Skessuhorn - 18.12.2002, Side 7
§KESSÖH©SW ______MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002________________________________7
Ekki lengur
„skæraráðuneyti“
Fram til þessa hafa margir
litið á Samgönguráðuneytið
sem tiltölulega þægilegt ráðu-
neyti, þar sem ráðherrann eigi
helst á hættu að fá sigg á hend-
urnar við að klippa á borða við
opnun vegaspotta og jarð-
ganga. A þessu kjörtímabili
hefur reyndin verið önnur þar
sem mörg umdeild mál hafa
komið inn á borð ráðuneytis-
ins. Það liggur því beint við að
spyrja hvort þarna sé um að
ræða einstaka óheppni eða
hvort ráðherrann hafði kannski
viljandi lagt sig eftir því að taka
á málum sem lá fyrir að gætu
orðið umdeild. „Það er
náttúrulega ljóst að ég hef ver-
ið að fást við að umbreyta stór-
um málaflokkum og móta nýja
stefnu. Ferðaþjónustan er orð-
in næststærsti atvinnuvegur
þjóðarinnar á eftir sjávarútveg-
inum. Það hefði einhvern tím-
ann þurft að segja það að
minnsta kosti tvisvar að það
yrði raunin. Ferðaþjónustan
hefúr verið að eflast til muna
þótt víða sé enn verk að vinna.
Eg hef í minni ráðherratíð,
meðal annars, náð samningum
við samtök ferðaþjónustufólks
og aðila í öðrum atvinnuvegum
vegna mikils átaks í markaðs-
setningu Islands í Ameríku og
Evrópu. Það er að byrja að
skila sér núna með góðum ár-
angri. Það hefur mikið verið
tekið á í menningartengdri og
heilsutengdri ferðaþjónustu, sú
vinna endurskipulögð og sett
skýr markmið. Þá liggur fyrir
mikil og merkileg skýrsla sem
ber heitið Auðlindin Island,
þar sem ferðaþjónustu í land-
inu er skipt í áhrifa- og vaxtar-
svæði. Svona mætti lengi telja
enda hefur ferðaþjónustan ver-
ið umfangsmikil í ráðuneytinu
á kjörtímabilinu, sem aldrei
fyrr. Meira fjármagn hefur ver-
ið lagt, af hálfu ráðuneytisins,
til markaðsaðgerða á kjörtíma-
bilinu en nokkru sinni áður.
Það er nú að skila sér. Það fór
heldur ekki mikið fyrir fjar-
skiptunum í þessu ráðuneyti
hér áður fyrr, en þar hefur orð-
ið umbylting. A þessu kjör-
tímabili hefur frelsi á fjar-
skiptamarkaðnum verið að
mótast og myndast hefur sam-
keppni, enda hefur írý löggjöf
breytt öllu því umhverfi. Varð-
andi samgöngumálin í heild
sinni þá lagði ég fram sam-
þætta samgönguáætlun þar
sem tekið er á vegamálum,
flugmálum, siglingum og fjar-
skiptamálum sem einni heild.
Við leggjum á djúpið í lok kjör-
tímabilsins með Samgönguá-
ætlun fyrir árin 2003 til 2014
og það verður spennandi að sjá
hvernig til tekst. Eg er einnig
mjög sáttur við árangurinn í
vegamálum en þar hef ég náð
fram meira fjármagni en nokk-
ur annar samgönguráðherra.
Bara hér í kjördæminu má
nefna sem dæmi Borgarfjarðar-
braut, tengingu milli Reyk-
holtsdals og Hálsasveitar,
Bröttubrekku, Vatnaleiðina,
Búlandshöfðann, Utnesið,
Þverárfjall, veg um Djúpið og
Klettsháls breikkun einbreiðra
brúa og sitthvað fleira mætti
tína til. í nýrri samgönguáætl-
un er síðan gert ráð fyrir
bundnu slitlagi í Húsafell og
brú yfir Kolgrafarfjörðinn
verður boðin út í vetur. Þá hef-
ur tekist að koma Fróðárheið-
inni í stórverkefnasjóð og veg-
ur um Þverárfjall er orðinn
meðal stórverkefna. Þá er fyr-
irhugað að endurbæta vegi í
Stafholtstungunum, miklar
framkvæmdir í Norðurárdal í
Skagafirði og að endurbyggja
veginn eftir allri Barðaströnd-
inni, í Djúpi og á Ströndum,
auk þess sem við munum halda
áfram að breikka brýr. Þarna
erum við eingöngu að tala um
þetta kjördæmi en á heildina
litið er þessi samgönguáætlun,
áætlun um byltingu í sam-
göngumálum. Sama gildir um
hafnaframkvæmdir.“
Síminn ekki á útsölu
Aðspurður um hvort eitt-
hvað standi uppúr öðru fremur
þegar litið er til baka segir
Sturla að það sé ekki síst árang-
ur í vegamálum og útbreiðsla
fjarskiptanna auk ferðamál-
anna. „Eitt er það sem ég er af-
skaplega stoltur af en
það er miklar breytingar
til hins betra í öryggis-
málum, annars vegar
varðandi siglingar og
hins vegar varðandi flug-
umferð. Eg hef fengið
Alþingi til að samþykkja
langtímaáætlun í örygg-
ismálum sjómanna og
rannsóknir sjóslysa hafa
verið endurskipulagðar.
Það sama er með flugör-
yggismálin. Þar hefur
verið mannað upp á nýtt
og ný löggjöf litið dags-
ins ljós. Þessi mál hafa
algjörlega tekið stakka-
skiptum og ég er þakk-
látur fyrir að hafa stuðn-
ing Alþingis til þess.
Sömuleiðis gæti ég nefnt
almenningssamgöngurn-
ar. Eftir að ég bauð út
innanlandsflug og ferju-
siglingar hefur sú þjón-
usta batnað stórlega og
þess má geta að innan-
landsflug er farið að skila
hagnaði. Þá er ég ekki
síst stoltur af því að
þjónusta við landsbyggðina í
þeim málaflokkum sem mér
tilheyra hefur eflst og batnað.
Síðast en ekki síst þá er búið að
færa 95 störf sem heyra undir
ráðuneytið út á land á þessu
kjörtímabili en ég held að það
fari minna fyrir slíku hjá öðr-
um ráðuneytum.
Það verður samt sem áður að
viðurkennast að það hefur ekki
allt gengið eftir eins og ég
hafði vonast til enda vart hægt
að ætlast til þess. Símasalan
tókst t.d. ekki. Hlutabréfa-
markaðirnir hrundu í kjölfar
11. september og við vildum
ekki selja á því verði sem
bauðst. Síminn er einfaldlega
ekki til sölu á útsöluverði.
Þetta gekk því ekki eftir og það
verður bara að hafa það en ég
held að þessi tilraun eigi ekki
að fæla menn frá því að reyna
aftur þegar betur árar. Verð-
gildi fyrirtækisins kemur til
með að aukast á ný. Það er líka
ljóst að almenningur gerir
kröfur til þeirrar þjónustu sem
Síminn veitir, auk þess sem það
er komin samkeppni á þennan
markað og ég tel að ríkið eigi
ekki að vera í slíkum rekstri.“
Óvinsælastur
Þrátt fyrir að Sturla sé sjálfur
ánægður með árangurinn á
yfirstandandi kjörtímabili þá
virðast ekki allir sömu skoð-
unnar. Sturla hefur að undan-
förnu vermt botnsætið í könn-
unum á vinsældum ráðherra
ríkisstjórnarinnar. „Það fer
ekki hjá því, með þá forystu-
menn sem standa í miklum
breytingum og eru að taka á
málum, að á þá vill stundum
slettast. Eg sef hinsvegar róleg-
ur og er sannfærður um það
sjálfur að ég hef verið á réttri
braut og breytt eftir bestu
vitund. Þetta er hinsvegar eins
og gengur að það verður ein-
hver að vera vinsælastur og
einhver annar óvinsælastur. Ég
horfi hinsvegar frekar á úrslit í
kosningum en vinsældakosn-
ingar Dagblaðsins sem eru í
sjálfu sér sérstakt rannsóknar-
efni. Eg tel mig líka geta verið
nokkuð bjartsýnan, ef ég horfi
til baka, því ég hef unnið sigur
í öllum kosningum sem ég hef
tekið þátt í, hvort sem er til
sveitarstjórnar eða Alþingis og
nú síðast í prófkjörinu. Þegar
kemur í kjörklefann þá held ég
að menn meti verkin meira en
skemmtanagildið. Eg er stjórn-
málamaður með skýra framtíð-
arsýn en ekki skemmtikraftur,“
segir oddviti Sjálfstæðismanna
í Norðvesturkjördæmi og einn
umdeildasti stjórnmálamaður
landsins í dag.
HARMONIKUBALL
Dúndrandi áramótadansleikur 1
ÁSGARÐL Glæsibæ vid Álfheima
í Reykjavík laugardagskvöldið
28. desember nk. frá kl. 22:00.
rélagar í Harmc
ásamt Hildi
um Qc
rá kl. 22:00.
agi Reykjavíkur
5dóttur sjá
Qömlu- og nýju dansarnir.
Dansleikur fyrir alla.
Miðaverð kr. 1.200,-
Skrifstofa til leigu
Frá áramótum er til leigu, rúmlega 7 fm
skrifstofuherbergi að Bjarnarbraut 8,
Borgarnesi. Góð nettenging og aðgangur
að kaffi og fundaraðstöðu.
Upplýsingar í síma 430 2200.
nepal hugbúnaður
Uppbob
Þribjudaginn 7. janúar 2003 kl. 14.00,
aö Kópareykjum í Borgarfjaröarsveit,
verður boðið upp eitt óskilahross,
hafi þess ekki verið vitjað af eiganda sínum.
Um er ræða ómarkaða brúna meri,
ca. 2-3 vetra.
Borgarnesi 7 6. desember 2002
Sýslumaburinn í Borgarnesi