Skessuhorn


Skessuhorn - 18.09.2002, Qupperneq 8

Skessuhorn - 18.09.2002, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2002 jáisuunuk.: y * tmSÍmSS Svar óskast Grein Þorvaldar Jónssonar oddvita framsóknarmanna í Borg- arbyggð í síðasta Skessuhorni um kærumál vegna síðustu sveitar- stjórnarkosninga í Borgarbyggð vakti upp nokkrar spurningar, sem nauðsynlegt er að leita svara við hjá forystumönnum í Framsókn- arfélagi Mýrasýslu. 1) Hvort eiga íbúar í Borgar- byggð að trúa Þorvaldi og fé- lögum í Framsóknarfélagi Mýrasýslu eða Jóni Sveins- syni lögmanni framsóknarfé- lagsins og félagsmálaráð- herra? Þessi spurning er bor- in upp því Þorvaldur og fleiri framsóknarmenn í Mýrasýslu halda því fram að þeir hafi ekki krafist þess að kosið yrði að nýju. Hins vegar segir orðrétt í greinargerð Jóns Sveinssonar hrl. fyrir Hér- aðsdómi Vesturlands: „Allt að einu bendir stefndi (Fram- sóknarfélag Mýrasýslu) á að í kröfugerð hans fýrir ráðu- neytinu fólst vissulega krafa um nýjar kosningar ....“ „ I úrskurði félagsmálaráðheri;a segir einnig að Framsóknar- félag Mýrasýslu hafi krafist þess að kosið yrði að nýju. 2) Vissi ekki oddviti framsókn- armanna né aðrir félagar í Framsóknarfélagi Mýrasýslu af þessari kröfu lögmanns fé- lagsins? 3) Fór lögmaður Framsóknarfé- lags Mýrasýslu út fyrir um- boð sitt? 4) Er það rangt hjá félagsmála- ráðherra að Framsóknarfélag Mýrasýslu hafi krafist þess að kosið yrði að nýju? 5) Kemur það framsóknar- mönnum á óvart að menn byggi á því að Framsóknarfé- lag Mýrasýslu hafi ekki krafist nýrra kosninga þegar það hefur ítrekað komið fram op- inberlega hjá forystumönnum þeirra að það hafi þeir ekki gert. A ekki að trúa orðum framsóknarmanna í Borgar- byggð? 6) Af hverju gerðu umboðs- menn framsóknarmanna við talningu atkvæða ekki at- hugasemdir við að hlutkesti var varpað ef þið ætluðuð ekki að una niðurstöðunni? 7) Ef framsóknarmenn gera ekki kröfú um nýjar kosningar í Borgarbyggð er skorað á for- ystumenn Framsóknarfélags Mýrasýslu að lýsa því yfir að dómsmáli því sem nú fer senn að Ijúka fýrir héraðsdómi verði ekki áfrýjað til Hæsta- réttar. Eru framsóknarmenn Ásbjöm Sigurgeirsson tilbúnir að gefa íbúum Borg- arbyggðar slíka yfirlýsingu? Ef ekki þá vitum við að fram- sóknarmenn í Borgarbyggð tala tveimur tungum hið minnsta Asbjamarstöðum 18. september 2002. Asbjöm Sigurgeirsson Að gefnu tilefni - Otyggis- og tollamál á Grundartangasvœðinu Að undanförnu hafa birst í Skessuhomi viðtöl og greinar um tolla- og löggæslumál á Grandar- tangasvæðinu. Sitt hefur hverjum sýnst en um eitt era menn sam- mála og það er að verulegra úrbóta er þörf. Ljóst er að Lögreglunni í Borgarnesi hefur ekki verið gert kleift að sinna því svæði eins og vera ber og Lögreglan á Akranesi er bundin af ævagömlum mörkum lögsagnaramdæma sem ekki eiga lengur við. Eins og allir vita er um- dæmi Lögreglunnar í Borgamesi gríðarlega stórt en Akranesum- dæmið litlu stærra en ffímerki á landakorti. Umdæmin hafa haft einhverja samvinnu um svæðið sunnan Skarðsheiðar en betur má ef duga skal. Undirritaður ritaði Dómsmála- ráðherra í október 2001 að eigin frumkvæði bréf í kjölfar áskorunar frá bæjarráðum Akraness og Borg- arbyggðar. I því bréfi lýsti ég hug- myndum um hvemig hægt væri með samstilltu átaki sveitarfélaga, ríkisins, fyrirtækja og stofhana á svæðinu að fela Oryggismiðstöð Vesturlands alla öryggisgæslu á svæðinu. Að Oryggismiðsstöðin væri tollvörðum innan handar við tollskoðun, starfaði þess á milli sem almennur öryggis- og eftirlitsaðili á svæðinu og starfaði jafhframt í um- boði Tollgæslunar og Lögreglu þegar á þyrfti að halda og hefði náið samstarf við yfirvöld að öðra leyti. Jafnframt var því lýst í bréfinu hve náið samstarf er á milli Örygg- ismiðstöðvar Vesturlands og stjórnstöðvar Oryggismiðstöðvar Islands. Utbúnaði öryggisvarða var lýst sem og þjálfún, fjarskiptum og sérútbúnum bifreiðum. I kjölfar þessa bréfs óskaði ég eftir fundi með dómsmálaráðherra. A þeim fundi kom fram að hug- myndir hefðu komið upp um að breyta lögsagnaramdæmum en enn bíðum við efdr niðurstöðu. Jafnframt kom fram að dómsmála- ráðuneytinu væri ekki kunnugt um smygl í Grundartangahöfn svo neinu næmi. A umræddum fundi var undirrituðum bent á að það væri sveitarstjórna, fyrirtækja og stofnana á svæðinu að hafa frum- kvæði að auknu öryggi á svæðinu. Það má öllum ljóst vera að nær- vera og eftirlit öryggisvarða hefur gríðarlega fælandi áhrif ásamt öfl- ugu samstarfi við lögreglu og hefúr það sannarlega komið í ljós á Akra- nesi. Að mínu mati er þessi leið mjög fýsileg fýrir alla aðila. Bæði Arinbjöm Kúld verður kostnaður minni þar sem margir aðilar kosta hana, störfúm fjölgar, smygl hvers konar leggst af og öryggi almennt á þessu svæði verður margfalt meira en nú er. Sólarhringsviðvera öryggivarða er það sem koma skal á jafn stóra og umsvifamiklu svæði sem Grundar- tangasvæðið er. Arinbjöm Kúld, framkvæmda- stjóri og öryggisvörður. 1 WSl Binni var að tala við vin sinn um komandi sumarleyfi: „Veistu, ég ætla ekki að hlusta á þig núna þegar ég tek fríið mitt.“ „Fyrir þremur áram sagð- irðu mér að fara á Hawaí. Eg fór og kellingin varð ólétt. Fyrir tveimur áram bentirðu mér á að fara til Bahamas og kellingin varð ólétt aftur. Svo í fýrra, þá sagðirðu mér að það væri meiriháttar á Tahítí og andskotinn hafi það, kellingin varð ólétt enn eina ferðina." „Og hvað ætlarðu þá að gera núna?“ spyr vinur Binna. „í ár,“ segir Binni, „þá tek ég kellinguna með mér.“ Maður nolckur fer inn á al- menningssalerni og stillir sér upp við pissuskál milli tveggja eldri manna. Hann gægist til vinstri og sér að úr þeim gamla standa tvær bunur: „Hvað er nú þetta?“ spyr hann forvitinn. „Slys í hernum,“ svarar sá gamli. „Fékk kúlu í typpið. Þeir náðu að bjarga því, en það er með tveimur pissugötum.“ Þegar maðurinn lítur til vinstri þá sér hann að úr hin- um gamla standa þrjár bunur: „Hvað kom fyrir þig?“ spyr maðurinn aftur forvitinn „Slys í hernum. í Þýska- landi. Kúla í typpið, skildi eft- ir þrjú pissugöt.“ Þessir gömlu fyrrverandi hermenn taka nú eftir því að frá manninum standa tólf bun- ur: „Lentir þú í slysi líka?“ spyrja þeir. „Neibbs, rennilásinn er bara fastur.“ Búðareigandinn var að koma úr mat og tekur eftir því að einn sölumaðurinn er með höndina í fatla. Aður en hann náði að spyrja sölumanninn hvað hefði gerst, kemur sölumaðurinn sigri hrósandi og segir: „Gettu hvað? Heldurðu að ég hafi ekki náð að selja þarna hræðilega ljótu jakkafötin sem við eram búnir að sitja uppi með í marga mánuði!!“ „Ertu að meina þessi hræði- legu, bleiku og bláröndóttu?" „Nákvæmlega þau!“ „Frábært,“ segir búðareig- andinn, „ég hélt að við mynd- um aldrei losna við þau. En hvað kom fyrir hendina á þér?“ „O, rétt eftir að ég seldi gaurnum þau, beit blindra- hundurinn hans mig...“

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.