra en nokkru sinni fyrr og framundan er bara algjör vertíð. Hér er bókað í allt sumar, alveg fram í september." Harðfiskur og brennivin Ingibjörg segir ferðalangana taka sér ýmislegt fyrir hendur. „Fólk kemur til þess að skoða allt Snæ- fellsnesið, fer í hvala- og fuglaskoð- anir og nýtur náttúrufegurðarinnar. Það er mikið um að fólk fari eitt- hvert í burtu um miðjan daginn en komi svo aftur á kvöldin í mat og til þess að ganga um Grundarfjörð. Það hefur orðið mikil aukning í því eftir að tvær Suður-Affískar konur tóku upp á því að bjóða upp á skipulagða göngutúra um svæðið. Þær hafa verið búsettar hér í mörg ár og hafa með sér í gönguferðirn- ar konu sem er hér í sumar og talar þýsku og frönsku. Þessar göngu- ferðir eru mjög spennandi og fólki þykir gaman að fá leiðsögn um bæ- inn sem séð er með augum útlend- inga. Þær taka upp á ýmsu, fara með fólk í kirkjuna og gefa þeim harðfisk og brennivínssnafs." SÓK Einn merkastí vínframleiðandi heims Greifi í heimsókn hjá HB hf. Haraldur Böðvarsson hf. fékk góðan gest á föstudagsmorgun þeg- ar Piero Antinori greifi, einn merkasti vínframleiðandi heims, sótti fyrirtækið heim. Hann kom til landsins til þess að halda fyrirlestur á vegum Italsk-íslenska verslunar- ráðsins um þá öru þróun sem er nú á alþjóðlegum vínmarkaði. Antin- ori sóttist þá sérstaklega eftir því að fá að heimsækja íslenskt fisk- vinnslufyrirtæki til þess að kynna sér vinnslutækni og vöruþróun í sjávarútvegi. Haraldur Sturlaugs- son, framkvæmdastjóri, fór með greifanum í skoðunarferð um fyrir- tækið og leyfði honum að smakka á ffamleiðslunni. Piero Antinori kemur frá Toscana á Italíu. Meðal þekktra vína hans má nefha Solaia, Tignan- ello, Villa Antinori og Santa Crist- ina. Fyrirtæki hans eru með fram- leiðslu víðsvegar um heiminn en megináherslan er lögð á ffamleiðsl- una í Toscana. Þar hefur Antinori fjölskyldan framleitt vín óslitið í rúmar sex aldir og er Piero 26. ætt- liður í langri sögu. Piero Antinori gerði fyrirtækið að alþjóðlegu stór- veldi á sviði vínframleiðslu að því er kemur ffam á heimasíðu HB hf. SÓK Þátttakendur í námskeiSum Landbúnaðarháskólans. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Námskeið í plöntugrein- ingu og mati á landi Á dögunum voru haldin tvö námskeið fyrir nemendur á um- hverfisskipulags-, landnýtingar-og búvísindabraut Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri, annað í plöntugreiningu og hitt í mati á landi. Markmið plöntugreiningamám- skeiðsins var m.a. að nemandinn öðlaðist þekkingu á helstu nytja- og einkennisplöntum túna og úthaga og æfingu í ástandsmati nytjalanda. I námskeiðinu um mat á landi er lögð áhersla á að nemandinn kynnist aðferðum og vinnubrögð- um við mat á gæðum og ástandi lands. Áhersla verður á aðferðir við að meta gæði með tilliti til ýmissa nýtingarmöguleika. Meðal annars verður fjallað um beitiland og beitiþol, mat á jarðvegsrofi og gróðurþekju og gróðurfélög og frjósemi jarðvegsins. Námskeiðin stóðu hvort um sig í vikutíma en kennarar voru þau Ríkharð Brynj- ólfsson, Anna Guðrún Þórhalls- dóttir og Friðrik Aspelund. Ný slökkvi- stöð á Kalmans- völliim Bæjarráð Akraness sam- þykkti á fundi sínum í síðustu viku að fela bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsingu um kaup á hluta hússins að Kalm- ansvöllum 2 fyrir Slökkvilið Akraness. Um er að ræða 61.53% eignarhlut í húsinu. Það er Björgunarfélag Akra- ness sem hefúr keypt fast- eignina og hyggst félagið stækka húsið og innrétta, annars vegar fyrir starfsemi sína og hins vegar gera þar slökkvistöð. Gert er ráð fyrir því að húsnæðið verði tilbúið í febrúar á næsta ári. Bæjar- stjóra hefur einnig verið falið að kynna málið fyrir sveita- stjórnum sunnan Skarðsheið- ar og óska eftir þátttöku þeirra í verkefninu. Kassaafgreiðsla Óskum eftir að ráða sem fyrst starfsmann í kassaafgreiðslu á bensínstöðinni í Hyrnunni. Lágmarksaldur 18 ár. Reynsla æskileg. Auk afgreiðslu á kassa sér starfsmaðurinn um innkaup og vörumóttöku á vissum vöruflokkum, annast kassauppgjör o.fl. Lögð er áhersla á dugnað og frumkvæði, samviskusemi, snyrtimennsku, kurteisi I og gott viðmót. * Um vaktavinnu er að ræða og koma ýmsir möguleikar til greina varðandi fyrirkomulag vakta. s Helgarvaktir - Bensinafgreiðsla Óskum eftir starfsmanni á helgarvaktir við bensínafgreiðslu. Þarf að geta byrjað sem fyrst og síðan áfram í vetur. Upplýsingar veitir Georg Hermannsson, Hyrnunni Hyrnan bensínstöð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.