Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2002, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 18.12.2002, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 ^KtSSUnuU: Haldið í hefðimar á leikskólanum Systir Lovísa ásamt ungum leikurum á leikskólanum í Stykkishólmi. A innfelldu myndinni má sjá Maríu hafa sig til. Mynd: GE Þótt St. Fransiskussystur í Stykkishólmi sjái ekki lengur um rekstur leikskólans eins og þær gerðu um áratugaskeið þá eimir enn eftir af þeirra hefð- um. Meðal þess er helgileikur sem settur er upp á aðventunni á hverju ári, og það sem meira er að enn eru notaðir sömu búningarnir og fyrir tæplega íjörtíu árum. Þessir búningar eru því búnir að þjóna tveimur kynslóðum af helgileikurum í Hólminum. Það var systir Lovísa sem hannaði þá og saumaði. Meðal annars er kjóll Maríu, upphaflega fermingar- kjóllinn sem Lovísa klæddist við fermingu sína í Belgíu þeg- ar hún var tólf ára gömul. Þeg- ar blaðamann Skessuhorns bar að garði voru börnin að máta búningana og það var ekki laust við að spenningurinn væri meir yfir því að fara í þessa glæsilegu búninga heldur en yfir leiknum sjálfum. GE Jólarokk á Skaganum Allt ætlaði um koll að keyra þegar vinsælasta hljómsveit landsins, um þessar mundir, Irafá, steig á sviðið. Irafár, Land og synir og I kvöldið. Hljómsveitirnar léku eiginhandaráritanir að tónleik- svörtum fötum héldu stórtón- nokkur lög af nýútkomnum unum loknum. leika fyrir fullu húsi í Bíóhöll- diskum sxnum auk þess sem HH inni á Akranesi á sunnudags- þær gáfu aðdáendum sínum Fullt út úr dyrum í Bíóhöllinni Jóhanna Guðún heillaði viðstadda með fallegum s'óng Markaðsráð Akraness bauð til heljarinnar barna- og fjöl- skylduskemmtunar í Bíóhöll- inni sl. laugardag. Fjölmörg at- riði kættu tæplega 400 manns sem troðfylltu höllina. Jóhanna Guðrún söng nokkur lög, Skagaleikflokkurinn sýndi at- riði úr Dýrunum í Hálsaskógi og nemendur beggja grunn- skólanna stigu á stokk, svo fátt eitt sé nefht af glæsilegri dag- skrá. Jólasveinarnir mættu að sjálfsögðu á staðinn og þá vakti söngatriði Spóahópsins af Vall- arseli mikla lukku.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.