Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2002, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 18.09.2002, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 SSESSUHÖBH Bárður Eyþórsson Karlalið Snæfells í körfuknattleik, úr Stykkishólmi, vann sér á síðustu leiktíð sæti í úrvalsdeild undir styrkri stjórn Bárðar Eyþórssonar. Koma Snæfellingar með sterkt lið til leiks í Epsondeildinni sem hefst þann 10. október nk. en þeir unnu sterkt æfingamót í Hólminum um síðustu helgi. Þeir hafa fengið þrjá nýja leikmenn í leikmannahópinn auk nýs Bandaríkjamanns sem kunnur er í Hólminum af fyrirtaks körfuknattleikshæfileikum, en hafa einungis misst einn leikmann. Bárður þjálfari sýnir annað sjónarhorn á sér í skráargatinu þessa vikuna. Najn: Bárður Eyþórsson. Fæðingadagur og ár: 1 Ojanúar 1968. Starfi Sjómaður. Fjölskylduhagir: Giftur Oldu Pálsdóttur og eigum við 3 böm; Pál 8 ára, Kristþóru Auði 7 ára og Bárð Jens 5 ára (og eitt á leiðinni). Hvemig bíl áttu: KIA 7 manna. Uppáhalds matur: Svínahamborgarhryggur. Uppáhalds drykkur: Pepsi. Uppábalds sjónvarpsefni: Iþróttir. Uppáhalds sjónvarpsmaður: Enginn sérstakur. Uppáhalds leikari innlendur: Helga Braga. Uppáhalds leikari erlendur: Gene Hackman, Densel Washington. Besta btómyndin: Góðar spennumyndir. Uppáhalds íþróttamaður: Allt United-liðið. Uppáhalds íþróttafélag-.Snœfell. Uppáhalds stjómmálamaður: Hann Sturla okkar Böðvarsson. Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Smári “Tarfitr” Jósepsson. Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Eros Ramazzoti. Uppáhalds rithöfundur: Enginn sérstakur. Ertu blynntur eða andvtgur ríkisstjóminni: Hlynntur. Hvað meturðu mest tfari annarra: Heiðarleika. Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra: Oheiðarleiki. Hverþinn helsti kostur: Metnaður, hreinskilni og myndarlegt skap. Hver erþinn helsti ókostur: Skapið stundum of myndarlegt. Ætlar þú að spila með í vetur: NEI! Besti leikmaðurinn í úrvalsdeildinni: Sjáum til eftir veturinn. Mikilvægasti leikmaðurinn t Snæfelli: Sá sem leggur sig bestfram á æftngitm og leikjum fyrir félagið og samherjana. Hvert er stejhan sett í úrvalsdeildinni: Ekki gefið upp. Eitthvað að lokum: Afram Snæfell! Italir heimsækja FVA Átta ítalskir nemendur, ffá I.T.I.S. Giorgi framhaldsskólanum í Mílanó, dvelja nú í heimsókn hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA), ásamt kennara sín- um. Með heimsókn Italanna endur- gjalda þeir heimsókn rafeinda- virkjanemanna úr FVA sem fóru til Mílanó í júní síðastliðnum. Italimir komu til landsins þann 7. septem- ber sl. og verða til 28. september nk. og munu búa hjá íslenskum fjölskyldum á þeim tíma, tveir í Borgarnesi en hinir á Akranesi. Italirnir sóttu kennslustundir í FVA fyrstu vikuna, eru þessa vikuna í starfskynningu og síðustu vikuna verða þeir aftur í skólanum. Fyrir- tækin sem taka við þeim í starfskynningu eru Skaginn hf., Norðurál, Nepal - hugbúnaður, Vélsmiðja Olafs Guðjónssonar og Bifreiðaverkstæðið Brautin. ítalamir hafa verið duglegir að ferðast um fsland og Vesturland frá því að þau komu. Á fimmtudaginn var fóm krakkamir í Landmanna- laugar, með þremur jeppakörlum úr kennaraliði FVA, gistu þar í skála og dóluðu um hálendið fram á fösm- dagskvöld. Þá fóm þau öll í Þverár- rétt í Borgarfirði á mánudaginn sl. og upplifðu alvöra íslenska réttar- stemmningu, auk þess sem þau hafa farið að Húsafelli, á Langjökul og vitanlega kynnt sér næturlíf íslend- inga. í síðusm vikunni verður hinn hefðbundni Gullni hringur (Geysir, Gullfoss og Þingvellir) farinn. Nýtt hlið að skógræktínni við Klapparholt Hjónin Guðmundur Guðjónsson og Rafnhildur Amadóttir framan við hliðið góða sem vígt varfyrir sk'ómmu að skógræktinni við Klapparholt þar sem þau hafa gróðursett yftr 30 þúsund plöntur. Fyrir skemmstu var vígt nýtt og glæsilegt hlið að skógræktinni við Klapparholt á Akranesi en það vom Haraldur Böðvarsson hf., Þorgeir Jósefsson, Skaginn, Vélsmiðjan, Sandblástur Sigurjóns og Akranes- kaupstaður sem fjármögnuðu smíði og uppsemingu þess. Að lokinni vígslu hélt Landsbankinn svo hóf fyrir viðstadda f elsta steinsteypta húsi íslands, Garðahúsi. Skógræktin við Klapparholt stendur aftan við skógræktina Garðalund en hjónin Guðmundur Guðjónsson og Rafhhildur Árna- dóttir hafa unnið að því hörðum höndum að gróðursetja þar tré frá árinu 1988 þegar þau gerðu samn- ing þess efhis við Akraneskaupstað. Þau hafa nú gróðursett um 33 þús- und plönmr á um 8 hekmmm lands og var hliðið gefið þeim hjónum sem viðurkenning fyrir það mikla starf sem þau hafa unnið. Guðmundur sagði í samtali við Skessuhom að þau hjón ætluðu sér að halda áffam gróðursemingu við Klapparholt. „Eg vona að við get- um haldið því áfram að minnsta kosti eitthvað. Það fer þó eftir ýmsu, fyrst og fremst heilsunni.“ Aðspurður um hvenær almenning- ur fengi að nýta sér hina glæsilegu skógrækt til útdvistar sagði Guð- mundur að ótímabært væri að segja til um það. „Við ætlum að lofa þessu að stækka dálítið meira áður en kemur að því.“ SÓK Gimilegurfiskréttur Það er Ingibjörg Barðadóttir sem er matgæðingur Skessuhoms þessa vikuna. Ingibjörg, sem er skrifstofu- stjóri hjá Olís á Akranesi, segir þennan rétt vinsælan á sínu heimili. Reyndar hyggst hún bæta jafhvel enn fleiri hollusmrétmm á matseðil fjölskydunnar þar sem að hennar heittelskaði sé orðinn gildur um miðjuna. Gimilegur fiskréttur 2.bollar hrísgrjón 1 stórtýsuflak (2 lítil) 250 gferskir sveppir 1/2 dós ananasbitar gott búnt af spergilkáli Gauda-ostur (24%feitur) 2 1/2 dl.matreiðslurjómi 4-5 matsk. majónes ca 1 tsk. Austurlenskt karrí provencale-krydd ejtir smekk Aðferð: Hrísgrjónin em soðin og látin í smurt eldfast mót. Ysan er roð- flett beinhreinsuð og skorin í bita. Bitunum er velt upp úr hveiti, þeir kryddaðir með provencale, léttsteiktir á pönnu og lagðir ofan á hrísgrjónin. Sveppirnir em smjörsteiktir og helmingur þeirra setmr yfir fiskinn í mótinu spergilkálið snöggsoðið í létt- söltuvatni og sett yfir fiskinn. Majónesið er hrært saman við ananassafann og rúmlega helm- inginn af rjómanum og þannig búin til sósa. Hún er krydduð með karríi og helmingnum síðan hellt yfir fiskinn, spergilkálið og sveppina í mótinu. Mótið er síð- an þakið með osti og bakað í u.þ.b. 20 mín við 170 gráðu hita, eða þar til osturinn er orðinn brúnn. Hinum helmingnum af sveppunum er hellt út í afganginn af sósunni (ásamt smjörinu á pönnunni) og ananasbitunum bætt út í ásamt afganginum af rjómanum. Sósan er síðan himð í pottd, hún gerð hæfilega þykk og sett á borðið. Meðlæti: Ferskt salat og frönsk smá- brauð. Verði ykkur að góðu! Snúða-skokk í Garðaseli Síðastliðinn miðvikudag gekkst leikskólinn Garðasel fyrir óvenjulegum íþrótta- viðburði sem var svokallað snúða-skokk. Þennan dag gengu eða skokkuðu böm og starfsfólk ákveðnar vega- lengdir sem tóku mið af aldri barnanna. I lokin fengu allir gómsæt- an snúð að launum. Þessi uppákoma féll í góðan jarð- veg og ekki síst verðlaunin í lokin. GE Það var enginn snúður á bömunum í Garðaseli í snúðaskokkinu á miðvikudag. Mynd: Garðasel Rauðakrossdeildin í Borgamesi var með kynningu á starfsemi sinni á Hymuplaninu fyrir skömmu. Þarfengu gestir og gangandi tækifæri til að skoða hin ýmsu tæki og tól sem Rauði krossinn hefur til björgunarstarfa. Mynd.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.