Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2003, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 22.01.2003, Blaðsíða 7
^asunuK.. MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 2003 7 Ahyggjur af ört vaxandi atvinnuleysi Svæðisráð Svæðisvinnumiðl- unar Vesturlands fundaði í gær og urðu þar miklar umræður um ört vaxandi atvinnuleysi í lands- hlutanum. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum: „Svæðisráð Svæðisvinnumiðl- unar Vesturlands lýsir áhyggjum sínum yfir vaxandi atvinnuleysi á Vesturlandi sem aukist hefur verulega á síðustu vikum og mánuðum. Ráðið skorar á stjórnvöld að hraða, sem kostur er, undirbúningi að stækkun ál- versins á Grundartanga m.a. með framlagningu frumvarps á Alþingi sem heimilar stækkun- ina. Jafnffamt beinir ráðið því til sveitarfélaganna á Vesturlandi að huga vel að möguleikum á á- taksverkefhum í byggðalögum sínum. Greinargerð: Á Vesturlandi eru nú 319 ein- staklingar án atvinnu og hefur þeim fjölgað verulega. Er nú svo komið að þessi þróun er farin að hafa mikil áhrif á fjölda heimila. Atvinnuleysið er það mesta sem verið hefur á Vesturlandi undan- farin ár. Það hefur syrt í álinn nú síðasta árið. A sama tíma, árið 2001, voru 105 skráðir án at- vinnu en nú hefur þeim fjölgað um rúm 200 %. Flesdr eru án atvinnu á Akra- nesi eða 164. I Borgarbyggð eru 82 einstaklingar nú án atvinnu. Enn er nokkur hreyfing á störf- um á Akranesi en í Borgarbyggð er ástandið slæmt að því leyti að kyrrstaða ríkir og lítil hreyfing á vinnumarkaði. Því er nauðsyn- legt að beiðni ffá atvinnulífinu um frekari uppbyggingu á Grundartanga nái fram að ganga. Það myndi snúa þessari alvarlegri þrórm við og áhrifa gæta mjög með fjölgun starfa á Akranesi og í Borgarbyggð ásamt í uppsveitum Borgar- fjarðahéraðs. A Snæfellsnesi og í Dölum hefur atvinnuástandið verið þokkalegt en einstaldingum án atvinnu fer nú fjölgandi í Dala- sýslu og er ljóst að það mun aukast nú á næstu mánuðum. Nemendafélag Grunnskólans í Borgamesi ísamvinnu viðfélagsmiðstöðina Óðal stóðufyrir Funk og Freestylenámskeiði s.l. laugardagfyrir 6. og 7. bekk og var leiðbeinandi Yasmine Olsson. Námskeiðið tókst vel í allra staði og var vel sótt. Arangur í lífi kvenna Fyrir jólin gaf Guðrún G. Bergmann út bók sem ber heit- ið: Gerðu það bara. Bókin fjall- ar um ýmsar leiðir sem konur geta farið til að öðlast breytt og betra líf og hvernig þær geta öðlast þann árangur sem þær leita eftir í öllu sem þær taka sér fyrir hendur. Nú í byrjun febrúar býður Guðrún upp á helgarnámskeið á Brekkubæ á Hellnum um efni bókarinnar og kallar það að sjálfsögðu „Gerðu það bara.“ Öll námskeið skapa rými fyr- ir konur til að endurmeta líf sitt, til að skoða hvort þær séu að gera það sem þær vilja raun- verulega vera að gera og hvort þær séu að láta drauma sína rætast. „Við hreinsum til í hugar- heiminum, losum okkur við það sein ekki á heima þar, sættum okkur við það sem ekki er hægt að breyta og svo brettum við upp ermar og breytum því sem við viljum og getum breytt. Þátttakendur gista í 2ja manna herbergjum með baði á vistvænum gististað, njóta líf- rænnar fæðu og geta einbeitt sér að því sem þeir komu til að gera. Við gleymum ekki útiver- unni og förum í gönguferð um orkulínur og álfabyggðir á Hellnum, auk þess sem kíkt er í stjörnumerki allra þátttakenda á nokkurs konar kvöldvöku á laugardagskvöldinu. Upplýsingar um námskeiðið er að fá að www.hellnar.is og ég svara fyrirspurnum á gudrun@hellnar.is eða í síma 435-6810,“ segir framkvæmda- konan Guðrún að lokum. (Fréttatilkynning) Borgarfjarðarsveit Til leigu: Árberg 4 á Kleppjárnsreykjum, Borgarfjarbarsveit búðin er ný 116 fm. íbúb í parhúsi, 3 svefnherbergi. Leigistfrá 1. febrúar til 1. ágúst 2003. Nánari upplýsingar á skrifstofu Borgarfjaröarsveitar, sími 435 1140 Oddviti Borgarfjarbarsveitar. ÚTHLUTUN ÚR MENNINGARSJÓÐI BORGARBYGGÐAR ÁRIÐ 2003 Stjórn Menníngarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsoknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningarmál í Borgarbyggð. Æskilegt er að með umsókninni fylgi bókhaldsuppgjör síðasta árs, eða starfsárs og áætlun um nýtincju styrksins ásamt greinargerð. Að loknu starfsari afhendist sjóðsstjórn greinargerð um nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast forstöðumanni Fræðslu- og menningarsviðs Borgarbyggðar, Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi fyrir 20. febrúar nk. Borgbrnesi, 22. janúar 2003, Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar. ífWWW ILSSJæÆI INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 NÝTTÁ SÖLUSKRÁ ÞORSTEINSGATA 5, BORGARNESI fbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi 126 ferm. og lítil ósamþykkt 8 íbúð í kjallara 56,8 ferm. ásamt 28 ferm. bílskúr. A l.hæð i er forstofa flísalögð, gangur, stofa og borðstofa dúklagt. I Þrjú svefnherb., eitt parketlagt en tvö dúklögð. Eldhús 1 dúklagt, viðarinnr. Baðherb. flísalagt, sturta. Þvottahús og geymsla. I kjallara er ósamþykkt íbúð. Forstofa og stofa parketlagðar. Eldhús dúklagt, viðarinnr. Baðherb. dúklagt, sturta, ljós viðarinnr. Tvö herbergi, dúklagt og teppalagt. Húsið stendur á góðum stað. Gott útsýni, stutt í skóla og rþróttamannvirki. Verð: kr. 14.000.000 ÞÓRÓLFSGATA 10A, BORGARNESI íbúð á 1. hæð í þnbýlishúsi ásamt geymslu og þvottahúsi í kjallara, 154 ferm. Forstofa flísalögð, hol teppalagt, stofur teppalagðar, þrjú herb. dúklögð, eldhús dúklagt, eldri viðarinnr. Baðherb. nýlega standsett, flísalagt gólf, ljós viðarinnr. Nýjar ofn- og vatnslagnir Verð: kr. 11.000.000 ÞÓRÓLFSGATA 12A, BORGARNESI íbúð á 3. hæð, 96 ferm., og bílskúr 37 ferm. Stigi teppalagður, gangur og stofa parketlagt, fimm herb. parketlögð. Elohús með korkflísum á gólfi, viðarinnr. Baðherb. með fiísalögðu gólfi, sturta. Búr og geymslur í risi og á 1. hæð. Tengi f. þvottavél og þurrkara á gangi. Sameiginl. þvottahús á neðstu hæð. Verð: kr. 11.200.000 Hefkaupanda að eign, helst einbýlishúsi, á Kveldúlfsgötu, Kjartansgötu eða Þorsteinsgötu, Borgarnesi. Möguleiki á skiptum á eign í Reykjavík. www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.