Skessuhorn - 04.12.2002, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002
^atssunui^
✓
Atök um þriðja sætið á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi
Gísli sigraði Karl V. naumlega
Mjótt var á munum þegar kos-
ið var á milli alþingismannanna
Gísla S Einarssonar á Akranesi
og Karls V Matthíassonar í
Grundarfirði um hvor þeirra
'skyldi skipa þriðja sætið á lista
Samfylkingarinnar fyrir komandi
alþingiskosningar. Kosningin fór
fram á fundi stjórnar kjördæmis-
ráðs Samfylkingarinnar í Norð-
vesturkjördæmi á Hólmavík síð-
astliðinn laugardag.
Sem kunnugt er var samþykkt
á kjördæmisfundi sem haldinn
var á Hólmavík í október að stillt
skildi upp á listann en stór hluti
fundarmanna vildi að haldið yrði
svokaliað flokksval. Uppsdlling-
arnefnd lagði fram tíllögu sem
gerði ráð fyrir að Gísli skipaði
Borgfirsk „Britney
Spears“
Katrín Sigurðardóttir, tíu ára
söngkona frá Hvanneyri, geíur
út sinn íyrsta sólódisk
„ Ups, núfór ég ofhratt“ syngur Katrín Sigurðardóttir meðal annars á nýja
diskinum. Mynd: GE
Það eru sjálfsagt ekki margir
íslenskir tónlistarmenn sem
eiga fimm geisladiska að baki
þegar þeir eru aðeins tíu ára.
Slíkum ferli getur hún Katrín
Sigurðardóttir, tíu ára stúlka á
Hvanneyri hins vegar slegið um
sig með því hún var fyrir
skemmstu að gefa út sinn
fimmta geisladisk. Diskurinn
ber nafnið Kata og er fyrsti
sólódiskur söngkonunnar ungu
en áður hefur hún sungið inn á
Sönglög leikskólanna 2 og 3,
Litlu vísnaplötuna og Ekkert
mál.
Katrín sagði í samtali við
Skessuhorn að hún hefði fyrst
sungið opinberlega þegar hún
var fimm ára. Aðspurð um til-
urð nýja disksins sagði hún að
afi hennar, Axel Einarsson, ætti
hljóðver og það hefði lengi ver-
ið draumur þeirra að gefa út
sólódisk.
Lögin á nýja diskinum henn-
ar Kötu eru mörg kunnugleg
en þetta eru allt erlend popplög
en með nýjum íslenskum text-
um eftir Skerjafjarðarskáldið
Kristján Hreinsson. Meðal laga
á diskinum má nefna
Tómatsósulagið (Ketchup-
song) íslenska útgáfu af Sweet
sixteen og tvö lög sem Britney
Spears hefur gert vinsæl. Annað
þeirra heitir á diskinum Ups nú
fór ég of hratt (Ups I did it aga-
in).
Katrín segir að mikil vinna
hafi farið í upptökur á diskinum
en hún hafi verið skemmtileg.
„Eg þurfti að fá svolítið mikið
frí úr skólanum en það var allt í
lagi. Þetta var mikið meiri
vinna en á hinum diskinum því
nú var ég bara ein,“ segir
Katrín.
Þess má að lokum geta að hin
borgfirska Britney Spears, ef
svo má að orði komast, ætlar að
kynna diskinn sinn í Kaupfélagi
Borgfirðinga í Hyrnutorgi
næstkomandi föstudag kl. 17.
Með henni verða tveir ungir
dansarar sem einnig koma frá
Hvanneyri.
GE
þriðja sætið en á fundinum á
laugardag kom frain breytingar-
tillaga þess efnis að Karl yrði í því
þriðja og voru það fulltrúar Sam-
fylkingarfélaganna á Vestfjörðum
sem lögðu fram þá tillögu. Um-
ræður um breytingartillöguna
tóku á þriðja tíma en svo fór að
tillagan var felld með aðeins
fimm atkvæða mun eða 46 at-
kvæðum gegn 41 en fimm sátu
hjá. Tillaga uppstillingar var síð-
an samþykkt óbreytt og er listinn
þannig skipaður:
1. Jóhann Ársælsson alþingis-
maður, Akranesi
2. Anna Kristín Gunanrsdóttir
framkvæmdastjóri, Sauðárkróki
3. Gísli S Einarsson alþingismað-
ur, Akranesi
4. Sigríður Ragnarsdóttir skóla-
stjóri, ísafirði
5. Eiríkur Jónsson lögfræðingur,
Akranesi
6. Sigurður Pétursson sagnfræð-
ingur, ísafirði
7. Dóra Líndal Hjartardóttir tón-
listarkennari, Borgarfirði
8. Jón Marz Eiríksson nemi,
Skagafirði
9. Davíð Sveinsson trésmiður,
Stykkishólmi
10. Guðjón Vilhjálmsson fiskverk-
andi, Drangsnesi
11. Guðrún Konný Pálmadóttir
húsmóðir, Búðardal
12. Sigurður E. Thoroddsen sjó-
maður, Vesturbyggð
13. Tinna Magnúsdóttir háskóla-
nemi, Sveinstaðahreppi
14. Ástríður Andrésdóttir fulltrúi,
Akranesi
15. Karl Jóhann Jóhannsson sjó-
maður, Grundarfirði
ló.Margrét Fanney Sigurðardótt-
ir húsmóðir, Vesturbyggð
17.0ddur Sigurðarson rafeinda-
virki, Húnaþingi vestra
18.Karvel Pálmason fyrrverandi
alþingismaður, Bolungarvík
lö.Jóna Valgerður Rristjánsdóttir
fyrrv. alþingismaður, Reyk-
hólahreppi.
20. Skúli Alexandersson fyrrv. al-
þingismaður, Hellissandi.
Karl V Matthíasson gaf ekki
kost á sér í sæti neðar á listanum
en í þriðja sæti.
GE
Jóhann Arsælsson
Gisli S. Einarsson
til þess. Alla áherslu þarf að
setja á að efla atvinnulíf á svæð-
inu. Við þurfum að tileinka okk-
ur ný viðhorf á breyttum tím-
um, það hyllir undir ný tækifæri
á sviði upplýsingasamfélagsins í
Borgarfjarðarhéraði öllu.
Leggjum áherslu á að vinna
með nágrannasveitarfélögum að
forystuhlutverki byggðarlagsins
í menntun, rannsóknum og
fræðimennsku. Nýtum okkur
forskot það sem skapast hefur
með vexti og viðgangi háskóla-
stofnana í héraði, nýtum það til
eflingar atvinnulífs og fjöl-
breyttari búsetuskilyrða. Leit-
um ekki langt yfir skammt.
Ágætu íbúar Borgarbyggðar,
ég hvet ykkur til að taka þátt í
kosningunum n.k. laugardag.
Það er undir ykkur komið
hverjir veljast til að stjórna
sveitarfélaginu næstu árin.
XB á kjördag.
Kolfinna Jóhannesdóttir
skipar 4. sæti B-lista
framsóknarmanna.
Hugleiðingar fyrir kjördag
Þann 7. desember n.k. ganga
kjósendur í Borgarbyggð til
sveitarstjórnarkosninga, þar
ræðst hverjir setjast í næstu sveit-
arstjórn. Framsóknarmenn
fengu góðan stuðning við sinn
málstað í vor og vonast til að
hann verði ekki minni nú. Mál-
efnaskrá okkar er skýr og við
erum tilbúin til þess að vinna
okkar sveitarfélagi vel. Vð bjóð-
um fram reynslu og þekkingu í
þágu þess að styrkja stoðir sam-
félagsins.
Viðstöðuleysi
viðurkennt
-rekstur niður um 10%
Meirihluti Borgarbyggðarlista
og Sjálfstæðisflokks lætur mikið
yfir því að nú síðustu mánuði
hafi fjármál sveitarfélagsins ver-
ið tekin föstum tökum og viður-
kenna því eigið viðstöðuleysi á
síðasta kjörtímabili. Stofnanir
sveitarfélagsins standa í dag
frammi fyrir stórfelldum niður-
skurði, gangi það eftir að færa
hlutfall rekstrar af skatttekjum
úr 95% í 85% á einu bretti og
trúlega þýðir það í raun meiri
lækkun með tilliti til breyttra
aðferða við reiknisskil sveitarfé-
laga. Hvaða vinnuaðferðir eru
það að þenja allan rekstur út og
byggja upp væntingar um aukna
þjónustu síðustu misserin fyrir
kosningar og síðan svo gott sem
daginn eftir á að snúa öllu til
baka. Það er óviðunandi fyrir
stofnanir sveitarfélagsins að búa
við rekstrarskilyrði sem þessi. Á
þetta ásamt fleiru hefur Fram-
sóknarflokkurinn ítrekað bent á.
Ekki skal gert lítið úr því að
vilja draga úr rekstrarkostnaði
málaflokka en það verður að
horfa til lengri tíma þegar menn
taka ákvarðanir um framkvæmd-
ir sem fylgja þarf eftir með aukn-
um rekstrarkostnaði og forðast
fljótfærnislega ákvarðanatöku.
Ekki lán til
nýframkvæmda
Meirihluti D og L-lista boða
nú að ekki eigi að taka lán til ný-
framkvæmda næsta ár. Á yfir-
standandi ári er þegar búið að
samþykkja lántöku nokkra tugi
milljóna fram úr því sem fjár-
hagsáætlun ársins 2002 gerði
ráð fyrir. Ekki er annað að sjá
en sú upptalning sem fram kem-
ur hjá sjálfstæðismönnum í
Skessuhorni í síðustu viku um
viðræður og aftur viðræður,
þátttöku í uppbyggingu á hinu
og þessu hljóti að kosta eitthvað
eða hvað. Yfirlýsingar til eins
árs í senn eru marklausar á með-
an ekki liggur annað fyrir. Á síð-
asta kjörtímabili var ítrekað
lögð á það áhersla af hálfu fram-
sóknarmanna að menn héldu
fram fjárhagsáætlun sem stjórn-
tæki við rekstur sveitarfélagsins
og horfðu lengra fram á veg. Að
tölulegar upplýsingar úr fjár-
hagsáætlunum og reikningum
sveitarfélagsins væru gerðar að-
gengilegar íbúunum þannig að
auka myndi vitund þeirra og
skilning á ákvarðanatöku
stjórnenda.
Áherslan á atvinnulífið
Framsóknarmenn munu ekki
skorast undan því að leggja sitt
af mörkum til að laga stöðu
sveitarfélagsins fái þeir umboð