Skessuhorn - 18.12.2002, Síða 17
^ntaaunu...
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002
17
Jólaverslun
góð á Akranesi
Irafár árita geisladiska í versluninni Hljómsýn á Akranesi.
Að sögn kaupmanna á Akra-
nesi hefur jólaverslunin í bæn-
um verið mjög góð það sem af
er. „Þeir sem ég hef rætt við
nefna allt að þriðjungi meiri
sölu fyrri hluta desember í sam-
anburði við sömu daga í fyrra",
segir Magnús Magnússon mark-
aðsfulltrúi hjá Akraneskaupstað.
Hann segir sóknarhug ríkja á
meðal kaupmanna og komi það
m.a. fram í samstarfi vegna
ýmissa uppákoma í bænum og í
öðru samstarfi sem kaupmenn
hafa á vettvangi Markaðsráðs
Akraness. „Það er ánægjulegt að
merkja aukna umferð í verslun-
um staðarins. Kaupmenn hafa
verið að leggja hart að sér til að
undirbúa jólavertíðina sem best.
Þeir fengu t.d. Gísla Blöndal
markaðsráðgjafa fyrir skömmu
þar sem hann fór yfir jimis hag-
nýt atriði á námskeiði með þeim
sem hann nefndi „Seljum
meira“. Eg er ekki í vafa um að
þetta námskeið gerði mikið
gagn, enda þátttaka góð á því.
Markaðsráðið hefur meðal ann-
ars staðið fyrir bingói og jóla-
gluggaleik þar sem jólasveinar
og kaupmenn taka höndum
saman um að gleðja unga sem
aldna alla daga fram til jóla. Hér
leggja menn áherslu á afþrey-
ingu og létt andrúmsloft sam-
hliða því að benda á að á Skag-
anum sé hægt að fá allt fyrir jól-
in á einum stað“, segir Magnús
að lokum.
Náttsöngur í
Borgamcsldrkju
Kammerkór Vesturlands
flytur íjölbreytta dagskrá í
Borgarneskirkju sunnudags-
kvöldið 22. desember og hefst
hún kl. 21.30. A eíhisskránni
verða rneðal annars kantöntur,
einsöngslög og jólasálmar.
Með kórnum koma fram þrír
hljóðfæraleikarar, fiðluleikar-
arnir Lilja Hjaltadóttir og Elfa
Kristinsdóttir og Kristinn Orn
Kristinsson píanóleikari.
Einsöngvarar eru úr röðum
kórfélaga.
Kammerkór Vesturlands var
stofnaður sumarið 1999 og hef-
ur þegar komið fram við marg-
vísleg tækifæri. Kórnum er ætl-
að að gefa söngfólki á Vestur-
landi tækifæri til að takast á við
metnaðarfull verkefni.
Stjórnandi Kammerkórs
Vesturlands er Dagrún Hjartar-
dóttir.
§
simirm.is
Öskum Vestlendin^um
landsmönnum öllum
^leðile^ra jóla fansæls
komandi árs.
Þökkum viðskiptin á árinu
sem er að liða.
Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar
Símans Akranesi.
Verslun Símans Akranesi, Stillholti 16-18, sími 430 3000
Næsta tölublað Skessuhoms
kemur út 8. janúar 2003
Síðasti frestur til að skila auglýsingum í það
blað er á hádegi þriðjudagsins 7. janúar
Staifsfólk