Skessuhorn - 18.09.2002, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002
WWW.SK KS SUHORN.IS
Borgarnesi: Borgarbraut 23 Simi: 431 5040
Fax: 431 5041
Akranesi: Kirkjubraul 3 Sími: 431 4222
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Úlgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040
Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 892 4098
Blaðomenn: Sigurður M. Horðorson 865 9589
Auglýsingor: Hjörtur J. Hjortorson 864 3228
Próforkalestur: Anno 5. Einorsdóttir
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir
Prentun: Prentsmiðjo Morgunbloðsins
skessuhorn@skessuhorn.is
ritstjori@skessuhorn.is
smh@skessuhorn.is
hjortur@skessuhorn.is
anna@skessuhorn.is
gudrun@skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilofrestur oualýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímamega.
Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu.
Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð
í lausasölu er 250 kr.
431 5040
Hrepparígur
„Betri er hrepparígur en hálsrígur,” segir gamalt máltæki. Það
er hinsvegar þannig með hrepparíg eins og margt annað gamalt
og gott að í seinni tíð hefur verið tilhneiging til að kasta á hann
rýrð og gera lítið úr þessari fomu dyggð.
Þrátt fyrir að margir viðurkenni það seint þá er það deginum
ljósara að varla er hægt að finna skilvirkara og betra stjórntæki en
gamla góða hrepparíginn.
Samkeppni felst nefnilega ekki eingöngu í verðstríði,
undirboðum og bolabrögðum á viðskiptasviðinu. Samkeppni á við
miklu víðar ef hún er heiðarleg og á réttum forsendum. Helsti
kostur samkeppninnar er sá að hún ýtir undir metnað og hvetur
menn til að standa sig eins vel og þeim er unnt, hvort sem það er
á sviði viðskipta, í íþróttum eða hverju sem á annað borð er ætlast
til að gert sé af einhverju viti.
Slíkt á ekki síður við hvað varðar sveitarfélög. Þar kemur
hrepparígurinn til sögunnar. Það á að sjálfsögðu að vera metnaður
hjá íbúum í hverju sveitarfélagi að standa sig betur á öllum sviðum
en þessir andsk... í næstu sveit. Menn eiga að metast sem best
þeir geta um hver sveitin eigi besta fótboltaliðið, fegurstu
konurnar, bestu bændurna, mestu aflaklærnar, skemmtilegasta
bæjarstjórann, gáfuðustu nemendurna, flottustu fyllibyttuna og
hvaðeina annað sem andinn ber þeim í brjóst að rífast um. Til að
krydda þetta örlítáð meira má síðan hreyta ónotum hver í annan á
íþróttakappleikjum og slást á böllum ef skortur er á afþreyingu.
Samt sem áður þurfa menn að gæta þess að vera réttu megin við
strikið til að þeir getd farið að fordæmi þeirra Valhellinga hér áður
fyrr og risið ósárir upp úr valnum eftir hverja rimmu.
Það sem þó er mikilvægast er að menn hafi það hugfast að þrátt
fyrir að hrepparígur eigi fullan rétt á sér þá ber að beita honum
rétt og aðeins þar sem það á við því þótt íbúar einstakra
sveitarfélaga berjist og bítist á heilbrigðan hátt þar sem það á við
þá eiga þeir á mörgum sviðum sameiginleg hagsmunamál sem eru
hafin yfir allan hrepparíg.
Að undanfömu hefur verið nokkur umræða um tollgæslumál á
Grundartanga í Skessuhorni og víðar. Sú tunræða hefur að hluta
til snúist um hvaðan og með hvaða hættd þeirri þjónustu skuli
sinnt. Það er að sjálfsögðu sameiginlegt hagsmunamál
Skagamanna, Borgfirðinga, Borgnesinga og í raun allra
landsmanna að þeim málum sé sinnt sem best til að hindra að
Grundartangasvæðið verði að viðurkenndri innflutningshöfn fyrir
eiturlyf og annað sem við getum gjarnan verið án. Það er það sem
skiptir máli í þessu sambandi. Því mega menn ekki gleyma sér í
hrepparíg í þessu samhengi og færa þannig vopnin upp í
hendurnar á þeim sem þeir eiga að kljást við í sameiningu sem er
í þessu tilfelli ríkisvaldið. Eins og fram hefur komið er hægt að fá
útrás fyrir hrepparíginn á ýmsum öðrum sviðum.
Gísli Einarsson, sérfræðingur
Lögreglurannsókn á
meintu brotí á
vmveitingalöggjöf
Bæjaryfirvöld á
Akranesi hafa óskað
eftir lögreglurann-
sókn á því hvort ung-
lingum undir lögaldri
hafi verið veitt áfengi
á veitingastaðnum
Cafe Mörk. Meintur
atburður átti sér stað
á mánudagskvöldið í
síðustu viku, sama
kvöld og leikmenn
2.flokks IA fögnuðu
Islandsmeistaratitli sínum. Grun-
ur leikur einmitt á að nokkrir leik-
menn liðsins undir lögaldri hafi
verið á staðnum. Jón Pálmi Páls-
son, bæjarritari, hefur umsjón
með útgáfu vínveitingaleyfa á
Akranesi og bárust honum upp-
lýsingar sem leiddu til þess að
óskað var eftir rannsókninni en ít-
rekuð brot af þessu tagi geta leitt
til sviptingar vínveitingaleyfis.
Á ekki við rök að styðjast
Jóhann Pálmason, einn eiganda
Cafe Mörk, segir að staðurinn
hafi ekki brotdð nein lög. „Lög-
gjöfin segir að fólk yngra en 18
ára megi ekki vera á staðnum eftir
kl. 20 á kvöldin nema í fylgd for-
ráðamanns og það var tilfellið í
þetta skiptið. Þær ásakanair um að
einhverjir undir 20 ára hafi verið
afgreiddir um áfengi hér eiga ekki
við rök að styðjast enda spyrjum
við alla um skilríki við barinn. Ef
við stunduðum þau viðskipti sem
við erum sakaðir um værum við í
raun að skaða okkur sjálfa og það
gerum við ekki.“ Ennfremur sagði
Jóhann að hann harmaði það
ónæði sem íbúar hverfisins hefðu
orðið fyrir umrætt kvöld. Strák-
arnir í 2.flokki hafi verið til fyrir-
myndar og sjálfum sér til sóma
inni á staðnum þetta kvöld hvað
svo sem í kjölfarið hafi fylgt eftir
að þeir fóru þaðan.
HJH
Dráttarbrautin leigð út
Stykkishólmsbær hefur boðið út
leigu á dráttarbraut bæjarins og
voru bjóðendur tveir; Skipasmíða-
stöðin Skipavík og Daníelsslippur í
Reykjavík. Að sögn Ola Jóns
Gunnarssonar bæjarstjóra verður á
næstu dögum rætt við bjóðendur
og gengið ffá samningum í fram-
haldi af því.
Fyrirhugaðar eru umfangsmiklar
endurbætur á dráttarbrautinni sem
samkvæmt áædun koma til með að
kosta um 90 milljónir. Ekki hefur
verið ákveðið hvenær þær fram-
kvæmdir verða boðnar út en á-
kvörðtm verður tekin í if amhaldi af
samningum um leigu á brautinni.
GE
Skólasókn ungmenna á Islandi
Vesturland neðar-
lega á blaði
Hagstofa íslands hefur tekið
saman tölur um skólasókn íslenskra
ungmenna á aldrinum 16-29 ára
eins og hún var á miðju haustmiss-
eri 2001. Af samantektinni að
dæma eru vestlensk ungmenni ekki
meðal þeirra námsfususm ef borið
er saman við aðra landshluta. Hlut-
fall ungmenna á fyrrgreindum aldri
sem stundar framhaldsskólanám er
undir landsmeðaltali í flestum ald-
urshópum og aðeins Suðurnesja-
menn eru með lægra meðaltal en
Vesdendingar.
I eftdrfarandi töflu má sjá hversu
hátt hlutfall ungmenna í hverjum
landshluta sækir skóla.
Sjálfsagt má finna margar skýr-
ingar á því að lægra hlutfall vest-
lenskra ungmenna sækir í ffam-
haldsskólanám en jafhaldrar þeirra í
flestum öðrum landshlutum. Hugs-
anlega skipta fjarlægðir máli í því
sambandi, sérstaklega hjá Snæfell-
ingum og Dalamönnum sem eiga
lengst að sækja í næsta framhalds-
skóla en þá kenningu er erfitt að
sanna nema að hafa samanburð milli
einstakra sveitarfélaga. Ein líkleg-
asta skýringin er þó sú að atvinnuá-
stand á Vesturlandi hefur verið með
því besta sem gerist á landinu und-
anfarin ár og því líklegt að gott að-
gengi að atvinnu fái marga til að
fresta námi um sinn a.m.k.
Alls Rvk. Höf.b Suður- Sv. nes Utan Rvk Vesturl. Vestf. Norðurl. Norður. Austurl. vestra eystra Suðurl.
16 ára. ...89. ....90. 92 ... ...80 86. 89... 86.. 90.... ....89.. 87
17 ára. ...80 . ....80. 84... ...69 72 . 78... 85.. 82.... ....83.. 79
18 ára. ...70. ....73 . 74... ...58 70. 68... 75.. 65.... ....65.. 67
19 ára. ...64. ....66, 70... ...49 60. 59.. 60.. 62.... ....58.. 61
20 ára. ...48. ....51 . 52 ... ...34 44. 37... 51.. 42.... ....49.. 47
21 ára. ...44. ....48. 45... ....28 35. 35... 47.. 43.... ....51.. 37
22 ára. ...41 . ....47, 40... ,...27 34. 36.. 38.. 40.... ....28.. 34
23 ára. ...36. ....41. 36... ...18 26. 19.. 39.. 38.... ....29.. 33
24 ára. ...30. ....34. 29... ,...18 21 17.. 22.. 34.... ....27.. 22
25 ára. ...23 . ....27. 23... ....14 14 5.. 12.. 25.... ....20.. 18
22 16 8 17 11.. 10.. 24.... ....12.. 12
27 ára. ...15. ....19, 13 ... 7 12 7.. 12.. 18....
28 ára. ...12 . ....15. 11 ... 5 10 6.. 5.. 13....
29 ára. ...10. ....11. 8... 7 11 4.. 5.. 12.... 6.. 7
Snæfellsjökull hopaði
um 7 metra
Mesta
undanhald
frá 1970
Snæfellsjökull hefur hopað
um 7 metra á einu ári en það er
mesta hop frá 1970. Þetta eru
niðurstöður úr hinum árlegu
mælingum á hopi/framskriði
Snæfellsjökuls sem fram-
kvæmdar voru þann 7. septem-
ber sl. Það eru hjónin Hall-
steinn Haraldsson og Jenný
Guðjónsdóttir sem hafa um
áratugaskeið staðið að mæling-
um á jöklinum fyrir Orkustofn-
un en áður hafði faðir Hall-
steins, Haraldur Jónsson í Gröf
á sunnanverðu Snæfellsnesi,
umsjón með mælingunum.
Hallsteinn segir að mæling-
arnar á hopi jökulsins og fram-
skriði séu miðaðar við svokall-
aðan Hyrningsjökul, sunnan og
vestan við gíginn, og úr þeim
megi lesa þetta 7 metra hop nú.
„Það er erfiðara að meta þynn-
ingu jökulsins en eftir mikla
reynslu í því að meta stærð jök-
ulsins get ég sagt það með vissu
að hann hefur greinilega
þynnst mikið á einu ári. Með-
al þess sem við notum til við-
miðunar er að skoða ruðning-
inn upp á jökulsporðinn og
hann er orðinn mun meira
áberandi en áður hefur verið
sem þýðir svo að hann hefur
þynnst mikið,“ segir Hall-
steinn.
Á árunum frá 1930 til 1970
hopaði jökullinn um 1 km en
skreið ffarn næstu 25 árin um
200 metra. Hallsteinn segir að
ef spár um áframhaldandi
hækkun á hitastigi á jörðinni
gangi eftir megi gera ráð fyrir
að Snæfellsjökull muni halda á-
fram að hopa hratt. Hann segir
þó að það sem ráði mestu um
hop og þynningu jökulsins sé
hvort snjói að einhverju marki í
jökulinn en lítið hafi farið fyrir
því síðustu misserin.
smb
Heilsdags-
skólií
Grundar-
firði
Undanfamar vikur hefur ver-
ið unnið að undirbúningi heils-
dagsskóla í Grandarfirði að því
er fram kemur á heimasíðu
Grundarfjarðarbæjar. „í því
felst að nemendum 1. til 3.
bekkjar grunnskóla stendur til
boða vistun í svonefndu „skóla-
seli“ frá því að skóla lýkur og
fram eftdr degi. Þannig er kom-
ið til móts við þarfir fjölskyldna
þessara barna,“ segir á heima-
síðunni. Þá hefur einnig verið í
skoðun að geta boðið grann-
skólanemum heitar máltíðir í
skólanum. Þar sem eldhúsað-
staða er ekki fyrir hendi í skól-
anum sjálfum, var leitað til veit-
ingastaðanna í bænum um að
útbúa matarbakka til nemenda.
Ekki liggur fyrir hver niður-
staðan úr því verður.