Skessuhorn - 18.12.2002, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002
ú>a£99ltiu>.
Skelvinnsla á Breiðafirði hefiir dregist saman um meira en helming á fjórum árum
Rannsóknum ekki sinnt sem skildi þrátt
fyrir að þær standi til boða ókeypis
segir Sigurðnr Agústsson framkvæmdastjóri skelvinnslufyrirtækisins Sigurðar Ágústssonar ehf í Stykkishólmi
Sigurður Agústsson
Skelfiskveiðar og vinnsla
hafa í gegnum tíðina verið einn
af burðarásum í atvinnulífi
Stykkishólms. Margir óttast að
nú hrikti í þeim stoðum vegna
síminnkandi skelveiðikvóta.
Fyrir um fjórum árum var skel-
veiðikvótinn í Breiðafirði 8500
tonn en var færður niður í
6500 tonn. I ár var kvótinn síð-
an minnkaður í fjögur þúsund
tonn.
Nú styttist í vertíðarlok á
skelinni en þrátt fyrir lítinn
kvóta er hluti hans óveiddur.
Eins og greint hefur verið
frá í Skessuhorni standa sveit-
arstjórnir einstakra sveitarfé-
laga í stappi við ríkisvaldið
vegna rekstrar Dvalarheimila.
I blaðinu hefur verið fjallað
um ítrekaða beiðni Skaga-
Skýringin er sú að mun færri
skip eru á skelveiðum í ár en
undanfarin ár og kvótinn flust
á færri hendur. Hér áður fyrr
var kvótinn hjá vinnslustöðv-
unum og færðist síðan yfir á
skipin en undanfarin misseri
hefur þróunin verið á þann veg
að vinnslurnar eru að eignast
kvótann á ný.
„Þessi niðurskurður kemur
sér skelfilega illa fyrir bæjarfé-
lagið í heild. Hér eru margir
sem hafa beina eða óbeina at-
vinnu af skelveiðum og þar af
leiðandi hlýtur að fara hrollur
um fólk þegar það sér í hendi
sér að veiðarnar hafa verið
skornar verulega niður og ó-
fyrirséð hvenær við förum aft-
ur í 8.500 tonnin,“ segir Sig-
urður Agústsson, fram-
kvæmdastjóri Sigurðar Ágústs-
sonar ehf. í Stykkishólmi en
fyrir tækið vinnur um helming-
inn af þeirri skel sem veidd er í
Breiðafirði. Hinn helmingur-
inn er unninn hjá Þórsnesi í
Stykkishólmi og Fiskiðjunni
Skagfirðingi í Grundarfirði.
„Menn óttast jafnvel að veið-
ar og vinnsla leggist alveg nið-
manna um leiðrétt daggjöld
vegna Dvalarheimilisins
Höfða á Akranesi og í Stykkis-
hólmi eiga menn við sama
vandamál að stríða. „Maður
sér það vel í fjárhagsáætlunar-
gerðinni hjá okkur hér að
ur. Við vitum t.d. ekki hvað
ráðuneytið kemur til með að
gera á næsta fiskveiðiári. Mér
finnst tónninn í Haffó á þá leið
að hér verði skorið frekar nið-
ur, jafnvel alveg niður við trog.
Þá er fyrirséð að um einhverja
fólksfækkun verður að ræða hjá
okkur.
Við vitum að stofninn hefur
orðið fyrir skakkaföllum og
elstu skeljarnar verið að drep-
ast. Við viljum reyna að snúa
þeirri þróun við eins fljótt og
hægt er og okkur dettur ekki í
hug að leggjast á móti vilja
Hafró í þessu en hinsvegar
þurfa að koma til miklu meiri
rannsóknir á skelinni. Þeim
hefur ekki verið sinnt sem
skildi og menn eru ekki á eitt
sáttir um hvað veldur dauða
skeljarinnar, hvort það er
breytt hitastig í sjónum eða
eitthvað annað. Þess má líka
geta að veiðin er meira og
minna í takt við ráðleggingar
Hafró.
Rannsóknir
forgangsatriði
Sigurður segir það vera eitt
svigrúm sveitarfélaganna er að
þrengjast meðal annars vegna
þess að menn eru að taka á sig
það sem ríkinu ber. Hér í
Hólminum höldum við rekstri
Dvalarheimilisins gangandi án
þess að fá nægjanlegar tekjur á
af helstu forgangsatriðunum í
verndun Breiðafjarðar að rann-
saka skilyrði skeljarinnar. „Bæj-
arfélag eins og Stykkishólmur á
mikið undir því að skel og
vinnsla geti orðið með þeim
hætti sem var fyrir um fjórum
árum síðan. Við höfum
margoft boðið Hafró að leggja
til skip og mannskap, stofn-
unninni að kostnaðarlausu í
þeim tilgangi að auka við rann-
sóknirnar. Þetta hefur alltaf
staðið þeim til boða og verið
margítrekað. Það hefur hins-
vegar ekki verið þegið en samt
bera þeir því við að það sem hái
þeim sé fjárskortur. Það skýtur
skökku við þegar við erum til-
búnir að borga obbann af við-
bótarkostnaðinum. Við höfum
meðal annars óskað eftir því að
botnlagið yrði myndað og áhrif
veiðarfæra metin. Þeir hjá
Hafró hafa sjálfir talið það
nauðsynlegt og lofað að koma
því í kring en ekkert hefur orð-
ið úr því. Það kemur hinsvegar
vel til greina að hagsmunaaðil-
ar í Stykkishólmi taki það upp
á sína arma og hlutist sjálfir til
um þessa rannsókn. „
móti,“ segir Óli Jón Gunnars-
son bæjarstjóri Stykkishólms.
„Daggjöldin duga ekki fyrir
rekstrinum því taxtinn er of
lágur. Samkvæmt úttekt sem
Samband íslenskra sveitarfé-
laga gerði eru daggjöld á al-
mennt vistrými um 30% of lág
og einnig eru gjöld vegna
hjúkrunarrýmis óþarflega
naumt skömmtuð. Við erum í
ár að greiða um sjö milljónir
með rekstrinum sem við not-
um þá ekki í annað á meðan en
að sjálfsögðu ætti ríkið að bera
þennan kostnað. Það er mjög
slæmt að vera með þessi
samskipti í þeim farvegi að
annar aðilinn sjái um rekstur-
inn en hinn skammti tekjurn-
ar. Það þarf að breytast. Ut-
tekt sambandsins hefur verið
send Heilbrigðisráðuneytinu
og málið er statt þar. Þessum
útreikningum hefur ekki verið
mótmælt og vonandi sjá menn
að ríkinu ber að leiðrétta
þetta,“ segir Óli Jón.
GE
Ekki lagstir í kör
Sigurður segir að þrátt fyrir
niðurskurð séu menn í Hólmin-
um hvergi nærri lagstir í kör.
„Við viljum ekki vera að mála
skrattann á vegginn. Hjá okkur
eru menn í vinnslu á rækju og
kavíar og þótt það sé á brattann
að sækja í rækjunni ædum við að
reyna að halda áffam og þreyja
þorrann. Ég er líka bjartsýnn
varðandi skelina þrátt fyrir allt.
Við sjáum þess merki að nýliðun
í Breiðafirðinum er góð. Það er
bara spurning um að vera þolin-
móður og bíða þess að skelin
komist í veiðanlega stærð. Ef
hún fær frið fyrir náttúrunni og
veiðarfærum mun þess ekki
langt að bíða að við förum að
veiða skel af alvöru á ný.
GE
Alyktun
um vci'ð-
hækkanir
Eftirfarandi ályktun var
samþykkt samhljóða á síðasta
fundi trúnaðarráðs Verka-
lýðsfélags Akraness: „Trún-
aðarráð Verkalýðsfélags
Akraness mótmælir harðlega
þeim hækkunum á verðlagi
sem nýlega hafa verið á-
kveðnar eða eru í burðarliðn-
um. Verkalýðshreyfingin hef-
ur í síðustu kjarasamningum
axlað sinn hluta ábyrgðarinn-
ar á því að halda aftur af
verðbólgu. Hreyfingin sýndi
jafhffamt hvers hún er megn-
ug í átakinu við að halda
verðlagshækkunum innan við
rauðu strikin síðasdiðið vor.
Þær hækkanir sem nú hafa
verið kynntar eru algjört stíl-
brot í þessu samhengi. Þær
sýna að ffumkvæði okkar er
einskis metið og að ríkis-
stjórnin, ýmis fyrirtæki og
sveitatfélög æda ekki að axla
sinn hluta ábyrgðarinnar.
Flestum er í fersku minni
að það þurftí að knýja ríkis-
stjórnina tíl þátttöku í átak-
inu um að halda verðlagi inn-
an við rauðu strikin. Það er
greinilegt að hún nýtír sér
fyrsta tækifæri til að hækka
verðlag og leggja nýjar álög-
ur á almenning í landinu.
Þessar aðgerðir hljóta að gefa
tóninn í undirbúningi næstu
kjarasamninga.“
Stykkishólmsbær greiðir sjö milljónir í ár með rekstri Dvalarheimilisins
Daggjöldin eru þrjátíu prósentum of lág
segir Oli Jón Gunnarsson bæjarstjóri Stykkishólms
Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi.