Skessuhorn - 18.09.2002, Side 3
■ ■.H-Mlh.-
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002
3
Snorrastofa fær Hvatningarverðlaun Rótarýklúbbs Borgamess
Síðastliðinn laugardag voru
hvatningarverðlaun Rótarýklúbbs-
ins í Borgarnesi veitt í fyrsta sinn
við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu í
Borgarnesi. Verðlaunin komu í hlut
Snorrastofu í Reykholti fyrir braut-
riðjendastarf í þágu menningar
héraðsins. Það var stofnunin sjálf
sem hlaut verðlaunin sem voru í
formi peningagjafar að upphæð kr.
150.000,- en um leið var vakin at-
hygli á þætti tveggja einstaklinga í
að koma Snorrastofu á fót. Það eru
þeir Bjami Guðráðsson í Nesi og
sr. Geir Waage sóknarprestur í
Reykholti.
Hvamingarsjóður Rótarýklúbbs
Borgarness var stofnaður árið 2000
og er markmið hans að verðlauna
hverskonar merkilegt ffamtak sem
er til ffamfara fyrir menningu og
atvinnulíf héraðsins hvort sem í
hlut eiga einstaklingar, félög, fyrir-
tæki eða stofnanir. Akveðið var að
veita fyrsm viðurkenninguna úr
sjóðnum á fimmtíu ára afmæli fé-
lagsins sem er fagnað um þessar
mundir. Afmælisins er einnig
minnst með sögusýningu í safna-
húsinu þar sem saga klúbbsins er
rakin og ýmis mál sem klúbbfélag-
ar hafa komið að í gegnum tíðina.
GE
Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu tekur við verðlaunum úr Hvatningarsjóði Rótarýklúbbs Borgamess úr hendi Finns Torfa
Hjörleifssonar forseta klúbbsins. Mynd: GE
Önugheit, útúrsnúningar og óþarfa viðkvæmni eiga eklú við
Umræðan um löggæslu snýst um skipulagningu en ekki persónur,
segir Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi
„Það er mikill misskilningur hjá
sýslumanninum í Borgamesi að bæj-
arstjórinn á Akranesi standi í áróð-
ursstríði gegn embætti hans og að
slíkt „stríð“ sé byggt á órökstuddum
dylgjum. Reyndar er údlokað að
ræða málefni tollgæslu á Grundar-
tanga og löggæslu í héraðinu á
grundvelli önugheita, útúrsnúninga
og óþarfa viðkvæmni, „ segir Gísli
Gíslason bæjarstjóri á Akranesi. I
viðtali við Skessuhom í síðustu viku
sagði Stefán Skarphéðinsson sýslu-
maður í Borgamesi að málflutning-
ur bæjarstjóra um tollgæsluna á
Grundartanga byggðist á órök-
studdum dylgjum. Vísaði sýslumað-
ur þar til ummæla Gísla í Skessu-
homi ffá því í vikunni áður þar sem
hann sagði meðal annars að efla
þyrffi stórlega tollgæslu á Grundar-
tanga.
Gísli segir að þau mál sem hafa
verið rædd snúist m.a. um tvö mjög
stór atriði sem varða íbúana á svæð-
inu og þá sem um svæðið fara. „I
fyrsta lagi er öllum ljóst að tollgæsla
á Grundartanga er langt undir
mörkum sem unnt er að sætta sig
við. Um þetta hafa m.a.
bæjarstjómir Borgar-
byggðar og Akraness á-
lyktað, enda er samstarf
bæjarstjórnanna mjög
gott og sameiginlegur á-
hugi á að styrkja héraðið,
treysta þjónustu og horfa
til framtíðar. Að auki má
nefna að í Skessuhorni
þann 11. september s.l.
tekur oddviti Innri Akra-
neshrepps imdir skoðun
bæjarstjómanna. Þetta
er því ekki bara raus í
rugluðum bæjarstjóra.
Málið snýst einfaldlega
um að með stóraukinni
skipaumferð þá er al-
menn tollæsla á svæðinu
ofviða einum manni.
Það sjá allir.Það er
grundvallaratriði að tryggja eins og
kostur er að Grandartangahöfn
verði ekki notuð sem smyglleið og
það verður ekki gert nema með
auknu eftirliti. Um það eru þeir
sammála sem til mála þekkja. I öðra
lagi hefur það vakið athygli ansi
margra og stundum verið haff í
flimtingum að þjónusta lögreglu við
vegfarendur í héraðinu er rígbundin
við umdæmamörk en ekki er nýttur
sá mannafli sem er á svæðinu í heild
þó svo að launagreiðandinn sé sá
sami. M.a. hefur þetta verið til um-
fjöllunar fagmanna í stafshópi sem
fjallar tun endurskoðun á viðbragðs-
áætlun fyrir Hvalfjarðargöng og telja
þeir að úrbóta sé þörf. Osveigjanleg
svæðamörk lögreglunnar skila lakari
þjónustu en efhi standa til og minna
öryggi en hægt væri að tryggja,“ seg-
ir Gísli.
Gísfi segir að breytingar séu óum-
flýjanlegar hafi menn áhuga á að
veita betri þjónustu og auka öryggi
almennings á svæðinu. Hann segir
að vafalaust komi ýmsar leiðir til
greina en það sé dómsmálaráðu-
neytisins að finna út hvaða leiðir séu
skynsamlegastar.
,JVIeð þessari tunræðu er verið að
hreyfa málum í því skyni að styrkja
þjónustustigið í héraðinu, en hvorki
verið að stríða gegn einstökum emb-
ættum eða varpa rýrð á góða menn
sem sinna löggæslumálum eftir
bestu getu. Málið snýst um skipu-
lagningu en ekki persónur. Þeir sem
ábyrgð bera á skipulaginu og stýra
málum verða að átta sig á þeim
breytingum sem orðið hafa og
bregðast við þeim málefnalega. Það
era litlar líkur til þess að fólk sætti
sig við vitlaust skipulag og lakari
þjónustu en efni standa til þó svo að
umræða um breytingar pirri ein-
hvem. Það er engin ástæða til að
efna til héraðsrígs um málefni sem
varðar öryggi og bætta þjónustu -
verkefnið er að finna lausn á því sem
betur þarf að fara,“ segir Gísli að
lokum. GE
Borgarfjarbarsveit
Til sölu Túngata
14 d Hvanneyri
Borgarfjarðarsveit óskar eftir
tilboðum í einbýlishús og
bílskúr að Túncjötu 14 ú
Hvanneyri. Husið er 120
I fermetrar og bflskúrinn 40 fermetrar. Núnari
I upplýsingar fdst á skrifstofu Borgarfjarðarsveitar,
| sími 435-1140, pósthólf 60, 320 Reykholt og þangað
c skulu tilboð send fýrir 1. október nk.
Oddviti Borgarfjarðarsveitar
Munið nýtt símanúmer
570-9800
FÓÐURBLAHDAN HF.
FORYSTA i FÓÐURBLÖNDUN
Heiur |)ij skafiast í slysi?
Slys eru alvarlegir atburðir sem geta gerbreytt aðstæðum í lífi okkar allra. Erfiðleikar
í kjölfar slyss geta verið líkamlegir, sálrænir, félagslegir og síðast en ekki síst fjárhagslegir.
Við hjá Fulltingi léttum þér leiðina að því sjálfsagða marki að þú fáir greiddar þær
bætur sem þú átt rétt á.
Þjónusta okkar felst í að:
1. Útskýra hver rétturþinn er
2. Leita réttarþíns fyrirþig
3. Gæta hagsmuna þinna í hvívetna.
Þér er velkomið að hafa samband við okkur.
Síminn er 533 2050.
FULLTINGI
lögfræðiþjónusta
uppgjör skaðabóta og slysabóta
Suðurlandsbraut 18 • 108 Reykjavík • Sími 533 2050 • Bréfsími 533 2060 •fulltingi@fulltingi.is • www.fulltingi.is