Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2002, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 18.12.2002, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 Hreindýrasteik að hætti meistarans Eigendur Fortuna, Ragnar Gunnarsson (t.v.) og Egill Ragnarsstm Egill Ragnarsson, kokkur og eigandi veisluþjónustannar Fortuna á Akranesi, er gestgjafi Matargatsins þessa vikuna. í anda jólanna ber Egill hátíðarsteik á borð lesenda Skessuhorns að þessu sinni. Hreindýrasteik Hreindýrasteik (t.d. innanlæris- vöðvi) ca. 300 gr. pr. Mann. Vöðvinn tekinn og kryddaður með salti og pipar. Einnig má nota jurtakryddblöndu. Smjör eða olía sett á pönnu og vöðvinn brúnaður í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Sett síðan inn í á 180° heitan ofn í 20-25 mín eftir stærð. A pönnuna skal sett meira smjör (það eru nú jól!) og ca. 70-80 gr. á mann af sveppum, þeir snöggsteiktir, dass af koníaki (má vera rauðvín) + rjómi og rifsberjasulta eftir smekk. Gott að bera fram með brúnuðum kartöflum, smjör- steiktum gulrætum og jökla- eða Waldorfsalati. Einnig er gott að hafa perur með rifsberjasultu og rifnum osti með. Þægilegast er að taka niðursoðnar perur, raða þeim í eldfast mót, setja sultuna í holuna á perunni og rifinn ost yfir. Hita í 5-6 mínútur. Verði ykkur að góðu og gleðilegjól'. GARÐVELAR ehf. Nú fer að koma tími á trjáklippingar. Erum að taka við pöntunum þessa dagana. ITökum einnig að okkur hellulagnir, hleðslur, þökulagnir, gróðursetningar og lóðahönnun. Pantanir í símum: 564 4265 og 895 0570 Fax: 564 4267 gardvelar @ simnet.is Fjárfestið í fagmennsku! Aukin umsvif í vínffamleiðslu í Borgamesi William Grant kaupir Pölstar Vínframleiðslan í Borgamesi með Pölstarinn í broddi jylkingar. Eitt stærsta áfengissölufyrir- tæki heimsins, William Grant & Sons í Skotlandi hefur keypt vörumerkið Pölstar vodka af The Reformed Spirits Company Ltd í Englandi og Catco. Pölstar vodkinn er fram- leiddur í verksmiðju Olgerðar Egils Skallagrímssonar í Borg- arnesi en það er Víngerðin í Borgarnesi sem annast fram- leiðsluna í verktöku líkt og hvað varðar aðra brennda drykki sem framleiddir eru í verksmiðjunni. Kristmar Olafsson fram- kvæmdastjóri Víngerðarinnar segir að Pölstar hafi náð 50% markaðshlutdeild á brenndum vínum hér á landi en vonir séu bundnar við að umsvifin eigi eftir að aukast stórlega hjá nýj- um eigenduin. „Það er ekki ljóst hvað það þíýðir nákvæm- lega fyrir verksmiðjuna hér, en William Grant & Sons hafa gert tíu ára samning við okkur um áframhaldandi framleiðslu Pölstar og það liggur fyrir að störfum mun fjölga eitthvað en hversu mikið er ekki hægt að segja til um strax. William Gr- ant & Sons er gríðarlega öflugt fyrirtæki á þessu sviði en á- stæðan fyrir kaupum þeirra á Pölstar er sú að þá vantaði góðan vodka í framleiðslulínu sína og því er það víst að þeir munu leggja mikla áherslu á markaðssetningu hans.“ Islenskur uppruni Pölstar hefur átt mikinn þátt í vel- gengni vörunnar í Bretlandi og tengja breskir kaupendur Pölstar vodka við hreinleika og náttúrufegpirð. Pölstar er nú seldur á Islandi, auk Bretlands og um borð í flugvélum Icelandair. Markaðssókn í Bretlandi hófst ári 1999 og nú þegar hefur sá árangur náðst að á þessu ári hafa selst yfir 300 þúsund flöskur í London, en Pölstar er til sölu á um 500 börum þar. Arsalan hefur numið um helmingi af sölu Stolychnaya og um 12% af sölu Absolutvodka í London svo tekinn sé samanburður við helstu keppinautana. GE Jöfnunarsjóður Oli Jón Gunnarsson gagnrýnir að hinir fyrstu séu síðastir hjá jöfnunarsjóði sveitarfélaga Jöfnunarsjóður sveitarfélaga er með er nokkuð umdeildur og án efa með nauðsynlegri stoð- tækjum við íslensk sveitarfélög, ekki síst á landsbyggðinni. Oli Jón Gunnarsson er einn þeirra sem hefur gagnrýnt úthlutunar- reglur sjóðsins og telur þær gallaðar að ákveðnu leyti. Bendir hann á að „jöfnunin“ sé það mikil að eftir standi „ójöfn- uður“ í hina áttina þannig að þeir síðustu séu allt í einu orðn- ir fyrstir og öfugt. Hann bendir á það sem dæmi að ef bornar eru saman skattekjur stærri sveitarfélagannaá Vesturlandi fyrir árið 2001 pr. íbúa eins og þær birtast í Arbók sveitarfélaga þá eru Stykkishólmsbær, Akra- nes og Snæfellsbær þar í efsta sæti. Þegar búið er að taka tillit til framlags úr jöfnunarsjóði eru þessi sveitarfélög komin í neðstu sætin á listanum en þau tekjuhæstu eru Borgarfjarðar- sveit, Dalabyggð og Grundar- fjörður en þau eru hinsvegar með lægstu skatttekjurnar. „Þeir sem eru að standa sig njóta þess ekki miðað við þetta verklag. Eg er að sjálfsögðu stoltur af góðum árangri fyrir okkar hönd hér í Hólminum en mér finnst skrítið að maður sitji eftir fyrir það að standa sig vel,“ segir Oli Jón. Hann segir að skýringin á meintum ójöfnuði sé fyrst og fremst sú að það sé jafnað með sömu aðferðunum í tveimur hlutum, annars vegar jöfnun vegna Grunnskólanna og hinsvegar almenn tekjujöfn- un. „Það er greinilegt að nefnd- in sem fékk það hlutverk að endurskoða úthlutunarreglurn- ar fyrir fáum misserum síðan hefur ekki staðið sig sem skildi. Olijón Gunnarsson Jöfnunarsjóðurinn er vissulega gríðarlega flókdð fyrirbæri en þetta er eitthvað sem er óeðli- legt að mínu mati. Eg tek það hinsvegar ffam að ég tel jöfnun- arsjóðinn gríðarlega þýðingar- mikinn fyrir sveitarfélögin og mín gagnrýni snýr ekki að til- vist sjóðsins, síður en svo,“ seg- ir OIi Jón. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.