Skessuhorn - 22.01.2003, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 22. TANUAR 2003
^acaautiu^
Gunnar Óm Órlygsson
T^enn/nn-^
Aðskiljum veiðar og vinnslu og skyldum strandveiðijht-
ann til löndunar alls afla til íslmskra ferskflskmarkaða
Það eru vikur og mánuðir
síðan ég talaði við mann sem
styður kvótakerfið. Þessi stað-
hæfing er að sjálfsögðu að und-
anskildum fundum mínum við
kvótaeigendur. Þegar ég spyr
þá út í kerfið er helst til svarað
að mikil hagræðing hafi átt sér
stað innan greinarinnar. Mál-
efnalegt fólk veit allt um hvaða
hagræðingu er vitnað til í til-
svörum sægreifanna. Ríkis-
stjórn Islands og sægreifarnir
sjálfir (LIU) hafa sýknt og heil-
agt reynt að heilaþvo almenn-
ing með því að fullyrða að hag-
ræðing kvótagreifanna sé
einnig hagræðing íyrir okkur,
fólkið í landinu. Enn eitt boð-
orðið er brotið - þeir ljúga.
Hvernig má það vera að stuld-
ur þessara manna á sameign
þjóðarinnar, með dreifingu til
örfárra útvaldra, sé hagræðing
íyrir okkur? Er það hagræðing
íyrir okkur að tugir milljarða
leki út úr íslensku hagkerfi í
sukk og svínarí á hverju ári?
Þeir bæði Ijúga og stela. Til
allrar lukku og guðs lofaða
mildi er fólk farið að átta sig á
þessu mesta óréttlæti íslands-
sögunnar. Þetta rotna kerfi
styður Sjálfstæðisflokkurinn.
Einnig Framsóknarflokkurinn.
Hér á eftir er ekki um kynn-
ingu á sjávarútvegsstefnu
Frjálslynda flokksins að ræða.
Eingöngu er rök færð fyrir ein-
um málaflokki innan nýs fisk-
veiðistjórnunarkerfis sem
flokkurinn mun kynna á nýju
ári.
Frjálslyndi flokkurinn vill
m.a. aðskilja veiðar og vinnslu.
Af hverju?
a) Til að tryggja réttlát kjör
sjómanna. Utgerðin getur ekki
samið við vinnsluna um verð á
hráefni og gert upp við sjó-
manninn með þeim hætti eins
og er í dag. Heldur fá sjómenn
til skiptanna frá því markað-
verði og magni sem um ræðir í
hvert skipti fyrir sig. Þetta
tryggir jöfnuð á grundvelli
kjara meðal sjómanna. I núver-
andi kerfi fækkar sjómanns-
störfum til hagræðingar fyrir
stórar fyrirtækjablokkir. Eftir
standa góðir sjómenn sem ekki
hafa í góð störf að venda. Nú
þegar ber Sjómannaskóli Is-
lands þess merki með örfáum
nemendum.
b) Fiskvinnslufyrirtækjum,
án útgerðar, er gert jafn hátt
undir höfði með aðskilnaði
veiða og vinnslu. Akveðin sér-
hæfing verður atvinnugrein-
inni til ffamdráttar. Hvatinn
og drifkrafturinn í heilbrigðri
samkeppni mun leiða til enn
frekari vöruþróunar og enn
frekari sigra í markaðsmálum.
Fiskvinnslufyrirtæki sem verða
ofan á í þessari baráttu og skila
þokkalegum hagnaði geta
þakkað bæði góðri framleiðslu-
stjórnun og innri hagræðingu í
umhverfi þar sem fólk hefur
valið um að starfa í greininni
eður ei. Þeir sem ekki hafa á-
hugann hasla sér völl á öðrum
sviðum. Umffarn allt er um
kerfi að ræða sem hyglir jöfn-
um tækifærum og réttlátri
samkeppni. Kerfi sem býður
ungan manninn velkomin/n í
greinina. Það er ekki rétt að
skylda okkar fólk bæði í Sjó-
mannaskólann og Fiskvinnslu-
skólann hafi það áhuga á að
taka þátt í sjálfstæðum atvinnu-
rekstri, t.a.m. eingöngu fisk-
vinnslu. Fiskvinnsluskólinn
starfar ekki lengur, hann var
lagður niður. Að útiloka nýlið-
un í grein sem aflar 65% út-
flumingstekna þjóðarinnar er,
þegar öllu er á botninn hvolft,
ekki hagræðing. Hleypum
ungu fólki að í vinnsluna með
því að setja allan fisk á markað.
Ekki bara útgerðarmönnum
sem hafa áhuga á fiskvinnslu.
c) Utgerðarmaður sem hefur
einnig áhuga á að starfa við
framleiðslu gemr gert það ef
vilji er fyrir hendi. Hann, engu
að síður, verður að versla fisk-
inn á markaði í heilbrigðri
samkeppni við önnur fyrirtæki.
Uppsetning sóknarkerfisins
þar sem uppboð fer fram á
dögum tryggir góða meðferð
aflans og útilokar brottkast.
Fiskvinnslumenn þekkja báta í
sundur enda eru nöfn báta tek-
in fram þegar uppboð á sér
stað á lönduðu hráefhi. Þannig
geta menn keppt um fiskinn
sinn og annarra. Ef illa viðrar í
þínu plássi gemr þú keypt fisk-
inn annars staðar ffá, svo lengi
sem þú stenst heilbrigða sam-
keppni. I dag erum við íslend-
ingar vanir því að sama fólkið
eigi alla skapaða hluti. Hér á
Islandi er lokaður viðskipta-
hringur í sjávarútvegi. Ræmr
þessa er að rekja til kvótakerfis-
ins og eignarhlutar sömu fyrir-
tækjanna í vinnslunni og á
veiðunum. Það er höfuðatriði
að allur fiskur fari á markað.
Þannig verður greinin sýnileg
öllum Islendingum. Greinin
verður sýnileg embættismönn-
um þjóðarinnar en sumir
hverjir munu bera þá miklu á-
byrgð að stýra sókninni fiski-
stofhunum til verndar.
d) Einföldun og skilvirkni á
greiðslum útgerðarinnar (fyrir
sóknardagana) til ríkis og sveit-
arfélaga er hyglt með því að
setja allan fisk á markað. Af-
reikningar fiskmarkaðanna
munu bera heildarverðmæti á
lönduðu hráefni í hvert skipti
fyrir sig ásamt frádrætti þess
markaðsverðs sem var á sókn-
ardegi í hvert skipti fyrir sig.
Með því að láta útgerðina taka
afla beint inn í hús flækist til
muna sú skilvirkni sem verður
að vera á greiðslum fyrir sókn-
ina, almennt eftirlit með sókn
og veiddu magni daprast til
Lokaorð
Með því að aðskilja veiðar
og vinnslu og færa allan fisk til
uppboða á fiskmörkuðum ger-
um við ungu fólki kleift að
komast inn í iðnaðinn án mis-
réttis. Frjálslyndi flokkurinn
hyglir réttlætinu en vill engu að
síður drifkraftinn sem fylgir
uppboðskerfinu. Störfum hefur
fækkað við okkar stóra iðnað.
Störfin hafa verið flutt um borð
í ffystiskipin. Þó sannað sé að
afurðaverð frystiskipanna
standist ekki þau háu verð sem
um ræðir á ferskfiskmörkuðum
Evrópu og í Bandaríkjunum
svo ekki sé talað um spennandi
saltfiskmarkaði í Portúgal,
Spáni, Grikklandi og á ítah'u.
Því spyrjum við okkur hvað
hafi gerst? Svarið er ömurleg
pólitík stjórnarflokkana. Sæ-
greifararnir sem eiga ffystiskip-
in stjórna ríkisstjóm Islands.
Þeir sem stjóma þessu kerfi
hafa listilega reynt að slá ryld í
augu almennings svo áram
skiptir. Nú er svo komið að
blindur maðurinn heyrir í
þeirri angist sem fiskveiði-
stjórnunarkerfið hefur kallað
yfir okkur. Frjálslyndi flokkur-
inn er eini stjómmálaflokkur
landsins sem ekki geymir
kvótagreifa innanborðs. Þau
4,2% landsmanna sem kusu
flokkinn síðast munu kjósa
flokkinn aftur. Við ætlum okk-
ur að ná 3-4% til viðbótar. Það
er mín spá að Frjálslyndi flokk-
urinn muni verða í oddastöðu
við myndun nýrrar ríHsstjómar
í vor. Eg treysti engum flokki
betur með stjóm sjávarútvegs-
mála en Frjálslynda flokknum.
Við höfum innan okkar raða
fiskiffæðinga, skipstjóra, fisk-
verkunarfólk, sjómenn, fiskút-
flytjendur, viðskiptaffæðinga,
lögffæðinga og svo má lengi
telja. Umfram allt er um að
ræða hugsjónarfólk sem vill
jöfh tækifæri, réttlæti og út-
rýmingu spillingar í okkar
landi. Það vantar fólk á þing
með þekkingu á sjávarútvegi.
Frjálslyndi flokkurinn er orðið
stjómmálaafl sem vert er að
styðja. Kjósum X-F í vor.
Þakka þeim sem lásu.
Gunnar Om Orlygsson,
formaður Ungra Frjálsyndra
'Penninn-^ Til umhugsunar
Þá era blessuð jólin liðin.
A þessum tíma verð ég barn í
annað sinn og hlakka alltaf til
jólanna Eg er mikið jólabarn,
finnst aðventan yndislegur
tími og nýt þess að undirbúa
komu jólanna. Frá því að við
fjölskyldan fluttum í Borgar-
nes hefur það verið fastur
liður og ómissandi í jólahald-
inu að fara til kirkju kl. 18.00
á aðfangadagskvöld og
hlusta á prestinn okkar messa
jólin inn. Það er mjög notar-
legt og hátíðlegt að sitja í
kirkjunni og hlusta á jóla-
guðspjallið. Ég er alin upp
við að virða hefðir og siði
kirkjunnar, ein af hefðunum
sem mér var kennd er hvern-
ig geng'ð er út úr kirkju , það
er að fyrst fari presturinn,
síðan þeir sem sitja á innstu
bekkjunum og svo koll af
kolli. Mér finnst hálf spaugi-
legt og jafnframt dapurt að
horfa út: kirkjuna og sjá hvað
allir virðast vera að flýta sér
heim í jólasteikina, því fæstir
virða hefðir kirkjunnar . Við
sátum á 6. bekk og gengum
síðust út ásamt þeim sem
vora á 5. bekk. Það var svo
sem allt í lagi með okkur.
Við voram ekkert að flýta
okkur, steikin beið bara þar
til við komum heim, en sár-
ast fannst mér að sjá að fjöl-
skylda prestsins skyldi ekki
geta gengið fram kirkjugólfið
og staðið hjá prestinum að
athöfn lokinni eins og þau
gera alltaf á aðfangadags-
kvöld heldur þurftu þau að
fara með ffarn bekkjunum.
Nú veit ég ekki hvað þeim
finnst um þetta en mér
finnst þetta mjög dapurt og
leiðinlegt. Það eru bæði
gömul og ný sannindi að ef
fólk fer í röð þá gengur mik-
ið betur og ef allir gerðu
það þegar gengið er út úr
kirkjunni þá kæmust þeir fyrr
heim í jólasteikina.
Með vinsemd og virðingu
Þóra Björgvinsdóttir
Duglegir krakkar!
í TTT-starfi kirkjunnar í vetur
höfum við komið víða við, m.a. gert
gifsgrímur og leikið helgileik á að-
ventukvöldi kirkjunnar. Með vor-
inu er svo ráðgert að fara í ferðalag
eins og undanfarin ár. Hápunktur-
inn fyrir jól var þó að krakkamir
tóku að sér að kosta skólagöngu
tveggja fátækra bama á Indlandi.
Það kostar 1.350 kr. á mánuði fyrir
hvort bam, þannig að
heildarupphæðin fyrir
árið er 32.400.
Krakkarnir vom með
ýmsar hugmyndir
varðandi fjáröflun:
Pakkauppboð, hluta-
veltu, kökubasar, sölu
á föndri og jólakort-
um, safna dósum og
flöskum og gera góð-
verk gegn frjálsum
framlögum. Það kom
líka á daginn að þau vom ótrúlega
fljót að safha þessari fjárhæð og
rúmlega það. Viljum við koma á
ffamfæri þökkum til allra þeirra
sem styrkm þetta góða málefni!
Einnig viljum við hvetja fólk sem
vill gerast styrktaraðilar bams að
hafa samband við Hjálparstarf
kirkjunnar, SOS-bamaþorpin eða
ABC-hjálparstarfið.