Skessuhorn


Skessuhorn - 16.10.2002, Qupperneq 11

Skessuhorn - 16.10.2002, Qupperneq 11
SSagSSlíHÖBK MIÐVIKUDAGUR 16. OKTOBER 2002 11 Hvemig er að vinna í Bókabúð Andrésar? Guðbjörg Guðbjartsdóttir: Það er alveg frábten Guðrún Birgitta Alfreðsdóttir: Vil hvergi annarsstaðar vera Valgerður Sólveig Sigurðardóttir: Engu öðru líkt Sólrún Guðleifsdóttdr: Geðveikt fjör Jón Amar Sverrisson: Getur ekki verið annað en skemmtilegt í kringum allar þessar konur ! I f '1 ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - Úrvalsdeildin í körfuknattleik Munaði mjóu Snæfell - Tindastóll: 84-86 Snæfellingar náðu ekki að merja sigur þegar þeir fengu Tindastól í heimsókn í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í þrjú ár. Jafnraeði var með liðunum allan leikinn þótt Stólarnir væru á undan að skora í seinni hlutanum en aldrei munaði þó nema nokkrum stigum enda gat munurinn ekki verið mikið minni í restina, lokatölur urðu 84 - 86 en staðan í leikhléi var 36 - 48. Snæfellingar léku án nýju stjörnunnar, Hlyns Bæringssonar, sem tók út leikbann, en börðust engu að síður vel, studdir af fullu húsi áhorfenda sem greinilega voru orðnir óþreyjufullir að fá liðið sitt aftur upp á meðal þeirra bestu. Clifton Bust kom sterkur inn í íslensku úrvalsdeildina á ný og átti stórleik. Hann lék allan tím- ann, skoraði 28 stig, hirti tíu frá- köst og átti 15 stoðsendingar. Þeir Helgi, Jón og Lýður áttu einnig mjög góðan leik og í heild sýndi liðið að það á fullt erindi í úr- valsdeildina þótt vissulega hefði verið skemmtilegra að byrja bar- áttuna með sigri. Tölurnar Nr Nafn Min HF STO STIG 4 Baldur Þorleifsson 13 1 1 0 5 Andrés M. Heiðarsson 22 1 0 6 7 Jón Ó. Jónsson 37 11 2 19 8 Helgi T. Guðmundsson 31 1 6 14 10 Sigurbjörn 1. Þórðarson 21 1 0 8 11 Clifton Bush 40 10 15 28 12 Lýður Vignisson 27 2 1 7 13 Daði H. Sigurþórsson 9 0 0 2 Kjörísbikarinn Sagan endurtekur sig Snæfell - Tindastóll: 71-82 Snæfellingar náðu ekki að hefna ófaranna frá í 1. umferð úrvalsdeildarinnar þegar þeir fengu Tindastól í heimsókn, öðru sinni á fjórum dögum síð- astliðinn sunnudag, í þetta sinn í Kjörísbikamum. Hlynur Bærings missti af fyrri leiknum eins og fram kemur í umfjöllun um þann leik en í þetta sinn var hann mættur til leiks en það dugði þó ekki til því Stólarnir höfðu undirtökin all- an leikinn. Gestalið- ið leiddi 22 -16 eftir fyrsta leikhluta og í leikhléi var staðan 22 - 32. Sá munur hélst að mestu til leiksloka og eftir þriðja leikhluta var staðan 53-67. Lokatölur urðu síðan 71 - 82. Clifton Bush, hinn geysisterki bandaríski leikmaður Hólmara átti ekkert sérstakan dag á sunnudaginn og skoraði aðeins sextán stig en hirti hinsvegar ell- efu fráköst. Lýður átti feikna- góðan leik og skoraði grimmt og einnig Helgi. Þá kom Hlynur sterkur inn og var drjúgur undir körfunni. Tölurnar Nr Nafn Mín HF STO STIG 5 Andrés M Heiðarsson 21 7 1 3 7 Jón Ó Jónsson 25 1 0 13 8 Helgi R Guðmundsson 24 3 1 4 9 Hlynur E Bæringsson 32 9 1 12 10 Sigurbjörn i Þórðars 15 2 0 2 11 Clifton Bush 36 11 2 16 12 Lýður Vignisson 37 1 1 21 13 Daði H Sigurþórsson 10 1 1 0 Góð ferð Badminton- félags Akraness á M.fl mót í TBR Meistaraflokksmót TBR í bad- minton var haldið í TBR-húsum 5.- 6. október. Keppt var í riðlum í öll- um flokkum meistaraflokks a og b leikmanna. Badmintonfélag Akra- ness sendi 8 keppendur á mótið og uppskáru þau 4 gullverðlaun og 4 silfurverðlaun. Úrslit Skagamanna uröu sem hér segir. Einliðaleikur karia A fl. Hólmsteinn Valdimarsson, ÍA - Brynjar Gíslason, TBR - 12/15 - 15/8 - 15/11 Einliðaleikur kvenna A. fl. Snjólaug Jóhannsdóttir, TBR - Karítas Ósk Ólafsdóttir, ÍA -9/11 - 11/8 - 11/0 Einliðaleikur kvenna B. fl. Birgitta Rán Ásgeirsdóttir, ÍA - Birna Sigurgeirsdóttir, ÍA -11/5- 11/0 Tvíliðaleikur kvenna A. fl. Karítas Ósk Ólafsdóttir, ÍA og Hanna Guöbjartsdóttir, ÍA - Snjóiaug Jóhannsdóttir, TBR og Hrefna Matthíasdóttir, TBR - 11/9- 11/6 Tvíliðaleikur kvenna B. fl. Birgitta Ásgeirsdóttir, ÍA og Birna Sigurgeirsdóttir, ÍA - Kristín Fossdal, ÍA og Þorgerður Jóhannsdóttir, Keflav. - 12/13 - 11/6 - 11/6 Hólmsteinn Valdimarsson hefur veriö að standa sig einkar vei á mótum og landsliðsæfingum. Tvenndarleikur A. fl. Hrund Guðmundsdóttir, TBR og Georg Hansen, TBR - Hólmsteinn Valdimarsson, ÍA og Karítas Óskarsdóttir, ÍA -11/6- 6/11 - 11/5 Mörg mót eru framundan hjá félaginu og eru t.d. 30 keppendur að fara til Akureyrar um næstu helgi. Úrvalsdeildin í körfuknattleik Óheppnir í upphafi móts ÍR - Skallagrímur: 86-81 Skallagrímsmenn komu inn í úr- valsdeildarkeppnina af miklum krafti og munaði litlu að þeir næðu að koma verulega á óvart og leggja ÍR-inga í fyrsta leiknum síð- astliðinn föstudag. iR-ingar byrj- uðu betur og leiddu framan af en Borgnesingar létu mótlætið ekki buga sig og héngu í þeim allan tímann og undir lok leiksins náðu þeir að snúa taflinu sér í vil og voru yfir eftir þriðja leik- hluta 66 - 63. Borg- nesingar lentu hins- vegar í villuvandræð- um í restina og segja má að það hafi verið það sem olli því að þeir misstu sigurinn út úr höndun- um á sér á síðustu mínútu. Skall- arnir geta hinsvegar borið höfuðið hátt því þeir léku á köflum mjög vel og sýndu að þeir áttu fullt er- indi í úrvalsdeildina þótt segja megi að þeir hafi komist þangað þvottahúsmegin. Tölurnar Nr Nafn Mín HF STO STIG 4 Finnur Jónsson 20 3 1 6 5 Hafþórl. Gunnarsson 26 2 1 11 6 Ari Gunnarsson 7 0 1 0 7 Pálmi Þ. Sævarsson 23 2 1 6 8 Egill Ö. Egilsson 17 1 0 11 9 Erlendur Þ. Ottesen 13 0 2 4 :! 10 Pétur M. Sigurðsson 26 0 4 14 14 Isaac Hawkins 40 18 0 19 15 Sigmar P. Egilsson 28 0 1 10 Kjörísbikarinn Kötturinn og músin Skallagrímur - Grindavík: 66-97 Það var Ijóst frá fyrstu mínútu í Borgarnesi á sunnudag að Grind- víkingar voru of stór biti fyrir Borg- nesinga. Grindvíkingar byrjuðu af krafti og skoruðu tólf fyrstu stigin og var það forsmekkurinn af því sem á eftir komu. Eftir fyrsta leik- hluta var munurinn þó ekki nema níu stig en síðan fór bilið að aukast og í hálfleik var staðan 38 - 57. Eft- ir annan leikhluta höfðu Grindvík- ingar algjörlega siglt fram úr heimamönnum og leiddu 78 - 42 en Skallagrímsmenn áttu sæmi- legan lokasprett og lokatölur urðu 66 - 97. Munurinn á liðun- um fólst ekki hvað síst í fráköstunum en Borgnesingar náðu aðeins 27 fráköstum en gestirnir 39. Þá voru heimamenn ekki sérlega fastheldnir á boltann og töpuðu boltanum alls 23 sinn- um, oft býsna klaufa- lega. Nýi útlendingurinn í liði Skallagríms, Isaac Hawkins, sást varla í leiknum og skoraði ekki nema 13 stig og tók 8 fráköst sem er léleg nýting á þetta stórum og sterkum leikmanni. Það sást þó greinilega að mun meira býr í leik- manninum en hann sýndi þarna og það sama má segja um liðið í heild. Greinilega skortir strákana sjálfstraust en ef þeir losna við minnimáttarkenndina gagnvart s„stóru“ liðunum og sýna hvað í þeim býr gætu þeir verið til alls lík- legir. Bestir í liði Skallagríms voru þeir Egill og Hafþór en hvorugur var þó að sína sína bestu hlið. Tölurnar Nr Nafn Mín HF STO STIG 4 Finnur Jónsson 19 4 3 4 5 Hafþór 1. Gunnarsson 21 1 7 6 Ari Gunnarsson 22 2 6 7 Pálmi Þ. Sævarsson 19 0 1 3 8 Egill Ö. Egilsson 22 0 0 13 9 Erlendur Þ. Ottesen 8 0 0 10 Pétur M. Sigurðsson 20 1 1 10 11 Óðinn Guðmundsson 4 1 0 0 14 Isaac Hawkins 33 8 2 13 15 Sigmar P. Egilsson 32 4 3 10 Æskusund 2002 Hið árlega Æskusund, sem er sundkeppni milli UMSB, HSH, USVH og UMSS í aldursflokkunum 14 ára og yngri fór fram á Sauðárkróki 5. október sl. Mót með þessu heiti hefur farið fram síðan 1984. í fyrstu var keppnin milli austur - og vestur Húnvetninga, USAH og USVH og Borgfirðinga. Fljótlega hætti USAH þáttttöku og Snæfellingar komu í staðinn og síðar bættust Skagfirðingar í hópinn. UMSB hefur oftast unnið þetta mót á stigum en að þessu sinni vantaði nokkuð upp á að liðið væri fullmannað. í flokki 13-14 ára vann Júlíana Þóra Hálfdánardóttir allar greinarn- ar fjórar sem hún tók þátt í. Náði hún lágmarki fyrir AMÍ (Aldurs- flokkameistaramót íslands) í 100 m bringusundi og 200 m fjórsundi. Edda Bergsveinsdóttir vann eina grein, varð önnur í annarri og þriðja í tveimur. Hún var mjög nálægt lág- marki fyrir AMl í fjórsundinu. Þá vann boðsveitin 4x50 m fjórsund eftir glæsilegan endasprett Sigur- rósar Guðríðardóttur. Sveinn Flóki Guðmundsson vann bringusundið og náði lágmarki fyrir AMÍ. Hann varð og annar í tveimur greinum. Guðmundur S. Jónsson vann eina grein og varð í öðru sæti. 111-12 ára flokki voru sveinarnir á fyrra ári en Jóhann Örn Jón- björnsson og Einar Örn Guðnason náðu báðir tvívegis á pall. Hallbjörg Erla Fjeldsted var þriðja í þremur greinum. I aldursflokknum 10 ára og yngri vann Flosi Ólafsson skriðsundið og Helgi Axel Davíðsson bringusundið og hnokkasveitin hafði mikla yfirburði en gerði því miður ógilt. í hnátuflokki hlaut Birna Kristín Ás- björnsdóttir þriðja sætið í bringu- sundinu. Snæfellingar eru greinilega að vinna gott unglingastarf í Ólafsvík og Stykkishólmi. Gunnhildur Gunn- arsdóttir vann bringusundið í 11-12 ára flokki og Berglind Gunnarsdótt- ir í fl. 10 ára og yngri og Hilmar Sig- urjónsson vann baksundið í flokki 13-14 ára. UMSS vann stigakeppnina, hlaut 430 stig, UMSS 306, HSH 204 en USVH sem var með mjög fámennt lið hlaut aðeins 18 stig. Næsta Æskusund fer fram í Stykkishólmi í sept.-okt. 2003. * 4 4 * *

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.