Skessuhorn


Skessuhorn - 03.07.2002, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 03.07.2002, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 2002 Páll S. Brynjarsson, nýráðinn bæjarstjóri Borgarbyggðar tíl næstu íjögurra ára, kemur ferskur inn í skráargat vikunnar sem og í nýtt starf sitt en hann mun hefja störf á allra næstu dögum. Páll er með BA próf í stjórnmálaffæði ffá Háskóla Islands og hefur lokið framhaldsnámi í sömu grein frá háskólanum í Arósum. A dögun- um lauk hann svo framhaldsnámi í stefnu- mótun og stjómsýslu frá háskólanum í Volda í Noregi. Nafn: Páll S. Brynjarsson. Fæðingardagur og ár: 1. mars 1965. Hæð: 185 cm á sokkaleistunum. Starf: Bajarstjóri. Fjölskylduhagir: Er í sambúð með Ingu Dóru Halldórsdóttur og á tvö böm; Astdísi 9 ára og Brynjar Snæ 7 mánaða. Uppáhalds matur: Hangikjöt með ORA grænum baunum. Uppáhalds drykkur: Kóka kóla. Uppáhalds sjónvarpsefni: Fréttir og íþróttir. Uppáhalds leikari innlendur: Sigurður Sigurjónsson. Uppáhalds leikari erlendur: Paul Newman. Besta híómyndin: Italiansk for begyndere. Uppáhalds íþróttamaður: Eyjólfur Sverrisson. Uppáhalds íþróttafélag: Skallagrímur (og Tindastóll). Uppáhalds stjómmálamaður: Geir H. Haarde. Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Geirmundur Valtýsson. Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Kim Larsen. Hvað meturðu mest ífari annarra: (Fær ráðleggingu frá jrúnni.) Heiðarleika og lífsgleði. Þinn helsti kostur: Sjálfum mér samkvæmur. Þinn helsti ókostur: Drekk of mikið gos. Mottó: Að rækta sjálfan mig og aðra. Hvað finnst þér um Borgarbyggð? Mér líst mög vel á Borgarbyggð, fallegur staður. Hlakkarðu til að vinna sem bæjarstjóri? Já, mjög svo. Eitthvað að lokum: Eg vil þakka Skessuhomi jýrir skemmtilegar spumingar sem erfitt var að glíma við. Bill - _ Sumarlax Egill Kristjánsson, kokkur í veiðihúsinu við Grímsá, er um- sjónarmaður eldhúskróksins að þessu sinni. Egill, sem er mat- reiðslumeistari að mennt, hefur starfað víða. Þetta er hans fyrsta sumar sem kokkur í veiðihúsinu við Grímsá en áður hefur hann eldað í öðmm veiðihúsum, á ýms- um veitíngahúsum, fyrir fólk og fyrirtæki, auglýsingastofur og æv- intýrafólk, auk þess sem hann hef- ur kokkað bæði uppi á Græn- landsjökli og jöklum hérlendis í miklum mæli. Það er því enginn nýgræðingur sem kynnir mariner- aðan lax fyrir lesendum Skessu- horns í þessari viku. Egill segir réttinn henta vel sem léttan rétt fyrir fjóra en sé hann ætlaður sem aðalréttur verði að bæta við uppskriftina. Hann útbjó þennan rétt í fyrsta skipti í vik- unni en segist hafa prófað sig áfram um hríð. Sumarlaxinn er því hans eigin uppfinning en Egill segist spila eldamennskuna af fingram fram og ekki notast mik- ið við matreiðslubækur. Réttinn segir hann bæði einfaldan, fljót- legan og góðan. „Eg prófaði þetta á gestunum hér í gær og þeim fannst þetta svakalega spennandi og gott. Rétturinn er ekki eldað- ur, en hann er mjög ferskur og minnir um margt á sushi,“ segir Egill- 500 g lax 4 stk sítrónur 3 msk ólívuolía 1 dl hvítvín 1/2 tsk malaður svartur pipar 2 tsk soyasósa Sítrónurnar era pressaðar og safanum blandað saman við ólívu- olíuna, hvítvínið, svarta piparinn og soyasósuna. Laxinn er svo skorinn í þunnar sneiðar og látinn liggja í þessum legi í 4 klukku- stundir. Laxinn er svo hægt að bera fram einn og sér eða með salati og góðu brauði. Auk þess er hægt að nota hann í sumarsalat. Ekki er nauðsynlegt að nota lax því einnig er hægt að notast við lúðu. Verði ykkur að góðu! www.skessuhom.is/sma Stækkun kirkjugarðsins í Ólafsvík Steftit að gerð nrnmingarreits á næsta ári Fyrir skömmu hófust fram- kvæmdir við stækkun kirkjugarðs- ins í Olafsvík en skipulagsvinna við verkið var unnin í vetur. Séra Osk- ar Hafsteinn Oskarsson, sóknar- prestur, segir stækkunina hafa ver- ið bráðnauðsynlega. „Við geram ráð fyrir að stækkunin sem nú er unnið að verði tekin í notkun eftir tvö ár og við vonumst til þess að hún dugi okkur næstu 15-20 árin því þarna eru yfir hundrað legstæði. Það era sennilega um 15 ár síðan síðasta stækkun var tekin í notkun og hún er nærri orðin full.“ Stækkunin snýr í norður en landslagsarkitekt var fenginn til þess að hanna hana. „Við teljum vera vel við hæfi að þetta snúi svona út fjörðinn. Auk stækkunar- innar hefur verið teiknaður minn- ingarreitur við stækkunina en það er verk sem stefnt er að því að hefja í haust og vetur. Fram- kvæmdir myndu þá hefjast næsta vor. Við enda stækkunarinnar hef- ur verið byggð upp grasmön og búið er að laga bakkann sem snýr að sjónum svo þessar framkvæmd- ir era til mikillar prýði fyrir bæinn. Með tilkomu minningarreitsins viljum við líta svo á að garðurinn verði aðlaðandi fyrir ferðamenn. Að þeir geti komið að fallegum kirkjugarði og minningarreit, sest við sjávarsíðuna og átt notalega stund. Grunnurinn að gömlu kirkjunni í Olafsvík sem var rifin þegar sú nýja var byggð er þarna skammt frá og við ætlum að reyna að setja hann í samhengi við þetta svæði með því að setja þar sögu- skilti. Kirkjugarðsböll til fjáröflunar? Það er margt merkilegt við kirkjugarðinn f Olafsvík og stein- steypti kirkjugarðsveggurinn sem stendur í kringum garðinn nálgast nú hundrað ára afmæli sitt óð- fluga. „Þessi veggur á sér mjög merka sögu,“ segir Oskar. „Hann var unninn í sjálfboðavinnu og á sínum tíma vora haldin sérstök kirkjugarðsböll til að fjármagna framkvæmdirnar. Við þurfum að brjóta örlítið af honum vegna stækkunarinnar núna en ætlum að vernda framhlutann og það sem eftir stendur því þarna er aldeilis að finna minningu um djörfung fyrri kynslóðar." Oskar segist að- spurður efast um að farið verði út í að halda kirkjugarðsböll dl að fjár- magna framkvæmdirnar sem nú standa yfir í garðinum en þó sé Síðbúið svar vegna pokasjóðs í 15. tölublaði Skessuhorns birtíst grein þar sem segir að KB Borgamesi hafi sagt sig úr Poka- sjóði verslunarinnar vegna þess að ffamlög úr sjóðnum hafi ekki skil- að sér sem skyldi í verkefni á þeirra svæði og því hafi þeir ákveðið að stýra þessu sjálfir. Jafn- framt segir að í þessum nýja sjóði verði um ein milljón króna á ári til úthlutunar. Þessi grein vakti upp hjá mér nokkrar spurningar sem vert er að íhuga og leita svara við. Hvað er svæði KB? Er það bara Borgarnes eða er það öll Borgarfjarðar- og Mýrasýsla? Eg er formaður í Landgræðslufélagi við Skarðs- heiði sem nær yfir 16 jarðir í Leir- ár- og Melahreppi og Borgar- fjarðarsveit. Við teljum okkur vera í Borgarfirði og þar með á svæði KB ef það er víðara en Borgarnes. Við höfum síðustu 4 árin fengið 25 milljónir króna í styrk frá Pokasjóði verslunarinnar tíl upp- græðslu og annarra verkefna t.d. skógræktar en eitt af markmiðum verkefnisins er að stækka Hafinar- skóg og vemda en þetta er einn síðasti ef ekki síðastí birkiskógur landsins sem vex við sjó. Auk þess er verið í skjólbeltaræktun með því markmiði að auka umferðar- öryggi þeirra sem um svæðið fara. Mér finnast þetta því kaldar kveðjur frá forsvarsmönnum KB til okkar og Pokasjóðs verslunar- innar þegar þeir segjast hafa eina milljón á ári og ætla að nota hana í verkefni sem era á einhvern hátt héraðinu til hagsbóta. Baldvin Bjómsson, Skorholti, Leirár- og Melahrepp hugsanlegt að sóknarnefndin í Olafsvík vilji endurvekja þessa hugmynd. Snæfellsbær sér um að fjármagna stækkun garðsins en gerð minningarreitsins snýr að kirkjunni sjálfri. Þar era á ferðinni kosmaðarsamar framkvæmdir og ljóst að kirkjan verður að leita eftir utanaðkomandi fjárstuðningi til framkvæmdanna. SOK Síðastliðinn laugardag vora haldnir svokallaðir bátadagar á Akranesi í fyrsta skipti. Dagskráin fór ffarn á hafnarsvæðinu og Langasandi og fjöl- menntu Skagamenn og aðrir á dagana sem ætlunin er að gera að árlegum viðburði. Gám viðstaddir meðal ann- ars fylgst með keppni um hraðskreið- asta bátínn, farið í útsýnisflug með þyrlu, leigt sér sæsleða eða skellt sér á banana svo eitthvað sé nefnt. Bátadagarnir heppn- uðust einstaklega vel enda veðrið með eindæmum gott og er vonandi að þær áætlanir um að gera þá að árleg- um viðburði standist. SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.