Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2002, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 03.07.2002, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 sssissiMoaíj Orgeltónleikar í Reykholtskirkju Næstkomandi laug- ardag kl 16.00 mim Friðrik Vignir Stef- ánsson organisti í Grundarfirði flytja tónleika á orgel Reyk- holtskirkju. Þeir eru aðrir í röð tónleika sem haldnir eru til styrktar orgeli kirkj- unnar sem sett var upp í vetur. Tónleikamir eru haldnir í samvinnu við Félag íslenskra organleikara. Friðrik hefur valið sér að leika verk eftir Dietrich Buxtehude, J.S. Bach, Pál Isólfsson, Théodore Dubois og Léon Boéllmann. Friðrik Vignir er fæddur á Akra- nesi 1962. Hann hóf orgelnám hjá Hauki Guðlaugssyni og Fríðu Lár- usdóttur við Tónlistarskólann á Akranesi og lauk þaðan burtfarar- prófi 1983. Hann stundaði síðan orgel- og kantorsnám í Reykjavík við tónskóla þjóðkirkjunnar. Kennari hans á orgel var Hörður Áskelsson. Lauk þaðan einleikara- prófi á orgel og kantorsprófi vorið 1988. Friðrik Vignir var organisti í Hjallaprestakalli í Kópavogi 1987- 1988. Frá því í september 1988 hefur hann starfað sem organisti við Grundarljarðarkirkju auk þess að vera skólastjóri Tónlistarskóla Gmndarfjarðar. Næstir munu leika í tónleikaröðinni: 13. júlí Guðný Einarsdóttir kantor (við framhalds- nám í Kaupmannahöfn), 20. júlí Haukur Guðlaugsson fv. söngmála- stjóri, 3. ágúst Marteinn H. Frið- riksson dómorganisti og 10. ágúst mun Kjartan Sigurjónsson org- anisti Digraneskirkju, formaður Félags íslenskra organleikara, ljúka tónleikaröðinni. Gréta Gísladóttir sýnir áSHA Sett hefur verið upp sýning á myndverkum Grétu Gísladóttur í anddyri Sjúkrahússins og heilsu- gæslustöðvarinnar á Akranesi og er hún myndlistarmaður mánaðarins í stofnuninni. A þessu ári hafa reglubundið verið settar upp list- sýningar gesmm og gangandi til augnayndis í tilefni 50 ára afmælis sjúkrahússins og svo verður áfram a.m.k. til ársloka. Gréta Gísladóttir er fædd á Sel- fossi 1973, er leikskólakennari og lagði síðan smnd á mynd- og gler- listarnám við Kunst- og hándværkhojskolen i Engelsholm í Danmörku. Hún hefur tekið þátt í 5 myndlistarsýningum í Dan- mörku, jafnframt sýnt í Gallerí Miðgarði á Selfossi og tvívegis í Drymlu, handverkshúsi Bolvík- inga. Hún teiknar og málar í frí- smndum, hefur m.a. gert litlar vamslita- og acrylmyndir sem hafa verið vinsælar tækifærisgjafir. A sýningunni sem nú hefur verið opnuð í anddyri SHA sýnir Gréta nýjar vatnslita-, acryl- og olíu- myndir, litlar og stórar. Litavalið er áberandi og myndefnið fjölbreyti- legt. Flestar myndanna eru ríkar af jákvæðum boðskap og gleði og húmorinn er sjaldnast langt undan. Sýningin á SHA verður opin til 15. júlí n.k. (Fréttatilkynning) l/iintihóVúé Tala buU og teyga suU Líst mér þetta lauslát öld Þura í Garði hafði um árabil það starf að gæta skemmti- garðsins á Ak- ureyri. Eitt sinn á fögmm sumarmorgni gekk hún um garðinn og sá á afviknum stað að grasið var bælt mjög og fann hún þar buxnatölu. Þetta varð tilefni eftirfarandi hug- leiðingar: Morgungolan svala svalar syndugum hugsunum. Sínu máli talan talar. Talan úr buxunum! Slík atvik geta vissulega orsakað athyglisverðar hugrenningar þó enginn viti nú nánar hvað henni datt í hug en einhvemtíma var ort útaf umræðum um hegðan unga fólksins: Ungufólki legg ég lið, lítið hef að klaga. Það er ekki verra en við vorum í gamla daga. Ollum ræktunarmönnum er annt um sinn gróður, bæði bændum um tún sín og skógræktarmönnum og garðeigendum um trjágróður sinn. A yngri árum Höskuldar heitins Eyjólfssonar á Hofsstöðum kom hann í hópi fólks að Reykholti í preststíð séra Einars Pálssonar. Þetta var í sláttarbyrjun og hlupu nokkrir lausir hestar út á óslegið túnið en prestur kom út og ávítaði menn fyrir átroðning með orðum sem ekki munu hafa verið stafrétt uppúr biblíunni. Höskuldur sem hafði orðið heldur á eftir aðalhópn- um kom í hlaðið þegar ræða prests stóð sem hæst og segir þá stundar- hátt: Allvel hresstur egþaðfinn, Einarprestur góður, að orðalestur úfinn þinn ekki er gestafóður. Maður nokkur varð á ferðalagi fyrir svipuðu óhappi og missti lausa hesta inní tún hjá góðbónda einum sem hafði orðið það á að eignast bam fram hjá konunni enda var þetta fyrir tíma allra getnaðarvarna sem hafa bjargað fleiri hjónabönd- um og mannorðum en tölu verður á komið. Bóndi brást reiður við sem von var en fékk þá þetta svar: EJðlishvatur, óheppinn, undir fatajöðrum, þú hefur ratað þjóðveginn þó hann glatist öðrum. Og er ekki getið um þær orðræð- ur lengri. Þó hesturinn sé ekki leng- ur það lífsnauðsynlega farartæki sem áður var nýtur hestamennska síaukinna vinsælda sem tóm- stundagaman og ótrúlega margir ætla sér að auðgast á henni á ein- hvern hátt þó fáum verði að þeirri ósk sinni. Eftirfarandi vísa finnst mér að sé noklcuð gömul og að mig minnir ættuð strnnan úr Mosfells- sveit eða nágrenni en man ekki nafnið á höfundinum sem hefur þó verið nokkuð ánægður með sig og sitt: Merin rauða mín er gull, mig hún ber ófeimin. Hiín er alltaf folaldsfull ogfjarski uppá heiminn. Úr því að ég er farinn að minnast á Mosfellssveitina er rétt að skjóta hér að vísu sem er þó örugglega þaðan ættuð og Kristján nokkur frá Hrafnhólum orti um sjálfan sig kenndan í kaupstað: Kristján Hóli Krummafrá á kjaftastóli glaður er að rólaýtum hjá illa póleraður. Svo snúið sé nú aftur að hrossum og hrossarækt má taka til skoðunar vísu Karls Magnússonar ff á Gilhaga og bera saman kynbótagildi þeirrar hryssu sem hann yrkir um og hinn- ar sem áðan var á minnst: Ekki góð til útreiða. Elskar stóð og graðhesta. Má því hnjóðið meðtaka merarskjóðan vitlausa. Það var lengi talinn góður siður að raka af stutt af stóðhryssum og ég held að Sigurður Jónsson frá Katadal hafi eitt sinn kastað ffam effirfarandi stöku: Eins og hinar merin mín mikið þráir sollinn, hún er orðin heldurfín, hristir drengjakollinn. Nú stendur yfir landsmót hesta- manna og er þar án efa margt góðra gripa en fyrir þá sem nokkuð muna affur er kannske mest breytingin hvað hross eru orðin jafnfallegri en áður var. Eyjólfur í Sólheimum var á effi árum sínum staddur á lands- móti hestamanna og þótti hrossum hafa farið meira ffam um byggingu en afköst á gangi: Verður lengi mér í minni, mér varð á og kvað. „Þeir flengríða áfegurðinni enfierast lítt úr stað“ A flestum stórmótum hesta- manna eru og hafa verið skiptar skoðanir um dóma og röðun efstu hesta enda er smekkur manna mis- jafn á þessu sviði sem öðrum. Sigfus Jónsson batt í stuðla orðræður manns sem hafði ffekar lítið álit á hestamótum yfirleitt: Tala bull og teyga sull, trunta á lulli skokkar. Haugafullir herja út gull hrossadrullusokkar. Ekki er hægt að minnast svo á stórmót hestamanna að ekki sé minnst á tjaldbúðastemmninguna og gleðina sem henni fylgir. Aþeim árum sem Gletta Sigurðar Olafs- sonar var hvað þekktust hrossa á landi hér var Böðvar Guðlaugsson staddur á hestamannamóti og velti fyrir sér næturlífinu: og litlar fréttir góði þó einhver Glettan komi í kvöld kasólétt úr stóði. Ein af þeim vísum sem mér finnst alltaf að hafi stokkið alsköpuð út úr stemmningu hestamannamótanna er þessi sem er held ég eftir Bjöm Sigfusson sem lengi var vinnumað- ur í Gilhaga: Hér er drengjahópur stór, hér má lengja vöku, einn ég geng í kvæðakór en kann þó enga stöku. Hestakaup hafa gjarnan verið stunduð á stórmómm hestamanna og era útaf fyrir sig merkileg íþrótt orðs og anda og töluverður skyld- leiki með þeim athöfhum og að tala vel fyrir nomðum bílum, það er að segja að haga svo orðum sínum að þau séu skilin á sem jákvæðastan hátt án þess að neitt sé raunverulega fullyrt eða nokkru beinlínis logið. Amma mín kenndi mér eftirfarandi vísu og það með að hún myndi ort í gamni við Finnboga í Galtarholti en höfundinum hef ég gleymt: Þó ég kalli hann lygalaup lastar enginn maður, hafði 'ann oft við hestakaup hræsni, fals og smjaður. Að endingu koma hér tvær vísur eftir þann ágæta Eyjólf i Sólheim- um og gæm þær reynst jafnvel sem lífsreglur og eitthvað annað: Hugardettum hef ég með harmagrettum bifiað og við glettum gjaman séð, glatt með sprettum lifað. Þó að bætist ár við ár allarþrætur dvína, síst þó læt ég sorg og tár sigra kæti mína. Með þökk fyrir lesturinn Dagbjartur Dagbjartsson Refistöðum 320 Reykholt S 433 1367 Staðreyndir um stjömu- merkin Hrúturinn: Þú hefur skapgerð frumherjans og fyrirlítur flesta aðra. Þú ert örgeðja, óþolimóð- ur og hirðulaus. Þú ert ekki mjög góð manneskja. Nautið: Þótt þú teljir þig ákveð- inn og praktískan, telja aðrir þig skorta allan félagslegan þroska og hæfni til mannlegra sam- skipta. Allir vinnusjúklingar eru í Nautsmerkinu. Tvíburamir: Þú ert skarpur og greindarlegur í hugsun. Hins vegar hefur þú tilhneigingu til að vænta of mikils fyrir of lítið. Þetta þýðir að þú ert billeg týpa. Tvíburarnir eru kunnir fyrir að stunda sifjaspell. Krabbinn: Þú hefur samúð og skilning á vandamálum annarra. Þeim finnst þú vera drulluhali. Þú ert alltaf að slá hlumnum á ffest, þess vegna verður aldrei neitt úr þér. Flestir sveitalimir eru fólk í Krabbamerkinu. Ljónið: Þú telur sjálfan þig fæddan leiðtoga. Oðrum finnst þú bara ýtinn. Flestir í Ljóns- merkinu eru ffekar potarar. Þú ert hégómagjarn og mislíkar heiðarleg gagnrýni. Yfirlæti þitt er viðbjóðslegt. Ljón eru þekkt- ir þjófar. Meyjan: Þú ert rökfastur og þolir ekki óreiðu. Þessi smá- munasemi er óþolandi fyrir vini þína. Þú ert kaldur og tilfinn- ingasnauður og sofnar stundum í miðjum ástarleik. Fólk í Meyj- armerkinu eru kjömir strætóbíl- stjórar. Vogin: Þú ert listamannstýpa og átt í erfiðleikum með að skilja raunveruleikann. Ef þú ert karl- maður eru ákaflega mikil líkindi til þess að þú sért kynvilltur. At- vinnumöguleikar þínir eru góðir og þú verður sennilega ríkur. Flestar konur í Voginni eru góð- ar vændiskonur. Sporðdrekinn: Þú ert út tmdir þig í viðskiptum og þér er alls ekki treystandi. Vegna siðleysis munm njóta ffamans. Nokkuð algengt er að Drekar verði fyrir aðkasts vegna ófriðleika. Bogamaðurinn: Þú ert bjart- sýnismanneskja og ákafur. Þú hefur makalausa tilhneigingu til að treysta á heppni vegna þess að þú hefur enga sérstaka hæfi- leika. Flestir Bogamenn eru fyllibytmr. Fólk hlær gjaman að þér (ekki með þér). Steingeitin: Þú ert íhaldssamur og hræddur við að taka áhættu. Þú ert latur og gerir yfirleitt aldrei neitt. Steingeitur ættu að forðast að standa of lengi kyrrar á sama stað því þær eiga það til að skjóta rótum og verða að trjám. Þú ert mjög sveitó. Vatnsberinn: Þú ert uppátekta- samur og nýjungagjarn. Hins vegar hefurðu tilhneigingu til að vera óvarfærinn og ópraktískur sem veldur því að þú gerir sömu vitleysuna affur og affur. Fólk heldur að þú sért heimskur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.