Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2002, Side 4

Skessuhorn - 04.12.2002, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 ^&uaunui. WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Simi: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Simi: 431 4222 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Ritstjóri og ábm: Blaðamaður: Auglýsingar: Prófarkalestur: Umbrot: Prentun: Tiðindamenn ehf 431 Gisli Einarsson 892 Hjörtur J. Hjartarson 864 Hjörtur J. Hjartarson 864 Inga Dóra Halldórsdóttir Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentmet ehf. 5040 skessuhorn@skessuhorn.is 4098 ritstjori@skessuhorn.is 3228 hjortur@skessuhorn.is 3228 hjortur@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinpa er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent a að panta auglýsingaplass tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á priðjudögum. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og I lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Af bergi brotinn Eldd var laust við að löghlíðnir og grandvarir borgarar hrykkju í kút þegar þeir heyrðu í fjölmiðlum sagt frá æsileg- um eltingaleik lögreglu við harðsvíraða bandíta vestur á Mýrum. Minntu þessir fantar með sínu háttalagi mjög á kóna þá sem kempur á við Sóðalega Harald (Dir- ty Harry) og fleiri slíkir kappar hafa þurff að kljást við á hvíta tjaldinu í gegnum tíðina því þeir stungu sér út úr bifreiðum á ógnarhraða í tílraun tíl að sleppa úr greipum laganna varða. Slíkum bellibrögðum eigum við ekki að venjast af íslensltum glæpamönnum og því var ekki von að mönnum brigði við. Sem bet- ur fer kom það í ljós í næstu frétt að mennirnir væru að öllum líkind- um ekld íslenskir. I næstu frétt þar á effir var það staðfest að brota- mennimir væra af erlendu bergi bromir og loks Iá það ljóst fyrir að glæponamir væra pólskir, hvorki meira né minna! Það era engin takmörk fyrir því hvað ég er þakldátur fyrir þjóð- emisgreiningar íslenskra fjölmiðla á glæpamönnum. Þær era nauð- synlegar því nú þarf ég fyrst og fremst að gjalda varhug við þeim sem bera þess merki að vera af erlendu bergi brotnir og þá sérstaldega þeim sem eru af pólsku bergi brotnir í stað þess að vera hræddur við alla sem ég sé. Mér þykir hins vegar vart nóg að gert því ég hef það fyrir satt að einstalta sinnum séu hér á landi framdir glæpir þar sem sökudólgam- ir era algjörlega óbrotnir af erlendu bergi en samt minnist ég þess ekld að hafa heyrt um það fjallað að einstakár glæpir séu framdir af ís- Ienskum glæpamönnum. Kannski má í þessu tilfelli beita þeirri ein- földu álylctun að þeir glæpamenn sem ekld era tílgreindir sem erlend bergbrot séu af íslensku bergi brotnir. Það er hins vegar eldd nógu nákvæmt fyrir minn smekk. Sé brotíst inn í sumarbústað í Borgarfirði vil ég vita hvort innbrotsþjófurinn sé af borgfirsku bergi brotínn, reykvísku bergi brotinn eða jafnvel esldirsku. Gjarnan vil ég líka vita nánar um ættír hans og hvert þær megi helst rekja. Yrði ég sjálfur sekur fundinn um einhverja óknyttí t.d. þá ætti að fjalla um það á þann veg að þarna hafi verið á ferðinni maður af borgfirsku bergi brotínn, ættaður úr Hvalfirði í föðurætt en Norðfirði í móðurætt. Til nánari útskýringar mætti einnig rekja ættir konu minnar í nolckra Iiði. Þetta eru upplýsingar sem verða að teljast bráðnauðsynlegar hvort sem fjallað er um hraðakstur, hrottaskap eða verðbréfasvindl. Hér áður fyrr skipti þetta kannski minna máli því þá gám menn noklcuð áttað sig á upprana bófanna eftir eðli glæpsins. Væri um að ræða snærisþjófnað var t.d. auðvelt að rekja málið á Skagann, sauða- þjófnaður átti að líkindum upprana sinn í Húnavatnssýslum, og prettír í hrossaviðskiptum gátu elcki vísað annað en í Skagafjörðinn. Sömuleiðis var skeifuþjófnaður fyrst og fremst stundaður af Olsur- um. Allir þessir þjóðlegu glæpir eru hinsvegar dottnir úr tískn að mestu og í dag era tegundir glæpa heldur eldd eins staðbundnar og áður. Því er nauðsynlegt að öllum fréttaskýringum fylgi nálcvæm lýs- ing á því af hvaða bergi brotamaðurinn er brotinn. Tíðar nafnbirt- ingar þegar fjallað er um hina og þessa glæpi eru hinsvegar góðra gjalda verðar. Þó væri enn betra ef einnig fylgdi kennitala og jafnvel vísun í viðkomandi gagnagrann þar sem hægt er að fá nánari upplýs- ingar um ættír og uppruna. Gísli Einarsson af lunddœlksu bergi brotinn. Nýtt skólahús vígt á Bifröst Frá vígslu nýja skólabússins í Hriflu, hátíiíarsal nýja skólahússins. Mynd: GE Síðastliðinn fimmtudag var vígt nýtt glæsilegt skólahús Við- skiptaháskólans á Bifröst og nýir nemendagarðar formlega teknir í notkun ásamt kaffihúsi. Á sjötta hundrað gestir mættu á athöfn í skólanum að því tilefni. Meðal þeirra voru rektorar allra ís- lenskra háskóla og samgönguráð- herra. GE Frakkar í heimsókn Fyrir skömmu heimsótti bæjarstjór- inn í Paimpol, hr. Jacques Saleun, Grundarfjörð ásamt þeim Yann og Dom- inique, sem eru í for- svari fyrir siglinga- klúbbinn Skippers d’Islande. Islandsför- in var liður í undir- Frá heimsókn búningi siglinga- GrundarfirSi. keppni (seglskútur) sem fram fer í júní 2003, en siglt verður; Paimpol-Reykjavík-Akur- eyri-Paimpol. Siglingakeppnin er mjög stór í sniðum og krefst mikils undirbún- ings. Hún hefur fengið mikla um- fjöllun í frönskum fjölmiðlum og er stór viðburður í Frakklandi. I tengslum við keppnina kemur fjöldi fólks til íslands, aðallega Frakkar. Frakkanna í Gnmnskólnnn í Mynd: Sædís Heimsóknin tókst vel. Gestirn- ir sögðust afar ánægðir með það sem fyrir augu bar, en m.a. var far- ið í heimsókn í grunnskóla og tón- listarskóla, skoðuð aðstaða í Smiðjunni og gengið um á Grundarkampi undir leiðsögn Inga Hans. Heimsókninni lauk á sýningunni Koníak og kartöflur, þar sem ffanska sagan ræður ríkj- um. GE/grundarfiordur.is Frá Lionsklúbbi Borgamess Starfsemi Lionsklúbbs Borgar- ness hefúr verið með hefðbundnu sniði það sem af er þessu starfsári. T.d. var þjónustudagur Lions 8. október helgaður eldri íbúum héraðsins með skemmtikvöldi á Flótel Borgarnesi. Þó er einn þátt- ur sem felldur hefur verið niður, hin árlega perusala klúbbsins og er íbúum héraðsins þakkaður stuðn- ingur á undanförnum áram með kaupum á peram. Þá er þess að geta að hið vinsæla leikfangahapp- drætti klúbbsins er að fara af stað og verður dregið á Þorláksmessu venju samkvæmt. (Fréttatilkynning) Handverkfiólk í Borgarfirði hefur opnað sinn árlega jólahandverksmarkað í gamla VIS húsinu við Borgarbraut í Borgamesi. Mynd: GE Uthlutun úr minningar- sjoði Uthlutað hefur verið úr minningasjóði Bjöms Rúnars- sonar Þverfelli Lundarreykja- dal, sem var fæddur 30. nóv- ember 1975 og lést 11. júní 1995. Tilgangur sjóðsins er að styrkja bráðveik og langveik börn og ungmenni. Uthlutað er úr sjóðnum á fæðingardegi Björns ár hvert og allar tekjur sjóðsins fara óskiptar til styrk- þega hverju sinni. Sjóðurinn var stofnaður 1998 og hafa alls 14 einstaklingar fengið úthlut- að úr honum til þessa. Tekjur sjóðsins er sala minningakorta, áheit og ffjáls framlög einstaldinga, fyrir- tækja og félagasamtaka. Minn- ingakortin fást hjá Sparisjóði Mýrasýslu Borgarnesi, Spari- sjóði Bolungarvíkur, íslands- póstí í Borgarnesi og Islands- pósti Reykholtí Borgarfirði. Sjóðurinn er í vörslu Spari- sjóðs Mýrasýslu Borgarnesi, reikningur númer 640453, höfuðbók 18 kennitala 141251-3259. Þann 30. nóvenber síðastlið- inn var úthlutað úr minninga- sjóðnum alls 120.000 kr. til eft- irtaldra einstaklinga: Jón Hjalti Sigurðsson Skollagróf Hrunamannahrepp Sigmar Sigþórsson Högnastíg 15a 845 Flúðir Elísa Sól Pétursdóttir Huldugil 44 600 Akureyri Það er einlæg von okkar að allir sem þjást af langvinnum sjúkdómum nái bata sem allra fyrst. Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem sýnt hafa sjóðn- urn velvild og hlýhug á síðustu árum með kaupum á minn- ingakortum, áheitum og gjöf- um. Aðstandendur Minningarsjóðs Bj'óms Rúnarssonar. Skátastarf í Borgamesi Nú stendur yfir sýning á skátastarfi í Borgamesi í and- dyri Safnahúss Borgarfjarðar. I desember 1962 komu eldri kvenskátar í Borgarnesi saman og stofnuðu Svannasveitina Fjólur. I tiJefni af 40 ára af- mælinu em sýndir munir og myndir ffá skátastarfi í Borgar- nesi síðastliðin 60 ár. Safnahús Borgarfjarðar er staðsett að Bjarnarbraut 4-6 í Borgarnesi, og er sýningin opin á opnunartíma þess, ffá 13-18 alla virka daga og til kl. 20 á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum. Sýningin stend- ur tíl 30. janúar, 2003. (Fréttatilkynning)

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.