Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2002, Page 10

Skessuhorn - 18.12.2002, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 jAtjaum/i.. Ný alhliða björgunarmiðstöð risin í Hólminum Stykkishólmur. I Stykkishólmi er risið nýtt og glæsilegt hús sem mun hýsa starfsemi björgunarsveitarinnar Berserkja og slökkviliðs Stykkis- hólms í framtíðinni. Húsið er við hlið bakarísins, á þeim stað þar sem gamla lögreglustöðin stóð. Það er björgunarsveitin Ber - serkir sem byggir húsið en Stykkishólmsbær kemur að mál- um og fær aðstöðu fyrir slökkvi- liðið í húsinu. „Þetta er fyrst og fremst alhliða björgunarmiðstöð og það á vel við að hafa björgun- arsveitina og slökkviliðið undir sama þaki enda er það svo á þessum minni stöðum að það eru oft sömu mennirnir að stór- um hluta sem sinna þessum störfum. Því má sega að þarna náist ákveðin samlegðaráhrif,“ segir Einar Strand for- maður björgunarsveit- arinnar Berserkja. „Þetta er kannski eklá mikil stækkun í fermetrum ef lagður er saman gólfflötur gamla björgunarsveit- arhússins og gömlu slökkvistöðvarinnar. Þetta er hinsvegar mun hentugra hús- næði og gjörbreytir aðstöðunni fyrir báða aðila. Slökkvistöðin var illa farin, gólfið sigið og þar ffam eftir götunum og okkar húsnæði var óhentugt.“ Reiknað er með að nýja björg- unarmiðstöðin verði formlega tekin í notkun fljótlega eftir ára- mót. Björgunarsveitin er reynd- ar þegar flutt inn, enda var hún á hrakhólum, að sögn Einars, þar sem sveitin var búin að selja ofan af sér. GE Olver fær hæsta styrldnn Á síðasta fundi Bæjarráðs Akraness var ákveðið að leggja til við úthlutun styrkja að sumar- búðirnar Olver fengju hæsta styrkinn að þessu sinni, 1 milljón króna í tilefni af fjörtíu ára starfi KFUM og K og rennur féð til endurbóta á orlofshúsinu. Þá er gert ráð fyrir að AA samtökin á Akranesi fái 120 þúsund krónur, Þroskahjálp á Vesturlandi 240 þúsund, Stíga- mót 50 þúsund, Kvennaathvarf 50 þúsund, Norræna félagið 60 þúsund, Skagaleikflokkurinn 330 þúsund, Kvennakórinn Ymur 70 þúsund, Skógræktar- félag Akraness 130 þúsund, Fjöliðjan 430 þúsund og Mark- SumarhúSimar í Ölverifá hœsta styrkinn hjá Akranesbœ aí þessu sinni. aðsráð Akraness 500 þúsund. námsmannastyrkir 380 þús- Þá er miðað við að listamanna- undum. styrkir nemi 890 þúsundum og GE Mæðrastyrksnefiid stoftiuð á Akranesi Nú skömmu fýrir jól var stofnuð mæðrastyrksnefnd á Akranesi en það voru nokkrar konur sem tóku sig saman og stofnuðu þessa nenfd í þeim til- gangi að styðja við bakið á þeim sem af einhverjum ástæðum búa við þröngan fjárhag. Starf nefndarinnar er sýnilegast nú fyrir jólahátíðina þegar nefnd- arkonur gera allt sem í þeirra valdi stendur til að sem flestir geti haldið gleðileg jól. Starf nefndarinnar felst með- al annars í að safna fé og ýmis- konar jólavarningi sem síðan er úthlutað til þeirra sem á þurfa að halda. Þar eru matargjafir fyrirferðamiklar og ýmislegt fleira. Helga Gunnarsdóttir, ein Helga Gunnarsdóttir formaóur mœðrastyrksnefiidar á Akranesi. aðaldriffjöðurin í stofnun nenfdarinnar og formaður hennar segir að starfið hafi far- ið vel af stað. Þessari viðleitni hafi verið afar vel tekið og fjöl- margir einstaklingar og fýrir- tæki Iagt hönd á plóginn. GE Allt húsrými nýtt á Hvanneyri A mánudaginn var, þann 16. desember, var stærsti prófadag- ur þessarar annar við Landbún- aðarháskólann á Hvanneyri. Alls þreyttu um 95 nemendur próf á sama tíma og þurfti mikla útsjónarsemi til að koma öllum þessum fjölda fýrir, enda var nánast allt það stofupláss nýtt sem til var. Hér var um að ræða próf á þremur námsbrautum á háskólastigi, þe. umhverfis-, skipulags-, landnýtingar og búvísinda- braut. Auk þessa tóku nemend- ur bændadeildar skólans próf á sama tíma. Nemendur við LBH verða um 150 talsins eftir áramótin og hefur ekki verið áður svo fjölmennt við skólann. Kœru íbúar Borgarbyggðar Þökkum ómetanlegan stuðning á árinu sem er að líða Óskum ykkur farsœldar á komandi ári ___________________________J Bœjarfulltrúar Sjálfstœðismanna í Borgarbyggð Helga, Bjarki, Ásbjörn og Magnús

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.