Skessuhorn - 18.12.2002, Page 6
6
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002
Jtttssutlu,..
Hillir undir lok kjörtímabils mikilla umbrota á sviði samgöngumála
Ekki skrýtið þótt slettist á þá sem
standa fyrir miklum breytingum
segir Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, fyrsti þingmaður Vesturlands
og einn umdeildasti stjórnmálamaður landsins
Þrátt fyrir einstaka veður-
blíðu nánast allt þetta ár hefur
víða gustað þótt það sé ekki
mælt í vindstigum eða metrum
á sekúndu. Það á ekki síst við
um pólitíkina og þar eru þeir
fáir sem hafa orðið að þola jafn
mikinn næðing og Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra
og fyrsti þingmaður Vestur-
lands. Hann hefur komið að
mörgum erfiðum og umdeild-
um málum sem samgönguráð-
herra og má þar nefna sem
dæmi símasöluna, útboð Her-
jólfs, rannsókn Skerjafjarðar-
slyssins ofl. Síðasta orrahríðin
og ein sú snarpasta var prófkjör
Sjálfstæðismanna í Norðvest-
urkjördæmi þar sem Sturla
stóð uppi sem sigurvegari en
öll athygli hefur hinsvegar
beinst að framkvæmd próf-
kjörsins og meintum belli-
brögðum sem hann vísar á bug.
Sturla hefur þó fram til þessa
náð að klæða af sér pólitískan
næðing og blæs á sögusagnir
um að hann sé að flýja í skjól
eins og kom í ljós þegar blaða-
maður Skessuhorns náði hon-
um á eintal síðastliðinn þriðju-
dag og fékk hann til að rýna í
pólitísk veðurkort og líta yfir
farinn veg í árslok.
Átökin fyrirséð
Að loknu prófkjöri halda því
margir fram að það hefði mátt
sjá fyrir að það leiddi af sér ill-
vígar deilur. Sturla segir að
menn hafi kannski ekki séð fyr-
ir sér að eftirmálin yrðu með
þeim hætti sem orðið er. „Það
lá fyrir strax í upphafi að það
yrðu mikil átök vegna
kjördæmabreytingarinnar og
það kallaði á val á milli forystu-
manna úr gömlu kjör-
dæmunum. Það átti því ekki að
koma á óvart að það yrði svipt-
ingasamt. Reynslan úr próf-
kjörum er sú að mjög er litið til
heimamanna á hverju svæði, en
ég bjóst samt við að menn
myndu reyna að líta framhjá
þrengstu hreppapólitíkinni og
reyna að koma saman sterkum
og breiðum lista undir traustri
forystu. Eg held reyndar að
það hafi út af fyrir sig tekist.
Dreifing atkvæða skapaði
vissulega óróleika en niður-
staðan er samt sem áður
öflugur listi með góða menn í
öllum sætum. Það lá alltaf fyrir
að tveir af þingmönnunum
fimm gætu lent í 4. og 5. sæti, í
það minnsta gátu ekki allir náð
einu af fyrstu þremur. Menn
máttu líka búast við að hending
myndi ráða, þar sem þarna tók-
ust á menn með mikla reynslu.
Menn mega samt ekki gleyma
því að það er einfaldlega ekki
hægt að koma fyrir fulltrúum
allra byggðarkjarna í sama sæt-
ið. Eg lít því á að ég sé sé ekki
síður að vinna fyrir Akurnes-
inga, Skagfirðinga, Húvetn-
inga og Vestfirðinga en Snæ-
fellinga, Dalamenn og Borg-
firðinga. Ibúar hins nýja Norð-
vesturkjördæmis verða að
hætta sem fyrst að hugsa frá
þröngu byggðarlegu sjónar-
horni og ég er sannfærður um
að þetta mun jafna sig á tiltölu-
lega stuttum tíma.“
Ómaklegar árásir
Sturla hefur lítið tjáð sig op-
inberlega um eftirmál próf-
kjörsins af hálfu Vilhjálms Eg-
ilssonar og kveðst ekki hafa trú
á því að halda áfram prófkjörs-
slagnum eftir að búið sé að
telja. „Eg hlýt að harma við-
brögð Vilhjálms sem skaða
fyrst og fremst flokkinn og ég
tel mjög ómaklega að mér veg-
ið í því tilliti. Eg legg hinsveg-
ar áherslu á að skapa frið innan
kjördæmisins. Málið er núna í
höndum Kjördæmisráðs og ég
minni á að framkvæmd próf-
kjörsins var í höndum trúnað-
armanna flokksins. Hún á ekki
að vera í höndum frambjóð-
enda. Eg treysti stjórn kjör-
dæmisráðs mjög vel til að ljúka
þessu verkefni og síðan er það
okkar frambjóðendanna að
vinna út frá þeirri niðurstöðu.“
Ekki vegamálastjóri
Fljótlega eftir að úrslit lágu
fyrir úr hinu margumtalaða
prófkjöri komst sú saga á kreik
að Sturla myndi gefa eftir
fyrsta sæti listans og taka stöðu
vegamálastjóra en Vdhjálmur
fengi efsta sætið sem hann hef-
ur fullyrt að hafi verið stolið af
sér. Sturla vísar þessari sögu-
sögn algjörlega á bug og segir
ekkert styðja hana utan það að
menntun hans og reynsla
myndi án efa nýtast ágætlega í
umræddu embætti. „Það kom
mér skemmtilega á óvart þeg-
ar þessi saga var sett af stað.
Það hefur hinsvegar aldrei
komið til greina af minni hálfu
að hlaupa frá því verki sem ég
hef boðið mig fram í og svíkja
þannig mitt fólk. Það væri
Sturla Bödvarsson opnaöi kosningaskrifstofu í Borgamesi í október sl. vegná prjófkjörs Sjálfstceðismanna fyrir
Alþingiskosningar sem vcrða vorið 200
heldur ómerkilegt að láta kjósa
sig til forystu fyrir flokkinn í
kjördæminu og skríða síðan í
skjól embættismennskunnar.
Eg skil ekki hver hefur koniið
þessari sögu af stað en ég hef
grun um að það hafi haft nei-
kvæðan tilgang. Það sem mestu
skiptir er þó að þessi saga á
ekki við nein rök að styðjast."
Eins og fram hefur komið
hafði Sturla sigur í umræddu
prófkjöri. Það hlýtur hinsvegar
að vera svolítið svekkjandi að
vinna sigur eftir harða og erf-
iða baráttu en að fá síðan ekki
að njóta sigurstundarinnar þar
sem öll athygli beinist að því
hvort einhver kunni að hafa
haft rangt við. „Það er að sjálf-
sögðu leiðinlegt en ég trúi því
að þótt sundrung ríki um skeið
þá verðum við því öflugri þeg-
ar við komumst á fullan skrið.
Andstæðingarnir ættu því að
spara sér að hlakka yfir okkar
óförum. Það er að mínu mati
langt þangað til að Samfylking-
in nær að berja saman sitt lið
og Framsókn ekki síður. Okkar
prókjör hefur verið mikið áber-
andi en ég veit að baráttan hef-
ur ekki síður verið hörð hjá
hinum. Hún hefur hinsvegar
verið meira á bakvið tjöldin.
Of fljótt að velja stól
Eg hef fundið fyrir miklum
stuðningi alls staðar að úr kjör-
dæminu og ég er bæði ánægður
og þakklátur fyrir það. Það er
að sjálfsögðu erfitt þegar deilur
verða á milli samherja en ég
veit að þessi hópur sem vinnur
fyrir flokkinn í kjördæminu
hefur bæði styrk og þroska til
að takast á við þetta verkefni.
Það hefur sýnt sig í skoðana-
könnunum að flokkurinn hefur
mikið fylgi og það þarf heldur
ekki að líta lengra en aftur til
sveitarstjórnarkosninganna í
vor. Þar kom flokkurinn feikna
vel út í kjördæminu. Sérstak-
lega þó á Vesturlandi en einnig
í Skagafirði og víða á Vest-
fjörðum. Sérstaklega má nefna
Borgarbyggð þar sem er búið
að kjósa tvisvar á þessu ári og
það er ekki slæm útkoma að
þar skuli flokkurinn kominn
með upp undir 40 % fast fylgi.
Það hefði einhverntíma þótt
saga til næsta bæjar. Það er
bara spurning um það hvenær
við komumst á fulla ferð í öllu
kjördæminu, eftir að Kjör-
dæmisráð hefur samþykkt
framboðslistann,“ segir Sturla.
Þrátt fyrir að enn sé tæplega
hálft ár til kosninga er undirbún-
ingur vel á veg kominn hjá flest-
um stjórnmálaflokkanna og
framboðslistar að líta dagsins
ljós, einn af öðrum. Sturla kveðst
samt ekki búast við að kosninga-
baráttan verði neitt lengri en
oftast áður. Hann reiknar með
að baráttan verði hörð. Hann
segir að fleiri mál en oft áður
kunni að verða á oddinum í hinu
nýja kjördæmi og að sú vinna
sem ffamundan sé kalli á öfluga
einstaklinga með reynslu, góða
fótfestu í kjördæminu og skýra
pólitíska sýn.
Aðspurður um hvort hann sé
tilbúinn að halda áfram að
gegna ráðherraembætti á næsta
kjörtímabili, standi það til
boða, segir Sturla að það sé
æskilegt að kjósa fyrst áður en
farið sé að velja stóla. „Þetta
kjörtímabil hefur verið tími
mikils árangurs og mikilla á-
taka hvað mig varðar. Þegar ég
tók við embættinu einsetti ég
mér að vinna skipulega að
framgangi margra mikilvægra
mála. Eg byrjaði á því að end-
urskipuleggja allt starfið í
ráðuneytinu og það var að
sjálfsögðu ekki átakalaust að
hrista upp í stofnunum ríkisins
og gustaði harkalega um þá
vinnu. Allir sanngjarnir menn
sjá líka hversu feiknarlegur ár-
angur hefur náðst í vegamál-
um, hafnarmálum, flugmálum,
öryggismálum í lofti og á legi,
fjarskiptamálum og ferðamál-
um. Ráðuneyti samgöngumála
er að mínu mati það sem hvað
mest hefur haft umleikis á yfir-
standandi kjörtímabili og því
er ekki skrítið þó gusti hressi-
lega annað slagið, sér í lagi
þegar staðið er fyrir miklum
breytingum og tekið á erfiðum
málum í stað þess að slá af og
hrekjast undan vindi þegar á
móti hefur blásið. Ég er því
mjög sáttur þótt það hafi geng-
ið á ýmsu. Ekki síst er ég á-
nægður með þann árangur sem
nást hefur fyrir landsbyggðina
og þá ekki síst Norðvestur-
land.“