Skessuhorn - 18.12.2002, Síða 25
^aiissunu^
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002
25
síðustu misserum. Afkoman
hefur ekki leyft mönnum neitt
útstáelsi og alvörubændur í dag
undirbúa sín tækjakaup af tölu-
vert meiri nákvæmni en áður
var. Þetta fræga sjónarmið
Bjarts í Sumarhúsum að sjálf-
stæði sé betra en kjöt hefur
verið nokkuð lífseigt. Menn
hafa lagt töluvert á sig til að
geta ráðið sér sjálfir og vera
ekki undir aðra seldir. Þarna
erum við á eilítið öðrum báti
en kollegarnir í nágrannalönd-
unum. Það samkeppnisum-
hverfi sem við búum við í dag
knýr okkur hinsvegar til að
endurskoða íjárfestingar í vél-
um og notkun þeirra. Véla-
vinna í Iandbúnaði á eftir að
fara í verktakafyrirkomulag að
stóruin hluta. Það er sýnilegur
áhugi á því og það á eftir að
mótast hratt núna því það eru
að verða til verktakar á þessu
sviði og bændur sem kunna að
nota þá. Þarna þarf að verða
gagnkvæm aðlögun en ég er
sannfærður um að þarna er
töluverða peninga að sækja en
menn verða að gera sér grein
fyrir að það kostar vilja og aga.
Menn verða með öðrum orð-
um að skipta á sjálfstæðisvilja
sínu og þeirri tekjuvon sem er í
samrekstar - eða verktöku-
formi.“
Sjálfstætt fólk
Bjarni segir að þrátt fyrir
meinta sérvisku bænda hafi sam-
starf við þá verið afar gott og að
einnig hafi verið góð samvinna á
milli stofnanna sem tengjast
landbúnaði á Hvanneyrarstað.
“Síðan ég kom hingað hefur
verið mjög náin samvinna á
milli Bændaskólans og Bútækni-
deildar Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins. Við höfum því
ekki alltaf vitað einu sinni hjá
hverjum við erum að vinna í það
og það skiptið. Við höfum því
tengt saman, eins og hægt er, líf-
fræðispekúlasjónirnar og véla-
baukið og ég á þessu sambýli á-
kaflega mikið að þakka í mínu
starfi. Samstarfið við bændurnar
hefúr líka verið gott og ég hef
ekkert yfir þeim að kvarta. Þeir
hafa gefið okkur tækifæri til að
hafa áhrif á sig og við höfum líka
lagt okkur eftir því sem þeir eru
að hugsa. Við höfum haft mikil
samskipti við bændurna í gegn-
um endurmenntunarstarfið og
einnig hringja þeir mikið til að
fá upplýsingar. Við höfum fund-
ið fyrir miklum áhuga og það
kallar á ábyrgð af okkar hálfu að
vinna í takt við það sem bænd-
urnir vilja. Samskiptin við
bændurna eru einnig skemmti-
leg fyrir utan það faglega því
það er yndislegt að njóta þess að
kynnast mönnum sem ekki eru
fastmótaðir í form nútímans.
Hér í héraði og víðar hef ég
kynnst mönnum sem gætu hafa
stokkið út úr því dásamlega bók-
menntaverki, Sjálfstætt fólk eftir
meistara, Halldór Laxness,
mönnum sem hafa eigin sýn á
lífið og tilveruna og láta ekki hé-
góma samtímans slá sig út af
laginu. Það er mér býsna mikils
virði,“ segir Bjarni.
Búskapurinn flóknari
Landbúnaðarháskólinn á
Hvanneyri hefur vaxið og dafn-
að undanfarin ár þrátt fyrir
margumtalaðar þrengingar í
landbúnaði. Það kann að
hljóma öfugsnúið en Bjarni seg-
ir að það eigi sér eðlilegar skýr-
ingar. „Skýringin er að hluta til
sú að búskapurinn er að verða æ
flóknari eins og annað í þessu
þjóðfélagi. Menn hoppa ekki
Iengur fullskapaðir inn í hlut-
verk bóndans eftir unglingsára-
reynsluna. Við njótum þeirrar
þróunar og menntunin sem slík
er eftirsóknarverð og síðan er
það framtíðarverkefni að reyna
að breyta henni í tekjur. Það er
eftirspurn eftir þekkingu og við
höfum reynt að laga námið að
sýnilegum þörfum. Þess vegna
held ég að Hvanneyri eigi eftir
að vaxa og dafna enn frekar.
Hingað hafa verið að koma
stofnanir og störf tengd land-
búnaði og ég held að það sé
ljóst að ýmiss konar rannsóknir
tengdar greininni eigi eftir að
vaxa hér fremur en hitt. Það má
kannski segja að það sé líka öf-
ugþróun þegar hugað er að
samdrætti í landbúnaði, ekki síst
í þessu héraði. Hinsvegar er
þetta partur af þróun þessara
horfir hann í sínum frítíma
hvað mest til baka og á það
hvernig bændur fortíðarinnar
unnu þessi sömu verk og
bændur nútímans gera með að-
stoð nýjustu tækni og vísinda.
Bjarni á nefnilega heiðurinn af
því ásamt fleirum að hafa kom-
ið upp viðamiklu búvélasafni á
Hvanneyri, því eina sinnar teg-
undar hér á landi. „ Hér hafði
verið vísir að verkfærasafni frá
1940 og hafði Guðmundur
Jónsson skólastjóri haldið yfir
því hlífiskildi. Vegna þeirrar
starfsemi sem hér hefur verið
fór ekki hjá því að hingað
kæmu ijölmörg ný tæki sem
áttu eftir að verða vinsæl um
allt land. Þegar ég kom hér aft-
ur árið 1971 fór ég að gefa því
gaum og þegar leið á þann ára-
tug gengum við í það nokkrir
saman að blása til sóknar til að
gera þetta að alvörusafni. Það
tímans sé helst að leita á þessu
safni. Vegna vélvæðingar í
landbúnaði var nefnilega hægt
að nýta mannshöndina við
Síldveiðar við strendur lands-
ins eða við kontórrekstur í
Reykjavík í stað þess að hún
væri stöðugt bundin við skít-
mokstur eða heyskap. Þetta er
ekki síst ástæðan fyrir því að
við viljum efla safnið sem kost-
ur er. Við erum með eina safn-
ið með þessa breiðu áherslu og
höfum fengið viðurkenningu
frá Þjóðminjasafninu á því að
vera sérsafn á sviði landbúnað-
artækni. Síðan eru fjölmargir
sem eru að safna búvélum og
þá dráttarvélum sérstaldega og
er það fagnaðarefni. Við tökum
okkar hlutverk líka rnjög alvar-
lega og teljum okkur vera að
halda til haga mikilvægum
parti af sögu þjóðarinnar og
þjóðmenningarinnar. Þetta er
Þúfnabaninn ermikið tæki og vegurum 6,6 tonn. A árunum 1926-8 mun verðgildi hans hafa verið sex til átta jarðir.
Bjami Guðmundssm er hér ásamt ungum safigesti.
j> V* J* J*
• #. , »., #' ”■ ‘».'f '* ' f * j V t: í
í j. , f„ • - Wfý ■ f \
i.. . . }.é ,
K.j _; i ; j
i 4*’^
Vt. *.
frumgreina. Þegar maður fer að
gá hver þjónustuþörfin er hjá
þeirn sem eftir eru þá kemur í
ljós að hún minnkar ekki þótt
sjálfvirknin aukist. Við getum
tekið svokallaða mjaltaþjóna
sem fækka handtökunum á bú-
unum en hinsvegar þarf lið á
bak við þá til að viðhalda þeim
osfrv. Þessi þjónustuvefur land-
búnaðarins er að mestu ósýni-
legur, en ef hann er dreginn
fram í dagsljósið sést að sam-
drátturinn er kannski ekki eins
mikill og í fyrstu virðist. Það er
samt vissulega rétt að hefð-
bundinn landbúnaður hefur
dregist nokkuð saman í hérað-
inu en það er þá hlutverk okkar
hér á Hvanneyri, með öðrum,
að mynda brjóstvörn og nýta
þær einstöku aðstæður sem hér
eru til staðar.
Búvélasafnið
Þótt aðalstarf Bjarna feldist í
að kenna verðandi bændum að
horfa fram á veginn og nýta sér
þau tækifæri sem þar felast þá
hafa margir komið að þessari
vinnu og stór hópur sem stend-
ur á bak við safnið í dag. Það
eru eiginlega þrír þættir sem
hafa gert þetta safn að því það
sem það er. I fyrsta lagi vernd-
arstarf Guðmundar Jónssonar,
í öðrulagi aðstoð bútækni-
deildarinnar með Grétar Ein-
arsson í broddi fylkingar og
síðast en ekki síst Jörvakallarn-
ir sem við nefnum svo eða
Haukur Júlíusson og hans
menn hjá verktakafyrirtækinu
Jörva hf. Þá hafa yfirvöld skól-
ans litið á þetta starf með
miklu umburðarlyndi og lagt
til bæði peninga og pláss.
Safnið telur í dag um 30
forntraktora og alls eru stærri
gripir á annað hundrað, en síð-
an er hér urmull af smærri
gripum. Það sem við erum
fyrst og fremst að reyna að
gera er að segja sögu tækninn-
ar í landbúnaði og hvernig
landbúnaðurinn mætti kröfum
samtímans um vinnusparnað.
Við segjum stundum að skýr-
inganna á leyndardómum sam-
með öðrum orðum ekki bara
túristasjóv. Við þurfum hins-
vegar að geta sýnt þetta fólkinu
sem á þetta, þ.e.a.s. þjóðinni og
draumur minn er sá að við get-
um komist yfir þokkalega sýn-
ingaraðstöðu. Þá er ekki síður
þörf þá að komast yfir góða
gejtmslu. Það er gríðarleg þörf
á að kippa undan og koma í
varðveislu gripum til síðari
nota. Það standa yfir miklar
breitingar núna. Búseta er víða
að detta niður og annars staðar
er verið að taka til og henda.
Núna fer tíminn því mikið í að
leyta að hlutum sem vantar og
taka afstöðu til þess sem okkur
stendur til boða útfrá varð-
veislugildi. Þar höfum við not-
ið mikillar velvildar eldri nem-
enda skólans sem hafa verið
duglegir að benda okkur á gripi
sem hér eiga heima.“
Heimildirnar
meira virði
Aðspurður um hvort mikið
sé glatað af dýrgripum úr bún-