Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2002, Page 7

Skessuhorn - 03.07.2002, Page 7
SSISSIHSÖBH MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 7 Unglingalandsmót UMFÍ í Stykkishólmi 1200 keppendur þegar skráðir Unglingalandsmót UMFÍ verð- ur sem kunnugt er haldið í Stykk- ishólmi næstkomandi verslunar- mannahelgi. Þar verður háð keppni í einum tíu íþróttagreinum; knattspyrnu, körfubolta, sundi, golfi, glímu, skák, frjálsum íþrótt- um, hestaíþróttum, íþróttum fatl- aðra og handbolta. I mörg horn er að líta í undir- búningi fyrir slíkt mót en Jóhann Haukur Björnsson, framkvæmda- stjóri þess, segir hann ganga fram- ar vonum. „Undirbúningurinn gengur mjög vel. Skráningarnar ganga framar okkar björtustu von- um og eru mun fleiri en við reikn- uðum með að yrði á þessum tíma. Það eru tvær vikur eftir af skrán- ingarfrestinum og þegar hafa tæp- lega 1200 keppendur verið skráðir. I upphafi reiknuðum við með að fjöldi þátttakenda yrði á bilinu 1500-1700ogþá tölu er alltaf hægt að margfalda með fjórum til að fá út heildarfjölda fólks sem verður á svæðinu.“ Jóhann Haukur segir að þeir sem hafa unnið að undirbún- ingi mótsins undanfarnar vikur séu vel á þriðja tug. „Þetta er aðallega fólk héðan af Snæfellsnesinu og ég skýt á að þessi tala verði að minnsta kosti tíföld á mótinu sjálfu. Okkur hefur almennt geng- ið mjög vel að fá mannskap í þetta. Það er þó miserfitt eftir því hvað verið er að biðja um.“ Hvergi betri aðstaða á landinu Jóhann Haukur segir undirbún- inginn margþættan en að hann felist aðallega í tvennu. „I fyrsta lagi þarf að undirbúa hér svæðið. Þá er ég að tala um aðstöðuna, vellina, íþróttahúsið, sundlaugina, tjaldsvæðið og þau svæði sem keppendur og gestir koma til með að nota og vera á. Síðan er það sá undirbúningur sem felst í því að safha fólki í ýmis störf, undirbúa keppnina, tímaseðla, kynna mótið, fá styrktaraðila og svo framvegis. Þetta gengur allt samkvæmt áætlun enn sem komið er.“ Jóhann Hauk- ur segir að öll aðstaða sé fyrir hendi í Stykkishólmi þrátt fyrir þá staðreynd að keppt verði í tíu mis- munandi íþróttagreinum. „Eg er ekki héðan úr Stykkishólmi og er því frekar hlutlaus í þessum efnum. Þrátt fyrir það leyfi ég mér að full- yrða að hvergi sé betri aðstaða á landinu til að halda svona mót. Að- staðan er öll fyrir hendi á mjög litlu svæði í miðbænum og foreldr- ar geta jafnvel fylgst með öllum þremur börnum sínum í einu. Þetta finnurðu hvergi annars stað- ar.“ Aðspurður um kostnaðinn við svona stórmót segir Jóhann Hauk- ur að hann sé töluverður. „Þetta kostar allt einhverja peninga en við fáum peninga til baka á tvenns konar hátt. Annars vegar borga keppendur þátttökugjöld og svo hefur okkur gengið mjög vel að fá styrktaraðila í þetta verkefni enda teljum við okkur vera að veita mjög mikla skemmtun fyrir lítið.“ Rauðhærðu fólki gert hærra undir höíði á Irskumdögum A Akranesi er nú í undirbúningi ein stærsta fjölskylduskemmtun sumarsins; Irskir dagar 2002. Þeir hefjast formlega fimmtudaginn 11. júlí með tveimur skemmtisigling- um fyrrum Akraborgar ffá Akra- nesi og inná Hvalfjörð. Sú fyrri er ætluð yngri kynslóðinni en sú síð- ari fullorðnum. I henni verður boðið upp á veitingar og írska tón- list segir Sigurður Sverrisson for- maður undirbúningsnefhdar. Dag- skráin nær hápunkti laugardaginn 13. júlí og lýkur á sunnudegi. Þarm 11. júlí verða nákvæmlega fjiigur ár frá því að Hvalfjarðar- göngin opnuðu og Akraborgin hætti siglingum. „Við ædum að nota þetta einstaka tækifæri til að blanda saman nútíð og fortíð og því munu holdgervingar þeirra írsku bræðra; Þormóðs og Ketils Bresasona, stökkva ffá borði við bryggju og nema land á ný. Þeir Bresasynir voru síðast á ferðinni um 880 þegar þeir námu land á Akranesi og komu þeir og afkom- endur þeirra sér vel fyrir víða um héraðið. Dagskrá írskra daga er þéttskipuð og telur um 40 dag- skráratriði. Nær hún hápunkti með kvöldskemmtun á Akratorgi laug- ardaginn 13. júh' þar sem Kaffi- brúsakarlarnir, Gospelkórinn, Fiðlusveitin og ýmsir fleiri skemmta. Irska hljómsveitin Ash Plant og Riverdansarar með þeim koma sérstaklega til landsins til að skemmta á írskum dögum og mun sveitin halda skemmtun í Bíóhöll- inni á laugardagskvöld. Papamir mtrnu einnig verða með dansleik á Breiðinni, U2-project skemmtir í Bíóhöllinni, Nomakvöld verður í Húsinu og áfram mætti lengi telja,“ segir Sigurður. Rauðhausar í öndvegi Svo háttar tdl á Akranesi að sam- hliða írskum dögum er stærsta knattspymumót sumarsins í gangi á Skaganum með um 1100 þátttak- endum. Af því tilefiii einu sækja hátt í 3000 gestir bæinn heim. Sumargolffnót Bylgjunnar verður einnig þessa helgi á Garðavelli og mikil skemmtidagskrá sem fylgir því. Svokallaðir „Tax Free“ dagar verða ennffemur í verslunum á Akranesi þessa daga, þar sem hægt verður að gera góð kaup. ,„4Jlir ættu að finna sér eitthvað til skemmtunar og dægradvalar á Akranesi þessa daga. Auk þess sem fyrr er getið má nefha sæþotur, kajaka og körtubíla, leiktæki, dorg- veiðikeppni, sandkastalakeppni, markaðstjald, uppboð og fleira,“ segir Sigurður og bætir því við að allir gestkomandi fái afhenta dag- skrá írsku dagana við bæjarmörkin. „Rauðhærðum gestum á írskum dögum verður gert sérstaklega hátt tmdir höfði, enda rautt hár eitt helsta einkenni Ira. Allt rauðhært fólk fær sérstakan glaðning við komuna til bæjarins," segir Sigurð- ur og bætir því við að hann segist bjartsýnn á að samningar við veð- urguðina takist einnig á næstunni. Gert er ráð fyrir að 10-15 þústmd gestir verði á Akranesi á Irskum dögum að þessu sinni. SOK Sláturfélag Suðurlands óskar Vestlendingum gleðilegs sumars og þakkar viðskiptavinum fyrir góð samskipti á undangengnum árum. Vegna mikillar nautgripaslátnmar undanfarna mánuði og góðrar markaðsstöðu vill Sláturfélagið bæta við sig nýjum innleggjendum. Vinsamlegast hafið samband við Sláturhúsið á Selfossi í síma 480 4100 eða 482 1192 *

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.