Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2002, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 03.07.2002, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 íbúðar- og skrifstofuhúsnæði á Garðabraut Fyrsta skóflustungan tekin Hafnar eru framkvœmdir við nýtt íbúðar- og skrifstofuhúsrueði á Garðabraut. Á föstudag var tekin fyrsta skóflustungan að nýju þriggja hæða íbúðar- og skrifstofuhúsnæði á Garðabraut á Akranesi. Ibúðarhús- næði verður á tveimur efstu hæð- unum en skrifstofuhúsnæði á þeirri neðstu auk þess sem í kjallara húss- ins verða geymslur. Sveinbjöm Sig- urðsson ehf., elsti byggingaverktaki á landinu, sér um framkvæmdirnar en það var forstjóri fyrirtækisins, Sveinbjöm Sveinbjörnsson sem tók skóflustunguna á föstudag. Sam- kvæmt upplýsingum frá Gylfa Guðmundssyni, rekstrarstjóra Sveinbjörns Sigurðssonar ehf., er reiknað með að húsið verði fokhelt um áramótin og von er til þess að það verði tilbúið næsta vor. Þegar hafa verið seldar 4-5 íbúðir af 12 en tíu þeirra em tveggja herbergja og tvær þriggja herbergja. Sjóvá-Al- mennar ætlar að festa kaup á hluta af skrifstofurýminu. SOK Biskupsstofa kaupir Alexander Eiríksson framkv<emdastjóri TÞA og Karl Sigurbjömsson biskup innsigla samninginn. Á dögunum skrifaði Biskupsstofa undir samning við Tölvuþjónust- una á Akranesi um kaup á skjala- stjórnarkerfi. Skjalastjórnarkerfið er samsett úr DME skjalavistunar- kerfinu og mála- og samskiptakerfi. Biskupsstofa valdi kerfið frá Tölvu- þjónustunni á Akranesi að undan- genginni ítarlegri skoðun á því. Undanfarin ár hefur Tölvuþjónust- an selt DME skjalavistunarkerfið sem hlotið hefur góðar móttökur á íslenska markaðnum. Biskupsstofa bætist nú í góðan hóp fyrirtækja og stofnana sem fest hafa kaup á DME skjalavistunarkerfinu og mála- og samskiptakerfinu. Rækjuverksmiðjuhúsið selt Loks hyllir undir að eitthvað líf færist að nýju í gömlu rækjuverk- smiðjuna í Olafsvík sem staðið hefur ónotuð síðastliðin fjögur ár en það hefur verið í eigu Samherja á Akureyri. Nú hafa tveir Snæfell- ingar, þeir Sveinn Ingi Ragnarsson og Haraldur Ingvason fest kaup á húsinu og hyggjast leigja og selja einstaka hluta þess undir ýmiskon- ar starfsemi. Sveinn segir að nú þegar hafi margir sýnt því áhuga að koma þarna inn og ýmsar hug- myndir séu í skoðun. Sveinn segir húsið hafa mikla möguleika og kveðst bjartsýnn á að það geti orð- ið vel nýtt í framtíðinni. Hann segir það vera ætlun þeirra félaga að flikka upp á útlit hússins f sum- ar enda er viðhalds orðin þörf fyr- ir margt löngu. GE Gámaþjónusta Vesturlands ehf. vill þakka íbúum Borgarbyggðar ánœgjuleg viðskipti síðastliðinn aldarfjórðung. Við erum þó áfram til þjónustu reiðubúin Jyrir íbúa Borgarbyggðar sem og aðra. Erum með til leigu tunnur, ker, gáma, salerni og vinnuskúra. Erum með umhverfisvœna og hagkvœma lausn við | hsun rotþróa og tökum einnig að okkurýmsafluttninga og önnur verkefni. Samið um endurbætur á Sjúkrahúsi Akraness Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Geir H. Haarde, fjármála- ráðherra skrifuðu undir samninginn f.h. ríkissjóðs en Guðni Tryggvason, stjómarfor- maður SHA og Gísli Gíslason, bœjarstjóri f.h. heimamanna. Síðastliðinn föstudag var undirrit- aður samningur um endurbætur á Sjúkrahúsi Akraness fyrir um 167 milljónir króna. Samningurinn, sem er á milli heilbrigðisráðuneytis og fjármálaráðuneytis annars vegar og Akraneskaupstaðar hinsvegar, var undirritaður af fulltrúum Akranes- kaupstaðar og viðkomandi ráðherr- um í listasetrinu Kirkjuhvoli að við- stöddum bæjarfulltrúum Akranesbæj- ar og stjómendum SHA. Eins og fram hefur komið í Skessu- horni stóð til að samningurinn yrði undirritaður í maí en því var skyndi- lega ffestað vegna ágreinings innan ríkisstjómarinnar um hvort ráðherrar væm að nota tilkynningar um opin- berar ffamkvæmdir sínum flokkum til ffamdráttar í kosningabaráttunni. Nú er allur taugatitringur vegna kosninga hinsvegar að baki og því var hægt að ganga frá umræddum samningum í mesta bróðemi. Samningurinn um endurbætur sjúkrahússins tekur til viðgerða og málunar á n-austurálmu sjúkrahúss- ins, innréttinga á fæðinga- og kven- sjúkdómadeild á 2. hæð, innréttinga á sótthreinsun í kjallara og endurbóta í eldhúsi og aðliggjandi rýmum á 1. hæð. Áætlaður heildarkosmaður sem samningur þessi tekur til er um 167 milljónir króna en þá er ótalinn kostnaður við endumýjun búnaðar. Ríkissjóður ber 85% kostnaðar við ffamkvæmdina en sveitarfélagið 15%. Framkvæmdir við innréttingu nýrrar fæðinga- og kvensjúkdóma- deildar hefjast í haust en á árinu 2004 verður eldhús stofimnarinnar endur- nýjað og verður því verki lokið þá eða snemma á árinu 2005. Verkið er unn- ið samkvæmt teikningum Helga Hjálmarssonar, arkitekts hjá Teikni- stofunni Oðinstorgi hf. í Reykjavík. VLFA áfrýjar dómi til Hæstaréttar Islands Formaður fer ekki efrir settum leikreglum segir Vilhjálmur Birgisson Á fundi stjórnar Verkalýðsfélags Akraness í síðustu viku var ákveðið að áffýja til Hæstaréttar Islands dómi Héraðsdóms Vesturlands í máli Vilhjálms Birgissonar gegn fé- laginu. Samkvæmt dómnum er stjórn VLFA skylt að veita Vilhjálmi fullan aðgang að bókhaldsgögnum félagsins fyrir síðustu ár. I beinu ffamhaldi af stjórnarfundinum var haldinn fundur með stjórn og trún- aðarráði VLFA þar sem 16 meðlim- ir greiddu atkvæði gegn því að dómnum yrði áfrýjað en 13 voru hlynntir því. Vilhjálmur segir það undarlegt hversu hatrammri baráttu menn berjist gegn því að hann fái að skoða bókhaldsgögnin. „Með atkvæða- greiðslu stjórnar og trúnaðarráðs var atkvæðagreiðsla stjórnar í raun gerð ómerk. Lögð var ffam tillaga á fundi stjórnar og trúnaðarráðs um að þessu máli yrði ekki áffýjað þar sem þetta kostaði félagið mikla fjár- muni og þar sem dómurinn væri skýr. Nú liggur fyrir aðalfundar- samþykkt þar sem lýst var vantrausti á stjórnina og samþykkt stjórnar og trúnaðarráðs sem hvort tveggja er hunsað. Það virðist alveg sama hvað gerist og hversu oft við vinnum, við töpum alltaf á endanum einfaldlega vegna þess að formaðurinn fer ekki eftir settum leikreglum." Kostnaður á aðra milljón Vilhjálmur segir kostnað VLFA við málið nú þegar orðinn á aðra milljón króna. „Starfsgreinasam- bandinu barst svo erindi frá for- manni á mánudag um fjárstuðning til að geta áfiýjað málinu. Það verð- ur að teljast með ólíkindum ein- vörðungu vegna þess að það var aldrei borið undir stjórn. Mér finnst undarlegt að hann geti farið í eigin persónu og beðið um fjárstuðning til handa félaginu en það lýsir kannski fyrst og fremst kostnaðin- um við þetta mál. Framkvæmda- stjórn starfsgreinasambandsins greiddi svo atkvæði gegn því að stuðningurinn yrði veittur.“ Að sögn Vilhjálms hafa tugir félags- manna haft samband við hann og lýst yfir stuðningi sínum. „Við erum að skoða það núna að boða til fé- lagsfundar. Þá kemur hinn almenni félagsmaður til með að geta komið og látið þessa óánægju í ljós enda er þetta félag fólksins en ekki ein- hverra örfárra einstaklinga." I dómi Héraðsdóms Vesturlands kom fram að VLFA þyrfti að greiða Vilhjálmi 10 þúsund krónur í dagsektir þar tii hann fengi að sjá bókhaldsgögn fé- lagsins. Hann segist aðspurður ekki ætla sér að notfæra sér það. „Eg ætla ekki að hirða þessa peninga til eigin nota. Þeir fara beint aftur í félagið því þetta mál hefur kostað nógu mikið nú þegar.“ Mál stjómar Hervar Gunnarsson segir ástæð- una fyrir áffýjuninni fyrst og fremst vera þá að stjórnin telji að í niður- stöðu dómsins sé ekki að vinna veigamikil atriði sem ffam hafi kom- ið í vitnaleiðslum. Hann segir það ekki hlutverk trúnaðarráðs að taka ákvörðun um málið. „Trúnaðarráð greiddi atkvæði án þess að málið væri af hálfu stjómar lagt fyrir það. Við verðum að taka mið af stjórn- skipulagi félagsins og af því er alveg ljóst að það er stjórn félagsins sem fer með þetta mál.“ Hervar segir málið aldrei hafa snúist um það að eitthvað sé að finna í bókhaldsgögn- um sem Vilhjálmur megi ekki sjá. „Stjórnin er kjörin til þess að stýra félaginu milli félagsfunda. Hún telur sig hafa sjálfstætt umboð til að taka eigin ákvarðanir og að þær ákvarð- anir séu endanlegar. Þetta mál snýst í dag miklu ffekar um „prinsipp“ en nokkuð annað. Stjórn taldi Vilhjálm ekki eiga neina kröfu á því að fá af- hent bókhald fyrri ára nema því að- eins að það sem hann vildi fá að skoða tengdist stjórnartímabili hans. Hann hefur farið allt aftur til ársins '91 að skoða svoleiðis mál. Ég full- yrði það að hann hefur ekki fundið neitt sem á sér ekki eðlilegar skýr- ingar en hins vegar er það þannig að ef menn kjósa að gera hluti tor- tryggilega gera þeir það.“ Engin styrkumsókn Hervar segir það ekki rétt að hann hafi sótt um styrk frá starfsgreina- sambandinu. „Ef Vilhjálmur vill halda svoleiðis á því þá leitaði ég í fyrsta lagi ekki effir styrk. Ég fór yfir málið með formanni og varafor- manni og bað um álit þeirra á því hvort þeir teldu að sambandið myndi vilja koma að rekstri málsins fyrir hæstarétti. Fyrir einhverjar ó- skiljanlegar sakir fór málið fyrir fund framkvæmdastjórnar sam- bandsins þar sem því var hafnað. Eg sótti ekki formlega um styrk. Ef ég hefði ætlað að gera það hefði ég þurft að bera málið undir stjórn, það er rétt hjá Vilhjálmi." Dómurinn fordæmisgefandi Aðspurður um þá athugasemd Vilhjálms um að styrkbeiðnin lýsi fyrst og ffemst kostnaðinum við málið segir Hervar það alrangt. „Það segir ekkert um það. Þegar fé- lög eins og VLFA lenda í því að höfða mál fyrir dómi er það bara al- gild vinnuregla að kanna hvort sam- tök félaganna eru tilbúin til að koma að rekstri málsins. Stundum gera þau það og stundum ekki. Fjallað hefur verið um kostnaðinn við mál- ið víða og ég get alveg sagt það að okkar málskostnaður er 300 þúsund auk málskosmaðar Vílhjálms sem er 550 þúsund.“ Hervar segir dóm hæstaréttar koma til með að vera fordæmisgefandi. „Standi dómur héraðsdóms verður hann fordæmis- gefandi um margt og hlýtur að koma til með að snerta allt íslenskt viðskiptalíf. Nú er ég ekki að tjá mig mn hvort það er rétt eða rangt en vinnureglan hefur verið sú að þeir sem til þess hafa réttindi hafa haft aðgang að gögnum félaga og fyrir- tækja. Síðan höfum við litið svo á að þegar ársreikningar hefðu verið samþykktir þyrftu menn að geta bent á það með rökstuðningi að eitt- hvað væri glæpsamlegt við þá til að fá að skoða gögn nánar.“ SÓK Kvennaveldi í Dölum Það er óhætt að segja að orðið hafi kvennabylting í Dalabyggð en á fyrsta fundi nýrrar hrepps- nefndar var Guðrún Jóna Gunn- arsdóttir kjörin oddviti eins og við var búist en hún var oddvita- efni L - lista Samstöðu sem hlaut hreinan meirihluta í nýafstöðn- um sveitarstjórnarkosningum. Þá var Bryndís Karlsdóttir af sama lista kjörin varaoddviti. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort kona verður ráðin í emb- ætti sveitarstjóra þegar þar að kemur. Haraldur Líndal mun hinsvegar gegna starfinu til ára- móta en hann gaf ekki kost á lengri samningi. Q£

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.