Skessuhorn - 18.12.2002, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002
^atssutlu...
Sturlaugur Haraldsson tekur við
framkvæmdastjórastöðu í Englandi
-Rótgróið útgerðarfyrirtæki með svipaða sögu og Haraldur Böðvarsson hf.
Skagamaðurinn Sturlaugur
Haraldsson var nýlega ráðinn
framkvæmdastjóri hjá útgerðar-
félaginu Boyd Line Ltd. í Bret-
landi, í ensku borginni Hull sem
er íslenskum sjófarendum í
gegnum tíðina að góðu kunn.
Boyd Line hefur yfrr að ráða
40% af þeim þorskkvóta í
Barentshafi sem Evrópusam-
bandið úthlutar Bretum. Félag-
ið gerir út tvo frystitogara sem
stunda sínar veiðar að
langstærstum hluta í Barentshafi
og landa þeir oftast í Tromsö í
Noregi. Aflinn er síðan seldur
víðsvegar um Bretland og sér
Sturlaugur um að stýra þeirri
sölu.
Svipað og HB
Sturlaugur segir það ekki hafa
verið erfiða ákvörðun að taka
við starfinu þegar eftir því var
leitast. „Eg ákvað fljódega að
láta slag standa og taka þetta að
mér. Ég lít fyrst og fremst á
þetta sem tækifæri tíl að takast á
við nýja hluti á nýjum stað.
Fiskiðnaðurinn og markaður
fyrir sjávarafurðir á þessu svæði í.
Bretlandi er mjög líflegur og
mikið um að vera. Það er því
mjög skemmtilegt fýrir þá sem
hafa gaman af þessum bransa
eins og ég að fá að hrærast í
þessu umhverfi. Boyd Line var
stofnað árið 1936 og hefur verið
fjölskyldufyrirtæki æ síðan eða
allt þar til sjávarútvegssvið Eim-
skipafélagsins keypti það fýrir
skömmu. Þar til ég tók við í
byrjun desember höfðu aðeins
þrír gegnt framkvæmdastjóra-
stöðunni, allir hétu þeir Thom-
as Boyd. Fyrirtækið gerði áður
út marga togara, all 22 þegar
mest var. Skipin veiddu við
strendur Islands og Noregs en
eins og hjá mörgum öðrum sjáv-
arútvegsfýrirtækjum á Bret-
landseyjum fór að halla undan
fæti hjá þeim þegar Islendingar
og Norðmenn færðu sína fisk-
veiðilögsögu út í 200 mílurnar. I
dag er velta fýrirtækisins um
einn milljarður og allt í allt
starfa hjá því á sjó og landi um
70 manns.“
Einn í vetur
Fyrst um sinn mun Sturlaug-
ur halda einn til Hull en fjöl-
skyldan flytur út til hans í vor.
Sturlaugur telur ekki að aðskiln-
aðurinn verði stórt vandamál
þar sem hann verði mikið á
ferðinni á milli íslands og Eng-
lands. Stöðugar ferðir Sturlaugs
á milli staðanna tveggja helgast
m.a. af þeirri ástæðu að hann
mun áfram starfa sem sölustjóri
ffystitogara HB en því starfi
hefur hann sinnt undanfarin ár.
Hefði verið gaman að
vinna með 2. ílokkinn
Eins og flestum er kunnugt
hefur Sturlaugur verið einn
styrkasti hlekkur mtl. IA í knatt-
spyrnu undanfarin 10 ár eða svo
og á hann að baki ríflega 300
leiki með félaginu og eina átta
stóra titla. Undanfarin ár í bolt-
anum hafa þó reynst Sturlaugi
þrautaganga þar sem krónísk
bakmeiðsli hafa séð til þess að
hann hefur misst úr stóran hluta
síðustu tveggja tímabila. En eru
knattspyrnskórnir þá endanlega
komnir á hilluna margfrægu
vegna nýja starfsins? „Eg hafði
tekið þá ákvörðun fýrir nokkru
að mínum knattspyrnuferli væri
lokið enda skrokkurinn orðinn
illa ryðgaður þrátt íýrir ungan
aldur. Erfitt var einnig að skilja
við 2. flokkinn, þar sem ég hafði
nýlega ráðið mig til starfa. Eg
tel mikinn efhivið þar á ferð sem
eflaust hefði orðið skemmtilegt
að vinna með. Sem knattspyrnu-
áhugamaður á ég þó eflaust eft-
ir að njóta mín vel í Englandi
enda stutt á marga stórvelli það-
an sem ég mun búa. I næsta ná-
grenni eru Leeds og Newcastle
og síðan eru aðeins tveir tímar á
Old Trafford. Ég reikna með að
kíkja reglulega þangað enda
mitt lið á ferðinni þar.“
Kvótakerfi á boltann
Ekki er laust við að blaða-
manni Skessuhorns sárni það
ögn að Sturlaugur hefur ekki
minnst einu orði á hið ástsæla
knattspyrnulið, Halifax Town,
stolt Jórvíkurskíris, þó ekki sé
nema um 60 mínútna keyrsla
þangað frá Hull. Sturlaugur
sannfærir þó viðmælanda sinn
um að heimsókn á The Shay
(heimavöll Halifax) sé ekki
langt undan. „Einn af sam-
starfsmönnum mínum úti í
Hull er mikill Halifax aðdáandi
og á hann eflaust eftir að taka
mig með á einhvern leik í vetur.
Það verður örugglega gaman
enda hefur Halifax skapað sér
sérstakan sess í hugum lesenda
Skessuhorns. Ég mun eflaust
einnig fýlgjast vel með fram-
gangi Hull City FC. Annars
verður maður að nýta tímann
vel til ferðalaga á fótboltaleiki á
meðan konan er heima á Is-
landi. Það verður eflaust ein-
hver kvótasetning á þær ferðir
þegar hún kemur út.“, sagði
Sturlaugur kíminn á svip.
HJH