Skessuhorn - 22.01.2003, Qupperneq 1
Skagastúlka setur Islandsmet í keilu
Birgitta Þura Birgis-
dóttir, þrettán ára
stúlka af Akranesi, setti
um helgina Islandsmet í
unglingaflokki í keilu í
samanlögðum fimm
leikjum og sex leikjum.
I fimm leikjum hlaut
Birgitta 795 stig og
bætti gamla metið um
97 stig. I sex leikjum
hlaut hún 945 og bætti
metið um 161 stig.
Fleiri ungir keilarar
af Skaganum eru að
gera það gott þessa dag-
ana, en tvíburarnir Sig-
urður Þorsteinn og
Magnús Sigurjón Guð-
mundssynir hafa verið
valdir í landslið ung-
linga sem keppir á
Norðurlandamótinu í
Stokkhólmi þann 6,-
10. febrúar næstkom-
andi.
GE
Snæfell í úrslitaleiHnn
-spiluðu síðast í úrslitum fyrir 10 árum-
Birgitta Þura Birgisdóttir setti Islandsviet í keilu um síiustu helgi. Mynd: Jónas
Snæfellingar tryggðu sér sæti
í úrslitaleik bikarkeppni KKI,
sem fram fer í Laugardalshöll-
inni 8.febrúar næstkomandi,
með því að sigra Hamar á
heimavelli á sunnudaginn 82-
76. I úrslitum mæta þeir Suð-
urnesjarisanum Keflavík.
Þrátt fyrir örugga forystu
Snæfellinga, stærstan hluta
leiksins, munaði minnstu að
þeir glopruðu sigrinum á
lokamínútum leiksins. Ríflega
þremur mínútum fyrir leikslok
höfðu Snæfellingar 12 stiga
forystu en á aðeins tveimur og
hálfri mínútu minnkuðu gest-
irnir muninn niður í tvö stig.
Nær komust þeir ekki því
heimamenn skoruðu fjögur
síðustu stig leiksins og farseð-
illinn í Höllina var tryggður.
Bárður Eyþórsson, þjálfari
Snæfellinga, var að vonum á-
nægður með sína menn í leiks-
lok. ,JÚ, svo sannarlega. Við
spiluðum tvo erfiða leiki um
helgina þar sem allt gekk, alla-
vega úrslitalega séð. Það er að
sjálfsögðu það sem telur í
þessu.“
Þetta er aðeins í annað skipt-
ið í sögu Snæfells sem þeir
komast í úrslit, síðast fyrir
sléttum 10 árum, einmitt gegn
Keflavík. Bárður spilaði þann
leik sem Keflvíkingar unnu ör-
ugglega með 39 stiga mun.
Bárður er í engum vafa um að
Snæfellingar eigi eftir að veita
feiknarsterku Keflarvíkurliði
harðari keppni núna en þá.
„Vissulega eru þeir með frá-
bært lið. Við förum í leikinn
með fullri reisn, algjörlega
óhræddir. Við erum með ungt
og ferskt lið og strákarnir eru
langt frá því að vera saddir.
Lykillinn að vænlegum úrslit-
um fyrir okkur er að spila öfl-
uga vörn og síðan er geysimik-
ilvægt að halda 100% einbeit-
ingu gegn liði eins og Keflavík
frá upphafi til enda. Þá er
aldrei að vita hvað gerist.“,
sagði Bárður. HJH
Lækna-
skortur í
Borgar-
nesi
Aðeins verður einn
læknir starfandi á Heilsu-
gæslustöðinni í Borgar-
nesi til 1. maí n.k. en þrjár
stöður eru við stofnunina.
Að sögn Guðrúnar
Kristjánsdóttur fram-
kvæmdastóra Heilsu-
gæslustöðvarinnar er á-
stæðan sú að illa hefur
gengið að fá lækna til
starfa til að fullmanna
stöðurnar þrátt fyrir að
Borgarnes ætti að teljast
nokkuð vel í sveit sett
miðað við fjarlægð frá
höfuðborgarsvæðinu. Þá
er annar tveggja starfandi
lækna stöðvarnnar í orlofi
til vors. „Við eigum ekki
önnur ráð en að biðja þá
sem þurfa á þjónustu
læknis að halda að sýna
okkur umburðarlyndi og
þolinmæði þó ekki sé
hægt að gefa tíma hjá
lækni samdægurs. Ollum
bráðatilfellum er hinsveg-
ar sinnt eins og áður og er
vakt allan sólarhringinn
eins og verið hefur,“ segir
Guðrún.
GE
Þorratilboð á matvöru
- gildo trá fimmtudegi
til mánudags eöa á
medan birgðir endast
Opió
* 9-i9 virkadaga
10-19 laugardaga
12-19 sunnudaga
Tilboð Verð áður:
Lambakjöt 1/2 skrokkur 489 kg.
Hvalrengi — súrt
IVIaggi kartöflumús 125 gr. 84,
1.999 kg. 2.998 kg.
Ora rófustappa 285 gr.
Bjarna Brugg 500 ml.
HP Flatkökur
79,
79,
74,
110,
96,
99,
88,
1 cri(> vetíce
'omin
Ostakörfur i tilefni Bóndadags!